Morgunblaðið - 22.06.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
8.997
Outlet Grafarholti
GRISPORT
ÚTIVISTARSKÓR Á TILBOÐI
Verð áður
14.995
40%
AFSLÁTTUR
FRÁBÆRIR ÚTIVISTARSKÓR Á
FRÁBÆRU TILBOÐI!
SKÓRNIR KOMA Í GRÁU OG BEIGE
Í STÆRÐUM 36-47.
Markaður Smáratorgi
VÍNLANDSLEIÐ, GRAFARHOLTI
OPIÐ VIRKA DAGA 11:00- 18:00
LAUGARDAGA 11:00- 18:00
SUNNUDAGA: 12:00- 17:00
SMÁRATORGI, KÓPAVOGI
OPIÐ VIRKA DAGA 11:00- 18:00
LAUGARDAGA 11:00- 18:00
SUNNUDAGA: 12:00- 18:00
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ef langt er seilst má rekja upphaf
Menningar- og listamiðstöðvarinnar
Hafnarborgar í Hafnarfirði til Ólafs
Túbals, myndlistarmanns og bónda í
Fljótshlíð. Tengingin er að vísu
óbein, en svo bar til að á kreppuár-
unum á fjórða áratug síðustu aldar
keypti Sverrir Magnússon, síðar
apótekari í Hafnarfirði, vatns-
litamynd eftir Ólaf og mun upp frá
því hafa orðið ástríðufullur lista-
verkasafnari. Árið 1983 færðu
Sverrir og kona hans, Ingibjörg Sig-
urjónsdóttir, sem áttu og ráku Hafn-
arfjarðar Apótek, bænum lista-
verkasafn sitt að gjöf. Um 200
málverk og mörg eftir helstu frum-
kvöðla íslenskrar myndlistar.
„Hjónin gáfu einnig hús sitt í
Strandgötu 34, sem byggt var 1921
og er eftir Guðjón Samúelsson. Með
gjöfunum fylgdu þau tilmæli að
byggt yrði við húsið og reist þar
menningarmiðstöð. Fimm árum síð-
ar var Hafnarborg formlega vígð.
Við fögnum því tvöföldu afmæli í ár
og höldum upp á tímamótin með af-
mælissýningu úr safneign; Hafnar-
borg 35/30,“ segir Ágústa Krist-
ófersdóttir, forstöðumaður
Hafnarborgar.
1.500 margbreytileg listaverk
Eins og glöggir lesendur hafa efa-
lítið áttað sig á vísar yfirskrift sýn-
ingarinnar til þess að 35 ár eru síðan
gjöfin var afhent og 30 ár frá því
Hafnarborg var vígð. Ágústa, sem er
safnafræðingur að mennt, og Unnar
Örn Auðarson myndlistarmaður eru
sýningarstjórar afmælissýning-
arinnar. „Ég hef lengi starfað sem
sýningarstjóri, bæði hjá Þjóðminja-
safninu og Listasafni Reykjavíkur,
en okkur langaði að fá aðra sýn á
safneignina og því fengum við Unn-
ar Örn með okkur í lið. Hann er fyrst
og fremst myndlistarmaður, en hef-
ur í seinni tíð í auknum mæli tekið að
sér sýningarstjórnun og fengist við
safnheildir og söfn í list sinni. Okkur
langaði að draga fram bæði verk
sem við erum vön að skoða og lítum
á sem gullmola í safneigninni, og líka
önnur verk sem ekki eru eins mikið í
sviðsljósinu og líka er gaman að fá
að sjá.“
Af nógu var að taka og því kannski
úr vöndu að ráða fyrir Ágústu og
Unnar Örn að velja úr tæplega 1.500
gripum í eigu Hafnarborgar. „Sýn-
ingunni er ætlað að spegla marg-
breytileika myndlistarinnar sem hér
er varðveitt; málverk, myndbands-
verk, innsetningar, bókverk, ljós-
myndir og bara allt þar á milli, auk
útilistaverka út um allan bæ, sem
safnið heldur utan um,“ segir
Ágústa og heldur áfram: „Safn-
eignin hefur orðið til í pörtum, ef svo
má segja. Auk gjafar þeirra Sverris
og Ingibjargar erum við með verk
sem Hafnarfjarðarbær hefur eign-
ast í áranna rás og önnur sem safnið
hefur bæði keypt og fengið að gjöf.“
Djásnin í krúnunni
Spurð um mesta djásnið í krún-
unni segist hún ómögulega geta
nefnt eitt verk, en málverk eftir
Georg Guðna, sem Hafnarborg eign-
aðist fyrir nokkrum árum, Jóhann
Briem, Kristján Davíðsson og Júl-
íönnu Sveinsdóttur séu vissulega
meðal gersemanna. Og þær séu
margar í Hafnarborg. Af þeim nýrri
nefnir hún verk eftir Önnu Júlíu
Friðbjörnsdóttur, sem var tilnefnd
til Íslensku myndlistarverðlaunanna
fyrir sýninguna Erindi, sem haldin
var í Hafnarborg í fyrra. „Núorðið
miðast innkaupin hjá okkur mest við
að kaupa af sýningum í safninu
sjálfu, þannig að söfnunarstefnan og
sýningarstefnan hafa haldist í hend-
ur.“
Í eigu Hafnarborgar er heilmikið
af ljósmyndum og málverkum þar
sem Hafnarfjörður er í aðal-
hlutverki, enda segir Ágústa að
safnið leggi töluvert upp úr að eiga
verk af bænum fyrr og nú. „Síðustu
árin höfum við til dæmis eignast
myndir úr ljósmyndaröðinni Ásfjall
eftir Pétur Thomsen, og ljósmyndir
sem Spessi tók af nýbyggðum svæð-
um fyrir nokkrum árum. Við eigum
líka mikið af fallegum, rómantískum
bæjarmyndum af Hafnarfirði frá því
um miðja síðustu öld, sem vel mætti
lýsa sem hefðbundnum, íslenskum
sófamyndum. Málverk eftir Gunn-
laug Scheving af sólríkum sum-
ardegi í Hafnarfirði er nokkuð frægt
og margir þekkja Hafnarfjarðar-
málverk Péturs Friðriks.“
Portrettmálverk eftir pöntun
Ágústa segir safnsýninguna ekki
einskorðast við eitt þema, heldur séu
þau mörg. Aðallega þó portrett og
listaverk sem ekki hafa verið hreyfð
úr geymslum síðan þeim var komið
þar fyrir og því hafi ekki margir bar-
ið þau augum.
