Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 31
FRÉTTIR 31Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Vinna er hafin við hreystivöll á lóð Laugalækjarskóla í Reykjavík og áætlað er að taka svæðið í notkun í nóvember næstkomandi. Hreystivöllurinn kemur í stað brettagarðs og verða steyptar ein- ingar sem tilheyrðu honum fjar- lægðar til að rýma fyrir hreysti- braut, setþrepum og bekkjum, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu Reykjavíkurborgar. Allt yfirborð svæðisins verður yfirfarið og endurnýjað, fallvörn komið fyrir undir hreystibraut og gervigras á svæðinu lagfært. Hreystisvæðið verður tengt gang- stétt við Laugalæk með göngustíg. Byrjað var að fjarlægja bretta- einingar og ganga frá fallvörn og yfirborði gervigrass og á því að verða lokið fyrir byrjun skóla 20. ágúst. Áætlað er að uppsetning hreystibrautar, setþrepa, bekkja og göngustígs verði lokið fyrir 31. október. sisi@mbl.is Hreysti- völlur í stað brettagarðs  Breytingar á lóð Laugalækjarskóla Hreystivöllur Framkvæmdum á að ljúka fyrir októberlok í haust. Umferðin á hringveginum í ný- liðnum júlímánuði jókst um 2,6% frá sama mánuði í fyrra, sem er minni aukning en verið hefur undanfarin sex ár. Nú má reikna með að umferðin á hringveginum í ár aukist um 3%, sem er minni aukning en verið hefur nokkur undanfarin ár, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vega- gerðarinnar. Umferðin er mæld á 16 lykiltelj- urum Vegagerðarinnar á hring- vegi. Aukning umferðar í júlí- mánuði er sú minnsta frá árinu 2012. Hún telst engu að síður nokkur og mætti telja hana hæfi- lega, segir í fréttinni. Mest jókst umferð um lykiltelj- ara á Suðurlandi, eða um 9,3%, en 2,4% samdráttur mældist um lykil- teljara á Norðurlandi. Umferðin hefur vaxið um 4,3% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þessi aukn- ing er sömuleiðis sú minnsta frá árinu 2012 en líkt og milli mánaða má telja hana hæfilega að mati Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyr- ir hóflegri aukningu í umferð á hringvegi allt árið 2018, eða um 3%. Búist er við því að umferðin aukist mest á Suðurland, eða um 6%, en standi í stað á Norðurlandi. Frá áramótum hefur umferðin aukist hlutfallslega mest á fimmtudögum, eða um 6,3%, en 2,0% samdráttur er í umferð á sunnudögum. Langmest er ekið á föstudögum en minnst á þriðjudögum. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hari Bílar á ferð Fram undan er mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin.  Umferðin á hringveginum í júlímánuði jókst um 2,6% Hægir á aukningu umferðar Björn Líndal Traustason, frá- farandi fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Norður- landi vestra, tók við starfi spari- sjóðsstjóra Spari- sjóðs Stranda- manna gær. Björn tekur við starfinu af Guðmundi Björgvin Magnússyni. Björn er með BS-gráðu í við- skiptalögfræði frá Háskólanum á Bif- röst og MA-gráðu í skattarétti og reikningsskilum frá Háskóla Íslands. Hann starfaði áður hjá Sparisjóði Húnaþings og Landsbanka Íslands. Sparisjóður Strandamanna er 127 ára. Sjóðurinn var stofnaður árið 1891, undir nafninu Sparisjóður Kirkjubóls- og Fellshreppa en breytti nafninu í Sparisjóður Strandamanna árið 1995, þremur árum síðar samein- aðist Sparisjóður Árneshrepps sjóðn- um. ge@mbl.is Nýr spari- sjóðsstjóri Björn Líndal Traustason Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA LESTU UM HELGINA „Ohlsson kann þá list að skapa trúverðugar sögupersónur sem lifna við ...“ Uppsala Nya Tildning „Það er ekki hægt að leggja bókina frá sér ...“ Gefle Dagblad Sjötta bókin um lögreglumennina Bergman og Recht. Æsispennandi saga um duldar misgjörðir, sekt og hefnd. Átakanleg, fyndin og kemur skemmtilega á óvart. Hefur slegið í gegn víða um heim og verið þýdd á fjölda tungumála. „Algjör gersemi.“ Femme Actuelle „... fær mann til að gráta af gleði.“ Bernard Lehut, RTL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.