Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is loftljós 2097/30 Hönnuður Gino Sarfatti Takmörkuð útgáfa Verð 265.000,- Páll Vilhjálmsson setur hlutinaoft í annað samhengi en gengur og gerist. Í gær vék hann að launamálum í pistli á blog.is undir yfirskriftinni Verður samið um kaupLÆKKUN í vetur?    Þar sagði Páll:„Tiltrúin á ís- lensku atvinnulífi er í lægð, allar töl- ur rauðar í kaup- höllinni síðustu daga. Fast- eignaverð stendur í stað eða lækk- ar sem undirstrikar litla trú á framhaldi hagvaxtar síðustu ára.    Atvinnulífið skapar þau verð-mæti sem eru til skiptanna milli fjármagns og launa. Ef minna er til skiptanna fá allir minna, bæði fjármagnseigendur og launþegar.    Engar launahækkanir standa tilboða í vetur. Það myndi telj- ast gott að halda launum í horf- inu.    Svo geta menn, auðvitað, farið íverkföll til að tryggja sér kauplækkun. Verkföll skapa engin verðmæti.“    Það er rétt hjá Páli að sterkarvísbendingar eru um að ekk- ert svigrúm sé til launahækkana á næstunni.    Sagan segir þó að launalækkunsé ekki inni í myndinni, en mikilvægasta verkefni samninga- manna í komandi kjarasamningum er að verja kaupmátt almennings og koma í veg fyrir kollsteypur.    Það verður ekki gert með þeimóraunsæju kröfum sem hafa verið settar fram að undanförnu. Páll Vilhjálmsson Verkefnið er að verja kaupmáttinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 5 rigning Þórshöfn 12 skýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 25 léttskýjað Stokkhólmur 30 heiðskírt Helsinki 29 léttskýjað Lúxemborg 21 heiðskírt Brussel 27 léttskýjað Dublin 17 súld Glasgow 16 rigning London 24 heiðskírt París 29 heiðskírt Amsterdam 24 heiðskírt Hamborg 27 heiðskírt Berlín 30 heiðskírt Vín 26 skúrir Moskva 27 heiðskírt Algarve 29 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 33 heiðskírt Mallorca 31 léttskýjað Róm 32 rigning Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 13 alskýjað Montreal 24 alskýjað New York 25 rigning Chicago 25 skýjað Orlando 30 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:39 22:30 ÍSAFJÖRÐUR 4:23 22:56 SIGLUFJÖRÐUR 4:05 22:40 DJÚPIVOGUR 4:03 22:05 Annríki verður hjá Faxaflóahöfnum um helgina. Von er á átta skemmti- ferðaskipum til Reykjavíkur og Akraness með tæplega 7.000 far- þega innanborðs. Minni skipin munu leggjast að í Gömlu höfninni en þau stærri í Sundahöfn. Stærsta skemmtiferðaskip sum- arsins, MSC Meraviglia, er vænt- anlegt til Reykjavíkur á laugardag- inn. Samkvæmt áætlun á skipið að leggjast að Skarfabakka í Sunda- höfn klukkan 8 að morgni og það mun láta úr höfn klukkan 19 á sunnudag. Þetta er þriðja heimsókn skipsins í sumar og sú síðasta. Áhugasamir fá því ekki fleiri tæki- færi til að berja þetta risaskip aug- um. MSC Meraviglia er jafnframt stærsta skemmtiferðaskip sem kom- ið hefur til landsins. Skipið er 171.598 brúttótonn, 316 metra langt, breiddin er 43 metrar og djúpristan tæpir níu metrar. Farþegar eru um 4.500 og í áhöfn 2.000 manns. sisi@mbl.is Mörg skip væntanleg um helgina Hæsta fjall Svíþjóðar, Kebnekaise, hefur farið illa út úr hitabylgjunni sem hefur farið um Svíþjóð síðustu vikur. Hæsti tindur fjallsins, sá syðri, sem venju samkvæmt hefur verið talinn 2.111 metra hár, hefur nú verið endurmældur og mælist 2.097,5 metrar. Sænskir miðlar greina frá því að von sé á að syðri tindurinn hopi enn frekar og gæti sá nyrðri þá staðið uppi sem hæsti tindur landsins, en hann er nú að- eins hálfum metra lægri. Íslenska þjóðin getur nú tekið gleði sína á ný því ljóst er að með lækkuninni er Öræfajökull, hæsta fjall Íslands, orðinn hærri en Kebne- kaise á ný. Hvannadalshnúkur í Öræfajökli hafði um einnar aldar skeið, allt frá árinu 1904, verið talinn 2.119 metra hár og sú tala greypt í allar kennslubækur, þar til Land- mælingar Íslands endurmældu fjallið árið 2005. Kom þá í ljós að tindurinn var níu metrum lægri, 2.110 metrar. Metra lægri en sænska fjallið. Gunnar H. Kristinsson, forstöðumaður mælingasviðs hjá Landmælingum, segir hæðarmæl- ingar þó alltaf vera fyrirvörum háðar enda mælingaaðferðir ólíkar auk þess sem tíðarfar ráði ná- kvæmri hæð. Hann segir að ein- hverjir hafi verið að bauka í því í vetur og staðið í þeirri trú að fjall- ið væri jafnvel hærra en 2.110 metrar. Ekki eru þó nein áform uppi um endurmælingu hjá Land- mælingum. Ísland orðið hærra en Svíþjóð á ný  Hæsti tindur Svíþjóðar lækkar um rúma 13 metra í kjölfar nýrra mælinga Mæling Kebnekaise lækkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.