Morgunblaðið - 24.08.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Vilt þú sitja ASÍ þing
fyrir VR?
VR óskar eftir frambjóðendum
meðal félagsmanna á
framboðslista stjórnar
og trúnaðarráðs félagsins
í kosningunum.
Þar sem fjöldi er takmarkaður er ekki hægt að lofa að allir sem bjóða sig frammuni hljóta
sæti á listanum. Einnig verður stillt upp lista varamanna sem oftar en ekki þarf að grípa til
þar sem algengt er að fólk heltist úr lestinni er nær dregur.
Ákveðið hefur verið að viðhafa
listakosningu með allsherjar
atkvæðagreiðslu um þingfulltrúa VR á
þing Alþýðusambands Íslands dagana
24.–26. október næstkomandi.
Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem
þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega
sendu tölvupóst á vr@vr.is fyrir
kl. 12.00 á hádegi þann 29. ágúst
næstkomandi með upplýsingum
um nafn og kennitölu.
Félag foreldra leikskólabarna í
Reykjavík vill beita sér fyrir því að
kjör ófaglærðs starfsfólks í leik-
skólum verði bætt svo starfið verði
eftirsóknarverðara.
Haft var eftir Helga Þór Guð-
mundssyni, stjórnarmanni í félag-
inu, í Morgunblaðinu í gær að hluti
mannekluvanda í leikskólum borg-
arinnar væri að ófaglærðir ein-
staklingar ynnu á leikskólum undir
lágmörkum kjarasamninga fyrir
borgina.
Helgi sagði við Morgunblaðið í
gær að hann hefði verið að vísa til
þess hóps leikskólastarfsfólks, sem
starfar á lágum launum eftir kjara-
samningi Eflingar, en ekki undir
mörkum kjarasamninga. Helgi seg-
ir þann hóp vera reyndan og einn
af burðarásum alls leikskólakerfis í
Reykjavík sem þó brenni gjarnan
út í starfi vegna mikils álags og
lágra launa. Þá hafi það ekki mögu-
leika á því að hækka laun sín, t.d.
með yfirvinnu. Félagið standi þétt
að baki þessum hópi og vilji beita
sér fyrir því að kjör þessa starfs-
fólks verði bætt svo það haldist
fremur í starfi á leikskólum. Eins
vildi Helgi árétta að ummæli í
fréttinni í gær um sumarfrí leik-
skólabarna hefðu verið sett fram í
samhengi við mannekluástand sem
leiddi í einhverjum tilvikum til þess
að foreldrar hefðu þurft að taka
launalaust leyfi yfir sumartímann
eða finna börnunum pössun. Sum-
arfrí væru börnum mikilvæg og
nauðsynleg en þetta rýrði rétt
barnanna til samverustunda með
fjölskyldum sínum.
Vilja styðja ófag-
lært starfsfólk
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Biðin í eitt til eitt og hálft ár eftir
aðgerð er glórulaus og algerlega óá-
sættanleg. Ég var með kvölum,
veigraði mér við að fara á mannamót
og fannst ég vera að einangrast
heima. Þetta er mín saga og hundr-
aða annarra Íslendinga,“ segir Leif-
ur Aðalsteinsson, 74 ára maður sem
síðast starfaði sem rannsóknar-
maður hjá Hafrannsóknastofnun.
Hann tók þann kostinn að fara í
mjaðmaraðgerð á einkasjúkrahús í
Svíþjóð, á kostnað íslenska ríkisins,
af því að hann komst ekki að á
Landspítalanum og ríkið semur ekki
við einkasjúkrahús hér.
„Það eru tveir biðlistar. Fyrst
þarf að bíða í 6-8 mánuði eftir að fá
viðtal við bæklunarlækni á
Landspítalanum, einungis til að fá
staðfestingu á því að maður sé slit-
inn og komist á hinn eiginlega bið-
lista eftir aðgerð. Sú bið er átta mán-
uðir eða ár og hjá flestum er biðin
samtals í eitt til eitt og hálft ár,“ seg-
ir Leifur. Hann segist vita um enn
verri dæmi, eða bið í 22 mánuði.
