Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
✝ Símon IngiGestsson fædd-
ist á Saltnesi í Hrís-
ey 23. desember
1944. Hann lést á
Landspítalanum 5.
júní 2018.
Foreldrar hans
voru Friðfinna
Símonardóttir, f. 8.
janúar 1927, d. 3.
júlí 1995, og Gestur
Árelíus Frímanns-
son, f. 29. febrúar 1924, d. 12.
apríl 2007.
Símon ólst upp hjá foreldrum
sínum á Siglufirði en dvaldist
einnig langdvölum á Austara-
Hóli í Fljótum hjá föðurömmu
sinni og -afa, Frímanni Viktori
Guðbrandssyni og Jósefínu Jós-
efsdóttur. Hann gekk í barna-
skóla á Siglufirði og útskrifaðist
frá Bændaskólanum á Hólum ár-
ið 1961. Auk hefðbundinna
sveitastarfa vann Símon m.a. við
Helgi, f. 10. mars 1968, í sambúð
með Hrafnhildi Hreinsdóttur.
Þau eru búsett á Akureyri og
eiga þrjá syni og eitt barnabarn.
4) Hilmar, f. 26. janúar 1974, í
sambúð með Ólafíu Guðrúnu
Lóu Bragadóttur. Þau eru búsett
í Keflavík. Hilmar á þrjá syni og
Lóa tvo syni og þrjú barnabörn.
Árið 1970 tóku Símon og
Heiðrún á leigu jörðina Barð í
Fljótum. Auk búskapar vann
Símon m.a. við akstur mjólk-
urbíls og skólabíls, var útibús-
stjóri KS á Ketilási 1981-1991 og
vann við póstafgreiðslu á Ketil-
ási og póstdreifingu. Á Barði
bjuggu þau til ársins 2008, er
þau fluttu að Bæ á Höfðaströnd
þar sem Símon hafði starfað sem
ráðsmaður um nokkurt skeið.
Haustið 2016 fluttist Símon að
Austurgötu 24 á Hofsósi.
Símon gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum, var m.a. formaður
Hestamannafélagsins Svaða um
árabil og formaður sóknar-
nefndar Barðskirkju.
Útför Símonar fer framfrá
Hofsóskirkju í dag, 22. júní 2018,
og hefst athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Barðskirkju-
garði í Fljótum.
gerð Strákaganga
og keyrði leigubíl í
Keflavík um tíma.
Tvítugur hóf
hann sambúð með
Heiðrúnu Guð-
björgu Alfreðsdótt-
ur frá Reykjarhóli í
Fljótum, f. 10. sept-
ember 1946, d. 25.
febrúar 2016. Þau
giftu sig á Siglufirði
26. maí 1966 og
bjuggu fyrstu hjúskaparárin
þar. Börn þeirra eru: 1) Alfreð
Gestur, f. 12. ágúst 1965, kvænt-
ur Kristínu Sigurrós Einars-
dóttur. Þau eru búsett í Fljótum
og eiga þrjá syni og fjögur
barnabörn. 2) Friðfinna Lilja, f.
27. mars 1967, gift Sigmundi
Sigmundssyni. Þau eru búsett í
Keflavík. Friðfinna Lilja á þrjá
syni, eina dóttur og þrjú barna-
börn og Sigmundur á þrjú börn
og þrjú barnabörn. 3) Símon
Elsku pabbi okkar.
Við trúum því varla ennþá að
þú sért farinn, þetta er allt svo
óraunverulegt. Við héldum að við
myndum hafa þig hjá okkur
miklu lengur en eftir standa
minningar um yndislegan pabba
sem reyndist okkur alltaf svo vel.
Við trúum því í hjarta okkar að
þú sért kominn við hlið mömmu
og að þið séuð sameinuð á ný.
Ástarkveðjur, þín börn,
Friðfinna (Lilla), Hilmar
og fjölskyldur.
Vorið 1990 gerði ég örlagaríkt
stopp á Hofsósi á heimleið úr
skólaferðalagi, til að sækja um
sumarvinnu á Ketilási í Fljótum.
Símon, sem síðar varð tengdafað-
ir minn, réð mig þangað, sumrin
á Ketilási urðu átta og samfylgd-
in 29 ár, nánast upp á dag.
Ég hef stundum grínast með
að ég hafi fyrst valið mér tengda-
foreldra og síðan maka, þar sem
ég fékk húsaskjól á Barði. Alla
vega hefði ég ekki getað valið
betur, Símon og Heiðrún reynd-
ust mér eins og ég væri þeirra
eigin dóttir. Heimilið stóð mér
ávallt opið og ég var ekki sú eina
sem átti þar skjól. Við unnum
saman á Ketilási þessi átta sumur
og hittumst nánast daglega þar
til við Addi fluttum úr Fljótunum.
Oft höfum við flutt síðan en þetta
er eina skiptið sem ég hef verið
með tárin í augunum, enda sakn-
aði ég bæði sveitarinnar og fólks-
ins.
Það var ævinlega gaman að
gleðjast með Símoni á góðri
stund og hann var jafnan hrókur
alls fagnaðar. Húmorinn aldrei
langt undan og hann var sögu-
maður af Guðs náð, sem lét ekki
endilega góða sögu gjalda sann-
leikans. Orðheppinn og fé-
lagslyndur, vinmargur og ætt-
rækinn. Oftar en ekki á leið á
einhvern fund, gjarnan í hesta-
mannafélaginu eða að rétta ein-
hvers staðar hjálparhönd, en
stundum fannst mér eins og þeir
Barðsfeðgar gerðu út sína eigin
björgunarsveit því ófáar voru
ferðirnar til að redda einhverju
úr kaupfélaginu eða keyra send-
ingar heim á bæina.
Að sama skapi var Símon alltaf
reiðubúinn að hjálpa okkur og
ráða heilt. Nú síðast þegar við
keyptum okkur hús á Hofsósi.
Vissulega ætluðum við að njóta
samvista við hann þegar við
kæmum þangað í haust. En ég
veit að það eru margir hinum
megin sem hafa tekið vel á móti
honum, ekki síst Heiðrún, sem
hann saknaði svo mikið. Þau
munu eflaust fylgja okkur í hinu
daglega lífi, þó á annan hátt
verði. Síðustu dagar hafa verið
óraunverulegir og við beðið eftir
að vakna upp af vondum draumi,
en tilhugsunin um að þau séu
saman á ný veitir huggun. Minn-
ingarnar streyma endalaust
gegnum hugann og yfir þeim er
fallegur ljómi. Á kvöldin er nota-
legt að rölta upp á hólinn hér á
Sólgörðum, horfa heim að Barði
og þakka fyrir að hafa kynnst
þessu dásamlega fólki sem gaf
mér strákana mína fjóra, það
dýrmætasta sem ég á. Þegar
myndin af tengdapabba kemur
upp í hugann er hann alltaf bros-
andi, með þetta sama blik í aug-
unum og ég veitti athygli þegar
við hittumst fyrst.
Elsku tengdapabbi! Það var
ennþá vor í lofti þegar þú kvadd-
ir. Við vorum full tilhlökkunar að
halda út í sumarið, taka á móti
gestum, spjalla, hlæja og eiga
góðar stundir með þér. Við erum
þakklát fyrir allt sem við áttum
með þér og þakklát öllum sem
reyndust þér vel. Við Addi og
strákarnir kveðjum þig með
þessu vorljóði sem þú söngst
stundum og biðjum að heilsa öll-
um hinum megin.
Bráðum anda vorsins dísir djúpt
og rótt
dagarnir þeir lengjast nóttin flýr.
Lofgjörð syngja fuglarnir af ljóðagnótt
loftsins ilmur seiðir hreinn og nýr.
Höfuð hneigja blómin móti blíðri sól
blundar silfurdögg á gleym-mér-ei.
Tilfinningar allar þær sem ástin ól
eiga griðastað hjá sumarþey.
(Bjarki Árnason)
Kristín Sigurrós
Einarsdóttir (Stína).
Elsku stóri bróðir. Takk fyrir
ærslaganginn á Hóli í heybögg-
unum og í hlöðunni á Steinaflöt-
um, það var sko gaman.
Takk fyrir að passa mig þegar
mamma var veik á Kristnesi.
Takk fyrir að gefa mér fallega
perlufesti í afmælisgjöf þegar ég
var 12 ára, sem þú valdir sjálfur.
Takk fyrir að koma á móti mér
þegar ég gekk heim úr skólanum
í blindbyl.
