Morgunblaðið - 22.06.2018, Side 4

Morgunblaðið - 22.06.2018, Side 4
Í VOLGOGRAD Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Það var tilfinningaþrungin stund þegar Evgenía Mikaelsdóttir, eig- inmaður hennar og tveir synir skoðuðu sig um í hvelfingu við styttuna stórkostlegu, Móðurlandið kallar, í Volgograd í gær. Á vegg hvelfingarinnar eru grafin nöfn allra þeirra sovésku hermanna sem féllu, og hægt var að bera kennsl á, í orrustunni grimmilegu um borg- ina í síðari heimsstyrjöldinni Amma Evgeníu fékk á sínum tíma tilkynningu heim til Len- íngrad, sem nú heitir Pétursborg, um að eiginmaður hennar hefði fallið en það var ekki fyrr en í gær, telur Evgenía, sem einhver úr fjöl- skyldunni fær það endanlega stað- fest með eigin augum að borin hafi verið kennsl á afa hennar, og lang- afa sonanna, en hann hafi ekki ver- ið meðal þeirra mörgu sem létu líf- ið en ekki var frekar vitað um. Þökk sé Gorbatsjov! Evgenía hefur búið á Íslandi í 27 ár. Hún kynntist eiginmanni sínum, Gunnari Bjarna Ragnarssyni, árið 1987 þegar hann kom til Péturs- borgar í hópi 5.000 ungmenna frá Norðurlöndunum sem boðið var austur um eftir að Mikhaíl Gorba- tsjov hófst handa við breytingar í Sovétríkjunum með Perestrojku og Glasnost. „Ég fór með tveimur hljóm- sveitum sem vinir mínir voru í, við gistum í heimahúsum og Evgenía var túlkurinn okkar í þessari ferð,“ sagði Gunnar Bjarni í gær. Því má segja að það sé Gorba- tsjov og breytingum hans á sov- ésku samfélagi að þakka að þau Gunnar og Evgenía eru hjón. „Þetta var í fyrsta skipti sem land- ið var opnað á þennan hátt. Fáum árum áður hefði verið óhugsandi að svona stór hópur kæmi, gisti heima hjá fólki og umgengist almenning á þennan hátt. Ég hefði verið hand- tekin ef ég hefði hitt Gunnar áður, hvað þá farið á stefnumót!“ Minningarsvæðið í Volgograd er stórkostlegt. Styttan, Móðurlandið kallar, er 85 metra há, steinsnar frá knattspyrnuvellinum þar sem Ísland mætir Nígeríu í kvöld, og gnæfir vitaskuld yfir borgina. Kon- an sjálf er 52 metrar á hæð og sverðið 33 metrar. Til samanburðar má nefna að Frelsisstyttan í New York er 46 m á hæð, en er þó jafn- an sögð 93 metrar, því stöpullinn undir hennar svo stór. Styttan í Volgograd er enn sú stærsta í Evrópu og stærsta stytta af konu í veröldinni. Orrustan um Stalíngrad, eins og Volgograd hét þá, er talin einn mesti hildarleikur sögunnar og yf- irleitt er mat manna það, að sigur Sovétmanna við Stalíngrad hafi verið vendipunktur í seinni heims- styrjöldinni Gríðarlegt mannfall varð í orr- ustunni, sem stóð frá því í ágúst 1942 og lauk ekki fyrr en í byrjun febrúar árið eftir. Ætlað er að allt að ein og hálf milljón Sovétmanna hafi látið lífið svo ekki er að undra að minningarsvæðið skipti Rússa miklu máli. Neðan við styttuna er hvelfingin sem áður var nefnd. Magnþrunginn staður, þar sem eilífum eldi er haldið á lofti af risastórri hendi og nöfn allra þeirra hermanna sem létust í hildarleiknum, og hægt var að bera kennsl á, eru grafin í vegg- ina. Mjög sérstök tilfinning Fjölskyldan skoðaði veggina gaumgæfilega og leitin bar árang- ur. „Já, ég sá nafn afa míns og fór bara að gráta,“ sagði Evgenía við Morgunblaðið eftir að hún kom út úr hvelfingunni. „Það var mjög sérstök tilfinning að sjá nafnið hans, líka fyrir strák- ana mína,“ segir hún. „Þetta er stórkostlegur dagur – ég gat ekki beðið um meira en að finna nafnið. Við Gunnar höfum stundum talað um að koma hingað og eftir að Ís- land komst á HM var að sjálfsögðu öruggt mál að við færum. Þegar svo kom í ljós að Ísland myndi spila í Volgograd kom ekki annað til greina en koma hingað, til afa.“ Evgenía segir yndislegt að upp- lifa hve margir Rússar séu hrifnir af íslenska landsliðinu. Þyki raunar afar vænt um það. „Án gríns, allir elska Ísland. Þegar fólk kemst að því að við séum frá Íslandi – alveg sama hvar við komum – þá byrjar ballið! Við hittum einmitt einn strák hér sem kom sérstaklega frá Moskvu til Volgograd til þess að sjá Ísland spila á móti Nígeríu. Mér fannst það mjög fallegt af hon- um. Margir fylgdust með Evrópu- keppninni fyrir tveimur árum og hrifust af því hvað þessi litla þjóð getur gert. Fólk er hrifið af því hve baráttuviljinn er mikill, að allir geti staðið svona saman og að öll þjóðin fylgist í raun að.“ Sá nafn afa síns og fór að gráta  Tilfinningaþrungin stund að fá loks endanlega staðfest að borin hafi verið kennsl á afa og langafa  Lést í orrustunni um Stalíngrad árið 1942  Evgenía Mikaelsdóttir hefur búið á Íslandi í 27 ár Morunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leitin að afa Evgenía og Arnar skima eftir nafni gamla mannsins á vegg í minningarhvelfingunni í Volgograd. Áhrifaríkt Evgenía Mikaelsdóttir, Gunnar Bjarni Ragnarsson og synir þeirra, Leifur til vinstri og Arnar til hægri, við Móðurlandið í gær. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes Sunna Sigfríðardóttir Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Reykjavík „Ég segi 2:1 fyrir okkur, Gylfi og Alfreð með mörkin. Þetta gæti orðið erf- itt, það er líka svo heitt. Níger- íumenn eru vanari hitanum.“ Guðmundur M. Kristjánsson Volgograd „Hann fer 2:1 fyrir Nígeríu. Þessir gaurar í nígeríska liðinu hlaupa alltaf í 40 stiga hita en ekki við. Við erum vanari 6 stigum.“ Hólmfríður Tryggvadóttir Reykjavík „Þetta fer 2:0 fyrir Ísland, Gylfi og Kári skora mörkin. Við erum að fara út á leikinn svo ég vona að þetta verði fjörugt.“ Jóhann Guðbjargarson Volgograd „Leikurinn fer 2:0 fyrir Ísland.Við spilum mjög vel sem liðsheild og strákarnir eru alveg með þetta í blóðinu.“ Guðmundur Kári Skúlason Reykjavík „Þetta fer 1:1. Ég ætla að segja að Rúrik komi með markið, hann gæti kom- ið á óvart.“ Sæunn Ása Ágústsdóttir Volgograd „2:0 fyrir Ísland. Þeir verða að vinna, það hent- ar okkur að bíða og sækja hratt. Svo eru þeir slakir að verjast föstum leikatriðum.“ Jason Már Bergsteinsson Spurt í Reykjavík og Volgograd: Hvernig fer leikurinn í dag á milli Íslands og Nígeríu og hverjir skora?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.