Fólk sé í misjöfnu ástandi. Sumir
séu með óbærilegar kvalir og þurfi
að bryðja verkjalyf.
Ekki geta allir farið út
„Það átta sig ekki allir á því hvað
þetta er mikið óréttlæti. Ég hef
stundum sagt við vini mína, til að út-
skýra málið, að ef ég vaknaði með
svæsna tannpínu og pantaði tíma á
tannlæknastofu en yrði að bíða í 6-8
mánuði eftir tíma myndi mér bregða
í brún. Þegar ég svo kæmi á stofuna
fengi ég skoðun og þau svör að ég
væri nú kominn á biðlista og hægt
yrði að gera við tönnina eftir nærri
ár. Ég efast um að nokkur myndi
sætta sig við það,“ segir Leifur.
Þegar Leifur sá fram á langa bið
eftir aðgerð pantaði hann viðtal hjá
Hjálmari Þorsteinssyni, yfirlækni á
Klíníkinni. Hjálmar hjálpaði honum
að fylla út umsókn til Sjúkratrygg-
inga þar sem sótt var um endur-
greiðslu á kostnaði við að fara í að-
gerð í Klíníkinni og til vara að fara í
aðgerð á einkasjúkrahús í Svíþjóð á
kostnað ríkisins. Leifur segist hafa
fengið svar skömmu síðar þar sem
fram hafi komið að ekki væri samn-
ingur við Klíníkina en hann gæti far-
ið til Svíþjóðar. Var hann kominn
þangað eftir um það bil tvo mánuði.
Leifur bendir fólki einnig á að það
geti beðið heimilislækni sinn að út-
búa beiðni um aðgerð erlendis.
Ferðin tekur um það bil viku og
heimferðin getur verið erfið vegna
þess að sjúklingurinn þarf að sitja á
sárinu í bíl, í flughöfnum og flugvél,
jafnvel þótt ríkið greiði flugmiða á
Saga Class. Tekur Leifur fram að
hann hafi aldrei áður keypt sér flug-
miða á dýrasta farrými.
„Það treysta sér ekkert allir í
þetta ferðalag, sem von er. Sumir
eru það illa haldnir að þeir bugast og
verða að kaupa sér aðgerð hjá
Klíníkinni og taka til þess bankalán
til 3-5 ára. Það er sárt að vita fólk í
þessari stöðu. Það er nefnilega ekki
aðeins efnafólk sem lendir í þessu. Í
sjálfu sér er heldur ekkert á móti því
að fólk sem á peninga noti þá í þetta.
Það kemur okkur ekki við. Það er já-
kvætt að því leyti að þá fækkar á
biðlistunum hjá Landspítalanum og
aðrir komast fyrr að.“
Honum reiknast til að kostnaður
Sjúkratrygginga við sjúkrahús, flug,
hótel og uppihald, bílaleigubíl og
fylgdarmann hafi verið um 3,5 millj-
ónir króna. Peningarnir renni inn í
sænska hagkerfið. Sama aðgerð á
Klíníkinni kosti 1.200 þúsund kr.
Inni í þeirri tölu séu laun bækl-
unarlæknis, svæfingarlæknis og
hjúkrunarfræðinga og þjónusta Klí-
níkurinnar. Allar þessar greiðslur
fari út í íslenska hagkerfið, auk þess
sem 400 þúsund af heildarfjárhæð-
inni renni til ríkisins í formi skatta
starfsfólks. Bæði sjúkrahúsin eru
einkarekin. Ríkið greiði fjölda að-
gerða á einkastofum hér, til dæmis
axlaaðgerðir í Orkuhúsinu og augn-
steinaaðgerðir.
Glórulaus afstaða ráðherra
Leifur hefur þung orð um heil-
brigðisyfirvöld, sem neiti samn-
ingum við Klíníkina og valdi sjúk-
lingum þessum erfiðleikum.
