Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Side 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Side 31
af því sem síðar hefur gerst, sem afleiðing þess kjörs, sá hinn sami fyrir. Til dæmis gat engan órað fyrir hversu ofafengin viðbrögðin yrðu hjá þeim sem vildu aðra niðurstöðu. Margir þeirra virðast frá fyrstu stundu til þessa dags hafa verið ráðnir í að viðurkenna ekki úrslitin í reynd og sumir gera allt til þess að ógilda þau, jafnvel með brögðum ef ekki vill betur. Hefur verið ömurlegt að fylgjast með sumum fjöl- miðlum vestra, sem lengi hafa verið í miklu áliti. Það er næstum óhuggulegt að sjá hvernig alríkislögeglan vestra var misnotuð fyrir kjördag og eftir hann, svo ekki sé talað um leyniþjónustuforingjana, sem veifuðu fölsuðum skýrslum framan í fráfarandi forseta og hinn nýkjörna. Þeir stórlaxar hafa heldur betur sýnt á spilin sín. Svarti Pétur, sem oftast fer um einn í spilabox- unum, er þar í svo mörgum eintökum, að undrun sætir. En það voru einnig fjölmargir vel metnir fræðimenn sem spáðu fyrir um efnahagslegar afleiðingar þess að Trump yrði kjörinn, bæði löngu áður en það varð og upp úr hinum óvænta sigri hans. Markaðir í frjálsu falli! Paul Krugman, sem er handhafi hinna frægu sænsku verðlauna í hagfræði, sem Seðlabanki Svíþjóðar veitir í tengslum við Nóbelshátíð, skrifaði þetta eftir að kjör- staðir lokuðu og birti í New York Times þann 9. nóv- ember 2016, þegar hann horfði loks framan í að Trump væri að vinna kosningarnar: „It really does now look like President Donald J. Trump, and markets are plunging. When might we ex- pect them to recover? Frankly, I find it hard to care much, even though this is my specialty. The disaster for America and the world has so many aspects that the economic ramifica- tions are way down my list of things to fear. Still, I guess people want an answer: If the question is when markets will recover, a first-pass answer is ne- ver. Under any circumstances, putting an irresponsible, ignorant man who takes his advice from all the wrong people in charge of the nation with the world’s most important economy would be very bad news.“ Krugman rökstuddi þessa skoðun sína og lauk pistli sínum með þessum orðum: „Now comes the mother of all adverse effects — and what it brings with it is a regime that will be ignorant of economic policy and hostile to any effort to make it work. Effective fiscal support for the Fed? Not a chance. In fact, you can bet that the Fed will lose its in- dependence, and be bullied by cranks. So we are very probably looking at a global reces- sion, with no end in sight. I suppose we could get lucky somehow. But on economics, as on everything else, a terrible thing has just happened.“ Raunveruleikinn Nú orðið neita því fáir að bandarískur efnahagur hefur tekið vel við sér þessi fyrstu tæpu tvö ár undir stjórn Trumps. Hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað um meira en helming. Það er vart að treysta því að slíkt sé varanlegt eins og dæmin sanna, en þessi mikli vöxtur er þvert á allar spár. Atvinnuleysi hefur ekki aðeins dregist stórlega saman heldur eru nú fleiri laus störf í Bandaríkjunum en þeir eru sem leita sér vinnu. Þörfin fyrir matarmiða fyrir fátækustu fjölskyldurnar hefur dregist verulega saman. Kaupmáttur hefur vaxið veru- lega í fyrsta sinn frá bankakreppunni og þannig mætti áfram telja. Umfangsmestu skattalækkanir í Banda- ríkjunum frá tímum Reagans og þar áður John Kenne- dys náðu í gegn miklu fyrr en nokkur hafði spáð. Þær ákvarðanir hafa haft mikið að segja um hinn mikla ávinning sem orðið hefur í efnahagsmálum. Í gær var tilkynnt að hagvöxtur væri nú orðinn meiri en 4% mið- aður við heilt ár. Þegar Trump sagðist í kosningabar- áttunni sjá slíkan vöxt fyrir var gert stólpagrín að hon- um. Ekki síst af þeim sem töldu sig vita best og nutu mikils álits. Það er nú það. Morgunblaðið/Ásdís 29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.