Takk fyrir stríðnina og húm-
orinn.
Takk fyrir að taka mig með á
böll á Ketilás, Hringver, Sæborg
og í Húnaver um verslunar-
mannahelgi.
Takk fyrir að lána mér jepp-
ann þinn og treysta mér fyrir
honum þegar ég var nýbúin að
taka bílprófið.
Takk fyrir að biðja mig að
halda Alfreð Gesti undir skírn.
Takk fyrir stuðninginn, hjálp-
semina og nærgætnina þegar ég
varð fyrir áfalli 19 ára gömul.
Takk fyrir að gæta Jónu Guð-
nýjar forðum daga.
Takk fyrir að taka alltaf vel á
móti Jónu, Möggu og Stínu í
sveitinni.
Takk fyrir svo margt, margt
og mikið.
Guð varðveiti þig og blessi og
ég mun ætíð sakna þín, elsku
stóri bróðir.
Ég votta börnum og öðrum að-
standendum mína dýpstu samúð.
Elín Gestsdóttir (Ella).
Það sem kemur upp í hugann
þegar ég kveð elskulegan móð-
urbróður minn eru bara góðar
minningar. Minningar um mann
sem var kátur, brosmildur og
með skemmtilegan húmor. Hann
kynnti mig yfirleitt sem skrýtnu
frænku sína og ég var bara
ánægð með það. Yfirleitt svaraði
ég því til að það væri ekki furða
þar sem ég ætti svo skrýtinn
frænda.
Símon frændi var myndarleg-
ur maður með hlýtt hjarta. Hann
var ekki mikið að tjá tilfinningar
sínar, en sýndi mér alltaf hlýju
þegar ég hitti hann og það var
alltaf kátína og gleði á þeim
stundum. Á mínum yngri árum
og þegar þau Heiba bjuggu á
Barði var ég alltaf velkomin til
þeirra og voru þau og krakkarnir
þeirra í miklu uppáhaldi hjá mér.
Það var alltaf gaman að fara á
Barð, fara á hestbak og njóta
sveitasælunnar.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Elsku Alfreð, Lilla, Símon,
Hilmar og fjölskyldur. Sam-
hryggist ykkur innilega og bið
góðan guð að gefa ykkur styrk á
sorgarstundu.
Þín verður sárt saknað, elsku
frændi.
Jóna Guðný Jónsdóttir.
Það er blessun að eiga góða
vini, skapa góðar minningar, eiga
fullt af minningum sem hægt er
að ylja sér við.
Ég á margar góðar minningar
um frænda minn og vin, Símon
Gestsson.
Við vorum bæði ættuð frá
Austari-Hóli í Flókadal. Símon
var ættrækinn, var duglegur að
heimsækja fólkið sitt og rækta
tengsl við vini og ættingja.
Síðasta sumar var hann aðeins
að láta mig heyra það, sagði að
þetta gengi engan veginn hvað ég
þekkti fáa úr okkar ætt, hann
sagði við mig að við þyrftum að
fara saman að vísitera Siglufjörð
og Ólafsfjörð. Við gerðum það
einn daginn og þvílík skemmtun.
Hann þekkti auðvitað alla og alls
staðar var honum, já, og okkur,
tekið svo vel. Við vorum í sælu-
vímu eftir þessar heimsóknir og
ætluðum svo sannarlega að fara
aftur fljótlega. Hann bar sig að
eins og sannur ættarhöfðingi.
Í veikindum mínum í vetur
hugsaði blessaður Símon vel um
mig, hringdi til að athuga með
mig, mokaði af tröppunum, fór
með mig á rúntinn og var alltaf til
staðar. Hringdi hann gjarnan og
sagði: „Sæl, er ekki allt í lagi með
þig?“
Hann var hjálpsamur, traust-
ur og góður maður. Það eru
margir sem hann hefur aðstoðað í
gegnum tíðina. Hann vildi öllum
gott gera. Hann var einstakur
maður, tryggur og traustur.
Ég á eftir að sakna Símonar.
Það var gott að vita af honum í
kirkjunni, sitjandi á aftasta bekk,
stundum glottandi því hann og
Pálmi höfðu svo gaman af að
spjalla og bara almennt að hafa
gaman af lífinu.
Hjartans þakkir fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig, fyrir allan
stuðninginn, hlýjuna og vinskap-
inn.
