Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 30
Jakobsdóttir og hélt áfram. „Þegar
lesið er um stjórnmál þessa tíma
minna þau iðulega á ævintýrasög-
urnar Krúnuleika, eða Game of
Thrones, þar sem höfðingjar takast
á, beita bæði slægð og hörku til
skiptis uns einungis fáir standa eft-
ir. Það gerðist líka á Sturlungaöld,
að lokum voru einungis þrír eða
fjórir höfðingjar sem réðu mestu
og urðu embættismenn Noregs-
konungs.“
Fræðsluskilti og norsk útgáfa
Ísland féll til Noregskonungs
með Gamla sáttmála árið 1262 að
loknum átökum Sturlungaaldar.
„Það er eftirtektarvert að þó
Sturla Þórðarson hafi verið einn af
helstu átakamönnum þessa tíma
skrifar hann söguna af hlutlægni.
Slíkt er ekki öllum gefið,“ segir
Svavar Gestsson.
Hið íslenska fornritafélag áform-
ar nú, að því er fram kom í máli
Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, pró-
fessors, nýja útgáfu af Sturlungu,
það er vísindalega útgáfu sem ýms-
ar ritskýringar fylgja. Jafnframt
hafa verið bollaleggingar um út-
gáfu á verkum Sturlu á norsku, svo
sem sögu Hákonar gamla Há-
konarsonar. En efst á blaði hjá
Sturlungum nútímans eru forn-
leifarannsóknir á Staðarhóli, sem
Guðrún Alda Gísladóttir fornleifa-
fræðingur undirbýr. Þær haldast í
hendur við gerð minningarreits að
Staðarhóli, þá í samráði við eig-
endur jarðarinnar sem fór í eyði
fyrir allmörgum árum.
Þá má nefna að á næstunni
verða sett upp fjögur fræðsluskilti
við merka staði í Dalasýslu, við
Gullna söguhringinn sem Svavar
Gestsson kallar svo. Skiltin verða
við Hjarðarholt, við Fellsstrand-
arafleggjara í Hvammssveit, á
Klofningi og við Saurbæ þar sem
ekið er út á Skarðsströnd. Verk-
efnið er kostað af Mjólkursamsöl-
unni, sem rekur stærsta vinnustað-
inn í Dölum, og leggur fyrirtækið
Sturlumálum því lið sem sam-
félagsverkefni.
Skapa nýja Sturlungasögu
Hátíð í Dölum til minningar um forna hetju Lögsögumaður, skáld og sagnaritari Stjórnmálin
voru ævintýrasaga, segir forsætisráðherra Staðarhóll verði nýr áfangastaður Fornleifarannsókn
maður, lögmaður, sagnaritari og
skáld. Hafði sem lögsögumaður á
árunum 1251-1253 Borgarfjörð sem
lén og var lögmaður alls landsins
1272-1276. Þá ritaði Sturla margt,
svo sem Íslendingasögu, sem varð
miðjuþáttur Sturlungu. Einnig eina
gerð Landnámu, hugsanlega
Grettlu og svo mætti áfram telja.
Ný gerð af stjórnmálum
Í ræðu á Sturluhátíð nefndi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra í ávarpi að á miklum um-
brotatímum í landinu hafi þeir
frændur fyrst og fremst verið
stjórnmálamenn. Ritstörfin hefðu
verið aukageta í hjáverkum, enda
þótt þeirra sé í núinu oftar getið en
pólitískra afskipta þeirra. „Sturl-
ungaöldin varð til í samfélagi þar
sem margt var að breytast, nýir
miðlar, nýjar valdastofnanir og ný
gerð af stjórnmálum,“ sagði Katrín
Forystukonur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti Íslands, voru meðal gesta á Sturluhátíð.
