Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 6
Árneshreppur á Ströndum NORÐURFJÖRÐUR REYKJARFJÖRÐUR IN GÓ LF SF JÖ RÐ UR 1 2 5 4 6 7 8 3 Djúpavík Gjögur Kjörvogur Flugvöllur 1. Krossnes 2. Verslun/kaffihús/ Bergistangi 3. Steinstún 4. Melar 1 og 2 5. Árnes 1 og 2 6. Bær 8. Litla-Ávík 7. Finnbogastaðir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Enn fækkar bændum í Árneshreppi á Ströndum, en þau Hávarður Bene- diktsson og Sveindís Guðfinnsdóttir, bændur í Kjörvogi, hafa ákveðið að bregða búi í haust og flytja til Hólmavíkur. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að aldurinn færist yfir og þetta er orðið ágætt,“ segir Sveindís í samtali við blaðamann, en þau Há- varður hafa búið í Kjörvogi í yfir 40 ár. Á síðustu árum hafa bændur hætt búskap á Finnbogastöðum, Bæ, Krossnesi og öðru heimilinu í Ár- nesi. Í vetur verður búið áfram með sauðfé í Steinstúni, Melum, Árnesi og Litlu Ávík. Sumar og vetur eins og svart og hvítt „Þetta er fámenn sveit, allt að verða erfiðara og börnin fyrir löngu farin að heiman. Það er ekki trega- laust sem við förum, en þetta er bara svona og kannski það sem verður. Landið minnkar til dæmis ekkert sem þarf að smala og sums staðar eru reglur um hversu lengi fólk megi vinna, “ segir Sveindís. Bæði hún og Hávarður eru frá Ár- nesi, þannig að ræturnar liggja í hreppnum. Göngur eru fram undan og bænd- ur í Árneshreppi smala inn að Kald- bak og norður í Eyvindarfjörð. Í Kjörvogi voru 220-30 ær á húsum í fyrravetur og segir Sveindís að féð verði ýmist selt til lífs eða það fari í sláturhús. Þau hafa verið með afgreiðslu og flugumsjón á flugvellinum á Gjögri í tæp 20 ár, en þangað flýgur Flug- félagið Ernir einu sinni í viku yfir sumartímann, en tvisvar í viku yfir veturinn. Sveindís hefur verið flug- vallarstjóri og segir að Isavia muni væntanlega ráða í starfið á næst- unni. Hávarður og fjölskylda sóttu lengi sjó frá Norðurfirði en hættu því fyrir nokkrum árum. Sveindís tekur undir að það sé tvennt ólíkt, eins og svart og hvítt, að dvelja í Árneshreppi í paradís sumarsins og einangrun vetrarins. Vegurinn úr Bjarnarfirði norður í Árneshrepp hefur verið ruddur einu sinni frá hausti fram til 5. janúar en ekkert eftir það fram til 20. mars. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Breytingar Þau Sveindís Guðfinnsdóttir og Hávarður Benediktsson, bændur í Kjörvogi, taka við póstinum á flug- vellinum á Gjögri fyrir fimm árum, en þar hafa þau sinnt þjónustu og afgreiðslu í tæplega 20 ár. Enn fækkar bænd- um í Árneshreppi  Kveðja Kjörvog með trega  Búið verður með sauðfé á fjórum bæjum  Hafa unnið við flugvöllinn á Gjögri í 20 ár 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn Skólahald verður ekki í Árneshreppi í vetur, en tveir nemendur voru í skól- anum á Finnbogastöðum í fyrravetur. Eitt barn er á grunnskólaaldri í hreppnum og verða þær mæðgur Jó- hanna Engilráð Hrafnsdóttir og Elín Agla Briem á Drangsnesi. Þær verða áfram með lögheimili í Árneshreppi, þar sem Elín Agla er vigtarmaður og hafnarstjóri í Norðurfirði. „Það er afskaplega sorglegt að skólahald skuli ekki verða í hreppn- um í vetur,“ segir Eva Sigurbjörns- dóttir, oddviti í Árneshreppi. „Það er tæpast gerlegt fyrir okkur sem sam- félag að halda úti skóla með eitt barn og félagslega er það varla hollt fyrir barn að vera eitt í skóla. Ég er enn að vona að það fjölgi aftur hjá okkur, maður á aldrei að gefa upp vonina og ég leyfi mér að láta bjartsýnina ráða.“ Unnið að námskeiðahaldi Eva segir að unnið sé að því að halda námskeið í skólanum fyrir börn og unglinga og jafnvel fullorðna. Fyrsta námskeiðið verði í september fyrir börn 10 ára og eldri m.a. í sam- starfi við grunnskólann á Drangsnesi og tengist efni þess heimasmölun og haustverkum í sauðfjárrækt með sögulegu ívafi. Fleiri námskeið séu í undirbúningi og ekki skorti hug- myndir, sem skemmtilegt geti verið að taka fyrir. Margir koma að því að þróa starfsemi í skólanum til fram- tíðar með breyttu sniði. Spurð um fjölda íbúa í Árneshreppi segir Eva að nú séu 47 manns með lögheimili í hreppnum, en hart var deilt um skráningu fólks á lögheimili fyrir sveitarstjórnarkosningar síð- asta vor. „Fyrir utan þá sem voru af- skráðir fyrir kosningar hafa ein- hverjir skipt um lögheimili, sem segir einhverja sögu,“ segir Eva. Spurð hvort sameining við önnur sveitarfélög, til dæmis Strandabyggð, komi til greina, segir Eva: „Nei, ekki að svo komnu máli, við eigum hér óleyst mál sem við þurfum að leysa,“ og vísar þar til m.a. áforma um Hval- árvirkjun í Ófeigsfirði. Hún segir að fækkun sveitarfélaga hafi lengi verið til umræðu og segist meðvituð um að Árneshreppur verði hugsanlega sam- einaður öðrum. Eins og áður hafa margir ferða- menn lagt leið sína í Árneshrepp í sumar en þeim er farið að fækka. Frá Norðurfirði hafa strandveiðibátar ró- ið, en vertíð þeirra lýkur í lok mán- aðarins. Einhverjir sem eigi kvóta muni þó róa fram í september. Eva segir að síðustu daga hafi ver- ið erfiðleikar í Norðurfirði með nýleg- an löndunarkrana, sem er knúinn raf- magni. Bilunin segi svolítið um hvernig sveiflandi eins fasa rafmagn virki í Árneshreppi. Blendnar tilfinningar „Skólasetningin á Drangsnesi á miðvikudag var mjög falleg, en fyrir okkur mæðgur voru tilfinningarnar blendnar,“ segir Elín Agla Briem, sem síðustu ár hefur starfað í Finn- bogastaðaskóla. Eftir óvissu með skólahald fram eftir sumri síðustu ár hafi ævinlega ræst úr, en við skóla- setninguna hafi henni endanlega orð- ið ljóst að ekki yrði skóli í Árnes- hreppi í vetur. Hún rifjar upp að skólahald hófst á Finnbogastöðum 1929 eða fyrir tæp- um 90 árum. Guðmundur Þ. Guð- mundsson hafði annast farkennslu í sveitinni, en vegna erfiðleika við skólahaldið ákvað hann að beita sér fyrir því að koma upp föstu skóla- húsnæði og byggði heimavistarskóla fyrir eigin reikning. Hann hóf kennslu í nýju skólahúsi haustið 1929, en saga þess húss varð skammvinn því það brann 1933. Guðmundur byggði nýtt skólahús skömmu seinna og er það að meginhluta það hús sem kennt var í þar til síðasta vor. Búa áfram í Árneshreppi Að lokinni skólasetningu á Drangs- nesi keyrði Elín Agla norður í Norð- urfjörð og vann við löndun fram á kvöld. Næstu daga muni hún fara á milli Drangsness og Norðurfjarðar þar til haustvertíðinni lýkur. Hún og Jóhanna ætli sér að búa áfram í Ár- neshreppi og stefna á að fara sem oft- ast norður um helgar. „Ég á reyndar eftir að sjá hvernig það gengur og veit ekki hvort það verður rutt eftir áramót vegna barns sem vill komast heim til sín,“ segir Elín Agla. Hún segir óljóst hvað hún taki sér fyrir hendur á Drangsnesi. Vinna við sundlaugina eða við beitingu komi til greina, en í símaskrá er hún titluð þjóðmenningarbóndi. aij@mbl.is Ekkert skólahald á Finnboga- stöðum í vetur  Sorgleg staða  Í skóla á Drangsnesi Löng saga Skólahald hófst á Finn- bogastöðum árið 1929. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ráðast þarf í verulegar umbætur á vestursvæðum Seltjarnarness þar sem meðal annars er að finna vinsælt útivistarsvæði við Gróttu. Þetta er mat Karenar Maríu Jónsdóttur, varabæjarfulltrúa sem situr í umhverfisnefnd bæj- arins. Karen ritar grein í Nesfréttir þar sem hún segir að stöðugur straumur ferðamanna út í Gróttu kalli á aðgerðir, komið sé að þol- mörkum. Segir hún að kríur ráð- ist á dróna til að verja varp sitt, ruslatunnur séu yfirfullar og upp- lýsingar skorti um umgengni. „Hvergi er hægt að sinna grunn- þörfum svo sem leita skjóls, fara á klósett eða fá sér að borða,“ skrif- ar varabæjarfulltrúinn. Hún leggur til að veginum niður að Snoppu, þar sem nú er bíla- stæði, verði lokað en þess í stað verði bílastæði við húsið Ráða- gerði sem bærinn festi nýlega kaup á. Þar verði jafnframt mið- stöð þar sem gestir verði upplýstir um svæðið og umgengni þar. Leggur Karen til að sótt verði um fé í Framkvæmdasjóð ferða- mannastaða og þetta svæði verði sett á forgangslista yfir áfanga- staði á höfuðborgarsvæðinu sem byggja þarf upp. Vill loka veginum að Gróttuvita vegna ágangs  Komið að þolmörkum vegna stöðugs straums fólks Morgunblaðið/Hari Grótta Vestursvæðin á Seltjarnarnesi njóta mikilla vinsælda til útivistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.