Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Page 35
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 18.-24. JÚLÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Independent PeopleHalldór Laxness 2 Sumar í litla bakaríinuJenny Colgan 3 Vegahandbókin 2018Ýmsir höfundar 4 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson 5 Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar Önnu ljósu Anna Eðvaldsdóttir / Sylvía Rut Sigfúsdóttir 6 UppgjörLee Child 7 Mínus átján gráðurStefan Ahnhem 8 Iceland Wild at Heart Einar Guðmann / Gyða Henningsdóttir 9 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 10 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 1 Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi 2 Ég er fagnaðarsöngurÝmsir höfundar 3 Eldgos í aðsigiVala Hafstað 4 Dauðinn í veiða- færaskúrnum Elísabet Jökulsdóttir 5 Bónus ljóðAndri Snær Magnason 6 SonnetturÞórarinn Eldjárn 7 Villimaður í ParísÞórunn Jarla Valdimarsdóttir 8 VetrarlandValdimar Tómasson 9 GamanvísnabókinÝmsir höfundar 10 Birtan yfir ánniÝmsir höfundar Allar bækur Ljóðabækur Síðasta bók sem ég las var Sjálf- stætt fólk eftir Halldór Laxness sem var hreint út sagt rosaleg upplifun. Þetta er í þriðja skipti sem ég les hana, en ég las hana síðast í menntaskóla og lesturinn var allt annar en þá. Ég hef verið að koma mér hægt og bítandi inn í plöntu- og garðrækt og hef verið að glugga í Garðrækt: Í sátt við umhverfið. Eftir því sem maður eldist fær maður meiri áhuga á svona hlutum sem bókin fer í á ná- kvæman og skemmtilegan hátt. Mig langar svo að tékka á bók- inni Americanah eftir Chimamanda Ngozi Adichie sem fjallar um afríska innflytjendur í Bandaríkjunum. Ég hef líka verið að nota Audible Ama- zon forritið til að hlusta á hljóð- bækur, en það getur verið frábært að hlusta á þegar maður fer út að ganga eða keyra. ÉG ER AÐ LESA Ragnheiður Gröndal Ragnheiður Gröndal er söngkona, píanóleikari og lagasmiður. Bókaforlagið Sæmundur hefur gefið út bókina Enn logar jökull eftir Matthías Johannessen. Þetta er tuttugasta og sjötta ljóðabók Matt- híasar, en hann hefur einnig skrifað leikrit og gefið út fjölda skáldverka annarra, skrifað samtalsbækur og fræðibækur. Í bókinni eru ljóð frá síðustu árum. Á kápu er bókin meðal annars kynnt svo: „„Ég er vindurinn“ segir á einum stað. Hann blæs úr fornum heimkynn- um menningar og næðir um það frumstæða mannkyn sem nú eigrar um jörðina og er helsta vandamál hennar.“ Jón R. Hjálmarsson hefur skrifað nokkrar ferðabækur á undanförnum árum. Ný bók eft- ir hann heitir Landnámssögur við þjóðveginn og eins og nafnið ber með sér rifjar Jón upp sögur af landnámsmönnum og -konum og tengir við helstu viðkomustaði ferðamanns á leið um landið. Ferðalagið hefst í Reykjavík og síðan er haldið vestur eftir hringveginum og ýmsum leiðum út frá honum. Við sögu koma meðal annars Ingólfur Arnarson, Skalla- Grímur, Hrafna-Flóki, Auður djúpúðga, Ön- undur breiðskeggur og Hrolleifur mikli. Ugla gefur út. Rauða minnisbókin, skáldsaga Sofiu Lund- berg, segir frá Doris sem óx upp við þröngan kost í Stokkhólmi á þriðja áratug síðustu aldar. Þegar hún var 10 ára gömul gaf faðir hennar henni rauða minnisbók en í hana skyldi hún skrá nöfn allra sem skiptu hana máli í lífinu. Níutíu og sex ára gömul, nánast vina- og fjölskyldulaus, ákveður Doris að skrifa sögu sína byggða á minnisbókinni og rifjar upp viðburðaríkt líf og manninn sem hún glataði en gat aldrei gleymt. Bjartur gefur út. NÝJAR BÆKUR Lilý Erla Adamsdóttir er myndlistarkona að upp-lagi og segist hafa fengist við allskonar tilrauna-mennsku í listinni, en lauk svo meistaranámi í listrænum textíl í Svíþjóð. „Textíll liggur einhvern veg- inn svo vel fyrir mér. Amma mín kenndi mér að prjóna þegar ég var fimm ára og ég hef alltaf leitað í textílinn, í endurtekninguna og hugleiðsluna sem textíllinn býður upp á; mynstur og prjón er svo ótrúlega róandi. Ég byrjaði mína listskólagöngu á því að fara á text- ílbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, tók þar eitt ár eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Ég fór svo í Listaháskólann en þar var engin textílaðstaða, og þar gerði ég allskyns tilraunir, en fór svo aftur í text- ílinn af því að ég hafði saknað hans allan tímann, fór í Myndlistaskólann í Reykjavík og svo út til Svíþjóðar,“ segir Lilý, en að loknu náminu við Textilhögskolan i Bo- rås kenndi hún við skólann og starfaði líka að listinni. – Kvöldsólarhani er fyrsta ljóðabók þín. Var það liður í tilraunamennskunni að skrifa ljóð? „Ég hef skrifað alla tíð og mér finnst ég komast í nátt- úrulegt flæði þegar ég nota tungumálið. Þegar bloggið var sem nýjast og ferskast þegar ég var unglingur gerði ég mikið af því að blogga, notaði það sem tjáningarleið. Svo gerðist það eitt vorkvöld fyrir fjórum árum að ég fór á flug og skrifaði kjarnann að þessari bók. Hún var svo í vinnslu mjög lengi og allskonar sem kom inn á milli, ég fór í starfsnám í Skotlandi og síðan til Svíþjóð- ar.“ – … og svo lætur vita af því að þú sért að snúa heim með því að senda frá þér ljóðabók. „Það má segja það,“ segir Lilý og hlær. „Það er band í þessari bók en fer í miklar flækjur, hendist upp og niður og maður veit ekki alveg hvar þráðurinn er alltaf, en hann er þarna. Svo hefur mér líka alltaf þótt mjög gam- an að leysa flækjur. Mér finnst það svo skemmtilegt með orðin að ef maður nálgast tungumálið í leik getur maður skvett því á veggi og hent því upp í loftið og svo lekur það niður, lendir einhvers staðar og býður upp á svo skemmtilegt landslag.“ Eiríkur Örn Norðdahl ritstýrir bókinni og Lilý lætur vel af samstarfinu. „Við náðum mjög vel saman, hann heyrði og sá og skildi það sem ég var að reyna að gera. Ég hefði ekki getað verið sælli með þetta samstarf.“ – Þú fékkst innblástur og til varð bók. Ertu með frek- ari skrif í bígerð? „Þetta er ekki búið, ég verð með í Pastel-ritröðinni hjá Flóru á Akureyri og það kemur því út ný ljóðabók í nóvember,“ segir Lilý og bætir við að í henni verði ljóð sem hún hefur skrifað frá því Kvöldsólarhani varð fullbúinn. „Mér finnst þetta vera einskonar trans sem ég þarf að detta í þegar ég fer í þessi skrif, og þá er það eins og tungumálið flæði í gegnum mig. Mér líður eins og það flæði uppsprettulind í gegn og ég hef ótrúlega mikla ánægju af því að fá vera með í þessum trans. Þetta er raunverulegur leikur og mjög gefandi og ég hef sjálf hlegið mig máttlausa þegar ég er í þessum ham. Maður verður að geta leikið sér í gegnum lífið.“ Náttúrulegt flæði Í síðasta skammti Meðgönguljóða, bókaraðar Partusar sem birtir ljóð nýrra ljóðskálda, var meðal annars Kvöldsólarhani, bók Lilýar Erlu Adamsdóttur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Myndlistarkonan og ljóðskáldið Lilý Erla Adamsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.