Morgunblaðið - 24.08.2018, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 236. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Arna Dís fær tækifæri
2. „Ég var rosalega reið“
3. Fékk ekki húsnæði og svaf á göngum …
4. Íslenskur fararstjóri sektaður
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Skúlptúr/ Skúlptúr verð-
ur opnuð í Gerðarsafni í kvöld kl. 20
og er hún hluti af sýningaröð sem
ætlað er að skoða skúlptúrinn í sam-
tímanum. Sýningin er sú þriðja í röð-
inni og með öðru sniði en þær fyrri
því fjórir starfandi listamenn ganga
nú til móts við Gerði í yfirstandandi
sýningu sem opnuð var fyrr í sumar.
Listamennirnir eru Áslaug Íris Katrín
Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg
Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir
og Styrmir Örn Guðmundsson og við
opnunina mun Styrmir fremja gjörn-
inginn Organ Orchestra.
Gjörningur við opnun
Söngkonan
Guðrún Óla Jóns-
dóttir, kölluð
Gógó, heldur ein-
söngstónleika í
Lindakirkju í
kvöld kl. 20. Með
henni leika Óskar
Einarsson á píanó
og Páll Elfar Páls-
son á bassa. Á efnisskránni verða
ýmis dægurlög sem Aretha Franklin,
Whitney Houston, The Carpenters,
Abba, Elton John o.fl. hafa gert fræg.
Gógó í Lindakirkju
Gagnrýnandi óperutímaritsins
Opera, Amanda Holloway, fer lof-
samlegum orðum um óperu Daníels
Bjarnasonar, Brothers, eða Bræður,
sem sýnd var hjá Íslensku óperunni
9. júní sl. í leikstjórn Kaspers Hol-
tens og hljómsveitar-
stjórn Daníels. Segir
hún m.a. að hún hafi
ekki séð jafnsannfær-
andi túlkun á áfalla-
streituröskun í
listaverki áður og
sjá megi í óp-
erunni.
Lofsyngur Bræður
Á laugardag Hæg norðlæg átt og stöku skúrir um landið norðan-
og austanvert, en léttskýjað suðvestanlands. Hiti 5 til 13 stig, hlýj-
ast á Suðurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðanátt, skýjað með köflum
og stöku skúrir sunnan- og vestanlands. Súld eða rigning um land-
ið norðan- og austanvert. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi.
VEÐUR
Róbert Geir Gíslason, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segist
vera vongóður um að Hand-
knattleikssamband Evrópu,
EHF, veiti undanþágu og
heimili íslenska landsliðinu
að leika í Laugardalshöll í
undankeppni Evrópumóts-
ins. EHF hefur hins vegar
sett Færeyingum stólinn
fyrir dyrnar vegna þess að
íþróttahallir þeirra uppfylla
ekki kröfur sem gerðar eru
til keppnishúsa. »1
Fær væntanlega
undanþágu
„Það er of snemmt að segja til um
það núna hvað tekur við, hvort ég
held áfram eða fer eitthvað annað.
Nýr þjálfari tekur við þjálfun liðsins á
næsta sumri og hver veit hvað hann
vill gera,“ segir handknattleiks-
maðurinn Alexander Petersson
sem var í sigurliði Rhein-
Neckar Löwen í meistara-
keppninni í Þýskalandi í
fyrrakvöld. Samningur Al-
exanders við félagið rennur
út um mitt næsta
ár en hann hef-
ur verið í her-
búðum
Löwen í sex
ár. »4
Óljóst hvað framtíðin
ber í skauti sér
„Ég er ekki að æfa með liðinu eins og
er. Þessi meiðsli hafa eiginlega verið
að plaga mig frá því í apríl. Ég von-
aðist til þess að það myndi jafna sig í
sumarfríinu en þegar ég byrjaði að
æfa hjá Augsburg eftir fríið var ég lít-
ið skárri,“ sagði Alfreð Finnbogason,
landsliðsmaður í knattspyrnu, sem
verður fjarri góðu gamni í fyrstu
leikjum Augsburg á tímabilinu. »2
Alfreð hefur ekki jafnað
sig af meiðslum í kálfa
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Ég hef verið með í nánast öll skipt-
in sem mótið hefur verið haldið. Í
fyrra náði ég þriðja sæti og hafði þá
ekki komist á pall áður, þannig að
það er óhætt að segja að mér hafi
farið fram, eða vonandi hefur það
verið þannig,“ segir Ragnar Braga-
son, bóndi á Heydalsá og nýkrýndur
Íslandsmeistari í hrútadómum, en
síðustu helgi fór fram sextánda Ís-
landsmeistaramótið í hrútadómum
við Sauðfjársetrið á Ströndum.
Ragnar segir aðspurður að hann
stefni aftur á mótið að ári til þess að
verja titilinn. „Allavega að vera með.
Ég hef gríðarlega gaman af þessu.
Það er sérstakt áhugamál að þukla
og skoða hrútana og spá í hver
þeirra sé bestur,“ segir Ragnar, sem
er öllu vanur þegar kemur að sauðfé,
en hann er með 750 fjár á sínu búi.
Krefst mikillar þjálfunar
„Reynslan kemur með árunum.
Það krefst margra ára þjálfunar að
vera góður í hrútaþukli vegna þess
að matið er huglægt og með árunum
verður maður betri,“ segir Ragnar.
Vegna þess að þuklið byggist á hug-
lægu mati kemur fyrir að fólk verður
ósammála um gæði hrútanna. „Það
er það skemmtilega, menn geta ver-
ið ósammála og haft misjafnar skoð-
anir. Þetta er ekki meitlað í stein,“
segir Ragnar um hrútaþuklið.
Margir keppendur
Rúmlega 50 manns tóku þátt
á Íslandsmeistara-
mótinu í hrútadómum
og var nokkuð um
nýja keppendur í
bland við þá sem hafa
áður tekið þátt. Ragn-
ar tók þátt í flokki
vanra en í flokki
óvanra bar Elín Þóra
Stefánsdóttir sigur úr
býtum. Mikill fjöldi gesta fylgdist
með keppninni og ríkti góð stemning
á staðnum, segir Ragnar. „Þetta er
viðburður sem sumir hlakka til vik-
um saman. Það eru þeir sem mæta
árlega, svona mestu hrútaspeking-
arnir,“ segir Ragnar um mótið í
hrútadómum.
Á meðal gesta voru Englendingar
sem miðuðu Íslandsferðina sér-
staklega við Íslandsmeistaramótið.
„Hingað komu Englendingar, sem
höfðu komið daginn eftir hrútaþukl-
ið í fyrra og miðuðu Íslandsferðina
þetta árið við mótið í hrútadómum.
Þeir ætluðu ekki að missa af því aft-
ur og voru ofsakátir með þetta,“
segir Ester Sigfúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sauðfjársetursins, í
samtali við Morgunblaðið.
Ætlar að verja titilinn að ári
Sextánda Ís-
landsmeistaramót-
ið í hrútadómum
Ljósmynd/Dagrún Ósk Jónsdóttir
Hrútadómar Ragnar Bragason efstur á palli með verðlaunagripinn Horft til himins, sem er í varðveislu sigurvegara
í eitt ár. Í öðru sæti var Elvar Stefánsson í Bolungarvik og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum varð þriðji.
„Ráðunautur byrjar á skoða hóp
hrúta og velur fjóra hrúta til þess
að vera viðfangsefni keppn-
innar. Ráðunauturinn gefur
hrútunum stig eftir bygg-
ingarlagi, mælir þá, t.d. fót-
legg, og vigtar þá. Svo eig-
um við keppendur að gera
það sama,“ segir Ragnar
aðspurður og heldur áfram:
„Við fáum að sjá hvað þeir
eru þungir, hve langur fót-
leggurinn mældist og ómmæl-
inguna á bakvöðvanum. Svo gefum
við stig fyrir byggingareiginleik-
ana. Sá sem kemst næst stigagjöf
ráðunautarins vinnur keppnina.
Við þurfum líka að raða hrútunum
upp eftir gæðum, það er að segja
hver er númer eitt, tvö, þrjú og
fjögur. Sú röð þarf að passa við
gæðamat ráðunautarins,“ segir
Ragnar um keppnina í hrúta-
dómum.
Út á hvað gengur keppnin?
HUGA ÞARF AÐ ÝMSU VIÐ MAT Á GÆÐUM HRÚTA