Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Knoll International
Barcelona
Hönnun: Ludwig Mies van der Rohe, Lilly Reich
22. júní 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 109.8 110.32 110.06
Sterlingspund 143.95 144.65 144.3
Kanadadalur 82.37 82.85 82.61
Dönsk króna 16.967 17.067 17.017
Norsk króna 13.411 13.489 13.45
Sænsk króna 12.264 12.336 12.3
Svissn. franki 110.02 110.64 110.33
Japanskt jen 0.9938 0.9996 0.9967
SDR 154.17 155.09 154.63
Evra 126.45 127.15 126.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.7129
Hrávöruverð
Gull 1273.25 ($/únsa)
Ál 2178.5 ($/tonn) LME
Hráolía 75.2 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráð-
herra hefur ákveðið
að skipa Rannveigu
Sigurðardóttur í
embætti aðstoð-
arseðlabankastjóra
til fimm ára frá og
með 1. júlí næst-
komandi.
Rannveig hefur
frá árinu 2009
starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri
hagfræði- og peningastefnusviðs Seðla-
banka Íslands og verið ritari peninga-
stefnunefndar, ásamt því að vera stað-
gengill aðalhagfræðings bankans.
Rannveig lauk fil. kand. prófi og meist-
araprófi frá Gautaborgarháskóla og
stundaði þar doktorsnám. Rannveig hef-
ur áður starfað sem hagfræðingur
BSRB, aðalhagfræðingur hjá ASÍ og for-
stöðumaður greiningar- og útgáfudeildar
á hagfræði- og peningastefnusviði
Seðlabanka Íslands síðastliðin 14 ár.
Rannveig nýr aðstoðar-
seðlabankastjóri
Rannveig
Sigurðardóttir
STUTT
BAKSVIÐ
Steingrímur Eyjólfsson
steingrimur@mbl.is
Eignir lífeyriskerfisins voru um 4.114
milljarðar króna í árslok 2017, en það
er um 161% af vergri landsfram-
leiðslu. Þetta kemur fram í nýrri sam-
antekt Fjármálaeftirlitsins um stöðu
lífeyrissjóðanna við árslok 2017. Hlut-
fallið er með því hæsta innan OECD-
landanna, en aðeins Danmörk og Hol-
land eru með hærra hlutfall lífeyris-
sparnaðar.
Eignir lífeyriskerfisins, sem hlutfall
af vergri landsframleiðslu, hækkaði
um sjö prósentustig milli ára. Helstu
orsakavaldar þess voru hærri ávöxtun
sjóðanna, hækkun á mótframlagi og
aukin atvinnuþátttaka, en heldur dró
úr vexti landsframleiðslu miðað við
árið á undan. Eignir samtryggingar-
deilda jukust um nærri 11% í fyrra, en
séreignarsparnaður í vörslu lífeyris-
sjóðanna jókst um 13%. Hjá öðrum
innlendum vörsluaðilum séreignar-
sparnaðar var vöxturinn 11% .
Á síðasta ári voru 24 lífeyrissjóðir
starfandi hér á landi en fjórir stærstu
sjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, Gildi og Birta, hafa í
vörslu sinni nærri 60% af lífeyris-
sparnaði samtrygginar og séreignar.
Tryggingafræðileg staða betri
Í samantekt Fjármálaeftirlitsins
kemur fram að tryggingafræðileg
staða samtryggingardeilda lífeyris-
sjóðanna batnaði milli ára vegna
bættrar ávöxtunar, en það á bæði við
um sjóði á almennum vinnumarkaði
og einnig sjóði með ábyrgð ríkis og
sveitafélaga. 773 milljarða króna halli
var á heildar-tryggingafræðilegri
stöðu lífeyrissjóðanna um áramótin,
en það er lítilleg bæting frá fyrra ári.
Tryggingafræðileg staða er fundin
með því að reikna heildarskuldbind-
ingar umfram eignir. Heildarskuld-
bindingar eru samtala áfallinna skuld-
bindinga og framtíðarskuldbindinga.
Eignir eru síðan reiknaðar út frá
hreinni eign til greiðslu lífeyris miðað
við stöðu þess dags og við hana er síð-
an bætt núvirði framtíðariðgjalda.
