Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Um leið og ég fagna þessum tímamótum í sögu Stefs finnst mér svolítið sorglegt að ég sé fyrsta konan sem tek við þessu starfi. Það hefði mátt gerast miklu fyrr að kona tæki við formannsstarfinu,“ segir Þórunn Gréta Sig- urðardóttir, tónskáld og nýkjörinn stjórnar- formaður Stefs. „Konur hafa lagt mikið af mörkum til íslensks tónlistarlífs í marga ára- tugi en þeim gengur samt sem áður ekki eins vel og körlum að koma sér á framfæri í þess- um bransa. Þær ná til dæmis ekki jafn mikilli spilun á íslenskum stöðvum og karlar og fá meðal annars af þeim sökum minni höfundar- réttartekjur.“ Minni spilun óháð gæðum Þórunn segir minni spilun á verkum tónlist- arkvenna ekki tengjast verðleikum þess efnis sem þær sendi frá sér. „Að mínu mati hefur það ekkert með gæði að gera þar sem mörg af stærstu nöfnunum í íslensku tónlistarsenunni eru konur. Við þurfum öll að vera meðvituð um það að við þurfum að greiða fyrir því að konur fái spilun og að þær nái að koma sinni tónlist á framfæri til jafns við karla.“ Þórunn segist ætla að starfa sem formaður með hagsmuni allra rétthafa að leiðarljósi. „Það sem mér finnst skipta máli er að við náum að halda fókusnum á heildarhags- munum rétthafa höfundarréttar. Einn meg- intilgangur Stefs gengur út á að auka tekjur íslenskra höfunda af verkum sínum.“ Innt eftir því hvort það verði ekki sífellt erfiðara að standa vörð um höfundarréttinn segir Þórunn að það sé það svo sannarlega rétt. „Það er náttúrlega sótt að höfundarrétt- inum úr öllum áttum en það skiptir máli að reyna að hugsa lausnamiðað í því samhengi.“ Hún segir að tónlistarfólk þurfi að einbeita sér að því að finna aðrar leiðir til að hagnast á sköpun sinni en þá að selja plötur. „Þó að langflestum finnist sorglegt að plötusala sé ekki lengur ein helsta tekjulind tónlistarfólks þá verðum við að halda áfram og spá í hvað geti komið í staðinn fyrir plötusöluna. Við stöðvum ekki þessa þróun, held ég. Samt sem áður er alveg hægt að leita annarra leiða en við höfum bara ekki fundið þær enn þá.“ Formaður Tónskáldafélags Íslands Tvö aðildarfélög koma að Stefi, annars veg- ar Tónskáldafélag Íslands og hins vegar Fé- lag tónskálda og textahöfunda. Þá er þriðji rétthafahópurinn þeir sem standa utan aðildarfélaga. Þórunn kom inn í stjórn Stefs þegar hún var formaður Tónskáldafélags Ís- lands árið 2015 svo hún hafði kynnst starf- seminni nokkuð vel áður en hún tók við for- mannsstarfinu. Samhliða nefndarstörfum er Þórunn tónskáld og píanóleikari en hún segir tímann til eigin sköpunar vera nokkuð naum- an eftir að hún tók við formannsstarfinu. „Ég er mjög þakklát fyrir þetta traust og hlakka mikið til að takast á við starfið en geri mér þó grein fyrir því að það er ekki gott að stjórn- unarstörfin taki yfir allt annað. Það er mik- ilvægt að fólk sem gegnir stjórnunarstöðum af þessum toga missi ekki samband við tón- listarlífið. Svo er líka gott að það sé ekki alltaf sama fólkið í stjórnunarstöðum og að fleiri komi að þeim.“ Fyrsta konan í formannssæti Stefs  Vill starfa með hagsmuni rétthafa að leiðarljósi  Nauðsynlegt að finna nýjar leiðir til að hagnast Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Formaður Þórunn Gréta segir að það þurfi að hugsa lausnamiðað um tekjulindir tónlistarfólks. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Böguhópurinn er nýstofnuð hljóm- sveit sem mun flytja dagskrána Bach og bögur á sunnudaginn í Hóladómkirkju. Hljómsveitin er sannkölluð fjölskylduhljómsveit en hún samanstendur af dætrum, dótt- ursonum og eiginkonu Sigursveins Magnússonar ásamt honum sjálfum. Þau vinna öll við tónlist, að frátöld- um drengjunum sem eru níu og tólf ára. „Það fer ekkert á milli mála að við vinnum öll við tónlist. Það er annað hvort lán eða ólán, það fer bara eftir því hvernig á það er litið,“ segir Sigursveinn. Fyrstu tónleikar á heilsuhæli Hljómsveitin var stofnuð í vor þegar Sigrún, kona Sigursveins, dvaldi á Heilsuhælinu í Hveragerði. „Þar var henni falið að sjá um kvöldvöku. Þá fékk hún mig til liðs við sig og síðar dætur mínar, Diljá og Ólöfu, ásamt drengjunum hennar Diljár, Sigursvein og Jakob.“ Tón- leikarnir á kvöldvökunni gengu prýðilega og í kjölfarið ákvað fjöl- skyldan að spila aftur á tónleikum. Efnið á dagskrá tónleikanna er að stórum hluta sótt til barokktímans og í íslensk þjóðlög, vísur og kveð- skap frá fyrri tíð. „Það sem er skemmtilegt við það er að við mun- um flytja íslensk þjóðlög sem eru skrifuð upp eftir fólki úr nærliggj- andi sveitum við Hóla,“ segir Sig- ursveinn. Útsetningar á íslenskum lögum sem hljómsveitin flytur á tónleik- unum eru mestmegnis þeirra eigin. „Allan þjóðararfinn sem við erum með höfum við sett saman sjálf, við setjum þetta saman í tvær lagasyrp- ur og búum til svona bálk úr því þar sem eitt tekur við af öðru og það er bæði sungið og spilað.“ Spila öll hvert á sitt hljóðfærið Hljóðfærin sem hljómsveitin spil- ar á eru langt frá því að vera einsleit. Diljá Sigursveinsdóttir spilar á fiðlu, Jakob Árni Kristinsson spilar á saxófón, Ólöf Sigursveinsdóttir spil- ar á selló, Sigrún Valgerður Gests- dóttir syngur og spilar á langspil, Sigursveinn Valdimar Kristinsson spilar á gítar og Sigursveinn Magn- ússon syngur og spilar á orgel og langspil. „Við skiptumst svolítið á, erum ekki alltaf öll að spila í einu en það kemur þó alveg fyrir að við leik- um öll á hljóðfæri í einu,“ segir Sig- ursveinn sem er himinlifandi yfir því að fá að spila á tónleikum í Hóladóm- kirkju með fjölskyldunni sinni. Ánægð með að spila á Hólum „Við erum mjög þakklát fyrir tækifærið sem við fáum með því að sjá um þessa tónleika. Bæði stað- urinn og kirkjan eru alveg einstök og það er mikil helgi yfir þessum stað. Við erum bara upp með okkur að fá að spila þarna, í ljósi sögunnar og svona.“ Tónleikarnir verða eftir messu í Hóladómkirkju á sunnudaginn og hefjast klukkan fjögur. Þessa dag- ana stendur yfir sumartónleikaröð í Hóladómkirkju þar sem haldnir eru tónleikar vikulega. Fjölskylda Böguhópurinn kemur fram í annað sinn á sunnudaginn. Biskupinn á Hólum hvatti hópinn til að spila. Tónelsk fjölskylda sem stofnaði hljómsveit  Íslensk þjóðlög í bland við barokk í Hóladómkirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.