Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Side 22
MATUR Það er alltaf gaman að nota fallega hluti í eldhúsinu. Íslenska hönnunarfyrirtækiðMeiður er nú að vinna að kökukeflum í ýmsum útfærslum og viðartegundum en
fyrirtækið undirbýr sig nú fyrir Handverkshátíðina á Hrafnagili sem haldin er í ágúst.
Falleg kökukefli
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
Nýr veitingastaður var opnaður viðNauthólsvík fyrir skemmstu enBragginn bar & bistró er eins og
nafnið gefur til kynna til húsa í nýuppgerðum
bragga við víkina. Staðurinn er hugsaður til að
sinna útivistarfólki sem þarna fer um auk þess
að vera heimavöllur háskólastúdenta, segir
Dalmar Ingi Daðason, veitingastjóri á Bragg-
anum.
„Það hefur vantað stað þar sem nemar Há-
skólans í Reykjavík geta fengið góð kjör á mat
og drykk á stað sem er líka nálægt þeim. Þetta
bætir þjónustuna við háskólanema og þá sem
heimsækja Nauthólsvík. Við erum með góðan
mat og reynum að hafa hann á góðu verði, það
er grunnhugmyndin; að opna stað þar sem all-
ir geta komið og notið góðrar stundar,“ segir
Dalmar en áhersla er lögð á óformlegan mat á
borð við hamborgara, samlokur, salöt og nach-
os auk þess sem boðið er uppá barsnarl og
smærri rétti. Vegan-réttir eru líka á boð-
stólum.
Dalmar þekkir háskólastemninguna en
hann kláraði eina önn við HR áður en hann tók
sér frí til að sinna þessu verkefni. Faðir hans,
Daði Agnarsson, er rekstrarstjóri staðarins en
hann hefur áður verið með veitingarekstur á
Umferðarmiðstöðinni.
Horfa til sjávar
„Kokkurinn okkar er spænskur en er búinn að
búa hérna í níu ár. Maturinn er með spænsku
ívafi. Við horfum líka til sjávar enda erum við
hér við ströndina og sjóinn. Við erum með fisk
og rækjur.“
Háskólanemar fá 20% afslátt og á staðnum
er líka nóg af innstungum og USB-tengjum til
að hlaða síma og tölvur. Dalmar vonast líka
eftir að fá sjó-
sundsfólk í
heimsókn en
hann er sjálfur
nýfarinn að
stunda sjósund
af miklum
krafti og líkar
vel. „Það er
mjög gott að
fara í sjóinn,
synda aðeins og
fara síðan í pottinn. Það eru ótrúlega margir
sem stunda þetta, hér iðar allt af lífi alla daga.
Hér er góð tenging við ströndina og sjóinn.
Líka alla sem búa nálægt eða eru í útivist en
hér í kring eru margar göngu- og hlaupaleið-
ir.“
Var þekkt sem Hótel Winston
Bragginn er sambyggður skemmu sem Bretar
byggðu í seinni heimsstyrjöldinni og gekk
undir nafninu „Hótel Winston“. Það er
Reykjavíkurborg sem hefur staðið að fram-
kvæmdum og endurbyggingu á húsnæðinu í
samstarfi við Háskólann í Reykjavík en nem-
endaaðstaða og frumkvöðlasetur verða í gömlu
skemmunni.
Einnig verður opnaður síðsumars eða í
haustbyrjun salur þar sem Bragginn getur
haft fundaraðstöðu, lítinn veislusal eða pláss
fyrir hópa. Útisvæðið er jafnframt stórt og
mikið en verið er að leggja lokahönd á það.
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er sýnt í
sjónvörpum inni en líka er hægt að bæta við
skjám úti í tjaldi sem verður uppi að minnsta
kosti meðan á keppninni stendur.
Yfirkokkur Braggans, Hammadi Buselham,
gaf Sunnudagsblaðinu nokkrar uppskriftir
sem má sjá hér til hliðar.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Nýtt stopp við ströndina
Bragginn bar & bistró er nýr
veitingastaður við Nauthóls-
vík sem leggur áherslu á að
sinna útivistarfólki og vera
heimavöllur háskólanema. Á
matseðli er óformlegur matur
á borð við hamborgara, sam-
lokur og salöt í fyrirrúmi auk
þess sem boðið er uppá bar-
snarl og smærri rétti.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Dalmar Ingi Daðason, veitingastjóri á Bragganum. Búið er að setja upp bekki meðfram langhliðum braggans.
Bragginn er beint fyrir ofan
ströndina í Nauthólsvík.
’Reykjavíkurborghefur staðið aðendurbyggingu áhúsnæðinu í sam-
starfi við HR en
nemendaaðstaða og
frumkvöðlasetur
verða í gömlu
skemmunni.
Barinn er fyrir endanum og
kallast efnisnotkunin og
formið skemmtilega á við
braggastemninguna.