Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Page 15
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
samið um að hann yrði tekinn upp í slipp.
„Báturinn míglak og við lentum í vondu veðri,
samfellt í tvo og hálfan sólarhring, en þetta
tókst og báturinn fór í yfirhalningu. Það kom
auðvitað ýmislegt í ljós,“ segir Egill og hóf strax
endurbætur á skútunni.
„Í dag er hann sennilega í betra standi en
hann hefur nokkurn tímann verið í 93 ára sögu
bátsins,“ segir Egill.
„Það þarf að sinna svona bátum, það þarf að
sigla þeim. Þeir vilja hafa segl uppi og þeir vilja
láta hreyfa sig og það þarf að hugsa hlýlega til
þeirra,“ segir Egill sem talar um Sjófuglinn
með væntumþykju í röddinni.
„Þetta er ekki bara farartæki, þetta er líka
fljótandi heimili. Þarna er allt til alls, heitt og
kalt vatn, sturta, klósett, ísskápur, ofn, góð
kynding og hitablástur í öllum vistarverum og
bara að nefna það. Notaleg setustofa og falleg
ofanlýsing. Þarna var í raun komið upp í hend-
urnar á okkur tækifæri til þess að ferðast og
skoða og upplifa en um leið var þetta nýtt heim-
ili,“ segir Tinna.
„Fljótandi sumarbústaður.“
Er þetta bátur með sál?
„Já, hann er smíðaður 1925 og hann er vissu-
lega með sál og á sér langa sögu, því komumst
við að síðar. Við gengum í danskan trébáta-
klúbb og ég setti inn mynd af honum og spurði
hvort einhver vissi deili á þessu skipi. Eftir dá-
lítinn tíma heyrðum við frá þýskum náunga sem
átti svipaðan bát sem hafði verið smíðaður í
sömu skipasmíðastöð, í Altenwerder í Þýska-
landi. Hans bátur var sömu gerðar en aðeins
minni. Hann gat flett honum upp og við fórum
að bera saman gamlar myndir og þá kom þetta
heim og saman,“ segir Egill.
Í kjölfarið kom sérfræðingur frá skipasafninu
í Flensburg til að skoða bátinn og sannreyna
þessa kenningu sem hann svo staðfesti.
„Sjófuglinn hefur þolað ýmislegt á sinni tæp-
lega hundrað ára sögu. Hann var upphaflega
smíðaður sem fiskiskip, en á níunda áratug síð-
ustu aldar var honum er breytt í skemmtibát,“
útskýrir Tinna.
Sænski skerjagarðurinn heillar
Þegar eikarskútan var sjóklár var bara eftir að
selja húsið og leggjast í siglingar, sem þau og
gerðu.
„Það var komið að því hvort eð var að fara að
minnka við okkur eftir 37 ár á sama stað, orðin
bara tvö í heimili. Við erum samt ekkert alfarin.
Við erum hér yfir vetrarmánuðina, enn sem
komið er að minnsta kosti og Egill er auðvitað
ekkert hættur að syngja og semja tónlist. Sjálf
nýt ég þess að lesa og bæta við mig þekkingu og
fór til dæmis í sænskunám og er að klára BA-
ritgerðina mína núna. Ég ákvað að skrifa um
þeirra mikilvirka kvikmyndahöfund, Ingmar
Bergmann, en í ár eru 100 ár frá fæðingu hans.
Þetta hefur verið fjölbreytt nám og skemmti-
legt, heilmikill lestur, og bókmennta- og sam-
félagssaga. Hvað leiklistina varðar, þá verður
tíminn bara að leiða í ljós hvort ég stígi aftur á
svið eða ekki,“ segir Tinna og virðist mjög sátt
við hlutskipti sitt í dag með annan fótinn úti á
sjó.
Morgunblaðið/Ásdís
„Í mínum draumum sá ég mig á litlu fleyi og
lengi vel fletti ég og las í bátablöðum sjó-
ferðasögur af öllu tagi og hafði á einhverjum
tímapunkti orðið mér út um skipstjórnarrétt-
indi, eða pungaprófið. En það var fyrir orð
Tinnu að ég lét verða af þessu og við í samein-
ingu réðumst í að kaupa bát,“ segir Egill.
„Þarna var í raun komið upp í hendurnar á okkur tækifæri til þess að ferðast og skoða og upplifa en
um leið var þetta nýtt heimili,“ segir Tinna um Sjófuglinn sem er nú þeirra annað heimili.
Ljósmynd/Gunnur von Matern