Morgunblaðið - 24.08.2018, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
✝ Einar GunnarÁsgeirsson
fæddist í Reykjavík
8. júní 1934 og ólst
upp á Njálsgötu 69
og frá 1948 á Lang-
holtsvegi 143. Hann
lést 14. ágúst 2018.
Einar Gunnar
var kaupmaður og
stofnandi versl-
unarinnar Litavers.
Foreldrar hans
voru Ásgeir Valur Einarsson
veggfóðrarameistari, f. 15.
ágúst 1911, d. 25. mars 1988, og
Sigríður Beinteinsdóttir, f. 26.
júlí 1913, d. 1. september 2011.
Einar Gunnar giftist Guðríði
Guðmundsdóttur, f. 22. nóv-
Gunnars er Sigrún Hjaltested, f.
8. febrúar 1936. Börn hennar
eru: 1) Pétur Guðmundsson, f.
11. apríl 1957, giftur Guðrúnu
K. Bachmann, f. 19. mars 1953.
Eiga þau tvö börn. 2) Rúna H.
Guðmundsdóttir, f. 6. ágúst
1958, gift Heimi Karlssyni, f. 18.
mars 1961. Rúna á eitt barn frá
fyrra hjónabandi en þau eiga
tvö börn saman. 3) Bragi Guð-
mundsson, f. 26. mars 1962, gift-
ur Hjördísi Sævarsdóttur, f. 6.
júní 1964. Eiga þau þrjú börn. 4)
Snævarr Guðmundsson, f. 28.
október 1963, í sambúð með Sig-
ríði Guðnýju Björgvinsdóttur, f.
20. nóvember 1958. Snævarr á
tvö börn frá fyrra hjónabandi. 5)
Snorri Guðmundsson, f. 28. nóv-
ember 1963, giftur Lindu Guð-
mundsdóttur, f. 1. október 1961.
Snorri á eitt barn frá fyrra
hjónabandi.
Útför Einars Gunnars fer
fram frá Bústaðakirkju í dag,
24. ágúst 2018, klukkan 13.
ember 1931. Þau
skildu. Börn þeirra:
1) Hannes, f. 25.
apríl 1957, giftist
Guðrúnu Sigurð-
ardóttur, f. 3. jan-
úar 1960. Þau
skildu. Eiga þau
eitt barn. Sambýlis-
kona Hannesar er
Guðrún Ólafsdóttir,
f. 14. janúar 1946,
og á hún tvö börn.
2) Örn, f. 29. nóvember 1959,
giftur Nínu Stefánsdóttur, f. 6.
apríl 1962. Þau eiga fjögur
börn. 3) Ómar, f. 6. apríl 1961,
giftur Höllu Magnúsdóttur, f. 2.
júní 1967. Eiga þau tvö börn.
Síðari eiginkona Einars
Í dag kveðjum við bræður
pabba okkar. Margar eru minn-
ingarnar og segja má að þær
skiptist í tvo kafla, þ.e. fyrir og eft-
ir skilnað hans við móður okkar,
Guðríði Guðmundsdóttur, árið
1973.
Á uppvaxtarárum okkar stofn-
aði pabbi Litaver sf. og hafði stór-
tækar hugmyndir með það fyrir-
tæki. Þá bjuggum við á
Grensásvegi 60 og fluttum síðar í
Langagerði 118. Við bræðurnir
allir ásamt fleiri ættingjum og vin-
um störfuðum í Litaver í lengri
eða styttri tíma ýmist í sumar-
vinnu eða meira. Pabbi og mamma
höfðu mjög gaman af því að
ferðast um landið og nokkur sum-
ur í röð fórum við fjölskyldan í
tjaldútilegur ásamt tíkinni
Twiggy. Oft var farið austur á
Laugarvatn og komið við í Laug-
arási þar sem ættingjar áttu sum-
arhús en einnig var Borgarfjörð-
urinn vinsæll. Pabbi hafði
sérstaklega gaman af því að koma
við á bænum Hurðarbaki hjá
hjónunum Sigríði og Bjarna. Þar
var sundlaug og segja má að þar
höfum við bræðurnir lært að
synda.
Pabbi var hugmyndaríkur og
var djarfur að hrinda hugmyndum
sínum í framkvæmd. Hann bjó til
fjölmargar auglýsingar fyrir Lita-
ver sem sýndar voru í sjónvarpinu
og bjó m.a. til hið fræga slagorð
„Ertu að byggja? Viltu breyta?
