Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Gervigreind,sjálfvirkni ogvélmenni eru lykilorð þegar rætt er um hvað framtíðin beri í skauti sér og mætti í því sambandi tala um vitvélar. Í sumargúrkunni varð umræðu- hvellur á Bretlandi þegar spjallr- áður stóð sig betur á prófi fyrir heimilislækna en prófþreytendur af holdi og blóði. Spjallráðurinn, sem fengið hefur viðurnefnið „heimilislæknir í handraðanum“, svaraði 81% spurninganna, sem lagðar voru fyrir hann, rétt, en meðalhlutfall lækna á prófinu var 72% rétt svör á undanförnum fimm árum. Ali Parsa, stofnandi Babylon, fyrirtækisins, sem bjó spjallráðinn til, sagði að þetta markaði tímamót og bætti við að mannkyn væri nú skrefi nær heimi þar sem engum væri neitað um örugga og ná- kvæma heilbrigðisþjónustu. Félag heimilislækna á Bretlandi fór hins vegar samstundis í vörn og lýsti Martin Marshall, varafor- maður þess, yfir því að ekkert smáforrit eða algrím gæti gert það sem heimilislæknir gerir. Smáforrit Babylon stendur sjúklingum í breska heilbrigðis- kerfinu til boða í hlutum London og eru notendur þegar rúmlega 50 þúsund. Smáforritið er einnig not- að í Rúanda þar sem notendur þess eru komnir yfir tvær millj- ónir. Parsa segir að fyrirtæki sitt sé við það að valda sömu straum- hvörfum í heilbrigðisþjónustu og Google hafi gert í upplýsinga- tækni. Gervigreind og algrím eða reikniritar koma víða við sögu og verða stöðugt fyrirferðameiri. Al- grím er nú þegar notað til að skrifa fréttir og sést vart munur á því hvort tölva eða maður er að verki. Algrím er líka á bak við út- breiðslu falsfrétta. Leitarvélar, heimasíður og félagsvefir nota al- grím, sem er hannað til að leysa vandamál og taka ákvarðanir. Reikniritar sía og finna tengingar í feiknlegum gagnagrunnum og eru í raun orðnir ómissandi á hinum ýmsu mörkuðum og í hinu alþjóð- lega fjármálakerfi. Algrím er að verki þegar við leitum á netinu, hvort sem það er að varningi eða fréttum, og leitast við að laga nið- urstöður að þörfum okkar. Það kann að hljóma vel, en er um leið ógnvekjandi. En eru reikniritarnir að uppfylla þarfir okkar eða ritskoða? Í vikunni birtist frétt um að Google væri að hanna útgáfu þóknanlega kínverskum stjórn- völdum af leitarvef sínum. Google hafði áður neitað að verða við rit- skoðunarkröfum og fyrir vikið ver- ið úthýst úr Kína. Hinn nýi vefur myndi þá ekki bregðast við leit að mannréttindabrotum eða öðru, sem kínversk stjórnvöld eru við- kvæm fyrir. Ekki er þó víst að þetta dugi til að Goggle hljóti náð fyrir augum Kínverja og komist inn á hinn risavaxna kínverska markað. Hversu mikil ógn stafar af gervigreind? Vísindamaðurinn Stephen Hawking varaði við gervi- greind og sagði að hún gæti verið það versta, sem komið hefði fyrir „í sögu okkar siðmenn- ingar“. Hinn aldni Henry Kiss- inger, fyrrverandi utanríkis- -ráðherra Bandaríkjanna, birti í júní grein í tímaritinu The Atl- antic og veltir fyrir sér hvort gervigreindin boði endalok upp- lýsingarinnar. Nefnir hann for- ritið AlphaZero, sem hafi yfir- burði yfir skákmeistara í taflmennsku og hafi stíl, sem ekki hafi sést áður í sögu skákarinnar. Forritið hafi á nokkrum klukku- stundum kennt sér að tefla eftir að hafa aðeins verið matað á leik- reglum skákarinnar og náð hæfni, sem maðurinn var 1500 ár að til- einka sér. Hann veltir fyrir sér hvaða hæðum gervigreind muni ná á næstu fimm árum fyrst hún sé svona öflug nú þegar og spyr hvaða áhrif þessi tækni muni hafa á mannsandann. Upphaf upplýs- ingarinnar hafi verið heimspeki- legt innsæi, sem hafi breiðst út með nýrri tækni, prenttækninni. Nú stefni í hina áttina, komin sé fram afgerandi tækni í leit að heimspekilegum leiðarvísi. Í Morgunblaðinu birtist nýlega grein eftir bandaríska lögfræðing- inn Cori Crider. Þar lýsir hún því hvernig Bandaríkjamenn nota gervigreind til að gera árásir í Jemen. Bandarískar leyniþjón- ustur hafa hverfandi sambönd í Jemen og verða því að reiða sig á greiningu á hegðunarmynstri og tengslanetum, sem algrímið leitar uppi. Menn verða grunsamlegir vegna návígis við tiltekna aðila. Leitarkerfið lætur vita af skot- mörkum, einstaklingum, sem iðu- lega eru ekki einu sinni nafn- greindir. „Mannshöndin skaut sprengjuflaugunum, en það er nánast fullvíst að það var vegna þess að forritið mælti með því,“ skrifar hún. Svona kerfi er vitaskuld ekki óbrigðult og hætt við að saklaust fólk liggi í valnum. Crider lýsir slíku tilfelli þar sem lögreglumað- ur og ímam, sem hafði predikað gegn íslömskum öfgum nokkrum dögum fyrir árás, voru felldir. Vísindaskáldsagnahöfundar gera sér mat úr gervigreind og sjá fyrir sér að tölvurnar taki völdin af manninum. Kristinn R. Þóris- son, prófessor í gervigreind við Háskólann í Reykjavík og stjórn- andi Vitvélastofnunar Íslands, skrifaði í blaðið Tímamót, sem fylgdi Morgunblaðinu um áramót- in, og lagði vara við því að taka of mikið mark á spám um yfirtöku gervigreindra vélmenna með mikilmennskubrjálæði á heim- inum: „Hvort gervigreind vél- menni framtíðarinnar munu hafa eigin vilja, og muni skilja það sem þau segja, er óvíst. Víst er hins vegar að engin vél nútímans skilur neitt.“ Þarna er mergurinn málsins. Við kunnum að standa við þrösk- uldinn á öld vitvélanna, en þær eru aðeins verkfæri án skilnings eða vilja. Ef við hins vegar treystum á þær hugsunarlaust bjóðum við hættunni heim. „Engin vél nútímans skilur neitt“}Öld vitvélanna? S egja má að faraldur gangi yfir landið er snýst um fíkn í ópíumskyld lyf. Þegar þetta er ritað hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rann- sóknar hvorki fleiri né færri en tutt- ugu dauðsföll sem rekja má til neyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Hjalti Már Björns- son, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala sagði í viðtali á dögunum að heilbrigðisstarfs- fólk tæki mjög glöggt eftir aukningu á neyslu þessara lífshættulegu lyfja og sama má segja um lögregluna sem oftar en ekki er fyrst á stað- inn þegar ofneysla á sér stað. Engar staðfestar tölur höfum við þó frá Landlækni um dauðsföll sem beint má rekja til ofneyslu lyfja á þessu ári en öllum er ljóst að um talsverða aukningu er að ræða. Við verðum að bregðast við af öllu afli. Fjöl- skylda og vinir Einars Darra Óskarssonar sem lést aðeins 18 ára gamall fyrr á árinu vegna neyslu OxyContin hafa af miklum krafti hrundið af stað herferð gegn þessum skelfi- lega faraldri undir nafninu „Ég á bara eitt líf“. Þau stofn- uðu minningarsjóð þar sem fyrst í stað á að einblína á for- varnir og fræðslu út um allt samfélag. Það er lífsnauð- synlegt að vekja almenning upp af værum blundi. Neysla þessara lyfja virðist vera að ágerast umtalsvert og þá sér- staklega á meðal ungmenna, allt niður í nemendur grunn- skóla. Það virðist vera sem meðvitundin um hversu hættu- leg þessi lyf eru sé ekki til staðar þar sem þetta eru ekki hin svokölluðu fíkniefni heldur lyfseðilsskyld lyf og því telji einhverjir að þau séu ekki eins skaðleg og raun ber vitni. Allir þeir sem að þessum mál- um koma vita hins vegar við hvaða djöful er að etja. Þessi lyf, sem sannanlega eru lyfseðils- skyld, ganga kaupum og sölum á svörtum markaði sem þrífst bærilega meðal annars á samfélagsmiðlum. Lyf eru vissulega læknandi og líknandi en ofneysla þeirra og neysla ein- staklinga sem ekki þurfa á þeim að halda er skaðleg og lífshættuleg. Við þurfum að leggja baráttu fjölskyldu og vina Einars Darra lið með öllum okkar ráðum. Saman getum við það. Við skulum opna um- ræðuna um misnotkun lyfja, auka þekkingu al- mennings á eðli og umfangi misnotkunar og síðast en ekki síst efla meðferðarúrræði fyrir unga fíkla, því svo virðist sem þessi faraldur leggist helst á ungt fólk í blóma lífsins. Við öll getum lagt baráttunni „Ég á bara eitt líf“ lið með því að styðja minningarsjóðinn, með því að tala um skaðsemi lyfjanna, með því að leggja við hlustir, þegar baráttufólkið fer um landið og birtist okkur í fjölmiðlum, og bera út boð- skapinn. Stjórnvöld eiga svo að koma með, styðja átakið, fara án tafar í að útbúa sérstök meðferðarrými fyrir unga ópíumfíkla og taka af fullri alvöru þátt í þessari baráttu. Þessi barátta snýst ekki um pólitík heldur líf og dauða og þar stöndum við saman. Helga Vala Helgadóttir Pistill Ég á bara eitt líf Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. Helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Makrílvertíðin hefur íheildina farið rólega afstað, en sumar útgerðirbyrjuðu seinna á makrílnum heldur en síðustu ár. Afli er nokkru minni núna heldur en hann var á sama tíma í fyrra. Þá voru 34 þúsund tonn komin á land, en í ár er búið að landa 21 þúsund tonni samkvæmt yfirliti á vef Fiski- stofu, en ekki er víst að allar afla- skýrslur hafi skilað sér. Alls eru heimildir ársins um 145 þúsund tonn með flutningi á milli ára. Þessa dagana virðist makríllinn vera dreifðari en síðustu ár, en hans hefur orðið vart víða og útbreiðslu- svæðið virðist vera stórt. Góður afli fékkst við Suðurland um tíma í júlí, en undanfarið hefur gengið illa að finna hreinan makríl. Víða hefur blönduð síld veiðst með makrílnum og þá bæði íslensk sumargotssíld og norsk-íslensk vorgotssíld, sem menn eru ekki að sækjast eftir á þessum árstíma. Í gær voru nokkur uppsjávarskip að veiðum dreift út af sunnanverðum Austfjörðum og hins vegar á svæði í grænlenskri lögsögu vestur af Snæ- fellsnesi. Þar virtist vera talsvert af makríl á ferðinni, en samkvæmt fréttum þaðan var afli misjafn eftir blettum. „Þetta hefur áður verið erfitt á þessum tíma, en því er ekki að neita að þetta er þungt,“ sagði Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, í gær. Hann sagðist vona að afli glæddist á næstunni, en kraftur hefur oft verið í makrílveiðum fram eftir september- mánuði. Nota helgina til að leita Uppsjávarskip fyrirtækisins, Börkur og Beitir, eru búin að landa makríl einu sinni hvort skip og hófst vinnsla á makríl í fiskiðjuveri Síldar- vinnslunnar á miðvikudag. Skipin héldu bæði til veiða í gær, en engin vinnsla verður í gangi um verslunar- mannahelgina. „Ég get alveg viðurkennt að mér hefur oft liðið illa yfir því að stoppa vinnsluna á þessum dögum. Núna er ég alveg rólegur því það hefur verið svo lítil veiði. Uppsjávarskipin eru hins vegar að fara á sjó og nota helgina til að leita,“ sagði Gunnþór. Hjá Síldarvinnslunni var landað 17.400 tonnum af kolmunna úr ís- lenskri lögsögu í júlí. Bjarni Ólafs- son AK var með tæp 6.400 tonn, Börkur NK 5.400 tonn, Beitir NK 3.300 tonn og önnur skip 2.300 tonn. Þætti Íslendinga í sameiginlegum togleiðangri með Norðmönnum, Færeyingum og Grænlendingum lauk í vikunni. Framundan er sam- keyrsla og úrvinnsla á gögnum og verða helstu niðurstöður kynntar undir lok mánaðarins. Viðmælendur blaðsins í gær höfðu á orði að göngumynstur makrílsins virtist vera annað í ár heldur en und- anfarin ár. Þar gæti ótíð og heldur lægri yfirborðshiti sjávar fyrir sunn- an land haft áhrif. Söluhorfur á makríl héðan eru taldar góðar og hefur verð hækkað frá síðustu vertíð. Engar birgðir munu vera í landinu. Makríll hefur síðustu ár verið seldur héðan víða um heim, m.a. til Austur-Evrópu, Afríku og Asíu. Rússlandsmarkaður, sem áður var mjög mikilvægur fyrir ís- lenskt sjávarfang, er undanskilinn því frá miðju sumri 2015 hefur verið í gildi bann Rússa á innflutningi á sjávarafurðum frá Íslandi. Makrílafli nokkru minni en síðustu ár Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Á makríl Albert Páll Albertsson, skipverji á Víkingi AK, með sýnishorn af afl- anum í upphafi vertíðar. Í gær var Víkingur að veiðum suðaustur af landinu. Í síðasta mánuði birtist á heima- síðu Síldarvinnslunnar stutt sam- tal við Gústaf Baldvinsson, fram- kvæmdastjóra Ice Fresh Seafood, og þar segir meðal annars: „Gústaf segir að sala á loðnuafurðum hafi gengið ágætlega á síðustu vertíð en staðan sé flóknari þegar kemur að makríl og síld á vertíðinni sem nú er að hefjast. „Söluhorfur á makríl eru ágætar og þar finnum við fyrir mikilli eftirspurn frá mörg- um mörkuðum. Hins vegar er því ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af síldinni. Eftirspurn dróst saman á síldarmörkuðum á síðustu vertíð og verð lækkuðu mikið. Því miður sér ekki fyrir end- ann á þessari niðursveiflu hvað síldina varðar. Inn í þetta spilar hið svonefnda Rússabann sem er grafalvarlegt. Rússabannið hefur áhrif á nánast alla okkar sölustarfsemi því Rúss- land var okkar helsti markaður fyr- ir uppsjávarafurðir,“ sagði Gústaf.“ Jákvæðar horfur í makríl MARKAÐSMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.