Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.08.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018 JÓN BERGSSON EHF RAFMAGNSPOTTAR Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is AFP Herveldi Rússnesk herskip á siglingu við Sankti Pétursborg í síðasta mánuði. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að því að styrkja hernaðarstöðu sína á Miðjarðarhafi nærri Sýr- landi. Fréttaveita AFP greinir frá þessu og seg- ir líkur á því að stjórnarher Bashars al-Assads Sýrlandsforseta muni á næstunni gera stórsókn inn í héraðið Idlib og að sveitirnar muni njóta aðstoðar rússneskra hersveita. Héraðið er undir stjórn vopnaðra sveita uppreisnarmanna í Sýr- landi. Stjórnvöld í Kreml segja uppreisnarmenn ætla að setja á svið eiturefnaárás í norðvest- urhluta héraðsins sem myndi þrýsta mjög á vestræn ríki til að bregðast við með herafli. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Banda- ríkjaher nú vera að auka getu sína til loftárása í Mið-Austurlöndum. „Þessari ögrun, sem fram- kvæmd er með aðstoð frá breskum leyniþjón- ustum, er ætlað að styðja við flugskeytaárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á sýr- lenska ríkið,“ segir Igor Konashenkóv, hers- höfðingi og talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, í samtali við rússneska ríkisfjölmið- ilinn RT. Þá sagði John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi beita efnavopnum myndu Bandaríkin „bregðast mjög harkalega“ við og að Sýrlands- stjórn ætti að taka það til rækilegrar umhugs- unar. Ummælin lét hann falla fyrir um viku. Viðbúnaður aukinn á Miðjarðarhafi Fréttaveita AFP segist hafa heimildir fyrir því að stjórnvöld í Rússlandi hafi nú sent tvö herskip til viðbótar inn á Miðjarðarhaf auk öfl- ugs loftvarnarkerfis. Eru Rússar nú sagðir hafa alls tíu herskip og tvo kjarnorkuknúna kafbáta við strendur Sýrlands, en herafli þessi mun vera sá öflugasti á svæðinu frá því að Rússar hófu að veita Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hernað- araðstoð í september árið 2015. Þá eru rússnesk stjórnvöld sögð hafa í hyggju að senda enn fleiri herskip upp að ströndum Sýrlands á næstunni. Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu um miðjan apríl sl. sameiginlegar loftárásir gegn sveitum Sýrlandsforseta. Voru þær svar við efnavopnaárás sem gerð var í Douma, en henni var beint gegn almennum borgurum Sýrlands. Stjórnvöld í Rússlandi stóðu þá við hlið Sýr- landsstjórnar og héldu því fram að Hvítu hjálm- arnir svonefndu, sem þekktir eru fyrir björg- unar- og hjálparstarf í landinu, hefðu staðið að baki árásinni. Umfangsmikil heræfing á næstunni Í næsta mánuði mun rússneski herinn standa fyrir umfangsmestu heræfingu Rússa frá lokum kalda stríðsins. Greinir breska ríkisútvarpið frá því að um 300.000 manns muni taka þátt í æfing- unni sem haldin verður í mið- og austurhluta Rússlands. Meðal þeirra sem taka þátt eru her- sveitir frá Kína og Mongólíu. Varnarmálaráð- herra Rússa segir æfinguna í anda þeirrar sem haldin var 1981 þegar Sovétríkin æfðu árás á Atlantshafsbandalagið. Senda fleiri herskip til Sýrlands  Tíu rússnesk herskip og tveir kafbátar lóna við strendur landsins  Mesti herstyrkur Rússa á Mið- jarðarhafi frá upphafi aðstoðar þeirra við Bashar al-Assad  Bandaríkin sögð auka getu sína til árása Ekki Þýskalandi sæmandi Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, segir ekk- ert rými vera fyrir hatur á göt- um landsins, en ummælin koma í kjölfar átaka sem brutust út eftir að Þjóðverji, 35 ára karlmaður, var stunginn til bana í borginni Chemnitz. Lögreglan handtók tvo menn í tengslum við morðið og eru þeir frá Sýrlandi og Írak. Þeir eru báðir um tvítugt. Fréttaveita AFP greinir frá. „Það sem við höfum horft upp á er eitthvað sem ekki samræmist lýð- ræðisríkjum,“ sagði Merkel á fundi sínum við blaðamenn. „Við búum yf- ir myndbandsupptökum sem sýna fólk elta uppi annað fólk, óeirðir og hatur á götu úti. Þetta á ekkert er- indi í okkar lýðræðisríki.“ Minnst 20 manns særðust sl. mánudag í átökum í Chemnitz. Tók- ust þar á öfgamenn og andstæðingar þeirra, en hátt í 1.000 manns mættu á mótmælin sem fram fóru við minn- isvarða Karls Marx. Að sögn innan- ríkisráðherra Þýskalands var álagið á lögreglulið bæjarins svo mikið að nauðsynlegt var að senda þangað alríkislögreglumenn til aðstoðar. Angela Merkel  Merkel kanslari gagnrýnir mótmælin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti í gær Danmörku heim ásamt eiginkonu sinni, Bri- gitte. Er þetta í fyrsta skipti í 36 ár sem forseti Frakklands kemur til Danmerkur í opinbera Því næst var haldið til Amalíuborgar þar sem Margrét Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetanum. Macron og eiginkona hans halda aftur til Frakklands í dag. heimsókn. Flugvél forsetans lenti í Kaupmanna- höfn, en þaðan fór Macron á fund Friðriks krón- prins Danmerkur og Mary eiginkonu hans og fór hópurinn að minnisvarða um fallna hermenn. AFP Fyrsta opinbera heimsóknin til Danmerkur í 36 ár Forseti Frakklands og eiginkona hans sóttu Kaupmannahöfn heim í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.