„Í tilefni afmælisins sýnum við
portrett sem þó nokkuð er til af en
hafa undanfarin ár verið í geymsl-
unum hér. Portrett af bæj-
arfulltrúum, embættismönnum,
framkvæmdastjórum og öðru áhrifa-
fólki voru vinsæl í gamla daga og
máluð eftir pöntun. Slíkt tíðkast
varla lengur, en málverkin hafa vak-
ið mikla athygli gesta. Nýjasta port-
rettið er frá árinu 1985 og vel getur
verið að sumir gestanna kannist við
fyrirsæturnar.“
Í ljósi stöðu kvenna á árum áður
kemur ekki á óvart að öll pöntuðu
portrettin – nema eitt – eru af körl-
um. „Þetta eina er af Ingibjörgu,
öðrum stofnanda Hafnarborgar,“
segir Ágústa. Til mótvægis við
karlakraðakið ákváðu þau Unnar
Örn að tefla líka fram á sýningunni
portrettum af konum. „Þau eru
mjög ólík karlaportrettum, sem virt-
ust til þess gerð að spegla völd karl-
anna. Málverkin af konunum eru
meira svona prívat; myndir sem
listamaðurinn hefur tekið upp hjá
sjálfum sér að mála.“
Louisa og Temma
Og Ágústa tekur dæmi af mynd
sem Louisa Matthíasdóttir málaði af
Temmu Bell dóttur sinni og annarri
eftir Temmu af þeim mæðgum sam-
an í örygginu innan veggja heimilis-
ins. Aðspurð segir hún báðar mynd-
irnar vera meðal helstu dýrgripa
Hafnarborgar, en ítrekar að erfitt sé
að gera upp á milli verka. „Stundum
breytist matið með tímanum á því
hvað er dýrgripur og hvað ekki,“ út-
skýrir hún og víkur að hinu megin-
þemanu á sýningunni; verkum sem
fáir hafa séð. „Á sýningunni er til
dæmis eitt slíkt, frábært málverk
eftir Sigríði Björnsdóttur, listmálara
og listþerapista, sem við erum af-
skaplega stolt af og sérstaklega
ánægð með að vera búin að fá það úr
meðferð hjá forverði.“
Safnsýning er að sögn Ágústu
besta leiðin fyrir safnstjóra til að
kynnast safneign almennilega. „Þá
þarf maður að fara í allar geymslur,
grandskoða hvern einasta grip og
kynna sér skráningar. Við höfum
verið með hluta úr safneiginni á sýn-
ingu á hverju ári, en 35/30 Hafnar-
borg er sú viðamesta sem haldin hef-
ur verið í mörg ár, en hún er í fimm
rýmum, þar á meðal í gömlu stofum
apótekarahjónanna, sem lögðu
grunninn að Hafnarborg,“ segir
Ágústa.
Gömul og ný listaverk Talið frá vinstri: Morgunmynd i grænum dúr (1972) eftir Temmu Bell og Temma í Maju slopp (1957) eftir Louisu, myndir mæðgnanna eru hlið við hlið á sýningunni, Án
titils (2007) eftir Georg Guðna Hauksson, Svartalogn á Dýrafirði (1927) eina verkið eftir Sverri Magnússon, stofnanda Hafnarborgar, í eigu safnsins, og Án titils (1977) eftir Sigríði Björnsdóttur.
Gersemar úr geymslum
Tvöföld afmælissýning, Hafnarborg
35/30, í Hafnarfirði Hátt í eitt
hundrað listaverk úr safneign til sýnis
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Sýningarstjórar Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, og Unnar Örn Auðarson, myndlistarmaður.