Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er lýsandifyrirástandið í
Reykjavík að
halda þurfi
neyðarfund á
miðju sumri.
Fundurinn sem haldinn var í
fyrradag snerist um hús-
næðismál en full ástæða væri
til að halda fleiri fundi um
önnur efni. Í því sambandi má
nefna samgöngumál og leik-
skólamál, tvö brýn verkefni
sem borgaryfirvöld hafa sinnt
illa og tvö svið sem skipta
borgarbúa miklu en þar sem
borgin hefur veitt lélega þjón-
ustu um langa hríð.
Neyðarfundur borgarráðs á
þriðjudag um húsnæðismál
var langur og strangur en
skilaði litlu. Lýsandi um það
er þessi bókun borgarfulltrúa
Flokks fólksins, Kolbrúnar
Baldursdóttur, þegar líða tók
á fundinn: „Nú hafa allar til-
lögur Flokks fólksins verið
lagðar fyrir og ýmist verið
frestað, vísað í ráð og ein felld.
Væntingar Flokks fólksins
fyrir þennan neyðarfund sem
stjórnarandstaðan óskaði eft-
ir voru þær að meirihlutinn
myndi taka tillögum stjórn-
arandstöðunnar með mun
opnari huga en raun bar vitni.
Vonir stóðu til að teknar yrðu
ákvarðanir um að fram-
kvæma. Ganga til aðgerða!
Hvað varðar tillögur meiri-
hlutans voru flestar þeirra
með einhvers konar fyrirvara
eða skuldbindingum um sam-
eiginlega ábyrgð sveitarfélaga
eða háðar viðræðum við ríkið.
Flokkur fólksins vill benda á
að þeir sem eru húsnæð-
islausir hafa ekki endalausan
tíma til að bíða eftir úrræðum.
Vandinn er núna og við honum
þarf að bregðast hratt og
örugglega. Upplifun borg-
arfulltrúa Flokks fólksins er
að borgarmeirihlutinn hafi
verið ansi mikið á bremsunni á
þessum fundi og frekar fátt
bendir til þess að bretta eigi
upp ermarnar af krafti fyrir
veturinn til að laga stöðu
þessa viðkvæma hóps.“
Þegar fundargerð neyðar-
fundarins er lesin má sjá að
lýsing Kolbrúnar er því miður
rétt. Áhugi meirihlutans á að
leysa þennan vanda virðist
ekki hafa aukist mikið og þær
tillögur sem samþykktar voru
munu lítið gera til að leysa
vanda í bráð og lengd. Og
neyðarfundurinn var að frum-
kvæði minnihlutans og áhug-
inn virðist öllu meiri þeim
megin en hjá meirihlutanum.
Staðreyndin er þó líka sú að
vandinn er ekki
nýr og hann verð-
ur ekki leystur á
augabragði.
Bráðavandann
verður auðvitað að
takast á við með
afgerandi og hröðum aðgerð-
um sem duga. Niðurstaða
neyðarfundarins gefur varla
vonir um slíkt. En undirliggj-
andi er sá vandi sem meiri-
hlutinn í Reykjavíkurborg
hefur búið til með skipulegum
hætti árum saman og það
þrátt fyrir að hafa verið ítrek-
að varaður við afleiðingum
stefnunnar, meðal annars á
þessum vettvangi.
Meirihlutinn hefur fylgt
þeirri stefnu skipulega og af
miklu harðfylgi að byggja
helst ekkert austan Elliðaáa
en setja alla orku í að þrengja
að þeirri byggð sem fyrir er í
vesturhluta borgarinnar og
Miðborginni. Þessi þétting
byggðar, eins og stefnan er
kölluð, er til komin vegna
fjandskapar við fjölskyldubíl-
inn og ofurtrúar á því að risa-
strætó, jafnvel á teinum, svo-
kölluð borgarlína, sé lausn á
flestum vanda borgarinnar.
Ekki er nóg með að borgin
vilji þjappa allri byggð á sem
minnst svæði í vesturhluta
borgarinnar, heldur þarf nýja
byggðin helst að liggja nærri
væntanlegri borgarlínu til að
skapa það draumasamfélag
sem borgaryfirvöld sjá fyrir
sér til framtíðar. Sem flestir
skulu búa nærri borgarlínunni
og nota hana í stað fjöl-
skyldubílsins til að ferðast á
milli staða. Þeir munu ekki
eiga neitt erindi annað en eftir
borgarlínunni, aðeins þar á líf
borgarbúa framtíðarinnar að
eiga sér stað.
Þessari draumsýn, eða mar-
tröð, fylgir ekki aðeins að upp-
bygging hagkvæms húsnæðis
er verulega takmörkuð, held-
ur skal líka lagt á sérstakt
gjald til að standa undir borg-
arlínunni. Þannig er húsnæð-
isverð hækkað enn frekar og
almenningi, ekki síst yngra
fólki og þeim efnaminni, gert
enn erfiðara að eignast hús-
næði.
