Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 39
Slær alltaf í gegn Ostakakan slær í gegn á hvaða veisluborði sem er. Þessi uppskrift er upprunalega frá grgs.is en hefur verið breytt. Upprunalega uppskriftin var með Oreo líka í fyllingunni en hér er búið að setja súkkulaði í staðinn og minnka sykurinn. Einfaldir Oreo-ostakökubitar 24 Oreo-kexkökur 60 g smjör 800 g rjómaostur (þessi blái frá MS eða Philadelphia) 150 g sykur 1 sýrður rjómi 1 tsk. vanilludropar 4 egg 200 g af góðu súkkulaði (t.d. með sjávarsalti, karamellu eða jafnvel rommý) Saltkaramellusósa eða brætt súkku- laði til skreytingar 1 Setið álpappír í bökunarform áhefðbundnu lasagnia-móti. Setj- ið Oreo-kökurnar í matvinnsluvél og myljið niður en ekki alveg í mjöl. 2 Bræðið helminginn af smjörinuog blandið saman við muldu kök- urnar. Þrýstið niður í botninn á bök- unarforminu. 3 Hrærið rjómaosti og sykri sam-an og bætið sýrða rjómanum og vanilludropum út í. Setjið egg út í, eitt í einu, þar til það hefur blandast vel saman. 4 Bætið gróft söxuðu súkkulaðivið. Hellið þessu síðan yfir Oreo- botninn. 5 Setjið inn í 165°C heitan ofn í um45 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í um 20 mínútur. 6 Geymið kökuna í kæli í a.m.k. 4tíma áður en hún er skorin í bita og borin fram. 7 Gott er að skreyta kökuna meðsaltkaramellusósu eða bræddu súkkulaði. Þá er best að blanda smjöri við brædda súkkulaðið svo það storkni ekki og brotni þegar hún er skorin. Ostaköku- bitar sem trylla partýið Þessir ostakökubitar eru mikil snilld því það má vel baka þessar elskur og frysta. Ein lekker týpa sem Matarvefurinn fékk veður af kippir alltaf nokkrum bit- um út þegar hún heyrir tengdamóðir sína koma blót- andi upp innkeysluna og sú gamla er farin að brosa og tala um að hætta að reykja áður eftir tvo bita. Morgunblaðið/TM Syndsamleg smáterta Hér er kakan gerð í litlum sílíkonformum til að fá smátertur og þá bökuð mun skemur. Smart á veisluborð Kakan geymist vel í kæli og er virkilega góð með ferskum berjum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svart- sýnimenn til að sjá ljósið. Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál (fyrir 2) 2 stórir og vel þroskaðir frosnir bananar 2 msk kókosmjolk 5 væn mintulauf 1 lúka spínat 1 litid avocadó - helst frosið eða auka banani eða 1 bolli frosið mangó Setjið allt í öflugan blandara eða matvinnsluvél. Ef ísinn er ekki nægilega frosinn má setja hann inn í frysti í 15 mín. Topplið með ferskum berjum eða granóla. Svo er um að gera að segja börnunum að þetta sé skrímslaís! Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál Morgunblaðið/TM Fagurt og notadrjúgt Bollinn og diskurinn eru hvor tveggja úr versluninni Indisku. Eins og sést á myndinni eru hönnun og notagildi með besta móti. Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALA! 40-60% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.