Morgunblaðið - 04.08.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Meira til skiptanna
Skaftárhlaup hófst á þriðjudaginn var.
GPS-mælingar í eystri Skaftárkatli sýndu
þá að íshellan var farin að lækka og
rennsli var hafið úr lóni við jökulbotn.
Hlaupið kom undan jökli upp úr
hádegi í gær, mun fyrr en áður
hafði verið reiknað með.
Jökulhlaup undan Skaftárkötlum
geta verið snögg og önnur hæg.
Venjulega vex rennsli hratt frá
eystri katlinum og lækkar hægt;
hámarksrennsli, 200-1.500
m3/s, næst á 1-3 dögum, og
síðan lýkur hlaupinu á 1-2 vikum.
Hið hraða ris bendir til þess,
að hiti í vatninu í lóninu sé yfir
bræðslumarki.
Íssjármælingar
Jarðvísindastofnun-
ar Háskólans sýna
einnig að minna
vatn er í lóninu nú
en var í upphafi
hlaups 2015.
En þó búist sé við
því að rennsli í hlaupinu nú
verði minna en í hlaupinu 2015 er
hugsanlegt að hlaup brjótist hraðar
fram nú en þá.
Þar eru tvö jarðhitasvæði sem bræða jökulinn án afláts
en vatnið sleppur ekki burt vegna þess að þar er lægð í
yfirborð jökulsins. Þessar lægðir, eða ketilsig, eru kallaðar
Skaftárkatlar.
Sigin eru nær hringlaga, 1-3 km í þvermál, og yfir miðjum
þeirra er 300-400 m þykkur jökull.
Jökulhlaup í Skaftá eiga uppruna sinn undir Vatnajökli
norðvestur af Grímsvötnum.
Tvö ár eru nú liðin frá síðasta Skaftárhlaupi. Þá var
hlaupið minniháttar en árið áður, 2015, var stórt hlaup
og olli það miklu tjóni og röskun, meðal annars á umferð-
armannvirkjum og beitilandi.
1-3 km
300-400 m
2015
MÝRDALS-
JÖKULL
VATNAJÖKULL
Sk
af
tá
Skaftárkatlar
2005
Fyrir hlaupið 2015 höfðu liðið rúm fimm ár frá síðasta
hlaupi þar á undan en nú eru liðin tæp þrjú ár frá síðasta
stóra hlaupi. Það þýðir að líklega verður um minna hlaup
að ræða en árið 2015.
Hlaup í Skaftá
0 0 1 5 0 0
MW
Vatnasvið eystri ketilsins hefur verið metið
29 km2 og hins vestari 20 km2.
Samanlagt afl jarðhita er um 1.500 MW.
40 hlaup að minnsta kosti hafa frá árinu 1955 fallið undan sigkötlun-um, 30 kílómetra leið undir jökli austan við Fögrufjallahrygg til
Skaftár. Um 8 km austan við Tungnaárbotna fer hluti af hlaupvatninu vestur
um skarð í hryggnum.
500 m. Skarðiðnær niður í
500 metra hæð, en farg
meginjökulsins þrýstir
vatninu engu að síður
upp í 650 metra, svo
að það kemur undan
Tungnaárjökli norðan við
Langasjó og fellur þaðan
austur með jökulröndinni
yfir í Skaftá. Einnig eru
dæmi þess að runnið hafi
í Tungnaá.
Tvö til þrjú ár hafa liðið
á milli hlaupa í hvorum
katlanna, þeim eystri og
þeim vestari.
60 km. Þegar hleypur úr jarðkötlunum rennur vatnið fyrst um 40 km undir jökl-
inum og síðan 20 km eftir farvegi Skaftár áður
en það kemur að fyrsta vatnshæðarmæli, sem er
viðvörunarmælir við Sveinstind.
Söfnunarhraði í katlana er nokkuð jafn, því er
langur tími á milli flóða jafnan ávísun á stór flóð.
Hlaup úr eystri katlinum eru jafnan stærri en
þau sem koma úr vestari katlinum.
40 km
20 km
Úr hvorum katli hleypur að
jafnaði á tveggja ára fresti
en hlé milli hlaupa úr eystri
katlinum var óvenju langt
fyrir hlaupið 2015. 3.000 m3/s hefur hámarksrennsli í hlaupum orðiðúr eystri katlinum.
Miðja eystri ketilsins sígur um 100-150 metra í hverju jökulhlaupi og frá
katlinum renna 200-350 milljónir rúmmetra af vatni, vestari ketillinn
sígur 50-100 metra, og undan honum falla 50-150 rúmmetrar.
Heimildir: Vísindavefur HÍ, vefur Orkustofnunar, Veður.is, Morgunblaðið og Mbl.is
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Skaftárhlaup hófst síðdegis í gær. Í
kjölfarið lýsti ríkislögreglustjóri, í
samráði við lögreglustjórann á Suð-
urlandi, yfir óvissustigi almanna-
varna. „ Þetta er neðsta þrepið. Ef
ástandið magnast upp förum við á
næsta þrep og er fólk í viðbragðs-
stöðu á öllum vígstöðvum,“ segir
Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri
hjá almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra. Hlaupið fór fyrr af stað
en áætlað var og kom veðurfræðing-
um á óvart, að sögn náttúruvársér-
fræðings hjá Veðurstofunni.
Þá bendir allt til þess að rennsl-
isaukning sé meiri en í stóra Skaftár-
hlaupinu 2015 og fari það hraðar nið-
ur en von var á. Veðurstofan hefur
varað við mannaferðum á þessum
slóðum m.a. vegna losunar eitraðra
gastegunda úr hlaupvatninu. Í gær
vann hópur björgunarsveitarmanna
við rýmingu á nærliggjandi svæðum
þar sem gönguhópa var að finna.
Telur Veðurstofan líklegt að rennslið
nái hámarki við Ása og Kirkjubæjar-
klaustur í dag. Mun hámarkið líkleg-
ast standa í nokkrar klukkustundir
og eftir það mun draga hægt úr
hlaupinu.
Þá lýsti fjarskiptafyrirtækið Míla
yfir óvissustigi á Suðurlandi vegna
hlaupsins en strengjakerfi Mílu
liggja um vatnasvæði Skaftár og er
því viðbúið að hlaupið geti haft áhrif
á fjarskiptasambönd á svæðinu.
Rennur fyrr og
hraðar niður
en áætlað var
Skaftárhlaup hófst í gær af krafti
Náttúruvá Skaftárhlaupið 2015 var
það stærsta í manna minnum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson