Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Smart útileguföt, fyrir Verslunarmannahelgina
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Hvalveiðar hefur gengið ágætlega í
sumar en það sem af er ári hafa
veiðst 58 langreyðar. Gunnlaugur
Fjólar Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í
Hvalstöðinni í Hvalfirði, segir að
mikið dimmviðri hafi verið það sem
af er sumri og það hafi torveldað
veiði. „Veiðin fer auðvitað alveg eftir
veðri og vindum. Það hefur verið
mikil þoka og dimmviðri í sumar.
Það gerir okkur talsvert erfiðara
fyrir enda er þetta sjónveiði,“ segir
Gunnlaugur og bætir við að Hvalur
hf. hafi heimild til að veiða tæplega
200 dýr á þessu ári og því sé af nægu
að taka. „Við erum langt frá því að
fylla kvótann enda er hann í raun
ótakmarkaður,“ segir Gunnlaugur.
Spurður hvernig veiðin hafi geng-
ið í ár samanborið við síðustu ár seg-
ir Gunnlaugur veiðina vera mjög
sambærilega. „Þetta hefur verið upp
og ofan það sem af er sumri líkt og
undanfarin ár. Þetta er auðvitað
mjög misjafnt en veiðin í ár er klár-
lega ekki verri en hún hefur verið
síðustu ár,“ segir Gunnlaugur.
Hafa veitt 58 langreyðar
Mikið dimmviðri og þoka hafa torveldað veiði það sem af er
sumri Veiði hvaldýra í ár er þó sambærileg við síðustu ár
Morgunblaðið/ÞÖK
Hvalveiði Veiðar hafa gengið ágætlega í sumar og eru á pari við síðustu ár.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Það sem af er ári hafa 670 einstak-
lingar verið grunaðir um akstur
undir áhrifum ávana- og fíkniefna og
622 grunaðir um ölvun við akstur á
höfuðborgarsvæðinu. 1.135 hafa ver-
ið stoppaðir af lögreglu vegna gruns
um slík brot. Á árinu hefur ölvunar-
akstursmálunum fjölgað um 41% og
ávana- og fíkniefnaakstursbrotum
um 53% miðað við sama tímabil síð-
ustu þrjú ár.
Meðalaldur þeirra sem grunaðir
voru um akstur undir áhrifum áv-
ana- og fíkniefna það sem af er ári er
um 31 ár og um 60% þeirra eru 31
árs eða yngri. Meðalaldur þeirra
sem grunaðir voru um ölvun er tæp-
lega 37 ár og um 60% hinna grunuðu
eru 32 ára eða eldri.
Guðbrandur Sigurðsson, aðal-
varðstjóri umferðardeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir
erfitt að fullyrða um ástæður fyrir
þróuninni. „Ég hef ekki annað fyrir
framan mig en þessar tölur. Þetta er
ógnvænleg þróun,“ segir hann.
Guðbrandur nefnir að sú breyting
hafi orðið á síðustu árum að nú séu
ávana- og fíkniefnaakstursbrot
framin fleiri daga vikunnar. „Þetta
virðist ekki vera skemmtanalífs-
neysla, heldur virðist þetta ná yfir
alla daga vikunnar. Ölvunarakst-
ursbrotin eru frekar á kvöldin og um
helgar,“ segir hann.
Sá fyrirvari er gerður í svari lög-
reglu við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins, að margir brotamenn séu hvort
tveggja undir áhrifum áfengis og á-
vana og/eða fíkniefna og séu því tví-
taldir. Aðspurður segir Guðbrandur
að þetta sé mjög algengt. Einnig
gætu fleiri en einn einstaklingur
verið skráðir fyrir sama brotinu
vegna óvissu um það hver var raun-
verulega við stýrið.
Fjöldinn í sama
far og áður fyrr
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og prófessor í félagsfræði við
Háskóla Íslands, segir útlit fyrir að
fjöldi brota af þessum toga sé að ná
sama fjölda og áður fyrr, að teknu
tilliti til fólksfjölgunar. Frá áttunda
áratug síðustu aldar fram til ársins
2008 hafi fjöldi brota af þessum toga
verið um 2.000 á ári á landsvísu og
fjöldi brota á höfuðborgarsvæðinu
fylgi sömu línu og þróunin á lands-
vísu. Eftir efnahagshrunið 2008
fækkaði skráðum brotum mjög, en
fjölgar nú á ný.