„Heilbrigðisráðherra stendur á því
eins og hundur á hörðu roði að ekki
megi skipta við þetta fyrirtæki. Það
er alveg glórulaus afstaða. Það er
líka misskilningur að Sjúkratrygg-
ingar neiti að semja við Klíníkina,
stjórnendur þar vilja gjarnan spara
fjármuni ríkisins en það eru ráða-
menn sem stoppa það af. Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
gæti kippt þessu í liðinn með einu
pennastriki,“ segir Leifur.
Ráðherra gæti kippt þessu í
liðinn með einu pennastriki
Leifur Aðalsteinsson lýsir samskiptum sínum og annarra við heilbrigðisyfirvöld
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Heima Leifur Aðalsteinsson er heima að jafna sig eftir mjaðmaraðgerð í Svíþjóð. Hann gengur um á hækjum fyrstu
dagana. Leifur er brattur en ósáttur við kerfið sem veldur fólki þjáningum vegna pólitískrar kreddu.
Ingi Tryggvason, fyrr-
verandi alþingismaður
og formaður Stéttar-
sambands bænda lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Húsa-
vík aðfaranótt mið-
vikudags 22. ágúst, 97
ára að aldri.
Ingi fæddist 14.
febrúar 1921 á Litlu-
Laugum í Reykjadal í
Suður-Þingeyjarsýslu,
sonur hjónanna Unnar
Sigurjónsdóttur hús-
móður og Tryggva Sig-
tryggssonar bónda.
Ingi stundaði nám við Héraðsskól-
ann á Laugum, tók kennarapróf frá
KÍ 1942, viðbótarnám við Kenn-
araskólann í Kaupmannahöfn 1946-
1947 og auk þess nám í ensku og
enskum bókmenntum í London
1947-1948.
Ingi stundaði kennslustörf til
1970, lengst af við Héraðsskólann á
Laugum. Jafnhliða kennslu reisti
Ingi nýbýlið Kárhól í Reykjadal og
stundaði þar búskap jafnhliða öðrum
störfum til 1985, en 1988 hóf hann
ferðaþjónustubúskap á Narfastöð-
um í sömu sveit auk þess að vera þar
skógarbóndi til dánardags.
Ingi sat í hreppsnefnd Reykdæla-
hrepps 1966-1974, sat í skólanefnd
Héraðsskólans á Laugum 1974-1982,
formaður um tíma. Ingi var stjórn-
armaður í Sparisjóði
Reykdæla (síðar Þing-
eyinga) 1952-1982 og
lengst af einnig spari-
sjóðsstjóri. Ingi sat og í
stjórn Sambands ís-
lenskra sparisjóða um
árabil.
Ingi gegndi fjölda
trúnaðarstarfa fyrir
bændasamtökin, sat
m.a. í stjórn fram-
leiðsluráðs landbún-
aðarins og Stétt-
arsambands bænda um
árabil og formaður
þess 1981-1987. Þá var
hann í stjórn Landverndar 1975-
1981. Ingi kom að uppbyggingu
Ferðaþjónustu bænda og gegndi þar
stjórnarsetu og formennsku um ára-
bil.
Ingi var varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins 1971-1974 og 1978-
1979 og þingmaður Framsókn-
arflokksins 1974-1978. Ingi sat á
þingi SÞ haustið 1978.
Eiginkona Inga var Anna Septíma
Þorsteinsdóttir sem lést 1986. Þau
eignuðust fimm syni, Hauk Þór og
Tryggva sem báðir eru látnir, Þor-
stein Helga, Steingrím og Unnstein.
Barnabörnin eru átta og langafa-
börnin níu. Sambýliskona Inga til
tæpra þriggja áratuga var Unnur
Kolbeinsdóttir en hún lést í sept-
ember 2016.
Andlát
Ingi Tryggvason
Á forsíðu Morgunblaðsins í gær mis-
ritaðist föðurnafn Auðar Bjarna-
dóttur bæði í texta og myndatexta.
Hún var sögð Bárðardóttir en er
Bjarnadóttir.
Sat á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
Mishermt var í grein í Morg-
unblaðinu í gær að Guðrún Lár-
usdóttir hefði setið á þingi fyrir
Íhaldsflokkinn þegar hún lést í bíl-
slysi í ágúst 1938. Hún var þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
Misritað föðurnafn