Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 2
Hvar og hvenær verður Landsmót
UMFÍ haldið?
12.-15. júlí á Sauðárkróki.
Verða einhverjar nýjungar
á mótinu í ár?
Það geta allir sem eru 18 ára á árinu og eldri tekið
þátt á landsmótinu. Það þarf ekki að vera á vegum
íþrótta- eða ungmennafélags heldur geta allir verið
með og tilvalið að setja saman skemmtilegan hóp
og mæta til leiks. Landsmótið hefur verið haldið
frá 1909 og á sér því langa og mikla sögu. Þetta
mót er mjög breytt frá fyrri mótum, með aukna
áherslu á þátttöku og fjölbreyttar keppnisgreinar.
Auk þess er metnaðarfull skemmtidagskrá þar
sem allir í fjölskyldunni ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi.
Í hvaða greinum verður keppt?
Þær eru tæplega 40 íþróttir á mótinu, allar þannig
gerðar að þetta er stutt og skemmtilegt þannig að
hægt sé að taka þátt í fleiri greinum. Dæmi um
það er fótbolti þar sem hver leikur er 8 mínútur.
Við erum með íþróttagreinar, til dæmis biathalon,
sem er blanda af hlaupum og skotfimi, brennó er á
dagskránni og svo krolf, sem er blanda af krikket
og golfi. Þá verður street-körfubolti í fyrsta skipti
ásamt strandhandbolta og strandfótbolta. Við
leggjum áherslu á lýðheilsu, skemmtun og sam-
veru. Það verður hægt að taka þátt í mörgum
greinum og blanda saman, þannig að þú átt að geta
sett saman þína eigin dagskrá.
Hverju ert þú spenntust fyrir?
Það er svo rosalega margt, en mér finnst samsetning landsmótsins
mjög spennandi og skemmtileg. Ef þú ert rosa góður í fótbolta getur þú
keppt í honum, en þú getur líka komið og fengið kennslu ef þú vilt prófa
eitthvað sem þú hefur ekki fengið tækifæri til að prófa áður. Þá heillar
mig einnig að geta mætt til leiks með hverjum sem er. Þú gætir mætt og
spilað strandblak með ömmu þinni, og mér þykir það vera mesti sjarminn
við mótið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
AUÐUR INGA
ÞORSTEINSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Hafa ber í huga þegar frumraun íslenska karlalandsliðsins á heims-meistaramótinu í knattspyrnu er vegin og metin að frammistaða ereitt en árangur annað. Frammistaðan var sannarlega góð, í það
minnsta býsna góð í fimm hálfleikjum af sex, baráttan hetjuleg og liðið skildi
allt eftir á vellinum, eins og sagt er. Árangurinn, eitt stig í þremur leikjum og
neðsta sætið í riðlinum, er hins vegar ekki ásættanlegur. Þetta segi ég ekki
til að tala strákana okkar niður. Ég segi þetta til að tala þá upp.
Við erum langminnsta þjóðin til að taka þátt í lokamóti HM í 88 ára sögu
mótsins og það met verður örugglega aldrei slegið; við verðum strax orðin of-
urlítið fleiri þegar liðið snýr aftur á HM eftir fjögur ár í Katar. Það eitt og sér
er stórkostlegt afrek, eins og margoft hefur verið bent á. Það er ekki síðra af-
rek að fara á þetta stærsta sparksvið í heimi með lið sem samanstendur af
leikmönnum sem eru hvergi nálægt stærstu félögum í heimi í stærstu deild-
unum. Ég meina, Everton er stærsta félagið sem greiðir íslenskum landsliðs-
manni laun. Og skutum við ekki á Everton í þorskastríðinu?
Í þessu samhengi getum við verið ánægð með árangurinn í Rússlandi. Eini
vandinn er sá að þetta er kolrangt samhengi. Og úrelt.
Staðreyndin er sú að íslenska
landsliðið komst hér um bil á loka-
mót HM fyrir fjórum árum, það
komst í átta liða úrslit á EM fyrir
tveimur árum og vann riðilinn sinn í
forkeppni HM í Rússlandi. Þetta er
rétta samhengið. Bættum árangri
fylgja auknar kröfur. Með því þurfa
og vilja allir íþróttamenn lifa. Fyrir
vikið hlýtur að mega hafa þær vænt-
ingar til liðs með þetta á afreka-
skránni að það hljóti meira en eitt
stig á HM; sérstaklega eftir frábær
úrslit í fyrsta leik á móti Argentínu.
Nígería „Musaði sig upp“ og kom okkur í opna skjöldu en hvers vegna gátum
við ekki unnið B-lið Króatíu? Vel má skilja röksemdir um ferska fætur og að
varamenn vilji sanna sig og annað slíkt en það breytir ekki því að við urðum
fyrir ofan sterkara lið í forkeppninni, A-lið Króatíu. Þess utan hefur lið sem
þarf að vinna leik alltaf forskot á lið sem þarf ekki að vinna leik. Það er kjarni
málsins.
Heimir Hallgrímsson hefur unnið þrekvirki með íslenska landsliðið á um-
liðnum árum og ég vona innilega að hann haldi áfram að þjálfa það enda þótt
ég óttist að hann geri það ekki. Það verða stórir skór að fylla. Eitt mislíkaði
mér þó hjá Heimi í Rússlandi; þegar hann lýsti því yfir í viðtali á RÚV daginn
fyrir leik að það yrði engin skömm að tapa fyrir Króatíu. Alveg hárrétt,
þannig lagað séð, en svona gera menn eigi að síður ekki! Illskárra er að bera
fram afsakanir eftir leik en fyrir.
Já, frammistaðan var góð en íslenska þjóðin getur samt ekki litið svo á að
árangur íslenska landsliðsins á HM sé ásættanlegur. Ég er handviss um að
liðið sjálft gerir það ekki. Og er staðráðið í að gera betur næst!
Morgunblaðið/Eggert
H dú jú M Æsland?
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þess utan hefur liðsem þarf að vinna leikalltaf forskot á lið semþarf ekki að vinna leik.
Það er kjarni málsins.
Ari Stefán von Hammersmark
Króatar vinna HM.
SPURNING
DAGSINS
Hverjir
vinna HM?
Rakel Hanna Guðjónsdóttir
Ég held að Belgar vinni, þeir hafa
verið sterkir.
Ásgeir Sigurðsson
Ég held að Króatía vinni Brasilíu í
úrslitaleiknum.
Elísabet Ósk Ívarsdóttir
Ég myndi segja Danmörk.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumynd
AFP
Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri
UMFÍ og einn skipuleggjenda Landsmóts UMFÍ, sem
fer fram á Sauðárkróki í júlí. Hægt er að fá frekari
upplýsingar um Landsmót UMFÍ á umfi.is.
Þjóðhátíð
íþróttanna