Morgunblaðið - 22.06.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2018
Gaman saman Hér leiðbeinir Valerie nokkrum mæðrum með ung börn sín á vatnsmeðferðarnámskeiði og allt fer fram í ró og notalegheitum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta er ekki sundnámskeið, heldurslökunarstund og einstök tengsla-stund umönnunaraðila og barns,ekki endilega foreldra og barna,
heldur líka ömmu og afa og barna, systkina
eða annarra sem eru nátengdir börnunum.
Þetta er semsagt fyrir alla og ekki krafist
grunnþekkingar í neinu,“ segir Arnbjörg
Kristín Konráðsdóttir jógakennari um vatns-
meðferðarnámskeið fyrir
börn sem haldið verður 29.
og 30. júní nk. í Lágafells-
laug í Mosfellsbæ. Þegar
Arnbjörg er spurð hvort
námskeiðið sé ætlað mjög
ungum börnum segir hún
að fólk geti komið með al-
veg upp í þriggja ára gömul
börn á námskeiðið og að
hægt sé að aðlaga þetta að
börnum upp að 10 ára.
Einnig er námskeið fyrir fullorðna í kjölfarið.
„Þetta námskeið er hægt að aðlaga að öll-
um aldri, en hinir fullorðnu koma fyrst fyrir
hádegi á námskeiðið án barnanna og þá er far-
ið yfir nokkur atriði og hreyfingar og við æf-
um okkur með litlar dúkkur. Kennarinn fer
yfir það hvernig hægt er að aðlaga þetta allt
saman að eldri börnum. Eftir hádegið kemur
fólk svo með börnin með sér og þá æfir það sig
með þeim, að tileinka sér það sem farið var yf-
ir fyrir hádegið. Báðir tímarnir fara fram í
sundlauginni en auk þess verður tveggja
klukkustunda kennsla í sal.“
Losar um liðamót og mildar verki
Arnbjörg segir vatnsmeðferðina vera nú-
vitundarmeðferðarform, sem fyrst og fremst
sé ætlað til að slaka á og njóta saman flæðandi
spennulosandi stundar í vatni.
„Fólk og börn læra að treysta vatninu og
gefa eftir, þannig að foreldrar eða umönn-
unaraðilar eru leiddir inn í slökun og vitund
sem þau njóta með börnunum í vatni. Þetta er
einstök upplifun, og í takt við áhuga fólks
núna á því að dvelja í núinu. Þetta byggir á því
að stilla líkamann sem best af í vatninu, með
mildum samfelldum toghreyfingum fyrir
hryggsúluna, sem léttir á stoðkerfinu, tauga-
kerfinu og vöðvum, losar um liðamót og vöðva
og mildar verki. Hreyfingarnar eru hægar, ró-
andi og auka vellíðan bæði þeirra sem gefa
sem og barnsins sem þiggur. Þetta er tilvalið
fyrir foreldra ungra barna sem leið til að eiga
slakandi og heilandi stund í vatni og veitir vel-
líðan og gleði.“
Kennarinn á námskeiðinu er hin sviss-
neska Valerie Gaillard, kona sem sérhæfir sig
í jahara, en það er heiti vatnsmeðferðarinnar.
„Valerie er einstök kona, afskaplega ró-
leg og kennir allt hægt, hún leiðir fólk fallega
inn í þetta. Hún er bókmenntafræðingur, lærð
í japanskri menningu og bjó í Japan í þrjú ár.
Hún talar sjö tungumál og hefur lært sál-
fræði, er kennari í austrænum meðferðum og
nuddari en hefur nú að mestu snúið sér að því
að kenna fólki í vatni um allan heim. Hún seg-
ist vera eilífur nemandi í mannlegu eðli og
nýtur þess að lifa lífinu lifandi,“ segir Arn-
björg og bætir við að Valerie sé að koma í
þriðja sinn til Íslands. „Ég og nokkrir aðrir
jógakennarar erum að læra hjá henni annað
stig í jahara-vatnsmeðferðinni. Hún ætlar líka
að bjóða upp á námskeið í fyrsta stigi í jahara
snemma í júlí í sundlauginni í Stykkishólmi,
en það er ætlað fullorðnum sem vilja vinna
með þessa aðferð.“
Þegar Arnbjörg er spurð hvernig leiðir
hennar og Valerie lágu saman segir hún að
þær eigi sameiginlega vinkonu í faginu sem
hafi kynnt þær. „Vinkonan áttaði sig á því að
við yrðum að hittast þar sem við erum að gera
svipaða hluti. Mér finnst endalaust gaman að
bæta við mig, svo ég skellti upp námskeiði
með henni hér á Íslandi og nýti mér það sjálf,
enda vinn ég með fólk í vatni. Ég er mjög hrif-
in af jahara, sú aðferð kom með alveg nýja
dýpt inn í það sem ég er að gera,“ segir Arn-
björg, sem hefur kennt HAF-jóga (áður jóga í
vatni) undanfarin átta ár á Íslandi, eða heild-
rænt jógískt flæði í vatni. „Ég hef mikinn
áhuga á vatnsvinnu og vitundarvinnu í vatni,
þessum mjúku leiðum fyrir fólk sem glímir við
mikla streitu og stoðverki. Ég er að fara af
stað með kennaranám í þeim fræðum í haust.“
Einstök tengslastund og slökun
Hin svissneska Valerie Gaillard
býður upp á vatnsmeðferðar-
námskeið fyrir börn í Lágafells-
laug í Mosfellsbæ um næstu
helgi. Þar gefst foreldrum, ömm-
um, öfum eða öðrum tækifæri til
að koma með börn og njóta nús.
Nánd Hér er verið að æfa sig með brúðu.
Valerie
Gaillard
Skvett Pabbi fær yfir sig gusur frá stúf.
Nánar um og skráning á vatnsmeðferðar-
námskeiðið: hafyoga@gmail.com
jaharainternational.com
Valerie-gaillard.com
Ha, varstu að kaupa þéríbúð? Bíddu, hvað ertueiginlega gömul?“ erspurning sem ég hef
fengið nokkrum sinnum síðan ég
festi kaup á minni fyrstu fasteign
fyrir ekki svo löngu. Ég er 23 ára
gömul en verð árinu eldri í septem-
ber. Á tímum þar sem við heyrum sí-
fellt talað um að aldrei hafi verið erf-
iðara fyrir ungt fólk að kaupa sér
íbúð er þetta afrek mitt jafnan notað
sem olía á eld skoðana þeirra sem
eldri eru um að fyrstu íbúðarkaup
séu líklega ekkert erfiðari nú en þau
hafa alltaf verið. Ég get ekki sagt til
um það, en það sem ég get sagt er að
staðreyndin er sú að þessi fjárfest-
ing hefði aldrei verið möguleg fyrir
mig ef ekki væri fyrir sterkt bakland
og það eru alls ekki allir jafn heppnir
og ég í þeim málum.
Spurningin sem ég fæ næst
er svo auðvitað hvar ég
keypti. Jú, ég fjárfesti í lítilli
tveggja herbergja íbúð í
Fellahverfinu í Breiðholti. Ég
viðurkenni fúslega að hverfið
var alls ekki minn fyrsti
kostur enda eru for-
dómar samfélagsins
gegn mismunandi
hverfum borgarinnar
talsverðir. Ég skrifa
hér í trúnaði að
móðir mín var alfar-
ið á móti því að ég
skoðaði íbúðir í Fell-
unum og ég laumaðist án
hennar vitneskju á opið
hús í umræddri íbúð sem
ég féll svo fyrir. Þarna gafst mér
kostur á talsvert stærri og huggu-
legri íbúð en þær sem í boði voru
annars staðar á höfuðborgarsvæðinu
á því verði sem ég var takmörkuð
við.
Í fyrsta sinn get ég státað af því
að vera búsett í borginni, enda hef
ég aðeins búið í sveitarfélögunum í
kring og á lítilli eyju við suðurströnd
landsins hingað til. Ég efast ekki
um að kynni mín af borgarlífinu
verði með besta móti þó að þeir
sem búa í póstnúmerum 101
eða 107 myndu kannski ekki líta
á hverfið sem hluta af borginni.
Breiðholtið, sem einu sinni þótti
úthverfi langt í burtu og var
litið hornauga, er nú nokkuð
miðsvæðis á stórhöfuð-
borgarsvæðinu. Þar er mik-
il uppbygging menningar-
lífs og ég hlakka til að
upplifa hverfið með eigin
augum. 23 ára.
»Ég skrifa hér í trúnaðiað móðir mín var al-
farið á móti því að ég skoð-
aði íbúðir í Fellunum og ég
laumaðist án hennar vitn-
eskju á opið hús í umræddri
íbúð sem ég féll svo fyrir.
Heimur Þorgerðar Önnu
Þorgerður Anna
Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Stendur til
27. júní
Vefuppboð
Grafík, prent og ljósmyndir
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Vefuppboð nr. 371
Bragi Ásgeirsson
Erró
Tryggvi Ólafsson
Picasso