Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 2
Hvar verður Innipúkinn haldinn í ár? Hátíðin verður haldin í Kvosinni hjá Gauknum og Húrra. Samhliða því lokum við Naustinni og verðum með útisvæði Innipúkans þar sem verða myndlista- og fatamarkaðir, tónlist og meiri gleði. Þetta er borgarhátíðarbragur þar sem við reynum að glæða borgina lífi á þess- ari helstu ferðahelgi ársins og setja hana í almennilegt stand fyrir þá sem kjósa að vera innanbæjar, sem er nátt- úrulega okkar fólk. Hvernig hefur hátíðin þróast frá upphafi? Við höfum unnið með að breyta ekki því sem ekki þarf að breyta. Hátíðin verður með svipuðu sniði og hún hefur alltaf ver- ið þótt hún hafi flakkað aðeins til. Fyrsta hátíðin var haldin í Viðey, svo færðist hún yfir í Iðnó og hefur svo færst á milli staða og þetta verður fimmta árið okkar í Kvosinni. Útisvæðið hefur svo sett smá fitu á beinin með dagskrá og lengir hátíðina. Innipúkinn hefur alltaf verið svolítið hrokafullur og litið niður á útihátíðina. Hver eru helstu númerin á hátíð- inni í ár? Við höfum aldrei bundið okkur við neina ákveðna tónlistarstefnu og leitumst frekar eft- ir því að hafa breidd, rokk og metal og indí og popp og raftónlist. Mugison, Prins Póló og Valdimar munu spila saman tvöfalt sett þar sem þeir setja sinn blæ á lögin hver hjá öðrum. Svo verður Svala Björgvins, Sykur, Logi Pedró, Une Misère og fleiri góðir. Hvernig er miðunum háttað? Við getum haldið hátíðinni á viðráðanlegu verði því staðirnir sjá um allan fastan kostnað. Allri innkomu er skipt jafnt á milli allra hljómsveitanna sem koma fram og okkur hefur tekist með aðstoð dyggra stuðningsaðila að ganga eiginlega ekkert á innkomuna svo hún fer nánast óspillt til þeirra sem fram koma. Þetta fyrirkomulag hefur myndað mjög jákvæða stemmningu í kringum Innipúkann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ÁSGEIR GUÐMUNDSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Í seinni tíð hefur Ríkissjónvarpið lagt metnað sinn í að sýna þjóðinni vand-aðar heimildarmyndir um tónlist. Í vikunni var ein slík á dagskrá, Égheiti Johnny Cash. Var þar fjallað um feril þessa ólseiga listamanns sem gerði hið ómögulega á löngum ferli – að gera kántrímúsík svala. Magnaður maður, mögnuð rödd, magnað líf. Eins og alltof margir tónlistarmenn lenti Cash í fjötrum fíkniefna; varð snemma á ferlinum háður amfetamíni. Í myndinni kom fram að upphaflega hefði hann ekki sóst eftir vímunni, heldur freistast til þess að nota efnið til að halda sér ferskum og hreinlega vakandi á tónleikum sem hverjir ráku aðra, kvöld eftir kvöld, í sýslu eftir sýslu. Engar voru þær einkaþoturnar á þeim tíma, menn óku bara á milli staða, þúsundir kílómetra á viku. Og enginn tími til að verða illa upplagður og/eða lúinn. Í myndinni kom fram að amfetamín hefði rutt sér til rúms í Bandaríkj- unum löngu fyrr, eða um og upp úr 1920, og einn viðmælandinn fullyrti raun- ar að þjóðin hefði aldrei komist eins hratt út úr kreppunni miklu hefði eitursins ekki notið við. Þannig gátu menn hópum saman unnið tvöfaldar og þrefaldar vaktir á sólarhring á fullum afköstum – og rúmlega það. Ekki fylgdi sögunni hversu lengi þeir entust þannig en á endanum hefur líkast til komið að skuld- ardögum. Þannig var það alltént hjá Cash. Hann brann út. Fór frá því að spila fyrir þúsundir og jafnvel tugþús- undir á sjöunda og áttunda áratugn- um yfir í að troða upp fyrir örfáar hræður á níunda og tíunda áratugn- um. Reis svo upp undir lok lífs síns eftir að hinn goðsögukenndi upp- tökustjóri Rick Rubin blés lífi í fer- ilinn. Sami gaurinn og skaut Slayer á sporbaug um jörðu. Kynslóðin sem kom á eftir Cash, Elvis og þeim ágætu piltum hafði meiri áhuga á skynörvandi efnum en fá dæmi eru líklega um að menn hafi farið vel út úr neyslu af því tagi enda þótt eflaust hafi verið stuð um stund. Kapparnir sem stungu hér við stafni í vikunni, Guns N’ Roses, settu örugg- lega sitt af hverju tagi ofan í sig á sokkabandsárum sveitarinnar en hafa nú lokað lyfjaskápnum, alltént Slash og Duff McKagan. Sá síðarnefndi hefur talað opinskátt um fíkniefnavanda sinn en hann var hér um bil búinn að drepa sig á neyslu fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gegndi læknum loksins og þurrkaði sig upp. Og keyrir nú gegnum þriggja og hálfs tíma gigg án þess að blása úr nös. Munurinn á Duff og Cash er hins vegar augljós; Duff þarf ekki að aka á milli staða. Honum er flogið. Nei, Þuríður mín, smá djók. Hann fer með flugi. Ljósmynd/Sony BMG Music Entertainment Í Cashljósinu Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Í myndinni kom framað amfetamín hefðirutt sér til rúms í Banda-ríkjunum löngu fyrr, eða um og upp úr 1920, og einn viðmælandinn full- yrti raunar að þjóðin hefði aldrei komist eins hratt út úr kreppunni miklu hefði eitursins ekki notið við. Sverrir Helgason Ég hef aldrei borðað morgunmat. SPURNING DAGSINS Hvað borðarðu í morgun- mat? Alexander Olsen Ég fæ ég mér smoothie og banana og blanda því við Nocco. Sesselja Jónsdóttir Ég borða ekki morgunmat. Eyþór Ingi Guðmundsson Ekki neitt. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ásgeir Guðmundsson er einn af skipuleggjendum Innipúk- ans sem haldinn verður um verslunarmannahelgina. Hægt er að nálgast miða á tix.is, og afsláttur er veittur á helgar- armbandi ef greitt er með Kass-appinu. Púkaleg stemmning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.