Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 36

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 36
36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Franski heimspek- ingurinn Pascal segir á einum stað að und- irrót allra vandræða mannfólksins í veröld- inni sé sú að það eigi svo bágt með að vera kjurt heima hjá sér. Þótt sestur sé í helgan stein að kalla ber aðeins við að ves- lingur minn taki sér bílferð á hendur, með lösnum burð- um, milli Ölfusár og Reykjavíkur. Hlýt ég að viðurkenna, þó ekki kinnroðalaust, að fyrir kemur áður en ég veit af að glæsibjört sjálf- rennireið mín er á þessari leið skrið- in upp í 100 km hraða á klukku- stund, sem er þó harðbannað þar sem ekki má aka bíl fljótar en á 90 km hraða á klukkustund. Þrátt fyrir þetta fer hver einasta bifreið fram úr mér á Hellisheiðinni, segi og skrifa hver ein og einasta. Trúlega heyrir undir einhverja dularfulla afkima geðsjúkdóma- fræðinnar sú vitfirring landans að þola ekki undir neinum kring- umstæðum, aldrei nokkurn tíma, ekki í eitt einasta skipti, að hafa bif- reið á undan sér á þjóðveginum. Við liggur að sumir flutninga- og rútu- bílstjórar megi heita óeirðamenn í umferð- inni. Hvað um gildir: Nær allir vegfarendur verða undir öllum kringumstæðum að bruna fram úr þeim ökumanni sem á undan þeim fer. Víla menn ekki fyrir sér að sveigja yfir óbrotnu, máluðu veglínuna. Þessi ósvinna er ein or- sök umferðarslysa sem nú fjölgar með hverjum degi sem líður. Engum virðist til hugar koma að þetta athæfi styttir ferðatímann lít- ið sem ekkert. Getur verið, sem sumir fræðimenn hafa talið, að fæst- ir Íslendingar nái húsdýragreind? Og skulum vér þó varast að móðga blessaðar skepnurnar. Villa á vegum úti Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson »Nær allir vegfar- endur verða, undir öllum kringumstæðum, að bruna fram úr þeim ökumanni sem á undan þeim fer. Höfundur er pastor emeritus. Sumum finnst að tekjum á Íslandi sé ekki rétt skipt og öðr- um öfugt. Nú er svo að öll er þessi umræða á óljós- um grunni og því lítt marktæk. Hvaða tekjur á að leggja til grundvallar, launa- tekjur, heildartekjur, þ.e. allar greiðslur sem falla undir tekjuskatts- og útsvars- stofn, og eru þá taldar með greiðslur frá lífeyrissjóðum, almannatrygg- ingum, atvinnuleysisbætur, bifreiða- hlunnindi og dagpeningar svo það helsta sé tínt til? Einnig má leggja til grundvallar heildartekjur að við- bættum fjármagnstekjum sem væri líkast til eðlilegasti stofninn, bæði til að ná til allra tekna hverju nafni sem þær nefnast og til þess að forðast undanskot með einum eða öðrum hætti. Það er jafnframt álitamál til hvaða hóps tilfærslurnar ættu að ná. Eiga þeir sem eru í aldurshópnum 16 til 20 ára að vera inni eða úti? Samkvæmt upplýsingum frá rík- isskattstjóra var fjöldi framteljenda árið 2016 260.153, þar af 21.978 í ald- urshópnum 16-20 ára. Sumir mundu leggja til að hópurinn 20-25 ára væri undanskilinn þar eð hann er þegar á opinberri framfærslu, þ.e. náms- lánum. Áður en teknar eru ákvarðanir um tekjutilfærslur (tekjujöfnun) þarf að vera samkomulag um hver sé sá stofn sem ganga eigi út frá. Sé mark- miðið að jafna tekjur milli manna er eðlilegast að horfa til heildartekna að viðbættum fjármagnstekjum án til- lits til samsetningar þeirra. Árið námu 2016 voru heildartekjur að viðbættum fjármagnstekjum 1.477.179.057.482, fjöldi einstaklinga 260.153 og meðaltekjur fyrir skatt því 5.678.117. 