Morgunblaðið - 22.06.2018, Page 23
ir okkur á hversu mikilvægt er
að hafa jákvætt viðhorf í fyr-
irrúmi.
Lalli var góður knattspyrnu-
maður, traustur Valsmaður alla
tíð og og spilaði marga leiki með
meistaraflokki Vals. Hann varð
einnig fljótlega öflugur liðsmað-
ur í skólaliði Verzló. Í leik og
starfi var Lalli ávallt með
spaugsyrði á takteinum þó
keppnisskapið væri alltaf til
staðar. Það verður alla tíð
ógleymanleg ferð sem við skóla-
systkinin fórum í skíðaskála ÍK í
Skálafelli í kringum 1970, allt á
kafi snjó og ófærð mikil. Síðar
fórum við í mikla útskriftarferð
þegar við urðum stúdentar þar
sem gleðin var við völd og vel
tekið á því. Í báðum þeim ferð-
um var Lalli hrókur alls fagn-
aðar.
Við kveðjum góðan vin og fé-
laga með söknuði, en um leið
þakklæti og hlýjum hug. Félaga-
hópurinn er snöggtum fátækari
án Lárusar. Elsku Hildigunnur
og fjölskylda, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðara-
kveðjur.
Fyrir hönd skólasystkina úr
Verzló,
Jafet Ólafsson og
Jens Pétur Hjaltested.
Það er komið að kveðjustund.
Kvaddur er Lárus Ögmunds-
son lögfræðingur, sérstakur
maður og hollvinur í yfir 50 ár.
Yfirlögfræðingur Ríkisendur-
skoðunar með 29 ára samfelldan
starfsferil lögfræðings þar á bæ.
Starfsmaður fjármálaráðuneyt-
isins um árabil þar á undan.
Lárus Ögmundsson var
traustur og hjálpsamur vinur,
kappsfullur og ósérhlífinn þegar
kom að því að afgreiða málin.
Hann var ávallt uppbyggilegur í
umræðu og samtali um lífsins
gang, sígefandi af sér við úr-
lausnir ýmiss konar mála.
Skólaárin frá 1968 og áfram
voru skemmtilegur tími. Lífs-
hlaupið síbreytilegt bæði í máli
og myndum. Allt frá Háaleit-
isbraut yfir í Hvassaleiti og alla
leið niður í Hlíðar að Hlíðarenda
þar sem Valsvöllurinn beið.
Glaumbær við Reykjavíkurt-
jörn, Klúbburinn í Borgartúni,
Hótel Loftleiðir, Saga og Sigtún.
Allt voru þetta skemmtilegir við-
komustaðir á góðum tíma skóla-
áranna með tilheyrandi tónlist
þess tíma.
Skákhittingur okkar VAGL-
félaganna (Villi, Arni, Garðar,
Lalli) var burðarás okkar í fé-
lagslegu tilliti og tækifæri sem
nýttist til að fá frí frá hefð-
bundnum heimilisstörfum.
Árlegar sumarferðir okkar
ferðahópsfélaganna sl. 10 ár með
mökum um landið eru ógleym-
anlegar.
Aldrei var komið að tómum
kofunum hjá Lárusi varðandi
upplýsingar, ferðaleiðsögn og
leiðir í íslenskri sveit með til-
heyrandi örnefnum og þar fram
eftir götunum.
Fljótlega fékk ferðahópurinn
viðurnefnið: „Blómstur-
vallagengið“ samkvæmt tillögu
frá Lárusi.
Vinátta Lárusar var sérstök
og söknuðurinn er mikill að hon-
um flognum. Takk fyrir sam-
fylgdina, stuðninginn og fyrir öll
tækifæri gleðinnar sem við átt-
um saman í skóla lífsins, leik og
starfi.
Með„Blómsturvallagenginu“
og við ýmis önnur tímamóta-
tækifæri. Djúp eftirsjá fyllir
hugann er við kveðjum þig.
Takk fyrir velferðina sem þú
stuðlaðir að með lífshlaupi þínu.
Takk fyrir alla vináttu þína og
baráttu til síðasta dags.