Borgarbúar geta ekki gert
sér miklar vonir um að
borgaryfirvöld láti af þessari
skortstefnu sinni í húsnæðis-
málum og þess vegna má gera
ráð fyrir að neyðarfundurinn í
fyrradag sé aðeins sá fyrsti af
mörgum. Enginn þeirra mun
þó leysa hinn raunverulega
vanda á meðan borgaryfirvöld
eru föst í sínu heimatilbúna
skipulagsslysi.
Hætt er við að þörf
verði á fleiri neyðar-
fundum í framtíð-
inni í Reykjavík}
Neyðarfundur um
heimatilbúinn vanda
Í
síðustu viku náðist langþráð lausn í
kjaradeilu ljósmæðra þegar Ljós-
mæðrafélag Íslands samþykkti miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara í máli fé-
lagsins og fjármála- og
efnahagsráðherra. Þar með komst á nýr kjara-
samningur aðila, sem mun gilda til 31. mars
2019. Í miðlunartillögunni felst einnig að sér-
stökum gerðardómi verður falið að kveða upp
úr um það hvort launasetning stéttarinnar sé í
samræmi við álag, menntun og inntak starfs
ljósmæðra, og að hvaða leyti þessir þættir eigi
að hafa áhrif á laun. Í vikunni skipaði ríkis-
sáttasemjari gerðardóm sem mun ljúka störf-
um eigi síðar en 1. september 2018.
Þessi málalok eru mikill léttir. Verðandi
mæður og feður geta andað léttar nú þegar
fæðingarþjónustan færist í eðlilegt horf, auk
þess sem álag á heilbrigðisstarfsfólk sem hefur sinnt fæð-
ingarþjónustu síðustu vikur og mánuði á meðan á kjara-
deilunni stóð minnkar nú smám saman. Margar þeirra
ljósmæðra sem höfðu sagt upp störfum vegna kjaradeil-
unnar hafa dregið uppsagnir sínar til baka, en þann 31.
júlí höfðu 19 ljósmæður af 30 sem höfðu sagt upp störfum
á Landspítala dregið uppsagnir sínar til baka. Það er mik-
ið gleðiefni að ljósmæður snúi aftur til starfa á spít-
alanum, og von mín er sú að enn fleiri ljósmæður sem hafa
sagt upp störfum muni snúa aftur til vinnu á næstunni.
Í kjaradeilu ljósmæðra kristallaðist umræða um það að
störf kvennastétta beri að meta að verðleikum. Sú hefur
ekki verið raunin í gegnum tíðina, og enn eimir
eftir af þeirri hugsun að störf kvenna séu á
einhvern hátt ekki jafnverðmæt störfum
karla. Óánægja stórra kvennastétta í heil-
brigðiskerfinu með kjör sín, til dæmis ljós-
mæðra og hjúkrunarfræðinga, er dæmi um
það.
Það er brýnt að bæta kjör þessara stóru
kvennastétta. Að sjálfsögðu eru kvennastörf
jafnverðmæt störfum karla, og ábyrgð stjórn-
valda í þessum efnum er mikil. Fleira þarf þó
að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin
þarf að leggjast á árar með stjórnvöldum, sem
og atvinnulífið, og skapa þarf sátt um leiðrétt-
ingu á kjörum stórra kvennastétta sem halda
uppi íslensku samfélagi.
Nýafstaðin kjaradeila ljósmæðra er mik-
ilvæg áminning um það að við þurfum að bæta
kjör og aðbúnað kvennastétta svo að starfsumhverfið sé
eftirsóknarvert. Tryggja þarf að launasetning stórra
kvennastétta sé ávallt í samræmi við álag, menntun og
inntak starfanna sem um ræðir og að kyn hafi aldrei áhrif
á ákvarðanir um laun. Einnig er mikilvægt að tryggja að
fyrir hendi séu möguleikar til framgangs í starfi og
starfsþróunar, þátttöku í þekkingarþróun, vísindastarfi
og teymisvinnu. Aðeins þannig sköpum við eftirsókn-
arverð störf í heilbrigðisþjónustu og tryggjum sanngjörn
laun öllum til handa.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Lausn kjaradeilu ljósmæðra
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Allt stefnir í að framleiðsla ákindakjöti dragist samanum fimmtung eða fjórð-ung á næstu árum, til
þess að eyða offramleiðslunni. Það
þýðir að fækka þarf sauðfé í landinu
um meira en 100 þúsund fjár. Gangi
það eftir verður þá færra fé í land-
inu en verið hefur í marga áratugi.
Nú eru framleidd um og yfir 10
þúsund tonn af kindakjöti á ári.