115.583 voru fyrir neðan meðaltalið og 144.570 fyrir ofan. Væri stefnt að því að allir hefðu sömu laun, þá yrði nauðsynleg tekju- tilfærsla til þeirra neð- an meðaltals 222.675.349.397 og sama upphæð dregin frá þeim sem eru yfir meðaltali. Tilfærslan hækkaði laun þeirra lægra launuðu að með- altali um 51% og sér- sköttun á þá hærra launuðu yrði 21% af tekjum þeirra. Tekjutilfærslurnar yrðu misháar fyrir hvern einstakling eftir því hversu langt tekjur hans eru frá meðaltalinu (5.678.117) og sömu- leiðis fyrir þá tekjuhærri yrði sér- sköttunin mishá eftir því hversu langt tekjur þeirra eru frá meðaltal- inu. Allir væru með sömu laun þ.e. 5.678.117 á ári. Tilfærslan yrði að meðaltali 1.921.350 á einstakling undir meðaltali og sérsköttun að meðaltali 1.536.109 á einstakling yfir meðaltali. Í ofangreindu dæmi er gert ráð fyrir að allir séu með sömu tekjur eftir tilfærslurnar, það er algjör jöfn- un. En það má eins vel hugsa sér að tekjujöfnunin yrði einhver önnur, t.d. að enginn skuli hafa lægri laun en 80% af meðaltalinu (5.678.117) það er öllum séu tryggð í það minnsta 4.542.493 í laun. Þá yrðu 78.276 neðan þessa viðmiðs og 181.877 ofan viðmiðs, heildar- tilfærslur yrðu 112.012.600.478, þeir sem væru neðan viðmiðs væru að meðaltali með 4.542.493 í laun og þeir ofan viðmiðs væru með 6.166.865 í laun á ári. Tilfærsla til þeirra lægra launuðu næmi að með- altal 1.430.995 og sérsköttun þeirra hærra launuðu yrði að meðaltali 615.870. Laun þeirra neðan með- altals hækkaði um 46% að meðaltali og laun þeirra ofan meðaltals lækk- uðu um 9% að meðaltali. Framkvæmd jöfnunarinnar/ sérsköttunarinnar færi fram ári eftir á líkt og gerist nú með álagningu op- inberra gjalda, annaðhvort með ein- greiðslu eða dreifingu á 12 mánuði eða færri eftir smekk. Væri miðað við miðgildi yrðu til- færslurnar hærri en að ofan greinir miðað við að 132.073 einstaklingar séu ofan og neðan miðgildis sem var 6.032.000 árið 2016. Stoppa hér til að æra ekki óstöð- uga en ljóst má vera af ofan sögðu að það er ekki eingöngu álitamál hvort stefna beri að meiri jöfnun tekna milli okkar Íslendinga heldur líka hvers langt slík jöfnun ætti að ganga. Íhlutun hins opinbera til aukinnar tekjujöfnunar felur óhjákvæmilega í sér að skattleggja þá betur settu til þess að hækka tekjur þeirra lægra settu. Sitt mun sýnast hverjum um nauðsyn og kostnað slíkra aðgerða, en hitt er óumflýjanlegt að kostn- aður hlýst af og hann lendir á þeim sem hærri hafa tekjurnar. Svona í lokin, ef tryggja ætti öllum 300.000 krónur fyrir skatt á mánuði kostaði það 54 milljarða á ári, sem flyttust frá þeim tekjuhærri til þeirra tekju- lægri. Þeir tekjulægri, 42.755 ein- staklingar væru með 3.600.000 á ári en þeir sem hærri hefðu launin, 217.398 einstaklingar, væru að með- altali með 6.086.813 á ári. Vonandi að ofanskrifað gagnist til að umræðan verði á skynsamlegri nótum og minna um upphrópanir. Tölulegar upplýsingar sem tengjast þessu skrifum koma úr opinberum gögnum frá ríkisskattstjóra sem eru öllum opin. Tekjujöfnun – álitamál Eftir Þorbjörn Guðjónsson » Öll er þessi umræða á óljósum grunni og því lítt marktæk. Hvaða tekjur á að leggja til grundvallar, launa- tekjur, heildartekjur? Þorbjörn Guðjónsson Höfundur er cand oecon. Uppkaup erlendra ríkisborgara á landi eða bújörðum hafa verið í brennidepli að undanförnu. Umræð- an hefur annars veg- ar snúist um rétt EES-borgara og þeirra sem búsettir eru utan EES. Hins vegar