Útlán 8,4% af heildareignum
Hrein raunávöxtun samtryggingar-
deildar lífeyrissjóðanna batnaði veru-
lega milli ára og var 5,5% í fyrra en
var um 0% árið 2016. Ávöxtunin var
nálægt meðaltali innan OECD-land-
anna á liðnu ári.
Meðal helstu breytinga á eigna-
söfnum samtryggingardeilda lífeyris-
sjóðanna í fyrra var meðal annars ný-
fjárfesting í erlendum eignum, í
kringum 90 milljarðar króna. Útlána-
vöxtur hélt einnig áfram, en veruleg
aukning var í útlánum til sjóðsfélaga í
fyrra og nam aukningin tæplega 100
milljörðum króna. Heildarútlán sjóð-
anna um síðustu áramót voru um 8,4%
af heildareignum þeirra, en þetta
hlutfall er mjög hátt í alþjóðlegum
samanburði að mati Fjármálaeftirlits-
ins.
Fjórir lífeyrissjóðir með
tæplega 60% af eignunum
Samtrygging og séreign lífeyrissjóða við árslok 2017
900
800
700
600
500
400
300
200
100
0
milljarðar króna
LSR LIVE Gildi Birta Frjálsi Almenni Stapi Brú Söfnunar-
sjóður
Festa 14 aðrir
sjóðir
784
16
652
13
513
5
334
14
64
147
100 109
199
5
191
0
151
3
133
0
430
73
Samtrygging Séreign
Lífeyriskerfið
» Skuldabréf eru stærsti
eignaflokkurinn í efnahags-
reikningum samtrygging-
ardeilda, nálægt 1.954 millj-
örðum króna eða 54%.
» Eignarhlutir í félögum og
sjóðum nema 1.438 milljörðum
» Erlendar eignir samtrygg-
ingardeilda voru 26,1% af
heildareignum um áramót.
Eignir lífeyriskerfisins 161% af vergri landsframleiðslu, með því hæsta í OECD
Verðmæti eigin fjár Sparisjóðs
Vestmannaeyja mátti meta á 483
milljónir króna þegar sjóðurinn var
yfirtekinn af Landsbankanum árið
2015. Þetta er niðurstaða dómsk-
vaddra matsmanna. Matsbeiðendur
voru Vestmannaeyjabær og
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
sem töldu líkur á að eignarhlutur
stofnfjáreigenda hefði verið van-
metinn við kaupin. Við yfirtökuna lá
fyrir samkomulag milli Sparisjóðs-
ins og Landsbankans um að stofn-
fjáreigendur fengju hluti í Lands-
bankanum sem endurgjald að
verðmæti samtals 332 milljónir
króna. Það er tæplega 0,7-falt mats-
virði eigin fjár sjóðsins samkvæmt
framansögðu.
Niðurstaða matsmannanna er að
verðmæti yfirfæranlegs taps spari-
sjóðsins sem nýtist Landsbankanum
við tekjuskattsútreikning hafi í árs-
byrjun 2015 numið 374-380 milljón-
um króna. Það sé 274-280 milljónum
umfram bókfært virði í ársreikningi
sparisjóðsins fyrir árið 2014.
Greint var frá því í Morgun-
blaðinu síðastliðið sumar að ágrein-
ingur væri á milli Landsbankans og
matsbeiðenda um aðgang mats-
manna að gögnum. Hafði bankinn
þá, samkvæmt heimildum, synjað
matsmönnunum um þau gögn sem
þeir óskuðu eftir, með vísan til
bankaleyndar. Gerðu matsbeiðend-
ur tillögu að sátt um lágmarksað-
gang að gögnum án persónugrein-
ingar, en þeirri sátt var hafnað af
Landsbankanum og boðinn fram
mun takmarkaðri aðgangur.
Morgunblaðið/Kristinn
Landsbankinn Greiddi tæplega 0,7-
falt matsvirði eigin fjár sparisjóðsins.
Kaupverðið undir
verðmæti eigin fjár
Mat lagt á eigið
fé Sparisjóðs Vest-
mannaeyja 2015