Morgunblaðið - 04.08.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú verður þú að láta heilsu þína
ganga fyrir öllu öðru. Notaðu tækifærið
til að bæta sambandið við þá sem þér
eru kærir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú verður hugsanlega fyrir von-
brigðum með skiptingu á tilteknum
hlunnindum eða verkefnum og áttir
kannski von á meiru. Taktu hlutskipti þínu
af æðruleysi, það er hollt að draga stysta
stráið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft ekkert að fara á taug-
um þótt allt gangi ekki nákvæmlega eins
og þú vilt. Um leið og þú færð verkefni
sem vekur hjá þér áhuga fyllistu orku.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver vill gleðja þig svo þú
skalt bara taka öllum freistandi tilboðum.
En úthaldið má ekki bresta og þess þarft
þú að gæta sérstaklega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er sama hversu gróðavænlega
ábendingu þú færð í dag, ekki veðja
neinu. Ekki er allt gull sem glóir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er svo margt skemmtilegt í
boði núna að þér reynist ófært að taka
þátt í því öllu. Félagar þínir hvetja þig til
dáða en forðastu að gera eitthvað á
þeirra hlut.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú er tími orða liðinn. Stattu við
stjórnvölinn og reyndu því að skipuleggja
daginn þannig að þér vinnist vel.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Yfirmenn þínir taka eftir þér
í dag og þess vegna skaltu vanda verk
þín. Biddu um hjálp jafnvel þegar þú
þarfnast hennar ekki.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leggðu þig fram um að ná
stjórn á hlutunum. Renni þér eitthvað úr
greipum verðurðu að trúa því fastlega að
eitthvað nýtt komi í staðinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eins og það er notalegt að búa
að sínum gömlu og góðu vinum, þá er
líka hollt að heyra hljóðið í nýjum fé-
lögum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert vit í að láta reka
á reiðanum lengur. Haltu höfði og sinntu
þínu, þá getur ekkert ógnað velgengni
þinni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ef þú heldur rétt á spöðunum ætti
flest að ganga þér í haginn. Vertu þolin-
móður því þú hefur allt með þér.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Jafnan má í seti sjá.
Sungin bæði nú og þá.
Mörg í köku minni sá.
Menn þau hlutu fleins í þrá.
„Svona lítur lausnin út í þetta
sinn,“ skrifar Harpa á Hjarðarfelli:
Víða má hér setlög sjá.
Sungin lögin nú og þá.
Mörg lög köku minńí sá.
Menn sverðalög hlutu þá.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Sandur finnst í setlögum.
Sönglög stundum snúin.
Var lagkaka í Ljótssögum,
en lag í skjöldinn? Búin.
Þessi er lausn Helga Seljan:
Setlög þau rannsaka nánar og rýna,
svo raulum við lögin, hve gaman það
er.
Og frúrnar þær tertulög trúlega sýna,
þá týndu menn lífi við spjótalög hér.
Helgi R. Einarsson segir að
lausnin vilji vera svona þessa vik-
una:
Allt er gott sem endar vel
einnig nú í dag.
Í heimsku minni helst ég tel
að hér sé átt við lag.
Þessi er skýring Guðmundar:
Vel má lög í seti sjá.
Sungin lög oft heyra má.
Lög í köku líka sá.
Lög menn hlutu fleins í þrá.
Þá er limra:
Einn náungi nautheimskur mjög
neglurnar snyrtir með sög,
en athæfi slíkt,
sem engu er líkt,
ætti að varða við lög.
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Upp við dogg í dögun rís,
döggum skýin gráta,
heita kýs á heilladís,
hér er spáný gáta:
Hann er burðarbjálki sver.
Bestur á hendi þykir mér.
Býsna hratt í hringi fer
Hæð, sem fremur lágreist er.
Í lokin er þingvísa frá 1911 eftir
Kjóa:
Kóngur sagði Kristjáni
Að koma og verða ráðgjafi
yfir sínu Íslandi
- en Alþingi því neitaði.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lögin þarf til alls
Í klípu
TEITUR FÆR RÉTT.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN FÓR AÐ NÁ Í KIRSUBERJAÍS EN
KEMUR FLJÓTLEGA AFTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... sönnun þess að það
var ekki draumur.
ROKK OG RÓL!!!
MIG HEFUR
ALLTAF LANGAÐ TIL
AÐ ÖSKRA ÞETTA
ER ÞAÐ
ÞÁ BÚIÐ?
ÞAÐ VAR FALLEGT AF ÞÉR AÐ LÁTA OKKUR FÁ
JÓLASOKKA FREKAR EN STRIGAPOKA!
ÉG ER MIKIÐ
JÓLABARN!
HÁRRÉTT
BÍP
Sérfræðingar segja að besta lyktsem hugsast getur sé líkamslykt
þeirra sem eru manni kærir. Þessu
samsinnir Víkverji, allavega á meðan
hreinlætis er gætt. Óskandi væri að
fleiri meðtækju þennan sannleik.
x x x
Takmörkum er háð hversu vel dauð-legir menn geta ilmað. Ískyggi-
lega margir hafa tröllatrú á gervi-
efnum sem eiga að ilma svo vel að þau
komi í stað fyrir sturtu. Áhrifin eru oft-
ast öfug. Svona umvandanir ættu
kannski betur heima í unglingablaði en
þó sorglegt sé þarf að minna suma full-
orðna (karl)menn á að baða sig.
x x x
Yfirleitt gera menn þetta í réttri röð:fara í sturtu og úða svo á sig „ilm“-
vatninu, sem sjaldnast ber nafn með
rentu. Þetta skal gert í einrúmi, án
þess að stífla skilningarvit saklausra
óbreyttra borgara. Víkverja greyinu
er oft misþyrmt af vöðvastrákum í
ræktarklefanum þegar þeir breyta
honum í gasklefa með James Bond-
rakspíranum sínum.
x x x
Betra, eða skárra, væri ef vöðva-strákarnir tækju sig til og veipuðu
inni í klefanum. Gufa sú er allavega
ekki svo sterk og yfirþyrmandi að Vík-
verji þurfi að hrökklast út í horn með
handklæði fyrir vitunum. Þeir gætu
allt eins farið að reykja inni eins og í
gamla daga. En það færi ekki vel á því
í líkamsræktarstöð.
x x x
Baggið, eins og vöðvastrákarnirkalla það, íslenskt neftóbak, er að
vísu aufúsugestur í íþróttahreyfing-
unni. Enda byrjuðu menn að taka í
vörina í skíðafélögunum norsku, að
Víkverja minnir. Sá ósiður hefur þann
kost að hann er ekki hættulegur öðr-
um en sjálfum neytandanum, ólíkt ilm-
vatni og reykingum.
x x x
Alltaf endar Víkverji á að messa yfiráhlýðendum sínum. Þeir hljóta að
fara að mótmæla með hrífum fyrir ut-
an húsið hans, enda upp til hópa hrein-
látt fólk. Ætli Víkverji sé ekki bara
ónæmur fyrir dauninum sem leggur af
honum sjálfum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Enginn er heilagur sem Drottinn, eng-
inn er til nema þú, enginn er klettur
sem Guð vor.
(1Sam 2.2)
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Atvinna