Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 35
valgreinina „ullariðn“ við skólann og Ullarselið á Hvanneyri og var ull- arráðunautur fyrir Vesturland. Auk þess hélt hún námskeið og fyrir- lestra víða um land. Jóhann hefur kennt ullariðnað frá 1991, spuna, kembingu, prjón, hekl, útsaum og fleira. Hún var sölumað- ur hjá Vogue 1995-97 og bjó þá á Selfossi. Fjölskyldan flutti síðan að Akri 1997 en þá tóku þau hjónin yfir sauðfjárbú foreldra hennar. Jóhanna var formaður Smáverk- efnasjóðs Landbúnaðarins 1994- 2006, vann í móttöku hjá Heimilis- iðnaðarsafninu á Blönduósi 1997 og hefur síðan verið faglegur ráðgjafi við skrásetningar fyrir safnið. Jóhanna sat í sveitarstjórn Torfalækjarhrepps og síðar Húna- vatnshrepps á árunum 1998-2014, var varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins 2003-2007 og sat á Alþingi um skeið. Jóhanna sat í stjórn Textílset- urs Íslands 2008-2011, í norrænu nefnd Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands 2011-2015, var fram- kvæmdastjóri Textílseturs Íslands 2011, hélt fyrirlestur um hann- yrðir sínar í Þjóðminjasafninu í tilefni af 100 ára afmæli Heimilis- iðnaðarfélags Íslands 2013, sinnti verkefnum á vegum Textíls hjá Þekkingarsetrinu á Blönduósi 2014-2015, hefur sinnt árlegri kennsla og móttöku danskra text- ílnemenda frá UCC Profession skole frá 2012, var í forsvari fyrir hönd Textílsetursins er haldin var ráðstefnan „North Atlantic Native Sheep and Wool Conference“ 2014 og í forsvari fyrir hönd Textílset- ursins á Prjónagleði, 2016, sem nú er árlegur viðburður. Jóhanna var formaður félags sauðfjárbænda í Austur-Húna- vatnssýslu 1998-2004, varafor- maður Landssamtaka sauðfjár- bænda 2003-2008 og fulltrúi þeirra í samninganefnd við ríkið vegna sauðfjársamnings ásamt fleiri embættum á þess vegum. Hún var formaður Fiskiræktarsjóðs 2009- 2013. Fjölskylda Eiginmaður Jóhönnu er Gunnar Rúnar Kristjánsson, f. 29.8. 1957, fulltrúi hjá RARIK. Foreldrar hans: Hjónin Guðný Björnsdóttir, f. 20.7. 1925, húsfreyja í Reykjavík, og Lars Kristján Sveinlaugsson, f. 11.9. 1922, d. 19.8. 1981, símritari. Börn Jóhönnu og Gunnars Rún- ars eru 1) Helga Gunnarsdóttir, f. 21.1. 1983, grunnskólakennari í Reykjavík, og 2) Pálmi Gunn- arsson, f. 6.1. 1989, viðskiptafræð- ingur og bóndi á Akri en kærasta hans er Þuríður Hermannsdóttir, nemi í dýralækningum. Systkini Jóhönnu eru Jón Pálma- son, f. 8.7. 1957, rafmagnsverk- fræðingur í Reykjavík, og Nína Margrét Pálmadóttir, f. 14.12. 1970, sjúkraliði og ferðamálafræðingur í Hveragerði Foreldrar Jóhönnu voru hjónin: Helga Sigfúsdóttir, f. 6.7. 1936, d. 20.3. 2018, húsfreyja á Akri og í Reykjavík, og Pálmi Jónsson, f. 11.11. 1929, d. 9.10. 2017, bóndi á Akri, alþingismaður og ráðherra. Jóhanna Erla Pálmadóttir Pálmi Jónsson b. á Ytri Löngumýri, af Skeggstaðaætt Ingibjörg Eggertsdóttir húsfr. á Ytri-LöngumýriA-Hún. Jón Pálmason b., alþm., forseti sameinaðs þings og ráðh. á Akri Jónína Valgerður Ólafsdóttir húsfr. á Akri Pálmi Jónsson b., alþm. og ráðh. á Akri Ólafur Jóhannesson b. íMinnihlíð Margrét Ólafsdóttir húsfr. íMinnihlíð í Bolungarvík Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfr. á Sigluvík igríður Erlendsdóttir ráðskona hjá Landsvirkjun Reykjavík Guðrún uðmundsd. úsfr. á Akur- eyri Kolbrún Sigfúsdóttir prjónakona og húsfr í Rvík Bjarni Hólm- grímsson b. á Svalbarði Þorsteinn Sigfússon fv. forstöðum. í Gunnarsholti Guðmundur Jóhannesson form. á Hóli í Bolungarvík Margrét Bjarnadóttir húsfr. að Dæli, S.