Morgunblaðið - 29.08.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kjara-viðræðureru á
næsta leiti og
ljóst að þær munu
ekki verða auð-
veldar. Settar
hafa verið fram digurbarka-
legar yfirlýsingar, sem ekki
eru í takti við aðstæður þessa
dagana, en virðast ganga út
frá því að fyrst síðast var
hægt að semja um miklar
kauphækkanir án þess að
efnahagslífið færi úr böndum
hljóti það að vera hægt aftur.
Gildir þá einu að allt aðrar
forsendur eru í efnahagslíf-
inu þá en eru nú.
Í lok liðinnar viku birtist
skýrsla, sem Gylfi Zoëga,
prófessor í hagfræði við Há-
skóla Íslands, skrifaði fyrir
stjórnvöld. Niðurstaða hans
er sú að minna svigrúm sé nú
til hækkana en verið hafi
2015 og því óvarlegt að ráð-
ast í miklar launahækkanir
yfir línuna. Í samtali við
Morgunblaðið um skýrsluna
sagði Gylfi að nær væri að
semja um raunhæfar hækk-
anir sem styðji við fram-
kvæmd peningastefnu og
stjórn ríkisfjármála þannig
að áfram megi tryggja lága
vexti, lága verðbólgu, áfram-
haldandi hagvöxt og vaxandi
kaupmátt launa.
Segja má að skýrsla sem
þessi sé tilraun til þess að
skilgreina grunn eða for-
sendur, sem semja megi út
frá. Í Morgunblaðinu á
mánudag segir Þórunn
Sveinbjörnsdóttir, formaður
BHM, að skýrslan „greini vel
hvaða hættur steðja að okkur
og sem slík [verði] hún von-
andi grundvöllur til að taka
upplýsta umræðu um stöð-
una“.
Halldór Benjamín Þor-
bergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir
skýrsluna gott veganesti inn
í veturinn og bætir við: „Við
byrjum á að koma okkur
saman um hvað sé til skipt-
anna og mér finnst Gylfi hafa
dregið það ágætlega fram.
Það sem eftir stendur er
hvernig við eigum að skipta
því.“
Ekki eru þó allir sammála.
Elín Björg Jónsdóttir, for-
maður BSRB, segist einfald-
lega ósammála því mati Gylfa
að minna svigrúm sé til
launahækkana nú en 2015.
Sú er vissulega raunin að
svigrúmið í íslensku efna-
hagslífi til að standa undir
launahækkunum þannig að
þær skiluðu sér í auknum
kaupmætti í stað
þess að þær fuðr-
uðu upp í verð-
bólgu var meira
fyrir þremur ár-
um en flestir sáu
fyrir. Um leið er
rétt að átta sig á því að
launahækkanir undanfarinna
missera hafa reynt verulega
á þanþol margra fyrirtækja
og gerir enn.
Loftvog efnahagslífsins
hefur fallið verulega síðan og
þarf ekki að banka fast í hana
til að sjá það.
Í Morgunblaðinu á mánu-
dag birtist viðtal á við-
skiptasíðu alls ótengt þeirri
kjaramálaumræðu, sem hér
hefur verið rakin. Þar lýsir
Egill Fannar Reynisson,
framkvæmdastjóri GER-
innflutnings sem rekur versl-
anir Húsgagnahallarinnar,
Betra Baks og Dorma auk
GER-heildverslunar, stöð-
unni um þessar mundir.
Hann segir að húsgagna-
markaðurinn hafi náð jafn-
vægi og árlegur vöxtur sé um
3-5% á ári, en bætir við: „Á
sama tíma standa verslanir
aftur á móti frammi fyrir ört
hækkandi launakostnaði og
þó svo að núna standi yfir
góðæristímabil má finna
merki um að handan við
hornið sé meira krefjandi
tímabil. Í verslunum okkar
förum við því mjög varlega
þegar kemur að því að bæta
við fólki og ef starfsmenn
söðla um þá skoðum við mjög
vandlega hvort við getum
komist af án þess að ráða
nýja manneskju í staðinn.“
Þessi ummæli Egils Fann-
ars eru ekki innlegg í kjara-
viðræður. Hann lýsir einfald-
lega þeirri stöðu, sem við
honum blasir. Það segir sína
sögu ef atvinnurekendur eru
farnir að halda að sér hönd-
um með þessum hætti, hika
við að fjölga starfsfólki og
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir ráða í staðinn fyrir þá
sem hætta.
Kjarabætur og kaupmátt-
araukning undanfarinna ára
eiga sér vart fordæmi hér á
landi. Um leið hefur atvinnu-
leysi verið með minnsta móti.
Það hlýtur að vera mark-
miðið að halda í það sem
náðst hefur og reyna að bæta
um betur með varanlegum
hætti, frekar en að knýja
fram kröfur, sem á endanum
gætu leitt til þess að allir
hefðu minna milli handanna.
Stundum hentar að spila
sóknarbolta, en varnarsigrar
skipta líka máli.