Við Sigríður Ólafsdóttir vott-
um fjölskyldu Lárusar Ög-
mundssonar; Hildigunni, Lilju,
Dóru Maríu og Sigurði, sem og
öllum öðrum aðstandendum
hans, okkar dýpstu samúð.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Árni Rafnsson,
Sigríður Ólafsdóttir.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Árin sem við
bjuggum á Hólum í
Hjaltadal voru okk-
ur hjónum yndislegur tími. Bar
margt til en hæst ber þó kynni
við gott fólk, kynni sem síðan
hafa haldist þótt langur tími hafi
liðið og vegalengdir skilið að. Það
er okkur afar kært að hafa
kynnst fjölskyldunni á Skúfsstöð-
um, þeim Sigurði Þorsteinssyni,
Huldu Njálsdóttur og þeirra
fólki. Þau bjuggu þar myndarbúi
bæði með sauðfé og kýr, hörku-
duglegir bændur en jafnframt
gestrisin svo af bar. Þrátt fyrir
miklar annir við búskapinn var
alltaf tími fyrir gesti og bornar
fram veitingar eins og þar væri
stöðug fermingarveisla og aldrei
skorti umræðuefni. Hjónin höfðu
sterkar skoðanir á málefnum líð-
andi stundar og það var gaman
að ræða málin við þau.
Síðar kom að því að þau drógu
sig úr búskapnum, byggðu sér
hús á skika úr jörðinni og hugð-
ust njóta þar elliáranna. Nýbýlið
kölluðu þau Mela og þar skyldi
snúið sér að trjá- og blómarækt
auk annarra tilfallandi starfa.
Sigurður
Þorsteinsson
✝ Sigurður Ant-on Hjalti Þor-
steinsson fæddist
17. september
1932. Hann lést 9.
júní 2018.
Útför Sigurðar
fór fram 21. júní
2018.
Huldu naut þó ekki
lengi við því hún lést
langt fyrir aldur
fram skömmu eftir
búferlin. Sigurður
hélt hins vegar
heimili á Melum þar
til nýlega að hann
fékk inni á heilsu-
gæslunni á Krókn-
um.
Alltaf var gaman
að koma á Mela og
hitta Sigurð og aðra gesti sem oft
rákust þar inn. Á síðustu mán-
uðum leyndi það sér ekki að ævi-
stritið hafði sett mark sitt á Sig-
urð. Hann bar þess augljós merki
að hafa erfiðað um ævina og átti
m.a. orðið erfitt með gang. En
andinn var óbugaður. Hann
fylgdist vel með, hafði ákveðnar
skoðanir og lét þær í ljósi.
Sigurður var myndarmaður á
velli, alltaf brosandi og alltaf til í
að ræða mál í þaula. Hann var
mikill félagsmálamaður og var
oft kosinn til trúnaðarstarfa fyrir
samferðafólk sitt. Framan af ævi
stundaði hann trésmíðar og var
hagur mjög í þeirri iðn auk þess
sem hann tók til hendinni við
hvaða verk sem var. Það var aldr-
ei vafi á því að Sigurður vann
langan vinnudag um sína ævi.
Aldurinn færðist yfir Sigurð
eins og aðra og andlát hans gat
því ekki komið á óvart úr því sem
komið var. Fráfall hans skilur
eftir mikið tómarúm í hugum
okkar. Við eigum eftir að sakna
Sigga á Skúfsstöðum – eða eins
og við vorum farin að kalla hann –
Sigga á Mel. Við höfum frá fyrstu
stund litið á Sigga sem kæran vin
og söknum nú vinar í stað. Við
vottum ástvinum hans samúð og
vitum að minningin um góðan
mann lifir.
Herdís og Pétur.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(Davíð Stefánsson)
Sumarið er komið og skartar
sínu fegursta. Það er komið að
kveðjustund. Öðlingurinn hann
Siggi á Melum er fallinn frá.
Margar minningar hafa leitað
á huga minn síðustu daga, minn-
ingar um Huldu frænku og Sigga
sem eru svo órjúfanlega tengdar
minni barnæsku. Það var lítið
stelpuskott sem mætt var til
sumardvalar á Skúfsstöðum, for-
vitin, spurul og full eftir-
væntingar að takast á við verk-
efnin á bænum. Sjálfsagt var það
ærið verkefni að bæta þessari
skellibjöllu við barnafjöldann
sem fyrir var en ávallt var mér
vel tekið og aftur og aftur kom
farfuglinn að sunnan og urðu
sumrin alls níu sem ég dvaldi í
sveitasælunni. Fyrsta verkefni
Sigga var svo sem að bjarga mér
úr fjóshaugnum þar sem ég sat
föst upp að mitti. Karlinn gerði
það með bros á vör, kankvís og
glottandi og hugsaði líklega sitt
um þessa sendingu að sunnan. Sú
litla sem sjaldan varð orðlaus til-
kynnti honum að þetta væri allt í
lagi, hún væri með nóg af fötum.
