Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
úruleg lausn við timburmönnum
rirbyggjandi með því að vinna á móti
atapi sem verður við áfengisneyslu.
ur úr þreytu og óþægindum
heldur amínósýrur, Rósepli, Cactus extract,
ga blöndu af B-vítamínum og Magnesíum.
u 2 töflur fyrir fyrsta drykk og 2 töflur fyrir svefn.
• Nátt
• Er fy
vökv
• Dreg
• Inni
öflu
Slepptu þynnkunni
með After PartyTM
Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Það er náttúrlega mjög þrungið
loft í sveitarfélaginu. Það er komin
bullandi kosningabarátta á milli
þeirra sem eru hlynntir og þeirra
sem eru andvígir. Það er mjög lífleg
umræða um þetta,“ segir Haraldur
S. Haraldsson, forseti bæjarstjórn-
ar Árborgar, spurður um komandi
íbúakosningar í sveitarfélaginu.
Þann 18. ágúst n.k. verður íbúa-
kosning um aðal- og deiliskipulag
miðbæjar Selfoss sem samþykkt
var í bæjarráði 13. júlí 2018.
Nýr miðbær á Selfossi hefur ver-
ið í umræðunni nú um árabil og
stendur m.a. til að endurbyggja hús
sem áður stóðu víðsvegar á landinu
en eru horfin af sjónarsviðinu.
„Deiliskipulag og þessi vinna sem
við erum að kjósa um er með öllu
búin að standa yfir í á þriðja ár,“
segir Helgi spurður um aðdragand-
ann að kosningunum.
Rætt um hús en ekki skipulag
Undirskriftasöfnun þar sem ósk-
að var eftir íbúakosningu um skipu-
lagið lauk í apríl. Tæplega 33%
kjósenda í sveitarfélaginu skrifuðu
undir, en 29% þarf til að knýja fram
íbúakosningu í sveitarfélaginu.
Helgi segir umræðuna snúast að
miklu leyti um hugmyndir að hús-
um sem eiga að rísa á svæðinu en
ekki aðal- og deiliskipulagið sjálft.
„Það má túlka þetta þannig að
fólk sem er á móti þessu, það er
ekki að horfa á deili- og aðalskipu-
lag sem slíkt heldur er það farið að
horfa á húsagerð og annað þvílíkt.
Deili- og aðalskipulagið gerir ekki
grein fyrir því hvort að húsið lítur
svona eða hinsegin út á skipulags-
reit.
Menn verða að miða við það að
þeir séu að mótmæla deili- og að-
alskipulagi. Margir segja að þeir
séu ekkert á móti lóðunum og
skipulaginu sem slíku heldur séu
þeir á móti þessari húsagerð og
endurbyggð á gömlum húsum,“ seg-
ir Helgi og bætir við: „Þær skoðanir
eru bara eins margar og fólkið er
margt.“
Aðspurður hvort hann sé í hópi
þeirra sem séu hlynntir hinu nýja
skipulagi svarar Helgi: „Ég per-
sónulega er leiður á þessu. Í mín-
um huga langar mig að sjá ein-
hverja uppbyggingu, hvort sem
það er þessi eða einhver önnur. Í
mínum huga er það fyrst og fremst
að við lokum þessu ljóta sári og
gerum þarna fallegan garð og
miðbæ. Aðalmálið er að við
verðum að koma því af stað
að loka þessu sári.“
Teikning/Sigtún þróunarfélag
Miðbærinn Til hefur staðið að endurbyggja hús sem áður stóðu víðsvegar á landinu en heyra nú sögunni til.
„Bullandi kosninga-
barátta“ í Árborg
Íbúakosning vegna miðbæjar Selfoss Húsin deiluefni
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Orð gegn orði og skortur á sönnun-
argögnum er ástæða þess að Hér-
aðsdómur Reykjaness sýknaði á
þriðjudag stuðningsfulltrúa hjá
Barnavernd Reykjavíkur af ákærum
um gróft kynferðisofbeldi gagnvart
fjórum börnum og einum unglingi.
Tekið er fram í dómnum að fulln-
aðarsönnun þurfi fyrir hvert brot
sem ákært er fyrir.
Í dómnum kemur fram að fram-
burður ákærða hafi að mestu leyti
verið eins hjá lögreglu og fyrir dómi
en hann hafi þó einkennst af nokkru
minnisleysi. Skýring minnisleysisins
er að hluta til talin vera að nokkuð sé
um liðið frá því meint brot hafi átt
sér stað og því geti mögulega verið
erfitt að henda nákvæmlega reiður á
tímasetningum. Tekið er fram að
ákærði hafi verið sjálfum sér sam-
kvæmur og út af fyrir sig ekki ótrú-
verðugur eins og það er orðað í
dómnum. Einnig er því haldið til
haga í dómnum að við leit á heimili
hins ákærða og í tölvubúnaði hans og
tækjum hafi ekkert fundist saknæmt
sem rennt gæti stoðum undir sekt
hans. Stuðningsfulltrúanum var
sleppt úr rúmlega sex mánaða
gæsluvarðhaldi eftir að dómur var
kveðinn upp.
Í dómnum kemur fram að auk
þess sem ákærði var sýknaður af öll-
um kröfum ákæruvaldsins var einka-
réttarkröfum allra brotaþola vísað
frá. Allur sakarkostnaður við málið
er greiddur úr ríkissjóði, þar með
talin málsvarnarlaun skipaðs verj-
anda ákærða, Arnars Kormáks Frið-
rikssonar lögmanns, 20,1 milljón-
króna, og útlagður kostnaður
verjandans, 77.000 krónur. Enn
fremur þóknun réttargæslumann-
anna, Sævars Þórs Jónssonar lög-
manns, 1,2 milljónir, Evu Dísar
Pálmadóttur lögmanns, 1,3 milljónir
auk útlagðs kostnaðar upp á ríflega
156 þúsund krónur, og Sigurðar
Freys Sigurðssonar lögmanns, tæp-
ar 1,5 milljónir.
Telur sekt ekki
vera sannaða
Trúverðugir framburðir brotaþola
dugðu ekki til Fullnaðarsönnun skorti
Morgunblaðið/Ófeigur
Dómur Í málinu var maðurinn sýknaður af öllum ákæruefnunum.
Verði kjörsókn í komandi íbúa-
kosningum í Árborg meiri en
29% er niðurstaða kosning-
anna bindandi fyrir ákvörðun
bæjarstjórnar um framhald
málsins, en annars ráðgefandi.
Spurningarnar á kjörseðlinum
verða tvær. Annars vegar verð-
ur spurt hvort kjósandi sé
hlynntur eða andvígur tillögu
að breytingu á aðalskipulagi
Selfoss vegna fyrirhugaðrar
uppbyggingar í miðbænum og
hins vegar verður
spurt um afstöðu
gagnvart deili-
skipulagi í
miðbæ Selfoss.
Kosningin
hefst klukkan
09.00 þann 18.
ágúst n.k. og
lýkur klukk-
an 18.00.
Niðurstaðan
bindandi
TVÆR SPURNINGAR
Á KJÖRSEÐLINUM
Helgi S.
Haraldsson
Framburður fjögurra brota-
þola var talinn trúverðugur og
framburður eins var ekki tal-
inn ótrúverðugur.
Ósamræmi í framburði hjá
hluta brotaþola var talið geta
stafað af því hversu langt var
liðið frá meintum brotum og
ungum aldri brotaþola.
Fram kom að skýrslugjöf
hefði tekið mjög mikið á einn
brotaþola en engin gögn
hefðu komið fram í málinu
sem nægt hefðu til þess að
renna stoðum undir sekt
ákærða.
Framburður fjölskyldu eins
brotaþola styrkti í senn fram-
burð hans og dró úr honum.
Framburðir
brotaþola
DÓMURINN