-Þing Kristján Ásgeir Þor- bergsson hrl. í Rvík Salóme Jónsdóttir b. í Hvammi Vatnsdal SHelga Brynjólfsdóttir verslunarmaður í Reykjavík Þorbergur Kristjánsson prestur í Kópav. Þorvaldur Þorvaldsson kaupmaður á Sauðárkróki Jón Leifs tónskáld Kristján Ólafsson oddv. og hreppstj. á Geira- stöðum í Bolungarvík Ingibjörg Salóme Pálmadóttir sjúkrahúshaldari á Sauðárkróki Þorleifur Jónsson póstmeistari og alþm. í Rvík Eggert Jónsson bæjarstj. í Keflavík G h Jón Þor- steinsson alþm. og dómari Bjarni Arason b. á Grýtubakka Snjólaug Sigfúsdóttir húsfr. á Grýtubakka, Norður Þing. Sigfús Hermann Bjarnason b. á Grýtubakka og Breiðavaði Jóhanna Erlendsdóttir hannyrðak og húsfr. Grýtubakka og Breiðavaði Erlendur Erlendsson b. á Hnausum Sigurbjörg Þorsteinsdóttir húsfr. á Hnausum,A-Hún Úr frændgarði Jóhönnu Erlu Pálmadóttur Helga Sigfúsdóttir húsfr. á Akri ón Jónsson b. í Stóradal Jón Jónsson b. og alþm. í Stóradal Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Guðlaugsstöðum JJón Kaldal ljósmyndari ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Til hamingju með daginn Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Með þér í liði Alfreð Finnbogason Landsliðsmaðu attspyrnu „Tækifærið er núna.“ r í kn Registered trademark licensed by Bioiberica Þórður Ingólfur Júlíusson fædd-ist á Atlastöðum í Fljótavík áHornströndum 4.8. 1918. For- eldrar hans voru Júlíus Geirmunds- son, útvegsbóndi á Atlastöðum í Fljótavík og síðar á Ísafirði, og k.h. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja. Móðurforeldrar Þórðar voru Jón Guðmundsson, húsmaður á Steins- túni, og k.h., Elísa Ólafsdóttir, en föð- urforeldar hans voru Geirmundur Guðmundsson, húsmaður í Látranesi, og k.h., Sigurlína Friðriksdóttir. Systkini Þórðar: Júdith Friðrika, f. 1920. Látin eru: Ingibjörg, f. 1906, Geirmundur, f. 1908, Sigurlína, f. 1909, Jón Ólafur, f. 1910, Jóhann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, Júlíana, f. 1921, Anna, f. 1923, og Guðmundur, f. 1925. Eiginkona Þórðar var Aðalheiður Bára Hjaltadóttir frá Selhúsum í Nauteyrarhreppi, dóttir Ásthildar Magnúsdóttur og Hjalta Jónssonar. Börn Þórðar og Báru: Ásthildur Cesil, Jón Ólafur, Hjalti, Gunnar, Halldóra, Sigríður, Inga Bára, og Júlíus sem lést á fyrsta ári. Þórður ólst upp á Atlastöðum og vann þar að búi foreldra sinna. Hann hleypti heimdraganum 19 ára og flutti til Ísafjarðar. Þar stundaði hann sjómennsku fyrst í stað en fór síðan að stunda vöru- og leigubílaakstur og einnig fiskverkun og veitingarekstur í félagi við Jóhann, bróður sinn. Þeir bræður stofnuðu ásamt Jóni B. Jóns- syni Útgerðarfélagið Gunnvöru árið 1955 og kom Þórður þar að rekstri í áratugi. Þórður og Bára fluttu í Vinaminni við Seljalandsveg árið 1945. Þar byrj- aði Þórður fyrst með saltfisk- og skreiðarvinnslu og rak einnig rækju- vinnslu um 20 ára skeið. Einn og í fé- lagi við aðra stóð Þórður einnig í út- gerð innfjarðarrækjubáta um áratugaskeið. Þá kom Þórður að stjórn ýmissa annarra fyrirtækja á Ísafirði og víðar. Þau hjón bjuggu alla tíð á Vinaminni en síðustu þrjú árin dvaldi Þórður á Hlíf, íbúðum aldraðra á Ísafirði. Þórður lést 15.8. 