Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 ✝ Unnur Bald-vinsdóttir meinatæknir fædd- ist í Reykjavík 2. janúar 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ási, Hveragerði, 11. júní 2018. Foreldrar henn- ar voru Baldvin Jónsson, rafvirki og uppfinninga- maður, f. 26. október 1905 á Húsavík, d. 6. febrúar 1988, og Guðborg Guðmundsdóttir, saumakona og húsmóðir, fædd 22. október 1909 á Melum á Skarðsströnd, d. 13. september 1980. Systkini Unnar eru Jón Haukur Baldvinsson, f. 25. apr- íl 1938, d. 16. desember 2017, og Nína Baldvinsdóttir, f. 1. desember 1945. Unnur giftist eiginmanni sín- um Guðjóni Sigurkarlssyni lækni, f. 17. október 1931, d. 19. maí 2012, 30. júní 1955. jánsson, rafmagnsverkfræð- ingur og forstjóri, f. 25. mars 1962. Dætur þeirra eru: a) Auður Brá Hermannsdóttir, f. 17. mars 1992, og b) Annalísa Hermannsdóttir, f. 25. nóvem- ber 1997. Unnur ólst upp í Reykjavík og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952. Starfaði á rannsókn- arstofunni á Keldum og hjá Hjartavernd, en lengst af sem deildarstjóri rannsóknarstofu Sjúkrahúss Suðurlands. Sam- hliða starfi stundaði Unnur nám í listasögu og siðfræði við Háskóla Íslands. Hún sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Selfossbæ og sat meðal annars í skólanefndum grunnskóla og tónlistarskóla. Unnur var einn- ig virk í félagsstörfum, söng í samkór Selfoss, var í Kven- félaginu, Zontaklúbbnum, Garðyrkjufélaginu og var ötul starfskona Rauða krossins þar sem hún var til að mynda heimsóknarvinur í fjölda ára auk þess að vinna að söfnunum fyrir fátæk börn víðsvegar um heiminn. Útförin fer fram frá Selfoss- kirkju í dag, 22. júní 2018, klukkan 11.30. Foreldrar hans voru Sigurkarl Stefánsson, menntaskóla- kennari og stærð- fræðingur, f. 2. apríl 1902 á Kleif- um í Gilsfirði, d. 30. september 1995, og Sigríður Guðjónsdóttir hús- móðir, f. 25. nóv- ember 1903 á Hrauni í Grindavík, d. 20. októ- ber 1984. Dætur Unnar og Guðjóns eru: 1) Sigríður Birna Guðjónsdóttir framhaldsskóla- kennari, f. 3. júlí 1958, maki Björn Þórarinsson tónmennta- kennari, f. 7. september 1943. Dætur þeirra eru: a) Unnur Birna Björnsdóttir, f. 11. jan- úar 1987 og b) Dagný Halla Björnsdóttir, fædd 15. júní 1993. 2) Guðborg Auður Guðjónsdóttir, lyfja- og eitur- efnafræðingur, f. 30. apríl 1963, maki Hermann Krist- Við áttum margar góðar stundir saman, elsku amma mín. Mér er efst í huga dvölin hjá þér og afa í Rauðholtinu sem var alltaf svo skemmtileg. Þú kenndir mér svo margt, við gerðum alltaf eitthvað nýtt. Þú varst svo fróð um plöntur og jurtir og vissir alltaf allt um plöntur sem ég spurði um og við rákumst á í göngutúrum okkar eða í fallega garðinum þínum. Þolinmæði þín var óendan- leg, stundum var erfitt að ganga með mér út að andapoll- inum því ég vildi bjarga öllum ánamöðkum af gangstéttinni sem ég sá eða tína upp rusl sem varð á vegi okkar. Þú sagðir mér seinna að þér hefði alls ekki fundist það pirrandi, bara ótrúlega fallegt. Ég vona að ég verði svona yndislega þolinmóð og góð amma líka. Svo má segja að þú hafir kveikt áhuga minn á hönnun þegar við saumuðum saman glæsilega kjóla á Barbie- dúkkurnar mínar úr gömlum gardínum og fötum. Einnig kenndir þú mér að prjóna og hekla og hvattir mig áfram í allri listsköpun. Takk fyrir það. Takk fyrir að fara með mig á listasöfn, gefa mér fínu listasögubækurnar þínar og fræða mig um menningu og listir. Þér verð ég ævinlega þakklát fyrir allar góðu sam- verustundirnar okkar. Auður Brá. Þegar ég fæddist átti ég fjóra afa og eina ömmu. Amma var síðust af þeim í mark í þessu langhlaupi sem lífið er. Elsku amma. Það er engin leið að koma öllu því sem við höfum