Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 1

Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 1
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvars- son varð fyrstur til að skora í ensku knattspyrnunni á keppnistímabilinu 2018-2019. Reading, lið Jóns Daða, tók á móti Derby County í fyrsta leik ensku B-deildarinnar í gær. Var þar um fyrsta leik tímabilsins að ræða en aðrar deildir eru ekki farnar af stað. Jón Daði skoraði laglegt mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri á 52. mínútu en Jón var í byrj- unarliði Reading. Derby var hins vegar ekki lengi að jafna og það gerði Mason Mount á 60. mínútu. Ekki var útlit fyrir að fleiri mörk yrðu skoruð en Derby tókst þó að tryggja sér góðan 2:1 útisigur, leikið var á heimavelli Reading. Tom Lawrence skor- aði sigurmarkið þegar fjórar mín- útur voru liðnar af uppbótartíma en þá var Jón Daði farinn af velli en honum var skipt út af eftir 75 mínútur. Frank Lampard, fyrrverandi sam- herji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea, stýrði Derby í fyrsta sinn. Fyrstur til að skora á nýju keppnistímabili Jón Daði Böðvarsson L A U G A R D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  182. tölublað  106. árgangur  STÆRÐ OG SMÆÐ MANNSINS SAKTMÓÐIGUR SENDIR FRÁ SÉR LÍFIÐ ER LYGI SUNNANPÖNKARAR 39SÝNIR Á SIGLUFIRÐI 38 Raforka Climeon afhenti fyrstu eining- arnar hérlendis á dögunum á Flúðum.  Sænska tæknifyrirtækið Climeon og íslenskt samstarfsfyrirtæki þess, Varmaorka, hyggjast setja upp fjölda orkustöðva um allt land, en fyrstu fjórar stöðluðu einingarnar frá Climeon eru nú komnar til Flúða og uppsetning hafin. Alls hefur Varmaorka pantað 197 einingar frá Climeon fyrir átta milljarða króna. Tæknin gerir kleift að vinna hreina raforku úr jarðvarmaorku á lághitasvæðum um allt land. Climeon opnaði á dögunum skrif- stofu hér á landi. Thomas Öström, forstjóri fyrir- tækisins, segir að hver eining fram- leiði 150 KW af orku og hægt sé að raða einingum saman eftir að- stæðum á hverjum stað. Öström hvetur alla landeigendur til að skoða málið vandlega. »18 Sænskar orku- stöðvar settar upp um land allt Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Akstur undir áhrifum leiðir oftar en ekki til al- varlegri bílslysa, að sögn Páls Ingvarssonar, taugalæknis og sérfræðings á endurhæfingar- deild Landspítala að Grensási. Hann segir tilfinningu heilbrigðisstarfsfólks á Grensásdeild ríma við tölur Samgöngustofu um stóraukinn fjölda slysa af völdum fíkniefnaakst- urs. Páll segir að sumir þeirra sem verði fyrir al- varlegum áverkum komist jafnvel aldrei heim til sín eftir endurhæfingu eftir alvarleg slys. Eitt augnablik oft afdrifaríkt „Manni finnst það gremjulegt þegar eitt augnablik vangár og vanhugsunar leiðir til þess að fólk þurfi að umgangast okkur hér á endurhæfingardeildinni mánuðum saman og komist jafnvel ekki héðan heim til sín. Það er gremjulegt að hugsa til þess að mörg þessara til- vika hefðu ekki þurft að eiga sér stað,“ segir Páll. Afleiðingar alvarlegra bílslysa hafi einnig gríðarleg áhrif á fjölskyldur og aðra aðstand- endur þeirra sem lenda í slysum. Komast jafnvel aldrei heim  Akstur undir áhrifum veldur oft alvarlegri slysum  Sumir komast ekki heim úr endurhæfingu  Heila- og mænuskaði og fjöláverkar algengir í alvarlegum slysum MAfleiðingar geta varað til æviloka »6 Ljósmynd/Veðurstofan Flóð Hlaupið er talið jafnkröftugt og stóra jökulhlaupið 2015. Skaftárhlaup hófst upp úr hádegi í gær, þegar vatnshlaup braust undan Skaftárjökli. Lýsti ríkislögreglu- stjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi al- mannavarna í kjölfarið. Hlaupið berst hraðar niður farveginn en áætlað var og er reiknað með að rennsli þess nái hámarki í dag við Ása og Kirkjubæjarklaustur. Að öll- um líkindum mun hámark flóðsins standa yfir í nokkrar klukkustundir og eftir það muni draga hægt úr því. Veðurstofan hefur varað við manna- ferðum á þessum slóðum og hófu björgunarsveitirnar rýmingu á svæðinu næst Skaftárjökli í gær. Stærra en vænst var  Varað við mannaferðum nærri flóðinu TF-LÍF flaug í austurátt í gær, eins og myndin að ofan sýnir, vegna umferðarslyss og flutti slasaðan bifhjólamann á sjúkra- hús í Reykjavík. Í gærkvöld lagði þyrlan svo upp í gríðarlangt sjúkraflug og sótti veikan farþega um borð í skemmti- ferðaskip sem statt var ríflega 200 km norður af Melrakka- sléttu. Þurfti vélin tvívegis að taka eldsneyti á leiðinni. »11 Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.