„Það virðist vera að þetta hafi
mikið með frumkvæðiseftirlit lög-
reglu að gera. Fjöldinn hefur síðan
farið upp allra síðustu árin og það
sem vafalítið er að gerast, er að lög-
reglan er að setja þessi mál í meiri
forgang og er mjög vakandi fyrir
brotum af þessu tagi,“ segir hann.
„Tölurnar einar og sér segja okkur
það ekki hvort þessum brotum er
raunverulega að fjölga eða ekki,“
segir hann.
Helgi segir að vitað sé til þess að
mikið sé af fíkniefnum á markaði hér
á landi. „Líklega er líka meiri fjöl-
breytni, en hvort það er meiri neysla
er erfitt að segja til um. Mínar
neyslumælingar sýna þó að kanna-
bisneysla hafi aukist talsvert á síð-
ustu fimm árum í yngri aldurs-
hópum. Það er alveg skýrt að fleiri
segjast nota slík efni,“ segir hann og
nefnir að þetta gæti passað við tölur
um aukinn akstur undir áhrifum áv-
ana- og fíkniefna. „Samt sem áður er
þetta mjög háð frumkvæðiseftirliti
lögreglu,“ segir Helgi.
Um 60% þeirra sem grunaðir hafa
verið um ölvun við akstur voru með
íslenskt ríkisfang, um 40% með er-
lent. 82% grunaðra um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna voru
með íslenskt ríkisfang og um 18%
með erlent ríkisfang.
„Það getur verið að einhverjir í
þessum hópi séu erlendir ferða-
menn, en við vitum að hér á landi eru
margir innflytjendur líka. Við vitum
að menningarleg viðmið, einkum í
Suður- og Austur Evrópu eru að ein-
hverju leyti önnur heldur en hjá
okkur og í Skandinavíu. Það er
sterkt í okkar menningu að keyra
ekki þegar við erum búin að drekka,
þröskuldurinn er að einhverju leyti
hærri hjá okkur. Sumstaðar þykir
ekki tiltökumál að aka eftir tvo til
þrjá bjóra,“ segir Helgi og nefnir
einnig Bandaríkin í þessu samhengi.
Helgi telur að betur þurfi að ná til
útlendinga búsettra hér á landi hvað
forvarnir varðar og fræðslu.
„Við þurfum að ná dálítið til þessa
hóps og koma skilaboðunum inn í
þennan hóp líka. Lögreglan velur
ekki úr þessum hópi til að handtaka,
en ég held að tölurnar æpi á það að
við þurfum að ná til þessara hópa,“
segir Helgi.
Ætluðum brotum hefur stórfjölgað
1.300 grunaðir um akstur undir áhrifum á höfuðborgarsvæðinu á árinu „Ógnvænleg þróun“
Aukið eftirlit ástæða fyrir fleiri skráðum brotum Munur milli þjóða í viðhorfi til ölvunaraksturs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frumkvæði Fjölgun mála af þessu tagi má að einhverju leyti rekja til frumkvæðiseftirlits lögreglunnar á síðustu árum að sögn Helga Gunnlaugssonar.
Morgunblaðið/Júlíus
Fjölgun Á árinu hefur ölvunarakstursmálum fjölgað um 41% og ávana- og
fíkniefnaakstursbrotum um 53% miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár.
Um 30% ökumanna sem grun-
aðir voru um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna
það sem af er ári hafa verið
tekin tvisvar eða oftar á árinu
og bera ábyrgð á um 55%
brota í málaflokknum. Um 12%
ökumanna, grunaðra um ölvun
við akstur á þessu ári, hafa
verið tekin tvisvar sinnum eða
oftar og bera ábyrgð á um 23%
slíkra brota það sem af er ári.
„Það stækkar ört sá hópur
fólks sem við tökum jafnvel oft
í viku. Lögreglan þekkir bílana
og fólkið. Þar af leiðandi eru
þessir einstaklingar stoppaðir
þegar þeir sjást í umferðinni,“
segir Guðbrandur og segir
marga þeirra hafa verið svipta
ökuréttindum.
Hópur sem
stækkar ört
MARGIR TEKNIR OFT Í VIKU