Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Hjónin Guðbergur Egill Eyjólfsson
og Birna Kristín Friðriksdóttir á
bænum Brúnagerði, í grennd við
Vaglaskóg í Fnjóskadal, opnuðu
húsdýragarðinn Daladýrð í fyrra
og eftir nokkra mánuði verður
hann orðinn sá stærsti sinnar teg-
undar hér á landi, nokkru stærri en
húsdýragarðurinn í Reykjavík.
„Við rákum lítinn húsdýragarð í
Grýtubakkahreppi frá 2007 til 2010
en konan mín er með ofnæmi fyrir
flestum dýrum og vildi hætta. Þrátt
fyrir að ég vildi halda áfram létum
við gott heita og snerum okkur að
öðru,“ segir Guðbergur.
Hjónin bjuggu í Reykjavík um
tíma þar sem þau reka verslunina
Gjósku við Skólavörðustíg en þar
eru seld föt Birnu Kristínar, sem er
hönnuður.
„Vorið 2015 keyptum við svo
jörðina Brúnagerði og erum hér
með lítið sauðfjárbú og hrossarækt.
Ég sá strax fyrir mér að staðurinn
væri kjörinn fyrir húsdýragarð en
þar sem ég vissi að konan vildi ekki
standa í slíkum rekstri minntist ég
ekki á það. En svo leið ekki nema
mánuður þar til hún hafði orð á því
sjálf að staðurinn var kjörinn!“
Guðbergur lét ekki segja sér
þetta tvisvar og undirbúningur
hófst strax. „Við opnuðum garðinn
seint í júní í fyrra og vorum með op-
ið fram í september. Við gerðum
ráð fyrir að um 5000 manns kæmu
til okkar fyrsta sumarið og það
gekk eftir. Í sumar áætluðum við að
hingað kæmu um 7.000 manns en
nú þegar hafa komið um 8000, þar
af 5.800 bara í júlí. Ég geri því ráð
fyrir að yfir 10.000 manns komi á
þessu ári,“ segir Guðbergur.
Eftir vetrarlokun var opnað á ný
í Daladýrð 1. apríl í vor og þar
verður opið allt árið héðan í frá.
Staðurinn er um 8 km innan við
gangamunna Vaðlaheiðarganga
sem tekin verða í notkun snemma á
næsta ári. skapti@mbl.is
Gæf dýr Öll hefðbundin húsdýr eru í Daladýrð. Geiturnar á bænum vekja jafnan mikla athygli.Gæðingar Íslenski hesturinn er alltaf í jafn miklum metum hjá gestum, fólki á öllum aldri.
Ljósmyndir/Þorgeir Baldursson
Leikaðstaða Auk þess að skoða dýr geta krakkar leikið sér með ýmsu móti.
Góðgæti Guðbergur Egill Eyjólfsson slettir í vöfflur.
Daladýrð verður stærsti
húsdýragarður landsins
Hjónin í Brúnagerði í Fnjóskadal stofnuðu húsdýragarð
5000 manns heimsóttu þau í fyrra en í júlí í ár komu 5800!
Góð aðstaða Hjónin hafa til umráða um 1200 fermetra hús í Brúnagerði, þar sem rekið var minkabú fyrir margt löngu.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
TOYOTA LAND CRUISER 150 GX
nýskr. 06/2010, ekinn 158 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verulega flott eintak! Verð 4.590.000 kr.
Raðnúmer 380096
FORD FOCUS TITANIUM
nýskr. 07/2016, ekinn 21 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
Flottur einkabíll!Verð 2.880.000 kr.
Raðnúmer 287776
ÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
FORDTRANSIT 350 TREND L3H1 4WD
NÝR! 170 hö diesel, 6 gíra.Verð 5.150.000+
vsk. Raðnúmer 230593
- Eigum einnig FWD á 4 mkr+vsk.
M.BENZ A 180
nýskr. 01/2015, ekinn 25 Þ.km, bensín, sjálfskiptur
(7 gíra), leður, glerþak. Töff einkabíll, einn eigandi!
Verð 3.190.000 kr. Raðnúmer 258246
VOLVO V60 D4 CROSS COUNTRY
nýskr. 07/2017, ekinn 18 Þ.km, D4 dísel 191hö,
sjálfskiptur (8 gíra), leður ofl. Glæsilegur bíll!
TILBOÐSVERÐ 4.990.000 kr. Raðnúmer 258241
Bílafjármögnun Landsbankans