Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Qupperneq 28
Borghildur Kristín Magnúsdóttir og eiginmaðurhennar, Sveinbjörn Yngvi Gestsson, höfðu veriðað velta fyrir sér að fara með móður Yngva í ferð til einhvers landanna á Norðurlöndum og keyra þar um á bílaleigubíl, þegar vinkona Borghildar nefndi Móseldalinn í Þýskalandi. „Við Yngvi fórum að skoða myndir þaðan og féllum strax fyrir þessari hug- mynd. Og sjáum sko alls ekki eftir því að hafa ákveðið að fara þangað.“ Tengdamóðir Borghildar, Sólveig Hulda Kristjánsdóttir fagnaði áttatíu og eins árs af- mæli í ferðinni. „Það var reyndar bara skemmtileg til- viljun,“ segir Borghildur, „en við hugsuðum þessa ferð samt svolítið út frá tengdamömmu því okkur fannst skipta máli að gera þetta allt sem ánægjulegast fyrir hana.“ Ferðalagið hófst með flugi frá Íslandi til Frankfurt í Þýskalandi. Frá Frankfurt keyrðu þau yfir til borg- arinnar Trier og gistu þar í þrjár nætur. Þaðan keyrðu þau yfir til þorpsins Cochem og dvöldu þar í fjórar nætur. Borghildur segir að sér hafi fundist skemmtilegra að vera í Cochem heldur en í Trier þrátt fyrir smæðina. Íbúar í Cochem eru rétt rúmlega fimm þúsund en rúmlega hundrað þúsund manns búa í Trier. „Trier er auðvitað stærri, en Cochem er meira gamaldags, með þrengri götum og yfirbragðið svolítið miðaldalegt. Það var dásamlegt að labba um göturnar, Ljósmyndir/Úr einkasafni Yngvi og móðir hans, Sólveig, við bílaleigubílinn sem þau tóku á leigu. Þau voru þakklát fyrir loftkælinguna í bílnum sem kom sér vel í hitanum. Markmiðið var að lifa og njóta Móseldalurinn er frægur fyrir fegurð sína og vínekrur. Í gegnum dalinn liðast áin Mósel og við bakka hennar standa fjölmörg lítil þorp sem minna á gamla tíma þar sem má meðal annars finna kastala frá miðöldum. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Þorpið Cochem er eitt fjölmargra þorpa í Móseldalnum. Yfir eldri hluta þorpsins gnæfir Reichsburg-kastali en talið er að hann hafi verið reistur í kringum árið 1000. Cochem er vinsæll ferðamannastaður og þykir ákaflega fallegur. Útsýnisturninn Prinzenkopfturm er í þorpinu Alf. Turninn er rúmlega 27 metra hár og úr honum er útsýni til allra átta. Borghildur ásamt tengdamóður sinni, Sólveigu, í Trier. FERÐALÖG Á Hauptmarkt í Trier má meðal annars finna markaðþar sem hægt er að kaupa ferska ávexti og nýtt græn- meti. Þar eru líka margir veitingastaðir. Hauptmarkt í Trier 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.