Frásögn Svavar Gestsson greindi frá staðháttum á Staðarhóli. Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur til hægri. Rétt eins og Sturla Þórðarson ritaði
um atburði samtíma síns á skinn voru margir með myndavélar og síma á lofti og skráðu það sem fram fór og settu myndirnar út á netið.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á Staðarhóli í Saurbæ í Dölum,
hinu forna höfuðbóli Sturlu Þórð-
arsonar lögmanns og sagnaritara,
er nú í bígerð að koma upp aðstöðu
svo staðurinn geti orðið áfanga-
staður þeirra sem vilja afla sér
fróðleiks um Sturlungaöldina,
tímabil í Íslandssögunni þar sem
Sturla var í aðalhlutverki. Hug-
myndir eru um að útbúa þar minn-
ingarreit með ýmsum fræðsluskilt-
um og að gera fornleifarannsókn í
gamla bæjarhólnum, en fyrstu at-
huganir benda til að þar leynist
sitthvað merkilegt. Þetta kom fram
á Sturluhátíð 2018 sem haldin var í
Dölunum um sl. helgi, en talsverð
hreyfing er nú fyrir því að hefja
nafn og minningu sagnritarans
Sturlu Þórðarsonar til vegs. Um
þann mann munaði heldur betur á
13. öldinni og gerir með sama
hætti nú, þegar saga hans er hafin
til vegsemdar með nýrri Sturlungu.
Bárust á banaspjót
Fjölmenni sótti Sturluhátíð, sem
efnt var til að frumkvæði Svavars
Gestssonar fyrrverandi alþingis-
manns og sendiherra og nú rit-
stjóra Breiðfirðings. Hans metn-
aðarmál er að gera sögu og atburði
þá sem gerðust fyrr á öldunum í
Dölum sýnilegri. Bæði er það
menningarleg viðleitni auk heldur
sem viðgangur ferðaþjónustu á
svæðinu byggist á að sögulegum
gildum sé haldið til haga, eins og
Svavar lýsti í viðtali við Morgun-
blaðið á dögunum. Nefna má þar
væntanlegt Vínlandssetur í Búð-
ardal þar sem sögð verður saga
landafundanna í Grænlandi og
Vesturheimi þar sem Dalamenn-
irnir Eiríkur rauði og Leifur sonur
hans riðu á vaðið. Það var árið
1000 eða þar um bil, talsvert áður
en Sturlungaöld gekk í garð.
Í Íslandssögunni er Sturlungaöld
40 ára tímabil um miðja 13. öldina
þegar menn bárust á banaspjót í
harðri borgarastyrjöld. Valdamenn
og höfðingjar herjuðu hver á annan
með vígaferlum, bardögum og
mannfórnum. Í því samhengi má
nefna Flugumýrarbrennu, Apa-
vatnsför, Örlygsstaðabardaga,
Sauðafellsför og Hauganesbardaga.
Tímabil þetta er kennt við Sturl-
unga, sem á þessu skeiði voru
valdamesta ætt landsins og af
henni var Sturla Þórðarson, bróð-
ursonur Snorra Sturlusonar.
Sturla (1214-1284) var lögsögu-
„Á því leikur enginn vafi að Sturla Þórðarson var einn
mesti afburðamaður á sínu sviði fyrr og síðar,“ sagði
Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Sturlunefndar, í ávarpi
sínu á hátíðinni um síðastliðna helgi. „Allir þeir sem
hafa snefil af þekkingu á samtíð hans vita að Sturla
Þórðarson var ekki einasta sá mikli sagnaritari sem
raun ber vitni um, heldur einn helsti valdamaður 13. ald-
arinnar, sjálfrar Sturlungualdar.“
Í kjölfar Sturluhátíðar árið 2014, þegar 800 ár voru
liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar, var Sturlunefnd
sett á laggirnar. Þessi óformlegi félagsskapur hefur
beitt sér fyrir ýmsum verkefnum sem halda eiga nafni Sturlu á lofti, en
Svavar Gestsson hefur borið hitann og þungann í öllu því starfi. Má þar
nefna samkomuhald ýmiskonar og nú síðast áform um minningarreit og
fræðslu á Staðarhóli.
„Staðarhóll er mikilvægur hluti hinnar sögulegu arfleifðar sem okkur
ber að varðveita og skila til okkar kynslóðar og þeirra sem á eftir okkur
koma,“ tiltók Einar sem telur mikilvægt að opna Íslendingum og öðrum
leið að sagnaarfi Dalanna, þar sem marga merkisstaði er að finna. „Allt
þetta mun í rauninni gera Dalina að einstæðri sögulegri perlufesti sem
getur orðið eitt af krúnudjásnum sögulegrar ferðamennsku á Íslandi og
gjörbreytt stöðu þessa merka héraðs til framtíðar.“
Afburðamaður á sínu sviði
DALIR VERÐI EINSTÆÐ SÖGULEG PERLUFESTI
Einar Kr.
Guðfinnsson
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA