Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 Eftirmálar ævintýrisins Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tel-ur þátttöku Íslands á HM hafa haftmjög góð áhrif á líðan þjóðarinnar. „Fólk gleymir daglegu amstri, það talar saman og hittist til að horfa á leiki. Það hefur verið mikil eftirvænting í loftinu og mikil samstaða hefur myndast, ákveðin þjóðhátíðarstemning.“ Aðspurður hvort Íslendingar séu frábrugðnir öðrum smáþjóðum þegar kemur að þessu segir Viðar að við séum það að vissu leyti. „Það eru hvergi hærri tölur áhorfenda á íþróttaviðburði og Eurovision en á Íslandi sem þýðir að við tökum þetta kannski skrefinu lengra. Kannski vegna þess að við erum afskekkt eyja á Atl- antshafi þá skiptir þetta okkur meira máli en þjóðir í Evrópu sem hafa landamæri hver að annarri og líta ekki jafn einangrað á sig. Við finnum fyrir svo miklu þjóðarstolti þegar kem- ur að íþrótta- og tónlistarmönnum okkar, sem sést á þessu mikla áhorfi.“ Allt skilið eftir á vellinum „Sem smáþjóð getum við eiginlega ekki gert þá kröfu að við séum að vinna stórþjóðir í íþróttum. En ef leikmennirnir okkar á al- þjóðavettvangi sýna góðan karakter, leggja sig fram og skilja allt eftir á vellinum þá erum við alltaf stolt af þeim, sama hvernig úrslit leikj- anna eru,“ segir Viðar. „Til að mynda fór ís- lenska landsliðið í körfubolta karla í fyrsta skipti á stórmót fyrir nokkrum árum. Þar kepptu strákarnir á móti liðum sem voru með stærri leikmenn en við sem spiluðu margir með liðum í NBA-deildinni. Íslenska liðið tap- aði öllum leikjunum, en við vorum samt stolt af þeim því það var góð liðsheild, góð stemning og þeir gáfust aldrei upp. Þeir voru frábærir fulltrúar fyrir Ísland.“ Viðar segir að sama eigi nú við með lið Ís- lands á HM. „Það vita allir að við erum ekki með bestu íþróttamenn í heimi, en við erum með íþróttamenn sem bera mörg jákvæð per- sónueinkenni sem við viljum standa fyrir. Við erum alltaf stolt af þeim þótt auðvitað sé skemmtilegast þegar við vinnum.“ Í takkaskóm í leikskólann Árangur liðsins hefur mikil áhrif á yngri kyn- slóðina. „Ég er sjálfur með einn sem er að verða fjögurra ára sem hefur aldrei verið í fót- bolta. Hann fer alltaf í íslenska landsliðsbún- ingnum í leikskólann og vill helst fara í takka- skóm á hverjum einasta degi. Að eignast afreksfólk sem við lítum upp til með þessum augum hefur mikil áhrif á iðkun íþrótta. Svona viðburðir ýta undir að börn og unglingar fari í íþróttir og í kjölfar svona viðburða fara fleiri að æfa. Til lengri tíma þá eru það kannski helstu áhrifin,“ segir Viðar, en bætir við að önnur og síður æskilegri áhrif fylgi líka í kjöl- farið. „Þegar við erum komin á þetta stóra svið íþrótta þá fara sumir að sjá íþróttir sem leið til frægðar og frama. Sumir foreldrar fara að setja meiri kröfur á börnin sín í íþróttum, sem og íþróttafélögin, og vilja sérhæfa þau fyrr til að vera meira eins og löndin í kringum okkur. Þetta er hættuleg þróun og svo erum við ein- mitt að ná árangri í íþróttum af því að við erum ekki að gera þetta að sama marki og þessar stórþjóðir sem við erum að keppa við.“ Gullöld íslenskra íþrótta Aðspurður segir Viðar að þessi mikla upp- sveifla í íslensku íþróttalífi haldi ekki endilega áfram. „Ég held við séum mögulega búin að ná hámarkinu. Í víðara samhengi þá hafa síðustu tíu ár verið gullöld íslenskra íþrótta og ekki bara í fótbolta. Á tímabilinu milli 1958 til 2008 komst íslenska landsliðið í handbolta karla á einhver 24 stórmót en Íslendingar komust ekki á stórmót í neinni annarri íþrótt. Á síð- ustu tíu árum höfum við áfram farið á flest stórmót í handbolta karla, en líka á þrjú stór- mót í handbolta kvenna, þrjú stórmót í knatt- spyrnu kvenna, tvö stórmót í knattspyrnu karla og tvö stórmót í körfubolta karla. Við er- um að upplifa algjöran hápunkt í íslensku íþróttalífi og það er mjög ósennilegt að við höldum dampi í öllum þessum íþróttum á næstu árum. Það væri frábær árangur að halda áfram að komast á þessi mót og ná stundum langt, en við getum ekki gert ráð fyr- ir að gera það alltaf.“ Höfðatalan horfin Viðar segir að það vinni með Íslandi að þessi mót séu að stækka og liðum að fjölga. „Þetta eykur möguleika okkar á að komast inn á þessi mót en nú erum við líka komin með meiri þekkingu og reynslu á þessum mótum, og meira sjálfstraust. Fyrir 10-15 árum vorum við alltaf að tala um hvað við vorum góð miðað við höfðatölu en í dag heyri ég engan tala um það, einfaldlega vegna þess að við erum komin svo miklu lengra en við vorum. En það þýðir ekki að við verðum alltaf þar því að á alþjóðlegum vettvangi breytast íþróttir mjög hratt,“ segir Viðar og bætir við að stóru löndin sem hafi áð- ur misst fótanna séu nú að koma betur saman sem lið. „Þegar við skutum Englendinga út á síðasta EM voru þeir ekki með ákveðin prinsipp á hreinu, en nú eru þeir með mörg af þessum eiginleikum sem íslenska liðið býr yfir eins og stemningu og liðsheild. Sumir vilja jafnvel meina að tapið fyrir Íslandi sé það besta sem gat komið fyrir enska knattspyrnu. Þetta snýst ekki bara um hvað við gerum, heldur hvað gerist í íþróttum almennt séð. En nú er- um við komin með sterkt bakland – sjálfs- traust og þekkingu til að taka næstu skref, svo framarlega sem við pössum upp á þessi gildi sem hafa komið okkur á þann stað sem við er- um á í dag.“ Morgunblaðið/Valli Þótt þátttaka Íslendinga á HM í knattspyrnu sé á enda skilur þessi frumraun eftir sig mark á þjóðarlundinni. Hver eru áhrifin á andrúmsloftið til lengri og skemmri tíma? Eru Íslendingar samheldnari þjóð fyrir vikið? Viðar Halldórsson segir að nú sé gullöld í íslenskum íþróttum. Áhorfendur á Ingólfstorgi fylgjast með síðasta leik Íslands á HM. AFP ’ Ævintýri eru ómaksins virði. Esóp. INNLENT ARNAR TÓMAS VALGEIRSSON arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.