Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 48
Grímsnes Alexander
Guðmundur Alfreðsson
fæddist 3. september
2017 kl. 22.19. Hann vó
3.950 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans
eru Antonía Helga Guð-
mundsdóttir og Alfreð
Aron Guðmundsson.
Nýr borgari
48 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-15
ÚTSALA
20-70% afsláttur
Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri a Sjúkra-húsinu á Akureyri, á 50 ára afmæli í dag. Sjúkrahúsið er meðalþjóðlega gæðavottun og heldur Hulda utan um að þau mál
séu í lagi. „Það er að hafa umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun
gæðakerfis, til dæmis að halda utan um skráningu atvika, ýmis um-
bótaverkefni og mýmargt fleira.“
Hulda er Akureyringur og hóf strax störf á sjúkrahúsinu eftir út-
skrift 1997. Hefur hún meðal annars unnið á bráðamóttöku verið
deildarstjóri en hún hefur verið gæðastjóri frá 2013.
Áhugamál Huldu eru útivera, en hún hleypur bæði og hjólar. „Svo
hef ég gríðarlega mikinn áhuga á tónlist og fjölskyldan öll hefur
mikla ástríðu fyrir henni og er mjög dugleg að fara á tónleika, bæði
innlendis og erlendis. Síðast fórum við hjónin alla leið til Saratoga
Springs í New York-ríki núna í maí til að elta Sawyer Fredericks,
ungan bandarískan tónlistarmann, en hann vann The Voice árið 2015.
Við fórum líka nýlega með dóttur okkar á tónleika með Ed Sheeran í
Manchester Arena. Síðan eru tónleikar með Roger Waters og
Beyoncé einnig á stefnuskránni hjá fjölskyldunni í haust.“
Hulda ætlar að byrja daginn á því að dekra við sig. „Ég ætla í nudd
og dekur og býð síðan fjölskyldu og nánustu vinum í grill í kvöld. Svo
er stefnan að halda almennilega veislu síðar. Það hefur verið reynslan
að það er erfitt að ná í fólk á þessum tíma.“
Eiginmaður Huldu er Gunnar Elvar Gunnarsson, einn eigenda Raf-
eyrar ehf. á Akureyri. Börn þeirra eru Atli Rafn, f. 1994, sambýlis-
kona hans er Svandís Dögg Stefánsdóttir, og Dagný Svala, f. 2000.
Fjölskyldan F.v.: Hulda, Gunnar, Svandís, Atli Rafn og Dagný.
Nudd, dekur og
grill í tilefni dagsins
Hulda Rafnsdóttir er fimmtug í dag
B
jarni Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
2.8. 1958 og ólst upp í
Framhverfinu í Safa-
mýrinni. Þar höfðu
foreldrar hans og Helgi, föð-
urbróðir hans, byggt sér hús.
Bjarni var í Álftamýrarskóla,
tók landspróf frá Ármúlaskóla,
lauk stúdentsprófi frá MH, stund-
aði iðnnám í rafvirkjun við Iðn-
skólann í Reykjavík og lauk námi í
rafmagnstæknifræði í Óðinsvéum
1985. Eftir sjö ára starf á tækni-
deild Morgunblaðsins stundaði
Bjarni síðan nám við Edinborg-
arháskóla og lauk þaðan MBA-
námi 1992. Lokaverkefni hans
fjallaði um tillögur um endur-
högun á rekstri og framleiðslu
Morgunblaðsins. Þá lauk hann val-
áföngum í gæðastjórnun, fjár-
málastjórnun, bókhaldsstjórnun og
almennri fyrirtækjastjórnun.
Eftir Edinborgarárin var Bjarni
framkvæmdastjóri Gulu línunnar
um skeið, síðan markaðsstjóri hjá
Íslenskri Getspá og rekstrar-
ráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf. Hann
hóf störf hjá RÚV sem fram-
kvæmdastjóri Sjónvarps, árið
1997, var framkvæmdastjóri þró-
unar RÚV 2007-2014 og jafnframt
staðgengill útvarpsstjóra.
Bjarni hefur verið framkvæmda-
stjóri Samtaka sunnlenskra sveit-
arfélaga, SASS, frá 2015: „Sam-
tökin sinna hagsmunagæslu fyrir
Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS – 60 ára
Á golfvelli í Barcelona Talið frá vinstri: Marteinn, afmælisbarnið, María, Aron Björn, Bjarni yngri og Edda Björg.
Fékk dótturson og
nafna í afmælisgjöf
Kátir langfeðgar Nafnarnir sem
eiga sama afmælisdag.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is