Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
BURBERRY
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið
að taka tilboði verktaka í byggingu
viðbyggingar við Álfhólsskóla fyrir
starfsemi Skólahljómsveitar Kópa-
vogs. Miðað er við að húsnæðið verði
tilbúið í lok næsta árs.
Skólalúðrasveitin hefur verið með
aðstöðu í Íþróttahúsinu Digranesi.
Salurinn þar er talinn of lítill þannig
að of mikill hljóðstyrkur er í honum,
til baga bæði fyrir nemendur og
kennara. Lengi hefur staðið til að
koma upp varanlegri aðstöðu.
Kennslustofur og tónleikasalur
Ákveðið var að byggja við Álf-
hólsskóla, húsnæði gamla Digra-
nesskóla. Byggt verður við sam-
komusal sem fyrir er. Nýtt
húsnæði er 1.200 fermetrar að
stærð og 200 fermetra rými til við-
bótar endurnýjað. Þar verður aðal-
aðstaða hljómsveitarinnar,
kennslustofur og tónleikasalur
fyrir hljómsveitaræfingar og litla
tónleika. Hljómsveitin fer annað
með sína stærri tónleika. Jafn-
framt fer fram kennsla í skólum
bæjarins. Nýja húsnæðið mun
einnig nýtast Álfhólsskóla, eftir
atvikum.
Byggingin var komin inn á
fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar
fyrir síðasta ár. Framkvæmdin
var síðan boðin út í upphafi árs
2018 og stóð til að byggja í ár. Til-
boðin þóttu há og var þeim öllum
hafnað og framkvæmin boðin út á
ný. Sex tilboð bárust í þetta sinn
og ákvað bæjarráð að taka tilboði
Flotgólfs ehf.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á
470 milljónir kr. og voru lægstu
tilboð nálægt því, samkvæmt
upplýsingum bæjarins.
Morgunblaðið/Ómar
Lúðrasveit Fjöldi barna og unglinga hefur fengið tónlistaruppeldi í Skólahljómsveit Kópavogs í 50 ára sögu hennar.
Byggt yfir hljómsveit
Skólahljómsveit Kópavogs fær loksins gott æfingahúsnæði
til afnota Byggt við sal Álfhólsskóla í Digranesi
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Ítalska skipið Amerigo Vespucci
mun sækja Reykjavík heim yfir
verslunarmannahelgina. Skipið er
þriggja mastra seglskip og þykir eitt
glæsilegasta skip af sinni tegund í
heiminum. Að sögn Péturs Björns-
sonar, ræðismanns Ítalíu á Íslandi,
þjónar skipið kennsluhlutverki fyrir
ítalska flotann. Skipinu var fyrst
hleypt af stokkunum árið 1931 og
hefur verið víðförult síðan þá. „Þetta
skip siglir víða um heim og kemur nú
í fyrsta skipti í sögunni til Íslands.
Okkur er sérstakur heiður sýndur
með heimsókninni,“ segir Pétur.
Hann segir skipið mikilvægan
hlekk í stefnu ítalska flotans sem
gerir þá kröfu að liðsforingjar kunni
skil á gömlum og nýjum siglinga-
aðferðum. „Þetta er því fljótandi
kennslustofa ef eitthvað er.“ Að sögn
Péturs er skipið allt hið glæsilegasta
og var t.a.m. tekið í gegn að innan
fyrir tveimur árum og í það settar
umhverfisvænar vélar.
Á skipinu starfa 124 liðsforingjar
sem hafa verið í þjálfun frá því í
byrjun júlí en heildarfjöldi á skipinu
á sumrin er 450 manns.
Skipið mun sigla að landi í Reykja-
vík við Ægisgarð kl. 8 að morgni
föstudags og fer aftur kl. 8 á mánu-
dagmorgun. Þess á milli verður skip-
ið opið almenningi á ákveðnum tím-
um. Að sögn Péturs er sterk hefð
fyrir sjóferðum á Ítalíu. „Ítalski flot-
inn er talinn fimmti öflugasti floti
heims og þar í landi er lögð mikil
áhersla á sjóflotann,“ útskýrir Pét-
ur. Hann hvetur áhugasama til að
berja skipið augum yfir helgina.
„Sérstakur heiður“
Seglskip á vegum ítalska flotans
heimsækir Reykjavík yfir helgina
Ljósmynd/Wikipedia
Fljótandi kennslustofa Skipið þjónar kennsluhlutverki fyrir ítalska flotann.