Sumrin liðu í leik og starfi og
stelpan taldi sig besta kúasmal-
ann og elskaði beljurnar, gat ekki
beðið þess að voraði til að komast
aftur í sveitina, svo gott var at-
lætið og móttökurnar.
Að búa við þau forréttindi að fá
að vera í sveit hjá Huldu og Sigga
var ómetanlegt og verð ég þeim
ævinlega þakklát. Segja má að
kærleikur og tryggð systkinanna
Huldu og föður míns hafi bundið
þau bönd sem gerðu þessar fjöl-
skyldur að einni fjölskyldu sem
deilir bæði gleði og sorg og skap-
aði minningar sem svo ljúft er að
rifja upp. En ég er komin í dalinn
minn kæra að kveðja, þakklát
fyrir samfylgdina sem var svo
góð og minningarnar sem lifa um
mætan og góðan vin. Allt það
góða umvefji þig, Siggi minn, og
blessi heimferð þína í sumarland-
ið þar sem efalaust hafa orðið
fagnaðarfundir.
Elsku Hólmfríður, Reynir,
Una, Njáll, Inga, Halla og fjöl-
skyldur, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, við syrgjum og
söknum með ykkur. Minningin
mun lifa í huga og hjörtum okkar
allra.
Sumarblærinn blíði,
hann ber til þín inn
frá mér kærustu kveðju
og koss á vangann þinn.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Hólmfríður
Skarphéðinsdóttir.
Nú er Siggi frændi minn fall-
inn frá 85 ára að aldri, síðastur í
hópi föðursystkina minna. Systk-
inin frá Vatni á Höfðaströnd voru
átta talsins og ég held mér sé
óhætt að segja að milli þeirra
ríkti samhugur og væntum-þykja
og samgangur var mikill þeirra á
milli eftir því sem hægt var á
þeim tíma. Það eru ákveðin kafla-
skil og söknuður í brjósti þegar
þau eru öll horfin á braut en ég
vona að við börnin þeirra berum
gæfu til að feta í fótspor þeirra og
rækta okkar frændsemi eftir sem
áður. Siggi var yngstur og hann
var grallarinn í hópnum, þannig
eru mínar fyrstu minningar um
hann, alltaf gat hann atast í okk-
ur krökkunum og helst reynt að
plata okkur eitthvað en allt var
það græskulaust. Eins og gengur
minnkuðu samskiptin þegar kom
á unglingsárin en þegar við flutt-
um í Hóla árið 2001 og síðan í
Laufhól, endur-nýjuðust kynnin
svo segja má að síðan höfum við
verið heimagangar á Melum hjá
Sigga. Það var mikið áfall þegar
Hulda féll skyndilega frá aðeins
hálfu ári eftir að þau fluttu í Mela
þar sem þau höfðu ætlað að eyða
elliár-unum saman. Elliárunum
sagði ég, það varð raunar ekki
svo því Siggi varð aldrei gamall
ekki í anda alla vega, ég hef
stundum sagt að hann væri nú-
tímalegasta gamalmenni sem ég
þekkti og þess vegna var svo
gaman að vera með honum, hann
var til í allt og tileinkaði sér nýja
hluti. Hafði sterkar skoðanir og
var ekkert að skafa utan af því. Á
þessum árum höfum við ýmislegt
brallað, ógleymanleg er hesta-
ferð í Austurdal þar sem Siggi
lék á alls oddi, auk styttri ferða
hingað og þangað og ekki var
verra að hafa bauk með eða vískí-
fleyginn og tóbakshornið, þá var
Siggi kátur, grallarinn alltaf til
staðar og stutt í glensið.Skötu-
veislan á Þorláks sem ég held að
hann hafi hlakkað meira til held-
ur en jólanna, kakó og konfekt-
terta hjá okkur á jóladag, þetta
voru orðnar hefðir sem ég kem til
með að sakna. Alltaf var hann
eitthvað að brasa, hann var snill-
ingur að reykja kjöt og jólahangi-
kjötið verður líklega aldrei jafn-
gott þegar hans nýtur ekki
lengur við. Svo var alltaf verið að
bauka í skúrnum smíða og gera
við, t.d. smíðaði hann lítið gam-
aldags jólatré og gaf mér, það er
mér dýrmætt og ég mun minnast
hans þegar ég horfi á kertaljósin
á trénu. Siggi hafði góða heilsu
miðað við aldur en síðasta árið fór
að síga á ógæfuhliðina, það gerð-
ist ótrúlega hratt og allt í einu var
svo komið að hann gat ekki verið
einn heima á Melum lengur, það
var áfall og frændi var ekki sátt-
ur en varð að beygja sig fyrir Elli
kerlingu eins og aðrir. Hann fékk
herbergi á sjúkrahúsinu eftir
áramótin “svona til vara“ sagði
hann, börnin hans tóku hann
heim í Mela nánast hverja ein-
ustu helgi og það var honum dýr-
mætt.