Guð geymi þig, kæri vinur og
frændi.
Guð blessi fjölskyldu Símonar.
Halla Rut Stefánsdóttir.
Ég stend við gluggann, það er
fallegt veður, en þó sól skíni í
heiði og hvergi sé ský á himni, þá
er dimmt yfir litla þorpinu okkar.
Hér ríkir sorg og söknuður, því
kær vinur og félagi Símon Gests-
son hefur kvatt þetta jarðneska
líf. Það er mikið áfall fyrir lítið
samfélag eins og hér, þegar slík-
ur öðlingur er burt kallaður af
sjónarsviðinu. Símon var einstak-
ur maður, hann var traustur vin-
ur, jákvæður, skemmtilegur,
hjálpsamur og vildi öllum gott
gera. Hann var drengur góður í
þess orðs fyllstu merkingu. Við
Binna voru miklir vinir Símonar
og Heiðrúnar um áratugaskeið
og samvera okkar varð mjög náin
hin síðari ár, eftir að þau Heiðrún
fluttu í Bæ. Þau voru traustir og
góðir vinir sem var gott að eiga
að. En lífið getur stundum verið
erfitt og veikindi Heiðrúnar voru
þungbær, en Símon lét aldrei
bugast, hann stóð sína vakt, þó
þetta hafi verið erfiðir tímar fyrir
hann og fjölskylduna, þegar veik-
indi steðjuðu að. En hann bar
harm sinn í hljóði, þó vissulega
hafi ekki alltaf verið auðvelt að
komast í gegnum lífið við þessar
aðstæður. Eftir að Heiðrún lést,
þá lét hann fljótlega af störfum í
Bæ og flutti hingað í Hofsós. Þá
urðu samskipti okkar enn meiri
og við hittumst daglega. Við
drukkum morgunkaffi í Kaup-
félaginu með fleiri góðum fé-
lögum og ræddum málin, yfirleitt
af alvöru, þó einstaka sinnum
kæmi fyrir að slegið væri á létta
strengi, ef brýna nauðsyn bar til.
Við áttum hesthús saman og tölu-
verð áform voru þar í gangi, en
því miður, kallið kom of snemma
svo samverustundirnar þar verða
ekki fleiri. Símon var mikill fé-
lagsmálamaður, hann starfaði öt-
ullega að málefnum hestamanna
og aldrei hafði hann svo mikið að
gera að hann gæti ekki skroppið
á fund eða unnið á hestamótum,
ef á þurfti að halda. Símon var
lengi formaður Hestamanna-
félagsins Svaða og heiðursfélagi
þar og seinna varð hann félagi í
Hestamannafélaginu Skagfirð-
ingi. Símon var tíður gestur á
hestamótum og landsþingum
hestamanna. Menn sóttust eftir
að vera í félagsskap hans, þar var
engin deyfð, þar var gleðin við
völd. Menn höfðu jafnvel hesta-
kaup en það þótti Símoni ekki
leiðinlegt og hann var mikill fag-
maður í þeim viðskiptum og þar
stóðust fáir honum snúning. Sím-
on stundaði lengst af búskap á
Barði og vann einnig með búinu,
bæði við verslunarstörf og einnig
stundaði hann margskonar akst-
ur. Það var sama við hvað hann
vann, hann reyndi ætíð að skila
sínu starfi sem best og þjóna sín-
um viðskiptavinum eins vel og
mögulegt var. Ég redda þessu
var jafnan svarið, ef eitthvað
vantaði. Hann skilaði góðu dags-
verki og var ætíð til staðar þar
sem hans var þörf. En nú er hann
horfinn yfir móðuna miklu og við
sitjum döpur og syrgjum kæran
vin. Við Binna þökkum þér af al-
úð liðnar stundir, vináttu þína og
hjálpsemi. Við sendum fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur á
þessari sorgarstund. Ég stend
enn þá við gluggann, en það hefur
engan tilgang lengur, þú kemur
ekki oftar niður Austurgötuna
með bros á vör og stríðnisglampa
í augum. Vertu sæll, kæri vinur.
Við söknum þín sárt.
Pálmi Rögnvaldsson.
Ég kveð nú á Jónsmessu kær-
an vin, frænda og náinn sam-
starfsmann til marga ára, Símon
Inga Gestsson, sem hrifinn var á
braut frá okkur allt of fljótt.
Fyrir fjölskyldutengsl kynnt-
ist ég Símoni strax í barnæsku,
og voru heimsóknir að Barði í
Fljótum eitt það skemmtilegasta
sem ég upplifði sem lítil stelpa úr
höfuðborginni. Þar var alltaf líf
og fjör, hestamennskan í háveg-
um höfð, sem var nú ekki til að
spilla fyrir, og gestrisnin einstök.
En leiðir okkar Símonar lágu
fyrst og fremst saman áratugum
síðar þegar hann tók að sér starf
bústjóra í Bæ á Höfðaströnd vor-
ið 2005 og varð í því hlutverki
stoð og stytta mín og minnar fjöl-
skyldu í allri uppbyggingu sem
þar hófst og búskapnum sem við
tók.
Endalausar minningar um
góðar og mikilvægar stundir
hrannast upp. Minningar um
stórar ákvarðanir og fram-
kvæmdir í Bæ, hestastúss af öllu
tagi, stóðréttir, fjölskyldumót,
utanlandsferðir, trúnaðarsamtöl,
stuðning og hvatningu. Minning-
ar um erfiða tíma þegar Heiðrún
heitin barðist við sín veikindi sem
settu mark sitt á líf þeirra hjóna
um árabil. Minningar um dugleg-
an og stoltan mann með leiftrandi
heiðblátt augnaráð sem fæstir
gleyma. Hestamann af Guðs náð.
Hræddist ég, fákur, bleika brá,
er beislislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
Af flestu því hef ég fátt eitt gert
sem fólki hér þykir mest um vert,
en ef til vill sáð í einhvern barm
orði sem mildar kvöl og harm.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig, fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held,
beint inn í sólarlagsins eld.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson)
Við Finnur og öll okkar börn
munum sakna okkar kæra vinar
sárt og lengi. Við vottum Alfreð
Gesti, Friðfinnu Lilju, Símoni
Helga, Hilmari og þeirra fjöl-
skyldum okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð og góða vætti að
styrkja þau í gegnum erfiðan
tíma.
Blessuð sé minning Símonar
Inga.
Steinunn Jónsdóttir.
Símon Ingi
Gestsson
Þá hefur hún
elsku besta amma
Rós kvatt þennan heim. Ég hef
alltaf litið mikið upp til hennar
ömmu Rósar en hún var svo
sterk, sjálfstæð, ákveðin, bros-
mild, blíð og með góða nærveru.
Ég stolt af því að hafa fengið
Rósarnafnið frá henni. Mér er
mjög minnisstæð mín fyrsta ut-
anlandsferð en hana fór ég ein
með ömmu til Noregs og þar átt-
um við yndislegan tíma saman.
Ég eyddi svo einnig miklum tíma
hjá ömmu þegar Theresa frænka
var á landinu og áttum við þá góð-
ar stundir saman en stundum var
svo gott að geta farið í heimsókn
eða gistingu í rólegheitin hjá
ömmu (fá smá frið frá öllum litlu
systkinunum) og ekki skemmdi
fyrir að hún átti alltaf eitthvert
gotterí.
Í seinni tíð var alltaf gott að
kíkja á ömmu Rós á Hrafnistu
með krakkana en hún ljómaði öll
við að sjá barnabarnabörnin sín
og gaf sér alltaf góðan tíma fyrir
okkur og var dugleg að segja
Rósbjörg Sigríður
Þorfinnsdóttir
✝ Rósbjörg Sig-ríður Þorfinns-
dóttir fæddist 30.
júlí 1928. Hún lést
13. júní 2018.
Útför Rós-
bjargar fór fram
frá Hafnarfjarð-
arkirkju 20. júní
2018.
hversu stolt hún
væri af mér og
hversu dugleg henni
fyndist ég vera, sem
gaf mér mikið þegar
álagið var yfirþyrm-
andi.
Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið
að kynnast henni
elsku ömmu Rós og
safnað góðum minn-
ingum með þessari
yndislegu manneskju. Ég, Birkir
og Emilía kveðjum þig öll með
söknuð í hjarta elsku amma.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Ég mun ávallt sakna þín elsku
amma Rós.
Þín
Erla Rós.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar