Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Vinna við nýja vefsíðu Persónu-
verndar stendur nú yfir og áætlað
er að hún verði tilbúin í ágúst. Á
vefsíðu stofnunarinnar segir að efni
síðunnar sé ekki í samræmi við
nýja persónuverndarlöggjöf sem
tók gildi 15. júlí sl.
Að sögn Þórðar Sveinssonar,
skrifstofustjóra lögfræðisviðs Per-
sónuverndar, þarf að uppfæra síð-
una vegna þeirra nýjunga sem lög-
gjöfin fól í sér.
„Ný vefsíða mun miðast við
nýju lögin og því sem þeim fylgir.
Mun þar verða auðveldara að senda
alls konar tilkynningar sem okkur
eiga að berast á grundvelli laganna
um persónuverndarfulltrúa og ör-
yggisbresti og fleira,“ segir Þórður
en auk þess þurfi að uppfæra allt
eldra efni á síðunni í ljósi nýju lag-
anna.
Íþyngjandi á stórfyrirtæki
Í nýrri löggjöf um persónu-
vernd eru sett fram strangari skil-
yrði á fyrirtæki er varða vinnslu
persónuupplýsinga. Segir þar m.a.
að allir þeir sem vinna með per-
sónuupplýsingar, þ.m.t. allar stofn-
anir, sum fyrirtæki og sveitarfélög,
séu skyldugir til að tilnefna per-
sónuverndarfulltrúa. Er þar verið
að lögfesta nýja reglugerð Evr-
ópuþings um vernd einstaklinga er
tengjast vinnslu persónulegra upp-
lýsinga. Mun hlutverk persónu-
verndarfulltrúans t.a.m. felast í því
að safna upplýsingum til að greina
starfsemi fyrirtækisins og fylgjast
náið með reglufylgni innan þess.
Segir Þórður að á vefsíðu Per-
sónuverndar sé hægt að nálgast
upplýsingar og leiðbeiningar um
nýju löggjöfina og þar á meðal upp-
lýsingagjöf og leiðbeiningar fyrir
fyrirtæki og stofnanir um hlutverk
persónuverndarfulltrúans. Þar sé
einnig að finna eyðublöð fyrir
kvartanir er varða öryggisbrest.
„En nýja vefsíðan mun auðvelda
aðgengi að því að senda inn til-
kynningar og ábendingar,“ segir
hann.
Vefsíða Persónuverndar ekki
í samræmi við nýja löggjöf
Persónuvernd eykur upplýsingagjöf vegna nýrra laga
Fornbílar setja sterkan svip á umferðina en þeim
bregður oftast fyrir þegar sól skín í heiði og göt-
ur eru þurrar. En í góða veðrinu er einnig til-
valið að dytta að hinum öldnu farartækjum.
Fornbílar teljast þeir sem orðnir eru 25 ára og
eldri.
Eigendur fornbíla hafa um langt árabil haldið
hópinn í Fornbílaklúbbi Íslands. Í maí síðast-
liðnum voru félagsmenn 1.225 talsins.
Þegar sólin gerir vart við sig er að ýmsu að hyggja í bílamálum sem öðru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dyttað að gömlum fáki í sumarblíðunni
Bæjarstjórn
Grindavíkurbæjar
hefur ákveðið á
grundvelli at-
kvæðagreiðslu að
ganga til samn-
inga við Fannar
Jónasson bæjar-
stjóra um endur-
nýjun á samningi
hans við bæinn til
næstu fjögurra
ára. Fannar hefur gegnt starfi bæjar-
stjóra Grindavíkurbæjar frá janúar
2017. Ólga hefur verið í starfsmanna-
málum í bænum að undanförnu og
höfðu t.a.m. nokkrir starfsmenn bæj-
arskrifstofunnar kvartað yfir sam-
skiptaörðugleikum. Að sögn bæjarfull-
trúa í Grindavík stóð valið milli tveggja
einstaklinga sem metnir voru hæfastir
í stöðuna. Sagði hann að mjótt hafi ver-
ið á munum í kosningunni og að ekki
séu allir ásáttir um niðurstöðuna. „Við
göngum nokkuð sátt frá borði, þó að
ekki ríki full sátt innan bæjarstjórnar
um málið.“ ninag@mbl.is
Fannar
Jónasson
Fannar
áfram
bæjarstjóri
Valinn hæfastur
í Grindavík
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Verð á miðum í Flugrútuna, eða Fly-
bus, á vegum Kynnisferða frá BSÍ til
Keflavíkurflugvallar hefur hækkað
um rúm 50% á þremur og hálfu ári. Í
upphafi marsmánaðar sl. hækkaði
verð aðra leið með flugrútunni um
250 krónur og er nú 2.950 krónur.