Systkinin eiga mikið hrós skil-
ið fyrir hvað þau hugsuðu vel um
hann og hjálpuðu til þess að hann
gat verið á Melum meðan sætt
var. Við Eysteinn og strákarnir
okkar þökkum Sigga að lokum
fyrir ótal skemmtilegar og góðar
stundir, það var ómetanlegt að fá
að endurnýja kynnin við hann og
frændsystkini mín sem við vott-
um innilega samúð.
Aldís (Dísa) og fjölskyldan
á Laufhóli.
✝ Páll Þórir Beckfæddist á Reyð-
arfirði 16. febrúar
1921. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 3. júní 2018.
Foreldrar hans
voru Eiríkur Hans-
son Beck, f. á
Sómastöðum í
Reyðarfirði, Suð-
ur-Múlasýslu, 15.1.
1876, d. 9.7. 1950,
og Margrét Guðmundsdóttir
Beck, f. á Papósi í Lóni, A-
Skaftafellssýslu, 25.1. 1891, d.
20.5. 1982.
barnabörn eru tvö. Jónas Þór
Jónasson, f. 1948, d. 1998, maki
Katrín Þ. Hreinsdóttir, börn
þeirra eru þrjú.
Börn Páls Þóris og Guðbjarg-
ar eru: Eiríkur Beck, f. 1951,
maki Margrét S. Beck, f. 1952,
d. 2002, börn þeirra eru þrjú og
barnabörn sjö. Sambýliskona
Eiríks er Þórhildur Snæland.
Margrét Beck, f. 1953, hún á eitt
barn og tvö barnabörn. Páll Em-
il Beck, f. 1954, maki Lilja Guð-
mundsdóttir, þau eiga þrjú börn
og sex barnabörn. Hermann
Beck, f. 1956, maki Elísabet
Karlsdóttir, f. 1959, þau eiga
fimm börn og ellefu barnabörn.
Útför Páls Þóris fer fram frá
Lindakirkju í dag, 22. júní 2018,
klukkan 13.
Systir Páls er
Ingibjörg Beck, f.
4.8. 1925, og sam-
feðra bróðir hans
var Emil Friðrik
Beck, f. 22.6. 1906,
en fórst til sjós
hinn 5.3. 1925.
Hinn 30.11. 1951
kvæntist Páll Þórir
Guðbjörgu Helga-
dóttur Beck.
Fyrir átti Guð-
björg þau: Elínu Eyvindsdóttur,
f. 1946, maki Alfred A. Freder-
iksen, en þau eignuðust tvo syni.
Barnabörn eru þrjú og barna-
Afi, kennari, spilafélagi, vinur
minn. Þegar ég lít yfir farinn veg
verður mér hugsað til allra þeirra
mörgu hlutverka sem afi Palli
gegndi í lífi mínu. Jafnframt rifj-
ast upp allar hlýju minningarnar
sem eru sannarlega margar og
einmitt þar liggur gæfa mín. Ég
var nefnilega svo heppin að eiga
afa sem bjó fyrstu ár ævi minnar
aðeins örfáum metrum frá heim-
ili mínu og var alltaf tilbúinn í
hvers kyns ævintýri þegar ég frá
unga aldri tók upp á því að
hringja í hann. Þetta voru eins og
hálfgerðir töfrar, maður stimpl-
aði bara inn tölurnar í símann og
þá var afi mættur á bláa Subar-
unum með hattinn sinn og bros á
vör, foreldrum mínum oft að
óvörum. Margt af því sem við
tókum okkur fyrir hendur hefði
getað verið efniviður í barnabók,
stundum svo skrautlegt að amma
ranghvolfdi augunum meðan ég
ískraði úr hlátri. Gæfan var þó
ekki einungis fólgin í því að afi
skyldi búa nálægt og vera hættur
að vinna heldur í því að hann
hafði alltaf áhuga á því sem mað-
ur tók sér fyrir hendur, hann
hlustaði af alúð og kom með góð
ráð. Svo sagði hann sögur og las
fyrir mig, kenndi mér stafina og
aðstoðaði mig við að læra að lesa.
