Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Hann var bjartur
yfirlitum, brosmild-
ur, glaður og hress
og sagði sögur af
sér og öðrum og tengdi oft sam-
an með léttum vísum eftir
þekkta og óþekkta höfunda.
Vinnudagurinn byrjaði yfirleitt á
léttum nótum sem fylgdu starfs-
mönnum inn í eril dagsins og
gerðu lífið betra.
Dagur eftir fótboltaleiki hófst
á umræðu um þá og var þá ekki
í kot vísað þar sem hann var
mikill áhugamaður um fótbolta
og á sínum tíma öflugur leik-
maður Vals og hann og hans fólk
sannir Valsmenn.
Valur er fugl sem margir fylgja,
getur flogið fugla hraðast,
sterkur, þolinn og fylginn sér.
Fuglinn okkar hafði þetta allt.
Hann var líka glaðvær
og morgunsöngur hans
færði þeim sem á hlýddu orku
til að takast á við annir dagsins.
Meðal kvenfuglanna var einn
sem kallaði fram alla kosti hans
og listilegt flug ásamt ástarsöng
nægði til að þau festu saman ráð sín
sem síðar skilaði þeim þremur ung-
um,
ungum sem erfðu kosti foreldranna
og tóku þátt í leik og störfum.
Á seinni árum fór fuglinn okkar
að kenna sér óvænts meins
og sama hversu hann og aðrir reyndu
þá tókst ekki að vinna bug á því.
Að lokum varð hann að sætta sig við
að enginn ræður sínum næturstað
og eftir langa og stranga baráttu
mátti hann játa sig sigraðan.
Fuglar himinsins sameinuðust
og svifu vængjum þöndum
um loftin blá og syrgðu góðan félaga,
félaga sem hafði verið virkur
þátttakandi í leik og starfi.
Hans er sárt saknað.
(SA)
Far þú í friði, góði vinur, og
hafðu þökk fyrir afar gott sam-
starf.
Hildigunni og fjölskyldu færi
ég innilegar óskir um huggun í
sorg.
Ljúf er minning um góðan
dreng.
Sveinn Arason.
Það er þungbært að sjá á eftir
góðum vini í blóma lífsins. Lárus
Ögmundsson var heilbrigð sál í
hraustum líkama en alvarlegir
sjúkdómar eira engu og engum
og þá skiptir ekki máli að við-
komandi hafi lifað heilsusamlegu
lífi, verið góður íþróttamaður og
farið vel með sig. Lalli var mikill
Valsmaður, eins og bræður hans
og síðar börnin, en tvö þeirra,
Dóra María og Sigurður Egill,
hafa verið meðal bestu knatt-
spyrnumanna Vals og Íslands
undanfarin ár. Lalli lék sjálfur
með meistaraflokki Vals í knatt-
spyrnu á fyrri hluta áttunda ára-
tugar síðustu aldar, var góður
leikmaður, fljótur og áræðinn
varnarmaður. En langskólanám
í lögfræði hafði forgang fram yf-
ir afreksferil í boltanum, þótt
Lalli léki lengi með varaliði Vals,
1. flokki, þar sem „tvíburarnir“,
Lárus og Dóri Henson, mynd-
uðu ógnarsterkt miðvarðapar
sem allir mótherjar óttuðust.
Lalli hóf snemma að iðka golf og
náði fljótt góðum tökum á þeirri
skemmtilegu íþrótt.
Hann var uppáhalds meðspil-
ari margra, enda með einstaka
Lárus
Ögmundsson
✝ Lárus Ög-mundsson
fæddist 11. sept-
ember 1951. Hann
lést 5. júní 2018.
Útför Lárusar
fór fram 21. júní
2018.
nærveru, rólegur
og yfirvegaður svo
að fólki leið vel í
návist hans, hvort
sem það var á golf-
vellinum eða ann-
ars staðar.
