Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Béarnaise-sósa hefur á síð-ustu árum rutt sér tilrúms sem einn helstibragðbætir landsins og vilja sumir meina að hún eigi heima sem staðalbúnaður við hlið salts og pipars á borðum veitingahúsa. Hana má nú finna í salatbörum mötuneyta, á pizzum og hamborgurum og jafnvel með fiskréttum, en helstu kokkar landsins segja þó engin eldflaugavís- indi liggja að baki vinsældum frönsku sósunnar. „Þetta er náttúrulega bara svo gott. Það var rómantík í því að geta gert góða Béarnaise-sósu. Fólk mikl- ar þetta svo fyrir sér þannig að það slær alveg í gegn þegar það hendir í góða Béarnaise-sósu fyrir veisluna,“ segir Kári Þorsteinsson, yfirkokkur á Dill, spurður um vinsældir sós- unnar góðu og bætir við: „Ég held að hún sé bara klassík. Þetta verður á boðstólum um ókomna tíð. Þetta er náttúrulega bara smjör. Íslendingar elska smjör. Ef þeir geta sett smjör í eitthvað þá gera þeir það.“ Béarnaise alltaf verið fín Sigurður Lárus Hall, betur þekktur sem Siggi Hall, segir það ekkert nýnæmi að Béarnaise-sósan sé vinsæl, þó að hún hafi þurft að ganga í gegnum erfitt tímabil seint á síðustu öld. „Béarnaise-sósa er ekkert ný- móðins. Hún var alveg ofurvinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum en svo var hún ofnotuð. Í þessari sígildu frönsku mat- argerð er Béarnaise-sósa alltaf mjög fín, og alltaf með nautakjöti. Þannig var hún úti um allan heim og það þótti voðalega fínt að fá Béairnaise- sósu með nautasteik. En á Íslandi var lítið um nautakjöt þannig að Ís- lendingar fóru að borða Béarn- aise-sósu með lambasteik og lamba- læri,“ segir Siggi og bendir á að mörgum réttum hafi í gegnum tíðina verið „breytt upp á lamb“ á Íslandi. „En á endanum fær fólk nóg, og enginn þoldi Béarnaise-sósu. Hún datt úr tísku. En tískan fer í hringi og sósan varð ofurvinsæl í vissum hópum fyrir svona fimmtán-tuttugu árum.“ Siggi nefnir einnig að framför í matvælaiðnaði, eins og gerilsneyðing á eggjarauðum, og aukin notkun olíu í stað smjörs, hafi ýtt undir aukið framboð á sósunni. Honum þyki þó „alvöru“ Béarnaise standa skör framar en margt sem fæst tilbúið úti í búð. „Það er smjörið fína og eggin góðu, ferska estragonið og svo edikið.“ Notar aldrei „essence“ Úlfar Eysteinsson, fyrrverandi eigandi og yfirkokkur á Þremur frökkum, hefur að eigin sögn eldað tugi þúsunda lítra af Béarnaise-sósu um ævina. Staðurinn varð á síðustu öld m.a. landsþekktur fyrir að bjóða upp á plokkfisk með Béarnaise-sósu en Úlfar segist aldrei hafa notað Béarnaise-kjarna (e.essence) í sós- una, heldur lager-edik frá Heidel- berg og sítrónusafa. Hann segir galdurinn vera að píska sósuna í gríðarlangan tíma áð- ur en smjörinu er bætt við og nefnir að með réttri aðferð sé hægt að auka magnið umtalsvert. „Fólk slær í gegn með Béarnaise“ Þrír af færustu kokkum landsins hafa mikið dá- læti á Béarnaise-sósu og skilja vel að vinsældirnar séu miklar. Einn þeirra segir að smjörið sé skýringin, enda setji Íslendingar það í allt sem þeir geti. Thinkstock/Getty Images Herramannsmatur Béarnaise-sósa dregur nafn sitt af Bérn-héraðinu í Suðvestur-Frakklandi. Samkvæmt hefð skal hún borðuð með nautasteik. Morgunblaðið/Eggert Sígild Kári Þorsteinsson að störfum á Dill. Hann segir Béarnaise-sósuna vera sígilda og telur að hún verði á borðum um ókomna tíð. Fimm eggjarauður 250 gr smjör. 1-1,5 msk béarnaise-kjarni. 2 tsk fáfnisgras. Þeytið eggjarauður þar til þær freyða og bræðið smjör á lágum hita á meðan. Hafið skálina í vatnsbaði (f. bain-marie) og hellið smjörinu í mjórri bunu í rauðurnar, á meðan þeytt er á fullum hraða. Bætið béarnaise-ediki og fáfn- isgrasi (e. estragon) út í eftir smekk og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk. Heilræði Fyrir byrjendur í Béarnaise-gerð er ágætt að miða við tvær eggjarauður á móti 100 grömmum af smjöri fyrir hvern einstakling. Siggi Hall segir þó „gamla hlutfallið“ vera ein rauða á móti hverjum 100 grömmum, og gengur það líka. Margir klassískir kokkar sverja fyr- ir písk en fyrir byrjendur er ágætt að hafa rafmagnsþeytara við höndina. Þá skal ávallt hafa hreina teskeið innan handar til að smakka sósuna til og styðjast frekar við bragðlaukana en uppskriftir. Uppskrift Þeytið eggjarauðurnar lengi áður en smjörinu er bætt út í Ljósmynd/thinkstock.com Bragðgóð Ekki eru allir sammála um hvernig Bérnaise-sósa skal gerð. bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.