Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 2

Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eigendur Reykjavík Residence (RR) áforma að opna nýtt hótel í nóvember. Það verður í framhúsi og nýju bakhúsi á Hverfisgötu 78. Þórður Birgir Bogason, fram- kvæmdastjóri RR, segir 16 hótel- íbúðir verða innréttaðar í húsunum tveimur. Um helmingur íbúðanna verði með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, alrými og eldhúsi. Það sé að kröfu ferðamanna, einkum frá Bandaríkjunum og Asíu, sem vilji mikil gæði. Með nýja hótelinu verður RR með 63 íbúðir. Þá leigir félagið vínbarinn Port 9 á Veghúsastíg. Einingar frá Austurríki Bakhúsið á Hverfisgötu 78 er reist úr límtréseiningum frá Austurríki. Innveggir fylgja með. Vinna við að setja einingarnar upp hófst í síðari hluta júlí. Nú er liðinn um mánuður og búið að reisa húsið. Næsta skref er að klæða húsið og innrétta íbúð- irnar. Jafnframt verður framhúsið endurgert. Þar verður setustofa. Prentsmiðjan Formprent var með aðstöðu á baklóðinni. Þórður Birgir segir niðurrifið hafa tekið meiri tíma en ætlað var. Meðal annars hafi fleygun á klöppinni reynst vanda- söm. Skammt sé milli húsa. Nýja bakhúsið verði byggt upp að norður- húsi Kjörgarðs. Milli bakhússins og framhússins verði tengibygging. Hann segir kostnaðinn trúnaðarmál. Spurður um stöðuna á hótelmarkaði segir Þórður Birgir samkeppnina að harðna. Verð hafi lækkað milli ára. „Eftirspurnin er gríðarlega mikil. Þá er almennt mikil ánægja meðal gesta með Íslandsferðina. Við erum með sömu nýtingu og undanfarin ár.“ RR hóf starfsemi árið 2010. Félag- ið hefur því fylgt uppsveiflunni í ferðaþjónustu. Þórður Birgir segir aðspurður að of mikil svartsýni ein- kenni umræðu um atvinnugreinina. Framboð á gistingu hafi aukist hratt síðustu misseri. Með frekari fjölgun ferðamanna sé útlit fyrir að eftir- spurnin muni jafnvel aukast meira en framboðið. Með því kunni verð að hækka á ný. Hegðun ferðamanna sé að breytast. Fast að 40% gesta panti nú gistingu í farsímanum og með skemmri fyrirvara en áður. Nýtt borgarhótel opnað í nóvember  Eigendur Reykjavík Residence opna íbúðahótel á Hverfisgötu 78 í haust  Reisa bakhús á mettíma  Talsmaður félagsins segir eftirspurnina mikla  Of mikillar svartsýni gæti í ferðaþjónustu Morgunblaðið/Arnþór 26. júlí 2. hæðin er að taka á sig mynd eftir aðeins nokkurra daga vinnu. Morgunblaðið/Baldur 22. ágúst Svona leit bakhúsið á Hverfisgötu 78 út í fyrrakvöld. Axel Helgi Ívarsson Andri Steinn Hilmarsson Sveitarfélög á Suðurlandi eru ósátt við rútufyrirtæki sem bjóða upp á farþegaflutninga í samkeppni við Strætó á Suðurlandi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi Samtaka sveit- arfélaga á Suðurlandi (SASS). Sam- tökin halda úti rekstri almennings- samgangna á Suðurlandi í samvinnu við Strætó og það er gert á grund- velli einkaleyfis samkvæmt 7. gr laga um farþegaflutninga og farm- flutninga á landi. Hefur SASS til- kynnt málið til Samgöngustofu. „Við fögnum því að sjálfsögðu að sem flestir heimsæki Suðurland en reglubundnir farþegaflutningar þurfa að vera samkvæmt þeim leik- reglum sem eru fyrir hendi,“ segir Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga, í samtali við mbl.is. Í lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi eru almenn- ingssamgöngur skilgreindar sem „hvers konar reglubundnir farþega- flutningar“ og eru reglubundnir far- þegaflutningar útskýrðir sem „fast- ar ferðir á ákveðinni leið samkvæmt fyrirframbirtri áætlun þar sem far- þegum er hleypt inn og út á leiðinni. Þjónustan er öllum opin, þ.e. al- menningssamgöngur.“ Í bréfi til samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra frá Félagi hóp- ferðaleyfishafa, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er háttsemi SASS mótmælt harðlega. „Við telj- um kröfur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um rekstrarleyfis- sviptingu nokkurra hópferðafyrir- tækja á grundvelli 27. greinar laga nr. 28/2017 vera ólöglegar,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, við Morgun- blaðið. Umræddar ferðir rekstraraðila eru útsýnisferðir í Þórsmörk, sem falla ekki undir einkarétt í skilningi laga nr. 28/2017 jafnvel þó að þær séu reglubundnar, segir í bréfinu. Þá taka hópferðabifreiðar „í umrædd- um flutningum ekki upp farþega á leiðinni á biðstöðvum Strætó bs,“ segir enn frekar í bréfi til ráðherra. Hörð deila um samgöngumál Morgunblaðið/Valli Samgöngur SASS og Strætó halda úti áætlunarferðum á Suðurlandi.  Einkaréttur á rekstri almenningssamgangna á Suðurlandi  Telja rekstrar- aðila halda úti reglubundnum farþegaflutningum sem er í andstöðu við einkarétt Fátt jafnast á við göngutúr á góðviðrisdegi. Mikilvægt er þó að kasta mæðinni og njóta sólar- innar eins og þessi tvö gerðu í Elliðaárdalnum. Um helgina er útlit fyrir bærilegt veður sunnanlands þó að von sé á skúrum síðdegis í dag. Á laugardag hangir hann þurr að mestu um allt land en mildast verður suðvestantil. Á sunnudag verður skýjað með köflum og stöku skúrir og hiti á bilinu 6-12 stig. Morgunblaðið/Eggert Nutu sólarinnar í Elliðaárdalnum Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hæsta heildarmat fasteigna er að finna í Þingholtunum í Reykjavík en hið lægsta á landinu er í Bolungarvík, samkvæmt árlegum útreikningum Þjóðskrár Íslands fyrir Byggðastofn- un. Í nýrri skýrslu Byggðastofnunar á samanburði á fasteignagjöldum er reiknað út heildarmat, samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlis- stöðum á landinu. Sambærilegir út- reikningar hafa verið gerðir frá árinu 2010. Heildarmat á viðmiðunarsvæðum í Reykjavík er frá 46 milljónum króna í Úlfarsárdal upp í 99 milljónir króna í Suður-Þingholtum. Nemur hækkunin þar rúmum 20%. Annað árið í röð var matið lægst í Bolungarvík, 14,5 millj- ónir, en þar á eftir komu Patreks- fjörður, Seyðisfjörður og Hólmavík. Munur á hæsta og lægsta mati er því tæpar 85 milljónir króna. Hæsta matið utan höfuðborgar- svæðisins er á Akureyri, 42,15 millj- ónir króna, en mesta hækkunin milli ára varð á Húsavík. Hækkunin nam alls 43% frá 2017-2018, úr 22 millj- ónum í rúma 31. Í Grindavík hækkaði matið um rúm 19% milli ára og er nú rúmar 30 milljónir. Hólmavík var eini staðurinn þar sem matið lækkaði á milli ára. Nam lækkunin 2,9%. Keflavík trónir á toppnum Annað árið í röð eru hæstu fast- eignagjöldin í Keflavík eða 389 þús- und kr. að því er segir í skýrslunni um þéttbýlisstaðina. Gjöldin eru næst- hæst í Borgarnesi annað árið í röð, 378 þúsund nú en voru 364 þúsund ár- ið áður. Lægstu fasteignagjöldin eru á Hólmavík, 234 þúsund krónur, sem eru 60% af hæstu gjöldunum. Næst- lægst eru fasteignagjöldin í Bol- ungarvík og þau þriðju lægstu á Vopnafirði. Í þessum útreikningum er miðað við öll svokölluð fasteignagjöld; fasteignaskatt, lóðarleigu, fráveitu-, vatns- og sorpgjald. 85 milljóna munur á heildarmati  Fasteignagjöldin hæst í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.