Þarftu að bæta?“ Eitt árið setti
hann upp gríðarlega stóran loft-
belg sem staðsettur var í mikilli
hæð fyrir ofan búðina á Grensás-
veginum. Á loftbelgnum stóð
stórum stöfum LITAVER og
blasti hann við öllum sem áttu leið
um Miklubrautina. Belgurinn góði
endaði svo líf sitt þegar einhver
skaut á hann með loftriffli svo
hann sveiflaðist út og suður og reif
upp fjölmörg sjónvarpsloftnet.
Allt kom svo í sjónvarpsfréttunum
sem var kannski stærsta auglýs-
ingin fyrir Litaver.
Stuttu eftir skilnaðinn við móð-
ur okkar hóf pabbi sambúð með
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sess-
elju Sigrúnu Hjaltested. Þau gift-
ust og bjuggu allt sitt hjónaband í
Grundargerði 8 í Reykjavík.
Árið 1994 veiktist pabbi af
kransæðastíflu og það breytti lífi
hans nokkuð. Það sama ár seldi
hann Litaver. Hann fór þá að hafa
meira samband við okkur bræð-
urna og hittumst við allir einu
sinni til tvisvar í viku á gamla
Litaversplaninu, þaðan sem við
keyrðum upp í Litlu kaffistofu og
fengum okkur súpu. Þessum sið
héldum við í mörg ár og þá var
mikið hlegið og margt rifjað upp.
Fyrir fjórum árum var heilsa
pabba orðin það léleg að hann
fékk pláss á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum en fram að því
hafði Sigrún kona hans sinnt hon-
um af mikilli eljusemi og um-
hyggju. Við bræðurnir héldum
áfram að gera reglulegar ferðir til
hans á Droplaugarstaði og fórum
gjarnan með hann í bíltúra sem
honum þótti alltaf gaman. Þess á
milli naut hann frábærrar umönn-
unar starfsfólksins á Droplaugar-
stöðum og kunnum við því bestu
þakkir fyrir.
Nú kveðjum við þig, pabbi, með
söknuði og geymum allar góðar
minningar í hjarta okkar. Við
bræðurnir erum sammála um það
að lífið heldur áfram á andlega
sviðinu og viljum við trúa því að
vel verði tekið á móti þér og von-
andi sjáumst við aftur síðar.
Hannes, Örn og Ómar.
Meira: mbl.is/minningar
Það eru tímamót og minning-
arnar streyma fram því leiðir okk-
ar bræðranna, mínar og Einars
Gunnars Ásgeirssonar hafa nú
skilið, um sinn, við andlát hans.
Við nutum öryggis og um-
hyggju hjá foreldrum okkar Sig-
ríði Beinteinsdóttur og Ásgeiri
Val Einarssyni á Langholtsvegi
143. Eftir lifa Beinteinn sem er
elstur og Valgeir sem er yngstur
okkar bræðra og undirritaður
Ólafur Már.
Einar Gunnar var ellefu árum
eldri en ég og Beinteinn bróðir
þrettán árum eldri og ólst ég upp
með þessum eldri bræðrum sem
voru fyrirmyndir mínar eins og
lög gera ráð fyrir. Lengi vel hélt
ég að Einar Gunnar bróðir héti
bara Gunnar því hann var aldrei
kallaður neitt annað. Margir
þekktu hann aðeins með því nafni
og var hann því Gunnar í huga
flestra vina og vandamanna.
Það festist í minni mínu hvað
Gunni átti erfitt með á þeim árum
sem ég man fyrst eftir honum, að
fara á fætur. Það gekk mikið á því
hann þurfti að ná strætó á réttum
tíma, því ekki vildi mamma, þessi
nákvæma kona, að unglingurinn
mætti of seint í vinnuna. Hún
gerði ítrekaðar tilraunir til að
koma honum á fætur, og ég fann
að ég yrði að koma henni til hjálp-
ar því ekki vildi ég að Gunni yrði
okkur til skammar og sjálfum sér
til vansa. Ég reif af honum sæng-
ina og þá vildi hann hefna sín og
eltingarleikur hófst um allt húsið
og ég hljóp hálfskelkaður undan.
Ég fann að Gunni bróðir var ekki
ánægður með litla bróður, en
þetta uppátæki vakti hann svo um
munaði og hann náði réttum
strætó.
Gunni var til sjós á Þorkeli
Mána, þeim sögufræga síðutogara
og fiskurinn var seldur erlendis.
Litli bróðirinn var oft í huga sjó-
mannsins bróður míns í útlöndum,
því þeir voru margir kappaksturs-
bílarnir og trukkarnir sem hann
gaf mér.
Nú við þessi tímamót ylja gjaf-
irnar enn, þó að langt sé liðið, því
að ég man gleðina og stoltið yfir
stóra bróður á sjónum sem hugs-
aði heim til mín.