Árið 1983 hófum
við nokkrir knatt-
spyrnumenn úr Val
að æfa skallablak á
veturna í gamla
ÍR-húsinu við Tún-
götu, á hverjum laugardegi frá
september til maí. Eftir 18 ár
breyttist félagskapurinn í golf-
og gleðifélag og þrír góðir fé-
lagar bættust í hópinn. Einn
þeirra var Lalli Ögmunds. Hann
féll strax afar vel inn í hópinn
með sinn góða húmor og ljúfu
lund. Við félagar í Skallabolta-
félagi Íslands sjáum nú á bak
öðrum vini, en fyrir 14 árum
lést Þórir Jónsson í hörmulegu
bílslysi, blessuð sé ævinlega
minning hans.
Traustur vinur hefur nú verið
kallaður af leikvelli lífsins, allt,
allt of snemma. Það er sárt. En
mestur er missirinn hjá Hildi-
gunni, börnum þeirra og fjöl-
skyldunni allri. Við biðjum Guð
að styrkja þau í sorginni og
sendum þeim okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Minningin um
einstakan mann mun lifa í hjört-
um okkar, vina hans, á meðan
við drögum andann.
Far í friði, kæri vinur. Mér
þykir afar miður að geta ekki
fylgt þér síðasta spölinn, en
verð á leiðinni til Rússlands
þegar þú verður kvaddur.
Fyrir hönd skallablaksvina úr
Val,
Hörður Hilmarsson.
Kynni okkar Lárusar hófust
þegar við störfuðum saman í
fjármálaráðuneytinu um nokk-
urra ára skeið. Lárus var þeim
eiginleikum gæddur að hann
átti auðvelt með að laða fólk að
sér með kímni sinni og glað-
værð. Það fór því svo að inn-
litum á skrifstofu hans fjölgaði
eftir því sem árin liðu. Minn-
isstætt er að lengi vel var ávallt
eitt mál tekið fyrir. Eftir að
Lárus hafði gefið sér góðan
tíma til að troða í pípu sína,
kveikja í og halla sér aftur í
stólnum dró hann fram úr pússi
sínu skrif Flosa Ólafssonar, leik-
ara, sem á þessum árum ritaði
óborganlega pistla í dagblöð og
las með tilþrifum valda kafla úr
þeim. Og þá var hlegið og menn
nánast láku niður af stólunum í
miðjum hlátrasköllunum. Já,
þetta voru góðir dagar.
Þægilegt var að leita til Lár-
usar með ýmis vandamál þegar
við störfuðum á ný saman hjá
Ríkisendurskoðun. Hann átti
auðvelt með að koma auga á
kjarna hvers máls og draga
fram aðalatriði þess.
Lárus lagði ávallt áherslu á
að halda sér í góðu formi og
hugsa vel um sig; synti nánast á
hverjum degi í mörg ár og hjól-
aði í vinnuna. Hann hélt áfram
að hreyfa sig af krafti eftir að
sjúkdómurinn fór að gera vart
við sig til að eiga sem mesta
möguleika í þeirri glímu, þar
kom dugnaður hans og ósér-
hlífni best í ljós og það aðdáun-
arverða baráttuþrek og æðru-
leysi sem hann bjó yfir. Aldrei
kom til álita að leggja árar í bát.
Í þessu sambandi minnist ég
þess að þegar við fórum eitt
sinn saman í golfferð til Eng-
lands taldi Lárus ekki eftir sér
að spila dag eftir dag, þó hann
væri farinn að kenna meina
sinna, og var þá ekki alltaf spurt
að því hvort um væri að ræða 18
eða 36 holur.
Já, það er margs að minnast
þegar horft er yfir farinn veg en
eftir stendur minning um öðling
sem ávallt var gott að leita til og
vera í samvistum við.
Að leiðarlokum viljum við
Anna votta Hildigunni, börnum
og öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur Björnsson.
Þátttaka í starfi íþróttafélags
felst ekki bara í íþróttaiðkun
heldur gefur hún góð tækifæri
til að eignast kunningja og vini
til lengri eða skemmri tíma.
Lárus og ég vorum pollar þegar
við hittumst fyrst á knatt-
spyrnuæfingum, en leiðir okkar
lágu líka saman í ýmsum störf-
um innan Vals. Á afmælisári fé-
lagsins 2011 flettum við bókinni
Áfram, hærra! Knattspyrnu-
félagið Valur í 100 ár, og sáum
okkur til ánægju nærri fimmtíu
ára gamla mynd af liðinu sem
varð haustmeistari í 5.fl. C árið
1963. Fyrsti mótssigur okkar
beggja í búningi Vals var þar
með varanlega skráður í sögu fé-
lagsins.
Lárus var góður íþróttamaður
og átti farsælan knattspyrnufer-
il. Ferill hans sem stjórnar-
manns í Val var ekki síður far-
sæll og á þeim vettvangi áttum
við langt samstarf. Lárus varð
varaformaður aðalstjórnar Vals
árið 1991 og ég kom í stjórnina
ári síðar. Þegar formaður Vals
þurfti með stuttum fyrirvara að
hætta haustið 1994 lá beinast við
að Lárus tæki við embættinu.
Vegna anna í starfi sínu hjá Rík-
isendurskoðun taldi hann sig
ekki geta það og lagði hart að
mér að takast á við formennsk-
una en í staðinn hét hann því að
halda lengi áfram í stjórn félags-
ins. Það varð niðurstaðan og við
unnum náið saman þar til hann
hætti í stjórninni árið 1999.
Á þessum tíma var fjárhags-
leg staða Vals ekki góð, frekar
en margra annarra íþrótta-
félaga, og ljóst var að bregðast
þurfti við með snörpu átaki. Eft-
ir yfirlegu setti stjórn félagsins
fram tillögu að lausn og breyt-
ingum, náði að vinna henni
brautargengi og til varð samn-
ingur borgaryfirvalda, viðskipta-
banka félagsins og Vals. Þetta
var tímamótasamningur sem eft-
ir var tekið langt út fyrir raðir
félagsins og skapaði Val góðan
starfsgrundvöll til margra ára.
Lárus átti drjúgan þátt í samn-
ingagerðinni þó svo að hann hafi
aldrei viljað hafa um það mörg
orð. Margir fundir og náin sam-
vinna tengd þessari vinnu skap-
aði vináttu, traust og virðingu á
milli okkar Lárusar sem ég mat
alltaf mikils.
Samningurinn varð á vissan
hátt undanfari frekari umræðu
og samninga á milli Vals og
Reykjavíkurborgar og byggir
núverandi aðstaða Vals að hluta
til á vinnu tengdri honum.
Margir góðir Valsmenn hafa
lagt hönd á plóg við að skapa þá
glæsilegu aðstöðu sem Valur býr
nú við og það er okkar að
tryggja að nafni Lárusar verði
haldið á lofti þegar rætt verður
um enduruppbyggingu félagsins.
Þó svo að Lárus og ég hætt-
um síðar í stjórn Vals hittumst
við oft við ýmis tilefni á Hlíð-
arenda og ræddum málefni fé-
lagsins enda rofnuðu tengslin
aldrei. Veikindi hans komu síðan
óvænt upp og mér og fleiri Vals-
mönnum var brugðið. Lárus bar
sig vel, þó að baráttan væri hörð
og ferðirnar í skanna í Dan-
mörku margar. Við föðmuðumst
og fögnuðum vel þegar við hitt-
ust í síðasta skiptið að Hlíðar-
enda síðastliðið haust þegar Val-
ur varð Íslandsmeistari í mfl.
karla í knattspyrnu og vonuð-
umst til að stutt yrði í næsta
fagnaðarfund. Því miður verður
ekki af því.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar sendi ég Hildigunni eig-
inkonu Lárusar, börnum þeirra
og öðrum ættingjum innilegar
samúðarkveðjur.
Reynir Vignir.
Við Valsmenn lútum höfði
vegna fráfalls okkar ástkæra
Lárusar Ögmundssonar og við
vottum Hildigunni og börnum
þeirra; Dóru Maríu, Sigurði
Lárusi, Lilju Karítas og ástvin-
um, samúð okkar. Lárus Ög-
mundsson var fallegur maður,
hvernig sem á það er litið, fag-
maður fram í fingurgóma,
snyrtimenni, góð manneskja.
