Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 24
HEILSA Hörfræolía er rík að omega-3 fitusýrum og er gjarnan notuð afveganistum í stað lýsis. Einnig er hörfræolía góður valkostur fyrir þá sem sleppa vilja við fiskibragðið sem fylgir lýsi. Hörfræolía 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018 Omega-3 fitusýrur eru fasturliður í mataræði Íslend-inga. Þar sem fitusýruna má finna í ríku magni í sjávarfangi hefur Omega-3 lengi spilað stórt hlutverk í íslenskum matarvenjum, en mannslíkaminn framleiðir ekki fitusýruna upp á eigin spýtur svo ein- ungis er hægt að fá hana úr fæðu. Omega-3 hefur einnig lengi verið notað í heilsueflandi tilgangi, ekki síst í formi uppáhaldsfæðubótarefnis Íslendinga: lýsis, en fiskiolía – eins og lýsi er kallað utan landsteinanna – er eitt vinsælasta fæðubótaefni í heimi og veltir fiskiolíubransinn um 30 milljörðum bandaríkjadala, eða rúmlega 3.000 milljörðum íslenskra króna, ár hvert. Jákvæð áhrif Omega-3 á heilsuna eru vel þekkt, sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið auk þess að draga úr verkjum í liðum og hjálpa við þroska heila- og tauga- frumna. Heilsuhraustir inúítar Á áttunda áratugnum ferðaðist danski efnafræðingurinn Hans Olaf Bang til Uummannaq á norð- vesturströnd Grænlands til að rann- saka heilbrigði hjarta- og æðakerfis inúíta, en sögusagnir fóru af að hjartasjúkdómar væru afar sjald- gæfir meðal hópsins. Bang tók á annað hundrað blóð- prufa í ferð sinni og rannsakaði vel mataræði inúítanna, sem samanstóð mestmegnis af fiski og öðru sjáv- arfangi. Niðurstöður rannsóknar Bang voru að mataræði inúíta í Grænlandi innihéldi mikið af omega-3 fitusýrum og að magn omega-3 í blóði var tölu- vert meira en á Vesturlöndum, auk þess að hjarta- og æðasjúkdómar voru mun sjaldgæfari en á Vest- urlöndum. Í kjölfar rannsóknarinnar setti Bang fram tilgátuna að omega-3 gæti minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum Síðari rannsóknir studdu tilgátu Bangs með því að sýna meðal annars fram á að omega-3 hefði bólgueyð- andi áhrif. Fylgni eða orsakasamhengi Hinsvegar þótt sýnt hafi verið fram á fylgni milli neyslu omega-3 og hjartasjúkdóma, hefur ekki náðst að sýna fram á orsakasamhengi milli þess. Í vikunni greindi breska dagblaðið The Guardian frá því að samkvæmt nýrri frumrannsókn – sem er rann- sókn á fyrri rannsóknum um efnið – frá Cochrane, samtökum sem safna og meta læknisfræðilegar rann- sóknir fyrir almenning, sem sýnir fram á að þótt omega-3 fitusýrur hafi á margan hátt jákvæð áhrif á heils- una, sé ekki hægt að sýna fram á or- sakasamhengi milli neyslu á omega-3 fæðubótaefnum og hjarta- æða- eða kransæðavandamála. Í rannsókninni voru skoðaðar 79 tilraunir þar sem helmingi þátttak- enda var gefið fæðubótarefni og hin- um helmingnum lyfleysa, en fylgst var með þátttakendum yfir ákveðinn tíma. Þátttakendur í tilraununum voru 112.059. Góð fita og slæm Omega-3 er fjölómettuð fitusýra, en einnig má finna slíkar fitusýrur í sól- blómaolíu, sem rík er af omega-6 fitusýrum. Fjölómettaðar fitusýrur eru svokallaðar nauðsynlegar fitu- sýrur (e. essential