2010. Merkir Íslendingar Þórður I. Júlíusson Laugardagur 95 ára Jakobína Stefánsdóttir 90 ára Guðrún Sigurðardóttir Svava Jónsdóttir 85 ára Árndís Lára Óskarsdóttir Bára Jónasdóttir Eva Finnsdóttir Gunnar Magnússon Ingibjörg Bergsveinsdóttir Signa Hallberg Hallsdóttir Sigríður Kristjánsdóttir 80 ára Karl Edvard van der Linden Runólfur Runólfsson Sigrún Guðmundsdóttir 75 ára Baldur Bragason Edvard S. Ragnarsson Guðrún A. Helgadóttir Guðrún Elín Jóhannsdóttir Matthildur Kristensdóttir Ólafur Viggó Sigurbergsson 70 ára Bjarney P. Benediktsdóttir Ella Lilja Sigursteinsdóttir Hólmfríður Skaftadóttir Hreinn Geirsson Höskuldur Pétur Jónsson Ingibjörg Ingvarsdóttir Kristín S. Þóroddsdóttir Magnús Hjartarson Sveinfríður Sigurpálsdóttir Þorsteinn Björnsson 60 ára Guðrún A. Tryggvadóttir Hermann Skírnir Daðason Jóhanna Erla Pálmadóttir Jóna B. H Jónsdóttir Kristjana Hreinsdóttir Sveinn Guðmundsson 50 ára Ana Paula Rosa Rebelo Anna Krystyna Centkowska Arna Björnsdóttir Dobrin Stavrev Andreev Guðbjörg Stefánsdóttir Guðbjörn Friðbjörnsson Helga Þyri Bragadóttir Hrafnhildur B. Björnsdóttir Magnea B. Högnadóttir Nanna Þóra Andrésdóttir Sunnudagur 102 ára Arndís Markúsdóttir 95 ára Eysteinn Guðmundsson 90 ára Hilmar Mýrkjartansson Sturlaugur Þórðarson 85 ára Sigrún Haraldsdóttir Þóra Guðrún Óskarsdóttir 80 ára Anna Fríða Björgvinsdóttir Guðmundur Björn Lýðsson Kristmundur Magnússon Þórdís Jóhannesdóttir 75 ára Guðmundur Magnússon Hilmar Helgason Sigrún Ólafsdóttir Þórunn Stefánsdóttir 70 ára Anna Bára Sigurjónsdóttir Árni Þórarinsson Helga Jakobsdóttir Ingibjörg Bára Sveinsdóttir Sigurjón Guðmundsson 60 ára Anna Kristín Sverrisdóttir Árni Reykdal Hulda Guðmundsdóttir Ingibjörg Kjartansdóttir Maríanna H. Haraldsdóttir María Sigurjóna Sigurðardóttir Óðinn Jónsson Richard Bielewicz Valgerður Sveinbjörnsdóttir 50 ára Audrius Junda Heiða Gunnarsdóttir Heimir Sverrisson Jóhann Þór Magnússon Marina Trifunov Ólafur Auðunn Gylfason Rosangela Santana Da Silva Sigurður Örn Bernhöft Þorvaldur H. Gissurarson Þorvaldur Kristinn Gunnarsson Mánudagur 90 ára Katrín Eyjólfsdóttir 85 ára Dóra Guðleifsdóttir 80 ára Alda Sigurðardóttir Erna Sigurjónsdóttir Jónas Jóhannsson Örn Engilbertsson 75 ára Bjartey Friðriksdóttir Gísli Guðmundsson Sesselja Á. Hermannsdóttir Sigurbjörn T. Vilhjálmsson Völundur Jónsson Þorsteinn V. Þórðarson 70 ára Árni Erlendsson Guðrún Sverrisdóttir Margrét Jónsdóttir Páll G. Sigurðsson Sigurrós Marteinsdóttir Sigurveig Úlfarsdóttir Snorri Sigurjónsson 60 ára Einar Jón Briem Elfa Brynja Sigurðardóttir Elvar Örn Elefsen Hartmann Guðmundsson Ragnheiður Sigurjónsdóttir Rúna H. Guðmundsdóttir Sigmundur Halldórsson Sofiya Georgieva Hristova 50 ára Aðalheiður Guðmundsd. Aldís Hafsteinsdóttir Andris Liekmanis Arna Kristín Einarsdóttir Auður E. Jóhannsdóttir Bentína Unnur Pálsdóttir Flóvent Sigurðsson Ívar Gunnarsson Jana Einarsdóttir Jón Þór Sigurgeirsson Leó Már Jóhannsson Markús Guðmundsson Ragna K. Rúnarsdóttir Renata Lis Sesselja Jörgensen Sigrún Agnarsdóttir Sigurður Gísli Björnsson Þórunn I. Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.