Fjölskylda hans endurspeglar
allt það dásamlega sem Lárus
stóð fyrir. Hann var fágaður
keppnismaður innan vallar sem
utan, ávallt með einkunnarorð
séra Friðriks Friðrikssonar,
stofnanda Vals, að leiðarljósi:
„Látið aldrei kappið bera feg-
urðina ofurliði.“
Eins og tíðkaðist í „gamla
daga“ var Lárus sendur í sveit
flest sumur, eins krakkar á hans
aldri, og missti þar af leiðandi af
fjölda leikja með yngri flokkum
Vals. Hann var engu að síður
farsæll leikmaður en lagði
keppnisskóna á hilluna ungur að
árum, 1974, með 46 meistara-
flokksleiki að baki. Lárus var
ætíð umvafinn Valsvinum sem
héldu hópinn áratugum saman
og heimsóttu Hlíðarenda af
minnsta tilefni. Hann og Hildi-
gunnur hafa stutt vel við bakið á
börnum sínum en Dóra María og
Sigurður Egill eru lykilmenn í
meistaraflokkum Vals í knatt-
spyrnu, sigursælir keppnismenn.
Þegar ég gekk í Val, tvítugur,
tók ég fljótlega eftir þessum
flotta, snyrtilega, unga manni í
kringum Valsliðið. Og leiðir okk-
ar lágu margoft saman að Hlíð-
arenda, yfirleitt þegar Dóra
María eða Sigurður Egill voru í
aðalhlutverki innan vallar.
Lárus gegndi trúnaðarstörf-
um fyrir félagið sitt og var eft-
irsóttur sem slíkur og óumdeild-
ur. Hann sat í aðalstjórn Vals
1991-1998, sem ritari og síðar
sem varaformaður, hlaut gull-
merki Vals árið 1996.
Minningin um glæsilegan og
góðan Valsmann mun lifa.
F.h. Knattspyrnufélagsins
Vals,
Þorgrímur Þráinsson
formaður.
Þegar sr. Friðrik Friðriksson,
hvatamaðurinn að stofnun Vals,
féll frá var Lárus Ögmundsson
tíu ára og vart við því að búast
að þeir hafi kynnst, en ef svo
hefði verið grunar mig að gamli
maðurinn hefði hugsað með sér;
svona stráka vil ég sjá í Val.
Lárus og Friðrik höfðu ekki
nema einn ósið svo vitað væri,
þeim fannst gott að fá sér reyk.
Annar í gegnum vindla og hinn í
gegnum pípu. Það voru forrétt-
indi að eiga samleið með Lárusi
í gegnum vissan kafla lífsins
þegar leikgleðin var við völd og
ófáa leikina lékum við saman í
vörninni og Hemmi sá um að
skora mörkin og kallaði okkur
Lalla síamstvíburana. Sameigin-
legur félagi sem fallinn er frá
fyrir nokkru fékk skilaboð að
handan frá Hemma sem sagði að
leikreglurnar í fótboltanum hin-
um megin væru aðeins ólíkar, en
varla svo að ekki megi læra þeg-
ar mætt verður hinum megin.
Lárus naut alls staðar trausts
þar sem hann fór, í starfi og leik
og hann lagði félagi sínu til mik-
inn stuðning og tvö af börnum
þeirra Hildigunnar hafa náð
mjög langt í knattspyrnunni.
Lárus var traustur félagi í full-
trúaráði Vals og honum er hér
þakkað allt sitt mikla framlag til
félagsins og traust vinátta um
leið og samúðarkveðjur eru
sendar til allra sem nú eiga um
sárt að binda.
F.h. fulltrúaráðs Vals,
Halldór Einarsson.
Genginn er góður félagi og
samstarfsmaður. Lárus Ög-
mundsson kom til starfa hjá
Ríkisendurskoðun haustið 1989
og var strax ljóst að þar færi
vandaður maður sem hafði mikla
þekkingu á stjórnsýslu ríkisins
eftir að hafa starfað hjá fjár-
málaráðuneytinu í mörg ár. Við-
mót hans einkenndist af bros-
mildi og glaðværð.