fats), sem þýðir að líkaminn geti ekki starfað án þeirra, en líkaminn notar fituna meðal ann- ars í framleiðslu frumuhimna og í hreyfingu vöðva. Vegna jákvæðra áhrifa fjölómettaðra fitusýra á líkam- ann hafa þær oft verið kallaðar „góð“ fita. Einómettaðar fitusýrur eru annað dæmi um svokallaða „góða“ fitu, en hana má finna í avókadó, ólífuolíu, og hnetum, en einómettuð fita er undir- staðan í hinu sívinsæla Miðjarð- arhafsmataræði. Árið 1956 hóf lífeðlisfræðingurinn Ancel Keys það sem átti eftir að verða gríðarlega áhrifamikil rann- sókn á sambandinu milli lífsstíls og hjartasjúkdóma. Rannsóknin fór fram í sjö ríkjum, og dregur af þeirri staðreynd nafn sitt: sjö ríkja rann- sóknin, Bandaríkjunum, Finnlandi, Hollandi, Ítalíu, Grikklandi, Japan og fyrrverandi Júgóslavíu. Bentu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að í löndum þar sem neysla á mett- aðri fitu – sem finna má í rauðu kjöti, nýmjólk og ostum er mikil – sé blóð- fita að meðaltali meiri, og að jákvæð fylgni sé á milli mikillar blóðfitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Samkvæmt rannsókninni neyttu Japanar minna magns af mettaðri fitu, auk þess voru hjartasjúkdómar afar sjaldgæfir. Í Bandaríkjunum, hinsvegar, var mettuð fita stór hluti af mataræði þátttakenda, og að sama skapi voru hjartasjúkdómar algeng- ir. Hafði rannsóknin mikil áhrif á um- ræðuna um fitu og næringu, mettuð fita hefur iðulega verið flokkuð sem slæm fita og jókst neysla á léttmjólk, smjörlíki og sólblómaolíu afar mikið í kjölfar rannsóknarinnar. Hvað um Noreg? Ekki eru þó allir sannfærðir um ágæti rannsóknar Keys og skaðsemi mettaðrar fitu. Hafa ýmsir bent á svæði sem í upphafi voru hluti af sjö ríkja rannsókninni, en ekki hafa nið- urstöður verið birtar, líkt og Nor- egur og Holland, þar sem neysla á fitu var mikil en tíðni hjarta- sjúkdóma lág, og Síle, þar sem neysla á fitu var lítil og tíðni hjartasjúkdóma há. Rétt eins og í rannsókn Hans Olaf Bang á inúítum í Uummannaq, hefur ekki náðst að sýna fram á or- sakasamhengi, og hefur síðari rann- sóknum mistekist að sanna að neysla á mettuðum eða ómettuðum fitusýr- um hafi áhrif á lífslíkur þátttakenda. Í grein frá Harvard-læknaskól- anum er stungið upp á nýrri flokkun á fitusýrum. Þar er einómettuð og fjölómettuð fita – líkt og omega-3, enn flokkuð sem góð fita, en mettuð fita er hins vegar flokkuð sem milli- góð fita, ekki eins holl og ómettuð fita, en mun að öllum líkindum ekki valda skyndilegum dauða af völdum hjartasjúkdóma. Transfitu flokkar greinin þó sem slæma fitu, en sýnt hefur verið fram á orsakasamhengi milli transfitu og hjartasjúkdóma. Avókado, lax og hnetur eru rík uppspretta ein- ómettaðrar fitu. Getty Images/iStockphoto Er fitan að drepa þig? Fita er flókið mál. Fitu- sýrur eru iðulega flokk- aðar sem góðar eða slæmar, hollar eða óhollar, en hvað geta inúítar og Japanar kennt okkur um lýsi? Pétur Magnússon petur@mbl.is Mjólkurvörur og ostar innihalda mettaðar fitusýrur. Þorskalýsi er vinsælt fæðubótaefni, myndin er hinsvegar af ólífuolíu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.