Árin liðu og Gunnar stofnaði
Litaver. Þar vantaði afgreiðslu-
mann og að sjálfsögðu var ég sett-
ur í það. Litaver óx hratt í hönd-
unum á Gunnari. Síðar lærði ég
fjölskyldufagið, veggfóðrun og
dúklögn, og þannig varð samband
okkar náið, því ég þurfti oft að
sækja efni í búðina.
Þegar á ævina leið styrkti það
vináttu okkar að við fórum að spila
golf saman. Við spiluðum bæði
hérlendis og erlendis og ferð okk-
ar til Flórída er ein af þeim
skemmtilegustu. Við hlógum mik-
ið og gerðum grín að hvor öðrum.
Mér er minnisstætt þegar ég var
búinn að slá sex högg án þess að
komast upp úr sandglompu, þá
sagði Gunni að ég skyldi bara
halda áfram, hann kæmi eftir
kvöldmat að sækja mig.
Ef ég gæti ávarpað bróður
minn yfir mörk lífs og dauða
myndi ég segja: Elsku Gunni
minn, þakka þér yndislegar minn-
ingar og góða vináttu, ég mun
sakna þín mikið.
Þinn bróðir
Ólafur Már.
Í dag kveð ég mág minn, Einar
Gunnar.
Við hittumst fyrst þegar við Óli
Már litli bróðir hans, vorum feng-
in til að passa syni hans Hannes,
Örn, og Ómar. Þó að Gunnar væri
11 árum eldri en Óli þá voru þeir
alla tíð mjög góðir vinir, og mikill
samgangur okkar á milli. Þegar
Gunnar giftist Sigrúnu þá kom í
ljós að við tvær áttum mörg sam-
eiginleg áhugamál, og þá fórum
við að ferðast meira saman innan-
lands sem utan eins og t.d. til Ír-
lands, Parísar og Englands.
Gunnar var alltaf mikill prakkari í
sér og komst fljótt í kynni við
ótrúlegasta fólk, og börn urðu
fljótt hænd að honum. Það eru
margar yndislegar minningar eft-
ir þessi ríflega 55 ára kynni og
mörg gullkornin sem hægt er að
rifja upp í framtíðinni. Ég þakka
samfylgdina og vináttuna, minn-
ingarnar munu lifa áfram.
Camilla Th.
Gunnar frændi var stór karakt-
er. Hann var líka stór vexti, há-
vaxinn og myndarlegur. Þegar ég
var lítil stúlka fannst mér Gunnar
besti frændi í heimi.
Stundum birtist hann án fyrir-
vara og bauð okkur systkinunum í
ísbíltúra, sem þá var vinsæl
dægradvöl. Svo man ég einnig eft-
ir bíóferð í Hafnarbíó á „Gauj og
Gokke“ sem endaði með stoppi í
verslun hans Litaveri, þar sem við
máttum velja okkur mottur til að
hafa í herbergjunum okkar.
Þegar ég var 12 ára réð Gunnar
mig í vinnu á laugardögum til að
svara í síma og hita kaffið fyrir
starfsfólkið í Litaveri og fannst
mér það mikil upphefð.
Honum fannst hann eiga heil-
mikið í mér þar sem ég var ná-
frænka hans og ég man eftir
nokkrum skiptum þar sem hann
og pabbi tókust á um það hvor
fengi að leiða mig inn kirkjugólfið
ef ég nokkurn tíma tæki upp á því
að gifta mig! Ég man að mér
fannst erfitt að neita Gunnari um
þetta þar sem hann átti þrjá
myndarlega drengi en enga stelpu
sjálfur og gæti þar af leiðandi
aldrei leitt neinn upp að altari.
Pabbi minnti mig þá á að ég væri
líka eina stelpan hans! Þegar ég
fór til náms í París komu Gunnar
og Sigrún oft þangað og fórum við
þá og fengum okkur kaffi eins og
almennilegir „stórborgarar“,
Gunnar frændi elskaði París.
Hann var skemmtilegur og uppá-
tækjasamur og oft var hlegið mik-
ið og gantast. Ég mun sakna þessa
stóra frænda míns, og þakka fyrir
allar góðar stundir sem ég átti
með honum og Sigrúnu.
Hvíl í friði.
María frænka (Maja).
Það var árið 1974 sem ég fékk
sumarstarf hjá versluninni Lita-
veri og kynntist ég þá Einari
Gunnari eða Gunnari eins og hann
var yfirleitt kallaður. Faðir minn,
Benedikt, sem Gunnar þekkti frá
fornu fari, hitti Gunnar á förnum
vegi og datt í hug að spyrja hvort
hann hefði sumarstarf fyrir mig
og gekk það eftir.
