Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 17

Morgunblaðið - 04.08.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mosfellsbær og Vegagerðin hafa í sameiningu staðið að gerð deiliskipu- lags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal og næsta umhverfi hans. Skipulagið hefur verið auglýst og er athuga- semdafrestur til 9. september n.k. Á Þingvallavegi hafa orðið alvarleg slys. Á dögunum varð banaslys á veg- inum og í kjölfar þess kröfðust íbúar í Mosfellsdal tafarlausra úrbóta. Hraðakstur hefur verið mikið vandamál á þessum vegakafla og með þeim framkvæmdum sem stefnt er að á að draga úr hraðakstri. Fram kemur í greinargerð með til- lögunni að hraðamælingar frá árinu 2009 gefi til kynna að 77% ökumanna aki yfir leyfilegum hámarkshraða, sem er 70 km/klst. Meðalhraði mæld- ist 78 km/klst. Kaflinn sem deili- skipulagið nær til er 3,8 kílómetra langur og þar eru 17 vegtengingar. Ein akrein er í hvora átt og er mal- bikaður stígur fyrir hjólandi og gang- andi sunnan megin við veginn. Hið nýja deiliskipulag gerir ráð fyrir byggingu tveggja hringtorga á Þingvallaveginum, annars vegar við gatnamót Helgadalsvegar, tenging við Laxnes, og hins vegar við Æsu- staðaveg og Mosfellsveg. Gert er ráð fyrir að þessi framkvæmd muni leiða til þess að meðalhraðinn muni lækka og að í kjölfarið verði hægt að fækka tengingum við Þingvallaveg á þess- um vegarkafla. Ætla megi að með lægri meðalhraða og færri vegteng- ingum dragi úr slysahættu og hljóð- mengun. Byrjað verður á austara hringtorg- inu, við Helgadalsveg sem er minna en það vestara, vegna aðstæðna. Stærðin er hefðbundin fyrir þessa gerð vegar og gatnamóta. Hringtorgin eru nógu stór til að langferðabílar komist um og hentar jafnframt vel til að draga úr umferðarhraða. Samkvæmt upplýsingum frá G. Pétri Matthíassyni upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar mun það skýr- ast hvenær af framkvæmdum verð- ur, þegar ný samgönguáætlun verður afgreidd á Alþingi næsta vet- ur. „Eftir er að verkhanna og tekur það líklega nokkra mánuði og sam- hliða verða samningar við landeig- endur o.s.frv. eða allt það sem gera þarf,“ segir G. Pétur. Núverandi undirgöng við Suðurá verða áfram og aðkoma að þeim bætt. Gert er ráð fyrir undirgöngum út frá Æsustaðavegi en endanleg gerð og staðsetning verður ákveðin á framkvæmdartíma. Undirgöng verða staðsett vestan við hringtorgið við Helgadalsveg. Gert er ráð fyrir umferð gangandi, ríðandi og hjólandi um undirgöngin. Árið 2016 var meðalumferð bíla á dag 2.941 á Þingvallavegi ofan Helgafellsmela. Yfir sumartímann var meðalumferð bíla 4.092 og yfir veturinn 2.087. Umferð á Þingvalla- vegi hefur vaxið síðustu ár sér- staklega eftir að vegur yfir Lyng- dalsheiði var opnaður haustið 2010. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, til og með 9. september 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at- hugasemd. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Mosfellsbæjar. Tvö hringtorg í Mosfellsdal  Nýtt deiliskipulag auglýst  Stefnt að því að draga úr hraðakstri  77% ökumanna aka yfir leyfi- legum hámarkshraða  Skýrist í nýrri samgönguáætlun hvenær af framkvæmdum getur orðið Í Mosfellsdal er fjölbreytt starf- semi og byggð. Íbúar í Dalnum eru rúmlega 220 og býr meiri- hluti þeirra, eða ¾, sunnan Þingvallavegar. Byggðin þar er aðallega í þremur klösum; við Laugabólsveg, Æsustaðaveg og Hraðastaðaveg, með opnum svæðum á milli. Af starfsemi sunnan vegar ber mest á umfangsmikilli yl- rækt og garðyrkju, og eru um helgar á sumrum haldnir blóma- og grænmetismarkaðir, sem draga að sér fólk og umferð. Einnig er þar nokkur ferða- þjónusta, hestamennska og annar frístundabúskapur. Norðan vegar er byggðin dreifðari og þar er meira um hefðbundinn landbúnað. Íbúar rúm- lega 220 MOSFELLSDALUR Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsdalur Hraðakstur hefur verið vandamál á þessum kafla. Gatnamótin fremst á myndinni eru við Æsustaðaveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.