Lárus var mikill keppnismað-
ur í golfi og þegar við félagarnir
mættum á teig okkur til
skemmtunar kom ekki annað til
greina af hálfu Lárusar en að
sett yrði upp keppni. Það gat
verið punktakeppni, holukeppni
eða eitthvert annað form. Það er
kannski ofsagt að Lárus hafi
verið tapsár en hann kunni þá
list að reikna sig til sigurs. Ef
það kom fyrir að hann tapaði
keppni, að talið var, leið ekki á
löngu þar til hann, eftir yfirferð
á skorkortum, tilkynnti að hann
og félagi hans hefðu haft sigur
með tilteknum hætti, annað-
hvort flest pör/fuglar, forgjöf
endurreiknuð, víti tilkynnt eða
jafnvel beitti hann frávísun til að
tryggja sér sigur. Spunnust oft
skemmtilegar umræður um þá
niðurstöðu.
Lárus hafði gaman af alls
konar útivist og lét fátt stoppa
sig í þeim efnum. Meðal þess
sem hann afrekaði með öðrum
starfsmönnum Ríkis-
endurskoðunar var að ganga á
Hvannadalshnjúk í maí 2008.
Ekki var þar látið við sitja held-
ur var Eyjafjallajökul lagður að
velli árið eftir. Máttu yngri
menn hafa sig alla við að fylgja
honum eftir.
Lárus var mikill áhugamaður
um ensku knattspyrnuna en þó
með öðrum hætti en almennt
gerist. Hann hélt ekki með
neinu sérstöku liði en þótti ekki
mikið til Manchester United
koma. Það helgaðist kannski af
því að það lið átti nokkra stuðn-
ingsmenn í vinnunni sem hann
hafði gaman af að æsa upp.
Mátti ráða af svip hans þegar
hann mætti á mánudagsmorgn-
um hvernig enska liðinu hafði
gengið um helgina. Var oft tek-
ist á um gengi liðsins og gengu
skotin á víxl, misbeitt en aldrei
meiðandi. Ef honum tókst vel
upp þá gat það gerst að einn eða
fleiri stuðningsmenn strunsuðu
út úr kaffistofunni með þeim
orðum að hann hefði ekkert vit á
fótbolta! Á sumrin var síðan
gengi Vals til umræðu og þá
snerist taflið nokkuð við og
þurfti hann oft að halda upp
miklum vörnum fyrir sitt lið,
sérstaklega gegn ónefndum KR-
ingum.
Klassísk tónlist var í miklu
uppáhaldi hjá Lárusi og var
hann hrifinn af djassi. Ef hann
var ekki að hlusta á Rás 1 á
skrifstofunni þá hljómaði tónlist
á Rondo. Ef manni varð á að
spyrja á hvað hann væri að
hlusta á fengust þau svör að við-
komandi væri greinilega með
takmarkaðan tónlistarsmekk og
við tók uppfræðsla um það verk
sem var verið að spila, hver væri
höfundur þess og um hvað það
fjallaði. Að henni lokinni gekk
maður svo burt enda upphaflegt
erindi steingleymt.
Við eigum eftir að sakna góðs
félaga, ekki síst þegar við stönd-
um á teig, horfum til fjalla eða
brjótum til mergjar stór sem
smá álitamál. Minning um góðan
dreng á eftir að fylgja okkur alla
ævi. Við færum Hildigunni og
fjölskyldu okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Ingi, Eyþór, Guðbrandur,
Jón L. og Linda.
Lárus Ögmundsson, einn
traustasti og þekktasti embætt-
ismaður landsins, sem varði allri
starfsævi sinni í þjónustu hins
opinbera, er horfinn á braut.
Þegar Lárus kom til starfa í
fjármálaráðuneytinu varð hann
fljótt vel kynntur, sá um sam-
skipti við helstu stofnanir ráðu-
neytisins, varð deildarstjóri og
síðar skrifstofustjóri. Þegar ný
tekjuöflunarkerfi ríkisins voru
tekin upp 1986-1989 var hann
einn aðalhöfundur lagafrum-
varpa sem þá voru samin. Við
það reyndi á hæfileika Lárusar
að ná sátt um leiðir á fyrir-
komulagi skattlagningar. Hug-
prýði hans, rökfesta og jafn-
lyndi gerðu að verkum að hann
lauk slíkum vandasömum verk-
efnum með sóma.
