Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 10
Forsetinn fimmtugur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, fagnaði fimmtugsafmæli sínu á þriðjudag. Hann heimsótti m.a. börn- in á Barnaspítala Hringsins, sem gáfu honum köku í tilefni dagsins, og horfði með þeim á landsleik Íslands og Króatíu á HM. Verðlaun í Vallanesi Eymundur Magnússon, bóndi í Valla- nesi á Fljótsdalshéraði, var verðlaun- aður á viðburði á Norður-Ítalíu fyrir ræktun skógar og skjólbelta í land- búnaði og fyrir að hafa skapað skil- yrði fyrir sjálfbæra matvælafram- leiðslu í Vallanesi. Styttri dvalartími Afgreiðslutími til- hæfulausra umsókna um alþjóðlega vernd hjá Út- lendingastofnun hefur styst í fjóra daga það sem af er árinu 2018 úr 69 dögum að meðaltali árið 2017. Hlutfall slíkra umsókna frá öruggum upp- runaríkjum hefur lækkað úr 52% árið 2017 í 26% á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018. Þetta kom fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns. Merkur fundur Skreyttur bronskambur frá 12. eða 13. öld fannst við uppgröft í Þingeyra- klaustri. VIKAN SEM LEIÐ 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 VETTVANGUR Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu Ný kynslóð málningarefna SUPERMATT Almött þekjandi viðarvörn Djúp og falleg áferð – ekkert endurkast Í þessari viku fóru nokkrar þjóðir heim frá HM.Þar á meðal við Íslendingar. Það munaði ekkimiklu en þetta féll bara ekki með okkur núna. Strákunum var vel tekið og allir helsáttir við frammi- stöðu þeirra og fullir af stolti yfir því að eiga lið á stærsta sviði heims. Ég fór út að sjá leikinn við Króata þar sem við hefðum með smá heppni getað unnið og komist í sex- tán liða úrslit. Og það á kostnað Argentínu! Það tókst ekki og eftir stóðum við á pöllunum og klöppuðum fyrir drengjunum okkar sem höfðu gefið allt í þetta. Það var stutt í tárin hjá mörgum. Þrátt fyrir allt svekkelsið fann maður samt meira fyrir stolti. Það er nefnilega býsna fjarri því að það sé á ein- hvern hátt sjálfsagt að Íslendingar séu að keppa á þessu móti. Þess vegna stillum við kröfum okkar í hóf. Auðvitað hefði verið frábærlega meiriháttar að fara lengra en það er fjarri því að vera eðlileg krafa. Daginn eftir voru það Þjóðverjar sem pökkuðu nið- ur í töskurnar sínar og komu sér heim. Þeir fengu að heyra það. Þeir væru ofdekraðir aumingjar og ættu helst allir að hætta í fótbolta. Allra mest þó pungþefj- andi þjálfarinn þeirra. Metnaðarlausir, latir og hug- myndasnauðir. Það var það sem þeir fengu að heyra. Vonbrigði Þjóðverja eru mikil. Þeir eru náttúrlega ríkjandi heimsmeistarar og sem slíkir ættu þeir svo- sem að komast uppúr riðlinum. Þar í landi virðast menn líta svo á að allt annað en sigur sé einhverskon- ar skandall. Þeir eru í raun komnir á þann stað að fagna ekki lengur sigri, því hann sé eðlilegt ástand. Svo eru það aðrar þjóðir eins og Englendingarnir, sem hafa ákveðið að drekkja sér í pressu frá sjálfum sér. Þegar enska liðið er að spila tapast leikgleðin í einu löngu stresskasti yfir móttökunum ef þeir kæm- ust ekki lengra. Og þessar móttökur eru ekkert grín. Ég las einu sinni ævisögu Davids Beckhams (vonandi samt bara fyrsta bindi af þremur, enda var hann tæp- lega þrítugur þegar hún kom út) þar sem hann lýsti aðkastinu sem hann varð fyrir eftir atvik á HM 1998. Beckham missti stjórn á sér í leik Englands og Arg- entínu í 16-liða úrslitum, sparkaði í áttina að leik- manni Argentínu, var spjaldaður og sendur út af. England tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni og þar með var draumurinn úti og martröðin rétt að byrja hjá Beckham. Þarna var hann 23 ára, látinn bera ábyrgðina á enn einum hrakförum Englands á stór- móti í fótbolta og það segir sennilega mikið um kar- akter hans að hafa lifað þetta af, bæði andlega og sem fótboltamaður. Andrés Escobar, fyrirliði kólumbíska landsliðsins á HM 1994, slapp ekki eins vel. Liði hans var spáð mjög góðu gengi, en Escobar skoraði sjálfsmark gegn Bandaríkjamönnum og tap í leiknum kostaði liðið sæti í 16-liða úrslitum. Fyrsta sjálfsmark hans á ferlinum og það eina því hann var myrtur í Medellín tíu dögum síðar. Þegar maður hugsar um þessa hluti er ekki óeðli- legt að velta fyrir sér hvort ekki sé betra að vera bara aðeins minni. Gera sér grein fyrir því að það er ýmislegt merkilegra í lífinu en fótbolti. Gleðjast yfir öllum sigrum, fagna í marga daga þegar við komumst á stórmót. Fara svo út til að styðja sitt lið og taka við úrslitunum með stolti. Mögulega svekkt en samt allt- af fyrst og fremst ánægð að hafa fengið svona stórt tækifæri. Og láta sig dreyma … Fegurðin í smæðinni Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Vonbrigði Þjóðverja eru mikil. Þeir eru náttúrlega ríkjandi heimsmeistarar og sem slíkir ættu þeir svosem að komast uppúr riðlinum. Þar í landi virðastmenn líta svo á að allt annað en sigur sé einhverskonar skandall. Þeir eru í raunkomnir á þann stað að fagna ekki lengur sigri, því hann sé eðlilegt ástand. UMMÆLI VIKUNNAR ’Hvar eru Íslendingarnir íþessari brjáluðu blíðu? Hákon Guðröðarson, hóteleigandi í veðurblíðunni í Neskaupstað. SÍGILDIR SUNNUDAGAR Fyrsta flokks kammertónlist Sígildir sunnudagar eru klassísk tónleikaröð þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval kammertónleika. Sunnudaga kl. 17:00 í Hörpu Atvinna Vatnsöryggið á oddinn Smáríkjafundur Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar var haldinn í Reykjavík. Á fundinum var undirrituð yf- irlýsing um aukna áherslu á vatnsöryggi meðal ríkjanna og miðar hún að því að bregðast við auknum áhrifum loftslags- breytinga á vatn og vatnsöryggi þeirra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.