Otaði síðar að mér bókum við
mismikla kátínu undirritaðrar
eins og þegar hann lagði fram
þýskar málfræðibækur og ensk
ljóð sem fæstir unglingar myndu
lesa sér til skemmtunar, en mað-
ur fann alltaf hver tilgangurinn
var: Að hvetja mann til dáða í
námi. Þar kom fram gamli kenn-
arinn í honum. Hann lagði mikið
upp úr því að maður lærði mörg
tungumál en hans eigin tungu-
málakunnátta hafði gert honum
kleift að sjá heiminn og læra er-
lendis. Það var því ljúfsár tilfinn-
ing að ljúka mínu námi aðeins ör-
fáum dögum eftir að hann kvaddi.
Eftir sit ég með þakklæti í hjarta.
Þakklæti fyrir allar stundirnar,
fyrir hvatninguna, allan hlátur-
inn og glensið, en síðast en ekki
síst fyrir vinskapinn. Það eru
ekki allir svo heppnir að hafa átt
afa eins og afa Palla.
Helga Margrét.
„Afavin“, fyrsta orðið sem
kemur upp í hugann þegar ég
minnist Páls Þóris afa míns.
„Afavin“, sagt í hlýjum tón, skýrt
augnsamband, raunverulegur
áhugi á samtali við barnið sem
orðunum var beint til. Þetta fann
ég skýrt sem lítið barn og síðar
fengu börnin mín líka að kynnast
því hvað afi var barngóður. Hann
gaf sig ætíð að þeim og öðrum
börnum. Þau sóttu í hann. Hjá
afa var alltaf stutt í hrósið, hvatn-
ingu til lesturs, reiknings eða
hvers þess sem það heillaði. Í
heimsóknum til hans var þess
enda aldrei langt að bíða að þau
vildu deila með honum hugðar-
efnum sínum, flytja ljóð, syngja
eða spila á hljóðfæri fyrir hann.
Afi var kennari af guðs náð, þol-
inmóður og hvetjandi, skemmti-
legur og fræðandi sagnamaður.
Þegar ég hóf háskólanám í
stjórnmálafræði var ég svo gæfu-
samur að búa eitt ár hjá afa og
ömmu í Kópavogi. Það var ung-
um námsmanni dýrmætt að ræða
við hann námsefnið, stjórnmálin,
mannkynssöguna og ekki síst að
geta flett upp í manni sem hafði
upplifað stríðsárin á Íslandi,
kalda stríðið og raunar fylgst
grannt með íslensku samfélagi
alla sína ævi.
Sögurnar hans voru óteljandi,
tíminn sem hann túlkaði fyrir
herinn á Reyðarfirði á stríðsár-
unum, útilegur í vegagerðinni,
námsárin í Bandaríkjunum, ótrú-
lega síldarsöltunin í Kópavogi og
blaðamennskan á sjötta áratugn-
um. Það er engin leið að gera
þeim skil í stuttri grein. Þeir sem
hlýddu á líflegar frásagnir afa
muna þær hins vegar margar,
jafnvel þótt langt sé um liðið.
Afi kenndi mér og öðrum sem
hann þekktu svo margt: já-
kvæðni, æðruleysi, dugnað, allt
mikilvæg viðhorf og gott vega-
nesti í lífsins ólgusjó. Fyrir það,
og allt hitt góða, verðum við æv-
inlega þakklát.
Finnur Beck.
Páll Þórir Beck
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ARNAR GUÐMUNDSSON
frá Bolungavík,
síðast til heimilis á Hraunbraut 12,
Kópavogi,
lést miðvikudaginn 20. júní.
Jarðsungið verður frá Digraneskirkju miðvikudaginn 27. júní
klukkan 12.
Sólveig Guðrún Kristjánsdóttir
Svanhildur Arnarsdóttir Peter Moldt
Guðfinna Arnarsdóttir Bjarni Þór Tryggvason
Guðmundur Arnarsson Sigurbjörg Gunnarsdóttir
Hrönn Arnarsdóttir Bergur Gunnarsson
Arna Bára Arnarsdóttir Gunnar Thorberg
Linda Rós Arnarsdóttir Kjartan Fossberg Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn