Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Ný vefvers lun brynja.i s Emil Thorarensen Eskifirði Það var heldur óskemmtileg reynsla sem hjónin Jón Bernharð Kárason, fyrrverandi sjómaður en núverandi safnari og listamaður á Fáskrúðs- firði, og Þórunn Beck, starfsmaður Loðnuvinnslunnar, urðu nýlega fyr- ir. Jón Bernharð brá sér heim um há- degisbil einn dag í lok júní til að fá sér hressingu í einbýlishúsi sínu, sem var ólæst. Þegar hann fór inn í eldhús til að hita sér kaffisopa varð hann var við hreyfingu í svefnher- berginu og sá mann gramsa í komm- óðuskúffum, þar sem m.a. voru geymdir erfðagripir kynslóð fram af kynslóð. Jón Bernharð, sem er stór og stæðilega vaxinn sjómaður, venti kvæði sínu í kross frá kaffikönnunni og yfir til hins óboðna gests og spurði hvern andskotann hann væri að gera í sínu húsi. Skipaði hann gestinum að hafa sig á brott hið snarasta. Hinn óboðni gestur sá sitt óvænna og hljóp á dyr en sló í leiðinni Jón Bernharð bylmingshögg í magann. Jón hljóp á eftir honum á sokkaleist- unum og sá þjófinn fara inn í bifreið sem beið fyrir neðan bakkann og brunaði á burt. Lögreglan á staðnum var kölluð til og veitti bílnum eftirför en mennirn- ir sinntu ekki blikkandi bláum ljós- unum. Brá lögreglan á það ráð að fá liðsinni kollega sinna á Héraði, sem komu á móti þjófunum og króuðu þá af í Breiðdalsvík. Þar valt bíll þeirra út af veginum og þeir náðust. Í samtali við fréttaritara segja þau hjón Jón Bernharð og Þórunn ótrú- legt að hafa upplifað svona uppá- komu, sem hafi haft langvarandi nei- kvæð sálræn áhrif á þau bæði. Segir Þórunn til að mynda að hún sofi ekki heilan svefn og heyri hún eitthvert þrusk á nóttunni sé hún með varann á og pikki í Jón bónda sinn og segi: það er einhver að koma. Jón segir að til aðdáunar séu fum- laus og öguð vinnubrögð lögreglu- mannanna Elvars Óskarssonar og Grétars Geirssonar. Morgunblaðið/Emil Heima Hjónin Jón Bernharð Kára- son og Þórunn Beck í eldhúsinu. Óboðinn gestur í íbúðarhúsinu  Hafa ekki náð sér eftir heimsóknina Mennirnir tveir, sem hand- teknir voru á Fáskrúðsfirði í lok júní, voru upphaflega úr- skurðaðir í gæsluvarðhald en sæta nú farbanni til 8. ágúst. Þeir eru pólskir ríkisborgarar. Mennirnir eru grunaðir um innbrot og þjófnaði en einnig er til rannsóknar árás annars þeirra á Jón Bernharð Kára- son. Elvar Óskarsson, lögreglu- fulltrúi hjá lögreglunni á Aust- urlandi, segir að ekki hafi þótt ástæða til þess að framlengja gæsluvarðhaldið yfir þeim. „Almennt séð eiga þetta ekki að vera íþyngjandi ráðstafanir og við gætum meðalhófs í beitingu gæsluvarðhalds.“ Hann segir mennina ekki hættulega. „Ekki í þeirri merk- ingu að þeir ógni lífi og heilsu fólks. Auðvitað eru þetta samt menn sem eru grunaðir um fleiri en eitt afbrot og þannig séð eru þeir grunaðir um að hafa staðið í brotastarfsemi hér á landi.“ Mennirnir komu til landsins 20. júní, að því er virðist í þeim eina tilgangi að fara ránshendi um landið. Þeir eru grunaðir um fjölmörg þjófn- aðarbrot víða um landið en við leit lögreglu í bíl þeirra fund- ust m.a. skartgripir, úr og pen- ingar, sem talið var þýfi. Að sögn Elvars er vonast til þess að málið komi brátt inn á borð ákæruvaldsins. Mennirnir í farbanni MEINTIR ÞJÓFAR Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ísbúðin Valdís var opnuð að Hafn- arstræti 100b á Akureyri síðastlið- inn miðvikudag og hefur fengið glimrandi góðar viðtökur að sögn Gylfa Þórs Valdimarssonar, annars stofnenda fyrirtækisins. „Það hefur verið samfelld röð út úr dyrum, allan daginn og til lokunar. Við bjuggumst ekki við þessum viðtökum, þetta er framar væntingum,“ segir Gylfi Þór. Í húsinu var áður veitingastaðurinn Indian Curry Hut. Að sögn Gylfa Þórs er áformað að ný ísbúð verði opnuð á Hvolsvelli við hlið Krónunnar um næstu helgi, en þá verða fjórar ísbúðir starfræktar undir merkjum Valdísar. Á Akur- eyri, í Reykjavík við Frakkastíg og Grandagarði og á Hvolsvelli. Gylfi Þór segir að ísbúðirnar á lands- byggðinni verði reknar eftir við- skiptasérleyfi (e. franchise). Á Ak- ureyri eiga reksturinn Guðmundur Ómarsson og Karen Halldórsdóttir og á Hvolsvelli reka ísbúðina þau Valdimar Gunnar Baldursson og Þóra Kristín Þórðardóttir. „Þetta er nákvæmlega sami ísinn og ekkert síðri fyrir norðan en í bænum,“ segir Gylfi Þór. „Það er alveg nóg fyrir okkur að vera með búðirnar hér í Reykjavík og að aðrir sjái um hinar.“ Spurður hvort frekari útrás sé í vændum segir Gylfi Þór að vilji sé fyrir því að koma Valdísi út fyrir landsteinana. „Við höfum átt samræður við marga, en hingað til hefur alltaf slitnað upp úr þeim. Þetta voru að- ilar í Kína á tímabili, í Svíþjóð og Þýskalandi,“ segir Gylfi Þór. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsældir Röð hefur verið út úr dyrum í Valdísi á Akureyri síðan ísbúðin var opnuð þar á miðvikudaginn. Ísbúðin er á besta stað í Hafnarstræti. Valdís á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.