Ég starfaði síðan hjá Litaveri
öll sumur frá 1974 til 1980, nokkur
skipti um jólin og einn vetur á
menntaskólaárunum vann ég á
föstudagseftirmiðdögum og laug-
ardagsmorgnum. Í byrjun sinnti
ég ýmsum störfum á lager, en á
öðru sumri fór ég að afgreiða í
málningarversluninni. Á þessum
tíma var talsverður uppgangur
hjá Litaveri. Velta búðarinnar var
þá mest í teppum, en Gunnar var
stórhuga í að ná góðri markaðs-
stöðu á málningarmarkaðnum.
Þetta var skemmtilegur tími. Yf-
irleitt var nóg að gera en Gunnar
hikaði ekki við að taka ákvarðanir
sem voru oft afdrifaríkar. Starfs-
fólk kom og fór og einn ágústmán-
uðinn var ég eini starfsmaðurinn í
málningarversluninni og þurfti að
sjá um að panta, raða í hillur og af-
greiða.
Þetta gekk upp, en var ekki
auðvelt. Gunnar hafði engar
áhyggjur af því að þetta gæti ekki
gengið eftir og hafði reyndar gam-
an af þessu. Hann tryggði síðan
með traustum ráðningum undir
lok starfstíma míns að mikill stöð-
ugleiki fékkst á rekstur málning-
arbúðarinnar.
Gunnar var litríkur persónu-
leiki sem byggði upp Litaver af
miklum dugnaði. Hann reyndist
mér vel og var alltaf hlýr í minn
garð. Vinnan hjá honum í Litaveri
var mjög lærdómsrík og veitti
mér reynslu sem nýst hefur mér
vel. Kann ég honum miklar þakkir
fyrir það.
Á þessum tíma kynntist ég
mörgu góðu fólki sem starfaði hjá
Litaveri, þar á meðal fjölskyldu
Gunnars.
Ég votta Sigrúnu og fjölskyldu
Einars Gunnars Ásgeirssonar
innilega samúð mína.
Jón Atli Benediktsson.
Einar Gunnar
Ásgeirsson
HINSTA KVEÐJA
Komið er að kveðju-
stund. Erfiðri göngu er lok-
ið og hvíldin kærkomin. Þú
hefur margar orrustur háð
en nú er stríðið á enda.
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson.)
Innilegar samúðarkveðj-
ur, elsku Lilla mín og fjöl-
skylda. Guð gefi þér, Gunn-
ar minn, góða ferð og góða
heimkomu.
Ingibjörg Björnsdóttir
(Inga).
Öll við færum, elsku vinur,
ástarþökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þökkum fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Bragi og Hjördís.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Bróðir okkar og mágur,
SKÚLI MAGNÚSSON
byggingameistari,
lést miðvikudaginn 1. ágúst á hjúkrunar-
deild Hrafnistu, Mánateigi. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimaþjónustunar í Efri byggð og
Hrafnistu fyrir aðstoð í veikindum Skúla.
Þorkell Magnússon og Ásta Kristjánsdóttir
Guðrún F. Magnúsdóttir
Rafn Thorarensen og Guðfinna J. Th. Guðmundsdóttir
Fjóla Guðlaugsdóttir
Við sendum innilegar þakkir til allra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, ömmu og tengdamóður,
HELGU S. ÞORKELSDÓTTUR.
Andrés Þórðarson
Þorkell Andrésson Nanna Þóra Andrésdóttir
Laufey Ámundadóttir Fanney Hrafnsdóttir
Andrés Þorkelsson Guðberg Hrafnsson
Guðrún Lilja Þorkelsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
BÓEL ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Svanavatni,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu,
þriðjudaginn 21. ágúst.
Útförin fer fram frá Voðmúlastaðakapellu, Austur-Landeyjum
laugardaginn 1. september, klukkan 14.
Viðar Marmundsson
Aðalheiður Viðarsdóttir Ottó Ólafur Gunnarsson
Bjarki Viðarsson Sigurbjörg Leifsdóttir
Guðbjörg Viðarsdóttir Jón G. Valgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNÍNA VALGERÐUR
HJARTARDÓTTIR,
Hrauntungu 14, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnhlíð
fimmtudaginn 16. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 27. ágúst
klukkan 13.
Erla Erlendsdóttir Hilmir Sigurðsson
Hreinn H. Erlendsson María S. Magnúsdóttir
Hjörtur V. Erlendsson Guðrún Þ. Benediktsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar