Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 39
Slær alltaf í gegn Ostakakan slær í gegn á hvaða
veisluborði sem er.
Þessi uppskrift er upprunalega
frá grgs.is en hefur verið breytt.
Upprunalega uppskriftin var með
Oreo líka í fyllingunni en hér er búið
að setja súkkulaði í staðinn og
minnka sykurinn.
Einfaldir Oreo-ostakökubitar
24 Oreo-kexkökur
60 g smjör
800 g rjómaostur (þessi blái frá MS
eða Philadelphia)
150 g sykur
1 sýrður rjómi
1 tsk. vanilludropar
4 egg
200 g af góðu súkkulaði (t.d. með
sjávarsalti, karamellu eða jafnvel
rommý)
Saltkaramellusósa eða brætt súkku-
laði til skreytingar
1 Setið álpappír í bökunarform áhefðbundnu lasagnia-móti. Setj-
ið Oreo-kökurnar í matvinnsluvél og
myljið niður en ekki alveg í mjöl.
2 Bræðið helminginn af smjörinuog blandið saman við muldu kök-
urnar. Þrýstið niður í botninn á bök-
unarforminu.
3 Hrærið rjómaosti og sykri sam-an og bætið sýrða rjómanum og
vanilludropum út í. Setjið egg út í,
eitt í einu, þar til það hefur blandast
vel saman.
4 Bætið gróft söxuðu súkkulaðivið. Hellið þessu síðan yfir Oreo-
botninn.
5 Setjið inn í 165°C heitan ofn í um45 mínútur. Takið úr ofninum og
leyfið að kólna í um 20 mínútur.
6 Geymið kökuna í kæli í a.m.k. 4tíma áður en hún er skorin í bita
og borin fram.
7 Gott er að skreyta kökuna meðsaltkaramellusósu eða bræddu
súkkulaði. Þá er best að blanda
smjöri við brædda súkkulaðið svo
það storkni ekki og brotni þegar hún
er skorin.
Ostaköku-
bitar sem
trylla
partýið
Þessir ostakökubitar eru mikil snilld því það má vel
baka þessar elskur og frysta. Ein lekker týpa sem
Matarvefurinn fékk veður af kippir alltaf nokkrum bit-
um út þegar hún heyrir tengdamóðir sína koma blót-
andi upp innkeysluna og sú gamla er farin að brosa
og tala um að hætta að reykja áður eftir tvo bita.
Morgunblaðið/TM
Syndsamleg smáterta Hér er kakan gerð í litlum sílíkonformum til að fá smátertur og þá bökuð mun skemur.
Smart á veisluborð Kakan geymist vel í kæli og er
virkilega góð með ferskum berjum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér
erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svart-
sýnimenn til að sjá ljósið.
Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál (fyrir 2)
2 stórir og vel þroskaðir frosnir bananar
2 msk kókosmjolk
5 væn mintulauf
1 lúka spínat
1 litid avocadó - helst frosið eða auka banani eða 1 bolli frosið mangó
Setjið allt í öflugan blandara eða matvinnsluvél. Ef ísinn er ekki nægilega
frosinn má setja hann inn í frysti í 15 mín. Topplið með ferskum berjum eða
granóla. Svo er um að gera að segja börnunum að þetta sé skrímslaís!
Ofurís í morgunmat
sem sléttir kvið og sál
Morgunblaðið/TM
Fagurt og notadrjúgt Bollinn og diskurinn eru hvor tveggja úr versluninni
Indisku. Eins og sést á myndinni eru hönnun og notagildi með besta móti.
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
ÚTSALA!
40-60%
AFSLÁTTUR