brallað saman í eina grein. Þú tókst á móti mér þegar ég kom í þennan heim og ég hélt í höndina þína er þú kvaddir þennan heim. 31 ár, og jú, þú hefur alltaf verið hin mamman mín og besta vinkona. Það var algjör paradís að koma með þér í vinnuna upp á sjúkrahús og þú gafst mér tilraunaglös og leyfðir mér að skrifa kvittanir og „lyfseðla“ og þú fórst með mig á allar helstu fjölskyldu- sýningarnar í Þjóðleikhúsinu. Við höfum gefið öndunum brauð í kílóavís, spilað þúsund kasínur og rússa, ég hef vafið hverri einustu slæðu þinni um mig, við höfum drukkið marga lítra af cappuccino, borðað ófá- ar pítsur og bakað milljón smá- kökur. Hversu oft ætlir þú hafir gripið mig þegar þú leyfðir mér að hoppa af olíuinntakskössun- um hjá Fossnesti og hversu oft greipstu mig þegar ég kom til ykkar í Rauðholtið yfirkeyrð af vinnu og skóla? „Gott að þú gast borðað“ og „gott að þú gast hvílt þig“ sagðirðu þegar mér fannst ég éta eins og svín og þegar ég svaf hrikalega lengi frameftir. Búdapestferðin, allir leikirnir þegar ég var Ameríkukonan með mörgu börnin í gróðurhús- inu, rósirnar, rólóinn, hjólastólarallýið um Hvera- gerði, sumarbíltúrarnir og „afi minn var langapi“. Þessu mun ég aldrei aldrei gleyma. Þú ert líka mesti töffari í heiminum; sagðir mér bara um daginn frá því þegar þú ákvaðst að læra að skipta um dekk, reifst öll dekk- in undan Citroëninum í inn- keyrslunni og settir þau á aft- ur, jú og brettið líka. Þú vildir nefnilega ekki standa eins og álfur uppi á miðri Hellisheiði ef það myndi springa og þurfa hjálp frá einhverjum karli. Þú sýndir líka svo mikinn stuðning, mættir á alla tónleika og allar leiksýningar hjá mér, sama hvort þær voru í Mennta- skólanum eða í atvinnuleikhús- unum. Flottasta amman var meira að segja með í frumsýn- ingarpartíunum! Elsku besta amma mín. Hvað mér leið alltaf vel nálægt þér. Ég meira að segja klifraði upp í tré og var þar í þrjá klukku- tíma svo ég þyrfti ekki að fara burtu frá þér þegar við vorum að fara heim til Akureyrar. Ef ég hefði getað klifrað upp í tré til að hafa þig aðeins leng- ur hjá mér, þá væri ég líklega ennþá þar. Þú ert hetjan mín og með sterkasta hjarta ver- aldar. Nonni Boggi, uppáhaldskis- inn þinn og besti vinur þegar þú bjóst hjá mömmu og pabba, hefur eflaust orðið kátur að sjá þig og Balli afi og amma Bogga. Ég skil afa Guðjón mjög vel, hann gat ekki beðið lengur eftir þér. Þegar þú sagðir um daginn „ég vil hafa manninn minn hérna hjá mér“ þá vissi ég að þú værir búin að hitta hann og ég ákvað að sleppa af þér tak- inu. Móttökunefndin er orðin ansi væn þarna; allir afarnir, Anna og Maggi, Brói, Kiddi, Svala, Nonni bróðir þinn og allir kett- irnir. Ég er næstum farin að hlakka til að koma yfir til að hitta ykkur öll, en ég vona að ég eigi eftir að gera eitthvað aðeins meira hérna megin. Guð blessi þig, elsku amma mín, og ég lofa, ég skal sjá um restina. Unnur Birna Björnsdóttir. Elsku amma, ég samdi til þín lag. Er svefninn svífur á brá ég sé þig, þú ert mér hjá í draumi, í huga, í hjarta. Þú lifir í mínu hjarta. Minningar um þig geymi. Ég geymi, aldrei gleymi þínum höndum strjúka mér um vanga, hlýjunni sem umvafði mig alla. Til þín ég svíf í draumi og kveð þig í hinsta sinn. Hvíl í friði og ró, þú hefur gert meira en nóg, verndarengill minn. Nú tölum við bara saman í draumi. Það er mér nóg, ef það veitir þér ró. Takk fyrir ástina, umhyggjuna, tímana tvenna, huggunina. Til þín ég svíf í draumi og kveð þig í hinsta sinn. Hvíl í friði og ró, þú hefur gert meira en nóg, verndarengill minn. Annalísa Hermannsdóttir. Kynni mín af Unni Baldvins- dóttur, tengdamóður minni, hóf- ust fyrir um það bil 35 árum er ég kom á heimili hennar og Guðjóns Sigurkarlssonar heit- ins, tengdaföður míns, í Rauð- holti á Selfossi. Það má með sanni segja að hún hafi tekið mér vel, eins og reyndar hún tók öllum gestum, með kostum og kynjum. Í þau fjöldamörgu skipti sem við Guðborg dvöldum þar um helgar eða kíktum inn til þeirra á ferð okkar um Suðurland var alltaf tekið á móti okkur eins og við værum að koma langt að og hefðum hvorki fengið vott né þurrt í marga daga. Unnur hafði sérstakt dálæti á að gefa svöng- um að borða og dró fram kræs- ingar meðan hún spurði fregna af okkur. Síðar fengu dætur okkar líka að njóta gestrisni hennar og ein- staklega hlýlegrar umhyggju. Fyrir það er ég ævinlega þakklátur henni. Unnur Baldvinsdóttir ✝ Árni Jónssonfæddist í Reykjavík 9. júní 1950 og ólst upp á Bala í Þykkvabæ. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 5. júní 2018. Foreldrar hans: Jón Árnason, f. 12.8. 1926 í Bjarna- reyjum, d. 10.4. 1998, og Svava Þuríður Árnadóttir, f. 9.6. 1927 í Snjallsteinshöfða. Jón og Svava hófu búskap á Bala í Þykkvabæ. Áttu þau sjö börn. Barn Jóns: Guðrún Lára, f. 12.4. 1944, d. 28.11. 1997. Maður hennar Björn Pálmi Hermanns- son, f. 16.7. 1938. Þau eignuðust tvö börn. Börn þeirra eru Sæmundur, f. 25.10. 1948. Kona hans er Þór- unn Ragnarsdóttir, f. 17.7. 1945. Þau eiga tvö börn. Margrét, f. 16.2. 1952. Maður hennar er Jón Hinrik Gíslason, f. 2.4. 1953. Þau eiga fjögur börn. Ragnheið- ur, f. 26.4. 1954. Hún á fimm börn. Elín, f. 4.6. 1956. Maður hennar er Júlíus Sigurðsson, f. 20.11. 1955. Þau eiga tvö börn. Andri, f. 18.9. 1957. Hann á eitt barn. Pálmi, f. 11.11. 1958. Kona hans er Sjöfn Hálfdánardóttir, f. 14.9. 1961. Þau eiga tvö börn og hún einn son. Í desember 23.12. 1970 kvænt- ist Árni Esther Markúsdóttur, f. 23.12. 1950. Börn þeirra: Svava Þur- íður, f. 5.8. 1971. Börn hennar Dag- mar Rós, Esther Rós, Sylvía Rós og Arnar Smári. Jón, f. 30.10. 1976, kvæntur Ingrid Kleppe. Börn þeirra eru Sebastian Árni og Freyja. Sigurður Grétar, f. 27.4. 1979. Börn hans Aníta Dögg, Mikael Carlo og Rafael Snær. Sandra, f. 2.12. 1985. Unnusti hennar er Jónas Örlygsson. Börn þeirra eru Örlygur Logi og Árni Fannar. Árni ólst upp á Bala í Þykkva- bæ til 18 ára aldurs en þá hóf hann búskap með Esther. Árni vann ýmis störf, þar á meðal sem bóndi, sjómaður, við kennslu og fleira. Hann lærði rafvirkjun og tók síðar meist- aranám í rafvirkjun. Hann starf- aði hjá Rarik á Hvolsvelli til dánardags. Útför Árna fer fram frá Oddakirkju í Rangárvallasýslu í dag, 22. júní 2018, og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Sunnu- daginn 3. júní þegar ég kvaddi þig á sjúkrahúsinu fór ég heim í góðri trú um að þú værir að fara að ná þér eftir þessi erfiðu veikindi. Frá því að þú veiktist skyndilega í lok febrúar varstu búinn að berjast eins og hetja við þinn sjúkdóm, allt var á réttri leið og voru batamerki á hverjum degi. Ég verð alltaf þakklátur fyrir dagana sem ég átti með þér áð- ur en þú kvaddir. Þessa helgi töluðum við um hvað væri fram- undan og að þú kæmist aftur heim á Hellu til mömmu. Þriðjudagskvöldið 5.6. stopp- aði tíminn, ég hringdi strax upp á spítala þegar ég heyrði að þú hefðir snögglega veikst en var tilkynnt að þú værir látinn. Hugsunin að geta ekki hringt í þig og heyrt í þér og fengið ráð frá þér er erfið. Þú varst alltaf til staðar og alltaf tilbúinn að hjálpa ef þú mögulega gast. Þannig mun ég minnast þín, hjálplegur og alltaf til staðar fyrir alla. Eitt þitt aðaláhugamál voru veiðar, lax og silungur. Þær voru ófáar veiðiferðirnar sem við fjölskyldan fórum í. Eins og hvert ár var stefnan í sumar að fara í veiðiferð í Ytri-Rangá sem var áin þín. Það verða þung skref að mæta í ána 29.6. án þín. Ég veit að þú, elsku pabbi minn, verður með okkur í anda við ána þína. Minning þín lifir, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Jón. Við starfsmenn RARIK kveðjum í dag samstarfsmann og vin til margra ára. Árni Jónsson starfaði fyrst sem raf- virki í vinnuflokki RARIK á Hvolsvelli á árunum 1980-84 og vann þá við ýmis störf í dreifi- kerfinu á Suðurlandi. Hann fór síðan til annarra starfa, var m.a. bóndi á Króki í Ásahreppi um tíma, fór síðan til Noregs, vann sem rafvirki hjá Rækj- unesi í Stykkishólmi, en lauk síðan meistaranámi í rafvirkjun og varð rafvirkjameistari hjá SS á Hvolsvelli. Hann hóf störf að nýju í vinnuflokki RARIK á Hvolsvelli 2007 og starfaði næstu árin við hin ýmsu raf- virkjastörf í Rangárvalla- og Skaftafellssýslu tengd dreifi- kerfi RARIK, hvort sem um var að ræða línuvinnu, tengi- vinnu í aðveitu- og spennistöðv- um eða tengingu háspennu- strengslagna. Árni varð starfsmaður rekstrarsviðs 2015 og starfaði eftir það m.a. við eftirlit í aðveitu- og spenni- stöðvum og við skráningar- vinnu. Hann starfaði hjá fyrirtæk- inu þar til hann varð að hætta vegna veikinda sinna í byrjun þessa árs. Árni var virkur þátt- takandi í félagsstarfi starfs- manna, var áhugasamur golfari og mikill veiðimaður. Nú þegar við kveðjum Árna Jónsson hinstu kveðju vil ég fyrir hönd RARIK og sam- starfsmanna hans þakka fyrir það traust og trúnað sem hann sýndi starfi sínu og samstarfs- mönnum. Einnig vil ég þakka fyrir vináttu hans og samstarf. Fjölskyldu Árna sendi ég okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Árna Jónssonar. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá RARIK, Tryggvi Þór Haraldsson. Elsku pabbi minn. Tárin renna í hvert skipti sem ég hugsa um að þú sért farinn frá okkur. Frá því að veikindin byrjuðu sá ég þig allt- af fyrir mér standandi við Æg- issíðufoss brosandi. Ég hélt að það þýddi að þú myndir jafna þig og koma með okkur aftur í veiði, en núna veit ég að þetta þýddi að þú fengir hinstu hvíld- ina og yrðir loksins laus við sársauka. Söknuðurinn er samt svo mikill. Veiðin var okkar fjölskyldu- sport og verður hún ekki eins án þín. Það var svo gaman að koma til ykkar í heimsókn, þá biðuð þið alltaf brosandi í dyr- unum þegar við komum í hlaðið. Ég vildi að þú hefðir getað fengið að sjá afastrákana þína Örlyg Loga og Árna Fannar, nafna þinn, vaxa úr grasi. Þeir vildu alltaf sitja í fanginu á þér og horfa með þér á fótboltann eða syngja með þér. Þú elskaðir að syngja og hlusta á söng. Það var svo gam- an að hlusta á þig segja sögur, þú varst svo orðheppinn og fyndinn og hafðir einstakt lag á að halda athyglinni allan tím- ann. Þú varst líka svo hjálpsamur og umhyggjusamur, það sást Árni Jónsson Innilegar þakkir vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS ANDRÉSSONAR frá Smiðshúsum. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Sólvalla fyrir góða umönnun. Björn Hilmarsson R. Brynja Sverrisdóttir Úlfhildur Hilmarsdóttir Ásgeir V. Ásgeirsson Kolbrún Hilmarsdóttir Gísli Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, VÍGLUNDAR PÁLSSONAR, Hamrahlíð 18. Elín Friðbjörnsdóttir og aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, RÚNAR SVANHOLT GÍSLASON, lögmaður, lést á líknardeild LSH laugardaginn 16. júní. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 28. júní klukkan 13. Halla Sigurgeirsdóttir Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir Davíð Kristjánsson Rúnar Steinn Rúnarsson Katrín Björk Gunnarsdóttir Hrólfur Sturla Rúnarsson Guðný Margrét Jónsdóttir Emil Örn Sigurðarson Þóra Árnadóttir barnabörn og systkini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.