Fyrir tæpum þremur áratug-
um varð Lárus yfirlögfræðingur
og skrifstofustjóri Ríkisendur-
skoðunar. Hann starfaði með
fjórum ríkisendurskoðendum og
var staðgengill þriggja síðustu.
Lárus var lausnamiðaður og
leysti þannig úr málum. Skarp-
greindur, glöggur og vandvirkur
í öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Bóngóður og liðsinnti sam-
starfsmönnum þó hann væri
störfum hlaðinn. Á yfirvegaðan
og hófstilltan hátt var hann vak-
inn og sofinn yfir öllu því sem
honum var trúað fyrir. Fyrir
Lárusi Ögmundssyni var borin
virðing og á hann var hlustað,
hann vann störf sín fumlaust,
þrautseigur og heilsteyptur yfir-
burðamaður í lögfræði og á fjöl-
mörgum öðrum sviðum.
Það var einstaklega gott að
eiga samtal við Lárus. Hann var
gæddur miklum persónutöfrum,
hafði góða nærveru, var áheyri-
legur með skemmtilega frásagn-
argáfu, hláturmildur og hlýr.
Þétta handtakið, viðkunnanlega
röddin, brosið í augunum, glað-
værðin og einlægni í framkomu
var allt til þess fallið að vinna
hug og hjarta. Hann eignaðist
góða og trausta vini á vinnustað
sínum, sem nú syrgja hann sárt.
Samferðamenn og vinir hans
nutu trygglyndis, væntumþykju
og gefandi samfylgdar í ríkum
mæli.
Lárus Ögmundsson var
keppnismaður og hafði mikinn
sigurvilja. Fótboltinn og golfið
fönguðu huga hans og hann náði
miklum árangri og átti þar
margar gleðistundir. Fyrir
þremur árum veiktist hann og
þá sýndi hann sama keppnis-
skapið, lagði aldrei árar í bát,
fór í hverja meðferðina á fætur
annarri og ætlaði sér sigur. Á
þessu ári fór þó að síga í og það
dró af honum. Keppnisskapið
kviknaði þó um leið og farið var
að ræða vinnutengd mál eða
önnur hugðarefni hans. Þrátt
fyrir erfið veikindi var hann lítið
fjarverandi frá vinnu fyrr en
síðustu vikurnar. Fregnin um
andlát hans var okkur sam-
starfsmönnum hans mikið áfall,
hann hafði verið á vinnustaðn-
um tíu dögum áður, en honum
hafði hrakað skjótar en nokkurn
óraði fyrir. Það voru þung spor
inn á starfsmannafund að til-
kynna hvernig málum væri
komið. Skarð er nú fyrir skildi,
öðlingur hefur kvatt og vinnu-
staðurinn verður ekki samur.
Nú er góður drengur geng-
inn, honum eru þökkuð áratuga
kynni og fyrir vinsemd og vel-
vilja. Við samstarfsmenn Lár-
usar hjá Ríkisendurskoðun
sendum Hildigunni, börnum
þeirra og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning Lárusar Ögmunds-
sonar.
Skúli Eggert Þórðarson.
Þegar litið er til baka koma
margar góðar minningar upp í
hugann um Lárus vin okkar
sem nú hefur kvatt alltof fljótt.
Minningar um góðan, traustan
skólabróður, kláran og vinnu-
saman með góða kímnigáfu.
Frábær hæfileiki að sjá skop-
legu hliðarnar á lífinu og geta
brosað með hæfilegri léttúð þótt
á móti blási.
Þannig var það þegar við
hittumst fyrst og þannig var
þegar við hittumst síðast, en þá
var ljóst hversu alvarleg veik-
indi Lárusar voru.
Þegar Lalli var spurður um
veikindin vildi hann lítið um þau
tala annað en að segja mætti að
lítil framtíð væri í þeim. Ein-
kennandi svar frá Lalla, kímni-
gáfan enn í góðu lagi sem minn-