hefur verið rætt um það hvort rétt sé að heimila lögaðilum að festa kaup á landi. Umræða þessi er mikilvæg og tímabær, ekki síst í ljósi þess áhuga sem Íslendingar hafa sýnt því að binda í stjórnarskrá ákvæði um náttúruauðlindir. Eign á landi fylgja ýmis réttindi, eins og til auðlindanýtingar, en flestar auð- lindir Íslands eru bundnar landi. Fullveldisréttur Íslands yfir landi er einn þáttur/hluti fullveldisins og þess að vera sjálfstæður lög- aðili að þjóðarétti. Fullveldisréttur Íslands felur það í sér að Ísland hefur eitt heimild til þess að setja lög og reglur og að framfylgja þeim á yfirráðasvæði sínu. Eins og málum er háttað eru nær engar hömlur á kaupum EES-borgara á landi á Íslandi. Fram til þessa hefur nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá ákvæði um náttúruauðlindir fyrst og fremst snúist um fiskveiðiauðlindina og nauðsyn þess að lýsa tilteknar auðlindir þjóðareign, þ.e. að auð- lindir í náttúru Íslands sem ekki eru undirorpnar einkaeignarrétti. Ákvæði af því tagi er hins vegar takmarkað að því leyti að það snýst fyrst og fremst um eign- arrétt á auðlindum en lögum sam- kvæmt ríkir ekki svo mikil óvissa um hann. Þessi áhersla á eign- arrétt að auðlindum birtist til að mynda í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri sem fram fór árið 2012 þar sem spurt var: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúru- auðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Af gildum at- kvæðum svöruðu 74% spurning- unni játandi en mestur stuðningur fékkst við að stjórnarskrárbinda auðlindaákvæði af þeim sex spurn- ingum sem atkvæði voru greidd um. Þeir atburðir sem nú hafa orðið, m.a. stórfelld jarðakaup erlendra aðila og áhyggjur af eignarhaldi einstaklinga eða lögaðila á landi eða bújörðum eru þess eðlis að varpa öðru ljósi á hugmyndir um stjórnarskrárákvæði um nátt- úruauðlindir. Þær tillögur sem komið hafa fram um breytingar á stjórnarskrá eru því marki brenndar að þær leysa ekki sér- staklega úr þessu álitaefni þar sem þær hafa um of beinst að eignarhaldi. Með tveimur und- antekningum þó. Annars vegar til- laga stjórnlaganefndar frá árinu 2010 um að auðlindir í náttúru Ís- lands væru þjóðareign sem bæri að nýta á sjálfbæran hátt til hags- bóta landsmönnum öllum. Hins vegar tillaga sem fram kom í frumvarpi sem lagt var fyrir Al- þingi haustið 2016 þar sem því er lýst í 1. mgr. að „auðlindir í nátt- úru Íslands [skuli] tilheyra ís- lensku þjóðinni. Þær ber[i] að nýta á sjálfbæran hátt og til hags- bóta landsmönnum öllum.“ Ákvæði í stjórnarskrá um auð- lindir í náttúru Íslands er því ákaflega vandmeðfarið. Það þarf að gagnast þegar upp koma óþekkt og ný vandamál og því er mikilvægt að það feli í sér stefnu og hugmyndir okkar um það hvernig við viljum að nátt- úruauðlindir séu nýttar, til hags- bóta hverjum og hverjum þær til- heyra. Yfirlýsing um að auðlindir í náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands yfir landi og auð- lindum. Það fer því vel á því að ræða þennan þátt fullveldisins á aldarafmæli þess. Fullveldi og auðlindir Eftir Ágúst Þór Árnason og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur »Kaup útlendinga á landi hafa verið í brennidepli. Ákvæði um að auðlindir Íslands til- heyri íslensku þjóðinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir Höfundar eru kennarar við lagadeild Háskólans á Akureyri. Ágúst Þór Árnason Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.