Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Page 29
unum þarna úti; það er mikið hart undir fæti sem gerir gönguna svolít- ið einhæfa.“ Hvíld í þögninni Hópurinn gekk að meðaltali um tutt- ugu til tuttugu og fimm kílómetra á dag og gisti á gistiheimilum á leið- inni. „Við byrjuðum hvern dag á að vakna klukkan sjö og pakka saman dótinu okkar. Eftir morgunmat tók- um við svo upphitun úti.“ Ásta Guðrún segir hópinn hafa fengið heilafóður á hverjum degi. „Einn fararstjór- anna var Elínborg Sturludóttir, verðandi dómkirkju- prestur, og eftir upphitun gaf hún okkur innlögn í daginn. Síðan geng- um við fyrsta partinn, um fimm kíló- metra, í þögn. Stundum báðum við m.a.s. um að ganga aðeins lengur í þögninni, því okkur fannst það gera okkur svo gott og vera góð hvíld. Þetta var einstök upplifun; að vera svona einn með hugsunum sínum, og í þessu dásamlega umhverfi. Auðvit- að getur það samt líka verið rosaleg- ur tilfinningarússíbani því maður er kannski að hugsa um hluti sem eru ekkert endilega ánægjulegir eða þá að maður er að hugsa um eitthvað gleðilegt.“ Tók þetta þá ekki á, bæði andlega og líkamlega? „Vissulega gerði það það. Þetta er líkamlega erfitt sem ýtir undir and- legu upplifunina. Það er samt gott að reyna stundum á sig; finna að maður er sterkari en maður heldur. Það virkar svolítið brjálað að ganga þrjú hundruð kílómetra en svo er það ekkert mál því maður tekur bara eitt skref í einu. Jú, það tekur einhvern tíma en það er alveg yfirstíganlegt.“ Ásta hlær þegar hún segist bera ómælda virðingu fyrir fótunum á sér eftir ferðina. „Það er svo merkilegt að það er ekkert mál að ganga langt á einum degi. En þegar maður þarf að leggja af stað klukkan níu næsta morgun og svo aftur og aftur og aftur, þá getur þetta ver- ið erfitt. Og blöðrur og fótamein eru óhjákvæmilegur fylgikvilli.“ Vegurinn eins og lífið sjálft Á svona göngu verður farangurinn að vera í lágmarki og Ásta segir að einfaldleikinn sé ef til vill ein ástæða fyrir vinsældum göngunnar. „Það er samhljómur á milli þess að vera píla- grímur og mínimalisti. Maður verð- ur að ferðast létt og hafa hlutina ein- falda.“ Hún nefnir sem dæmi að flest kvöldin hafi hópurinn borðað á stöð- um með svokölluðum pílagrímamat- seðli, þar sem valið stóð á milli tveggja rétta hið mesta. „Eitt kvöldið, þegar við höfðum átt hvíldardag, borðuðum við á veit- ingastað þar sem var matseðill með miklu úrvali og þá lenti maður bara í vandræðum með að velja á milli. Það var líka mikil hvíld í því að þurfa ekki alltaf að vera að taka einhverjar ákvarðanir.“ Ásta segist hafa fengið margt út úr ferðinni. „Jakobsvegurinn er auð- vitað svolítið þannig að maður er alltaf að heimfæra eitthvað upp á hann og heimfæra veginn upp á eitt- hvað annað. Það er erfitt að villast á veginum, það er allt rosalega vel merkt. En ef maður hélt að maður væri kominn af leið þá þurfti maður bara að stoppa og líta í kringum sig og þá náði maður aftur áttum. Mér finnst þetta svolítið eins og lífið sjálft: Ef þú veist ekki hvert þú átt að fara, staldraðu þá bara aðeins við og horfðu í kringum þig. Það er merki þarna einhvers staðar, þótt þú sjáir það ekki alveg strax.“ Ásta Guðrún segir það hafa verið ákveðið öryggi að fara með hóp, þótt hún hafi engan þekkt nema Ástu, vinkonu sína, og Þórhöllu Andrés- dóttur, sem var einn fararstjóranna. „Hópurinn samanstóð af þvílíkum viskubrunnum og klárum og skemmtilegum konum,“ segir hún og neitar þegar blaðamaður spyr hvort mýtuna að konur séu konum verstar hafi ekkert borið á góma. „Nei, það var bara akkúrat öfugt. Hver einasta kona var tilbúin að hjálpa ef eitthvað var. Það var bara nákvæmlega ekkert drama og ekk- ert sem kom upp á.“ Ásta segist lengi hafa gengið með það að í maganum að fara Jakobs- veginn og að hún sé byrjuð að skipu- leggja næstu ferð þangað, enda ekki búin að ná takmarkinu og ganga alla leið til Santiago de Compostela. „Ég hugsa að við eiginmaðurinn förum þá saman. Ég er að hugsa um að leggja það líka til við hann, ég veit reyndar ekkert hvað hann mun segja við því,“ segir Ásta og hlær, „að við göngum í þögn til hádegis.“ Á leiðinni frá Obanos að Estella blasti þorpið Cirauqui við. ’Ef þú veist ekkihvert þú átt aðfara, staldraðu þábara aðeins við og horfðu í kringum þig. Það er merki þarna einhvers staðar […] Síðasta dagleiðin og borgin Burgos nálgast. 1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Voltaren Gel er bæði verkjastilland og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. i va dlega upplýsingar á umbúðum . 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel Þótt ekki fáist lengur sjálfkrafa syndaaflausn þegar til Santiago de Compostela er komið, eins og áður tíðkaðist, hefur dóm- kirkjan þar veitt viðurkenningu þegar á leiðarenda er komið. Viðkomandi þarf þá að fram- vísa svokölluðu pílagrímsbréfi með stimplum frá öllum við- komustöðum eftir að hafa gengið eða riðið á asna eða hesti síðustu hundrað kíló- metra leiðarinnar, eða hjólað síðustu tvö hundruð kílómetr- ana. Hann þarf svo að lýsa því yfir að förin hafi verið farin í trúarlegum eða andlegum til- gangi. Stimplum er safnað í pílagrímsbréfið á leið til Santiago de Compostela. PÍLAGRÍMSBRÉF Syndaaflausn að lokum Hér aðstoðar ein úr hópnum, Svava Magnúsdóttir, unga konu sem hafði meitt sig á fæti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.