Sala innanlands er undir sjö þúsund
tonnum. Mismunurinn hefur verið
fluttur út og samkvæmt skýrslum
og nefndarálitum sem birt hafa ver-
ið að undanförnu vantar mikið upp á
að það verð sem fæst fyrir útflutt
kjöt að meðaltali standi undir fram-
leiðslukostnaði. Hefur þetta bitnað
á afurðastöðvum og síðan bændum í
miklu verðfalli á afurðum síðustu
tvö árin. Offramleiðslan hefur einn-
ig leitt til ójafnvægis á innlenda
markaðnum og verðlækkunar.
Það virðist vera orðinn
sameiginlegur skilningur bænda og
stjórnvalda að svona sé ekki hægt
að halda áfram og að færa þurfi
framleiðsluna að þörfum innan-
landsmarkaðar. Partarnir ganga
misvel í landann og því þarf fram-
leiðslan að vera aðeins yfir innan-
landsmarkaði til að sinna þörfum
hans fyrir hryggi. Það þýðir að allt-
af verður að flytja eitthvað út. Í
skýrslum síðustu daga er talað um 8
til 8,5 þúsund tonna framleiðslu,
sem er rúmlega þúsund tonn yfir
sölu á innanlandsmarkaði. Aðlög-
unin þarf væntanlega að gerast á
nokkrum árum. Ekki má gleyma því
að töluvert kjöt fellur til við grisjun
í stofninum.
Um 476 þúsund kindur voru í
landinu um síðustu áramót. Til að
ná framleiðslunni niður í það horf
sem rætt er um þarf að fækka fé
um 20-25%, eða um 100 þúsund fjár.
Blóðtaka fyrir byggðarlög
Slíkur samdráttur hefur í för
með sér verulegan tekjusamdrátt
fyrir bændur og afurðastöðvar
þeirra og getur orðið blóðtaka fyrir
byggðarlög, sérstaklega héruð sem
byggja mikið á sauðfjárrækt.
Unnsteinn Snorri Snorrason,
framkvæmdastjóri Landssamtaka
sauðfjárbænda, segir að eyður geti
myndast í byggðunum verði niður-
skurðurinn stjórnlaus. Því þurfi að
stýra undanhaldinu.
Segir Unnsteinn að mikilvægt
sé að standa þannig að fækkuninni
að greinin standi sterk eftir og geti
gripið þau tækifæri sem gefast í
framtíðinni. Nefnir hann að hluti út-
flutningsins fari fyrir gott verð og
unnið sé að markaðsstarfi á betur
borgandi mörkuðum víðar í heim-
inum.
Þá segir hann að þegar létt
verði á spennunni á innlenda mark-
aðnum og jafnvægi komist á ætti
verðið sem lækkaði að hækka aftur.
Það segi markaðslögmálin. Hversu
mikið sé ekki hægt að segja til um.
Mikilvæg undirstaða
Um 2.500 sauðfjárbú eru í land-
inu en mörg þeirra eru lítil og engin
undirstaða byggðar. Sauðfjárræktin
er hins vegar mikilvæg grein í
mörgum héruðum á norður-
og austurhluta landsins, að
Dölum og Ströndum með-
töldum. Nefna má Húnaflóa
og norðausturhornið sem
dæmi um það. Í núgild-
andi búvörusamningi er
tekið á þessu með þeim
hætti að
sauðfjárræktarsvæði
sem eiga langt í þétt-
býli fá sérstakan
stuðning.
Fækka þarf um rúm-
lega 100 þúsund fjár
Birgðir kindakjöts eru ekki
sundurgreindar eftir einstökum
pörtum í skýrslum Mat-
vælastofnunar, sem hefur sínar
upplýsingar frá afurðastöðv-
unum. Þá miðast upplýsing-
arnar við sölu frá afurðastöðv-
um, ekki raunverulega sölu
afurðanna til neytenda.
Í greiningu sem KPMG gerði
fyrir atvinnuvegaráðuneytið er
því velt upp að upplýsingar um
birgðir yrðu ítarlegri svo að
betri yfirsýn fengist um raun-
verulega birgðastöðu. Hver af-
urðastöð myndi gefa upp birgð-
ir af lærum, hryggjum,
frampörtum og slögum, svo
dæmi sé tekið. Upplýsingagjöf
af því tagi myndi hafa
áhrif á framleiðslu
eða mögulegt fram-
boð og ef til vill
koma í veg fyrir of-
framleiðslu á
ákveðnum afurðum.
Birgðaskýrslur
verði ítarlegri
UPPLÝSINGAR VANTAR
Morgunblaðið/Ómar
Réttir Hætt er við að stemmningin í göngum og réttum dofni eitthvað þar
sem fé fækkar mest. Lögð er áhersla á að fækkunin verði skipuleg.