Verð í Flugrútuna til og frá Keflavík
hækkaði um 600 krónur og er nú
5.500 krónur. Önnur leiðin með Fly-
bus+ hækkaði úr 3.300 krónum í
3.950 krónur og báðar leiðir úr 5.900
krónum í 6.950.
Stigvaxandi hækkanir frá 2014
Frá miðjum september 2014 hefur
verð í flugrútuna hækkað í nokkrum
skrefum til dagsins í dag. Fyrir þann
tíma árið 2014 kostuðu báðar leiðir
með Flybus+ 4.500 krónur og önnur
leiðin 2.500 krónur. Þá var verð í
„venjulegu“ Flugrútuna 1.950 krón-
ur aðra leið og 3.500 krónur fyrir
báðar leiðir. Verðið stóð óbreytt frá
2011 fram í miðjan september 2014,
samkvæmt gögnum sem Morgun-
blaðið hefur undir höndum frá Kynn-
isferðum.
Vegna útboðs á aðstöðu fyrir
sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli,
þar sem Kynnisferðir buðu hæst
allra, eða að 41,2% af veltu Flugrút-
unnar á ferðum frá vellinum greiðist
til Isavia ohf., reyndist óumflýjan-
legt að hækka miðaverð í mars sl.
Aðspurður hvað fleira valdi veruleg-
um hækkunum á miðaverði síðustu
ára segir Björn Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Kynnisferða, að tölu-
verðar launahækkanir á tímabilinu
auk almennra kostnaðarhækkana,
t.a.m. hækkunar olíuverðs, séu
helstu orsakirnar.
Ólíkar þjónustuleiðir í boði
Í samanburði við flugvallarteng-
ingar annars staðar í heiminum, þ.e.
frá flugvelli og til miðbæjar og öfugt,
telur Björn það óeðlilegt að bera
saman verð rútuþjónustu sem keyrir
beina leið og t.d. almenningssam-
göngur sem stoppa á ýmsum stöðum
og eru ef til vill niðurgreiddar af hinu
opinbera. Sem dæmi kosta strætó-
ferðir frá Reykjavík að Leifsstöð
1.840 krónur og þá hefur Strætó frí-
an aðgang að stæði við flugstöðina.
Er á pari við Heathrow Express
Til samanburðar kostar far með
Heathrow Express frá Heathrow-
flugvelli beint til London 25 sterl-
ingspund aðra leið, eða um 3.500
krónur. Telur Björn eðlilegra að
bera saman verð flugvallaferða rútu-
fyrirtækja hér og þjónustu eins og
Heathrow Express. Hins vegar ef
bókuð er ferð með Heathrow Ex-
press nokkra mánuði fram í tímann
býðst allt að rúmlega helmingi lægra
verð, sem gildir á hvaða tíma dags
sem er. Björn segir að slík gjaldskrá,
þ.e. lægra verð ef bókað er með
löngum fyrirvara, hafi komið til
skoðunar hjá Kynnisferðum en ekki
hafi verið ráðist í slíkar breytingar
enn sem komið er.
Miðinn hefur hækkað um rúm 50%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Akstur Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að sam-
keppnin sé hörð í sætaferðum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.
Miði í Flugrútuna kostaði 1.950 kr. árið 2014 en kostar nú 2.950 kr. Óbreytt verð frá 2011 til sept-
ember 2014 en hefur hækkað jafnt og þétt síðan þá Hærri þóknun til Isavia útskýrir síðustu hækkun