Stundum hentar að
spila sóknarbolta,
en varnarsigrar
skipta líka máli}
Viðkvæmt jafnvægi
V
ið leggjum mikla áherslu á að auka
og bæta læsi, sérstaklega hjá
börnum og ungmennum. Lestr-
arfærni er lykill að lífsgæðum og
raunar grundvöllur að flestu öðru
námi. Við vitum líka að lestur er ein flóknasta
hugræna aðgerðin sem börn þurfa að ná tökum
á í skólanum. Þekking á grunnþáttum læsis og
hvaða viðfangsefni eru best til þess að efla
lestrarfærni hefur aukist mjög og hafa rann-
sóknir á því sviði leitt til framfara í lestrar-
kennslu, ekki síst fyrir börn sem glíma við
lestrarerfiðleika.
Á dögunum var haldin fróðleg ráðstefna á
vegum Rannsóknarstofu um þroska, mál og
læsi sem skipulögð var til heiðurs dr. Hrafn-
hildi Ragnarsdóttur sem er einn merkasti
fræðimaður okkar og kennari á sviði þroska- og
málvísinda. Annar aðalfyrirlesara ráðstefnunnar var Vi-
beke Gröver, prófessor og fyrrum forseti Mennta-
vísindasviðs Oslóar-háskóla en hún kynnti meðal annars
merkilega rannsókn sína á tengslum orðaforða og les-
skilnings. Að sögn Gröver er hægt að sjá marktækar
framfarir í orðaforða, frásagnarhæfni og skilningi á sjón-
arhornum annarra með ákveðnum aðferðum og inngripi.
Allt eru þetta algerir undirstöðuþættir lesskilnings. Þess-
ar niðurstöður eiga erindi við alla foreldra barna sem
vinna að því að auka lestrarfærni sína. Foreldrar eru fyr-
irmyndir barna sinna, ekki síst þegar kemur að tungumál-
inu og hvernig við notum það. Góður orðaforði gagnast vel
í námi og hann er auðvelt að auka. Það er göm-
ul saga og ný að orð eru til alls fyrst.
Hinn aðalfyrirlesarinn á ráðstefnunni var
dr. Catherine Snow, prófessor við Harvard há-
skóla. Hún er meðal virtustu fræðimanna
heims á sviði málþroska og læsis og hefur stýrt
tímamótarannsóknum á læsi og lesskilningi
barna og ungmenna sem orðið hafa leiðarljós í
stefnumótun á öllum skólastigum í Bandaríkj-
unum. Í sínu erindi ræddi hún mikilvægi sam-
ræðunnar fyrir þróun lesskilnings og orða-
forða og nefndi að ein árangursríkasta leiðin til
þess að auka þá færni væri að virkja nem-
endur í umræðum um alvöru málefni í skóla-
stofunni.
Menntarannsóknir á borð við þær sem
kynntar voru á fyrrgreindri ráðstefnu eru
samfélaginu afar mikilvægar. Í sínu stóra sam-
hengi styðja þær við stefnumótun og áherslur við mótun
menntakerfa og þar með samfélaga. Við stöndum frammi
fyrir mörgum áskorunum um þessar mundir og ég tel
mikilvægt að íslenskt menntakerfi sé hreyfiafl breytinga
og framfara til framtíðar. Forsenda þess að verða virkur
þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi er góð lestrarfærni; að
geta lesið, skrifað og gert grein fyrir skoðunum sínum
með hjálp ólíkra miðla. Það er samfélagslegt verkefni að
bæta læsi og lestrarfærni á Íslandi, þar höfum við allt að
vinna.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Galdur orðaforðans
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Þessi aukning í fluginu erminni en hún var árið áð-ur og mér sýnist þettavera að ná stöðugleika,“
segir Margrét Helga Guðmunds-
dóttir, sérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun í samtali við
Morgunblaðið.
Umhverfisstofnun kynnti í
gær uppgjör
með losunar-
heimildir iðnaðar
og flugrekenda í
viðskiptakerfi
ESB með
losunarheimildir
gróðurhúsa-
lofttegunda, sem
er almennt nefnt
ETS (e. Emiss-
ion Trading
System) og
gegnir lykilhlutverki í aðgerðum
Evrópusambandsins gegn loftslags-
breytingum.
Viljum draga úr losun
Alls gerðu fimm íslenskir flug-
rekendur og sjö rekstraraðilar iðn-
aðar upp heimildir sínar. Heildar-
losun í flugi sem fellur undir kerfið
var 813.745 tonn CO2-ígilda, en í
iðnaði var losunin 1.831.667 tonn af
CO2-ígildum.
Þegar horft er til upplýsinga
um losun frá flugi til og frá Íslandi
ber að skoða upplýsingarnar í því
ljósi að einungis er um flug innan
EES-svæðisins að ræða. Ameríku-
flug er ekki innan gildissviðs
kerfisins enn sem komið er.
Losun gróðurhúsalofttegunda
frá flugi til og frá Íslandi á um-
ræddu svæði jókst líkt og fyrri ár
milli ára. Losun jókst um 13,2%
milli áranna 2016 og 2017. Árið
2016 var losunin 718.624 tonn af
CO2 en varð á síðasta ári 813.745
tonn af CO2.
„Aukningin var 31% á milli ár-
anna 2015-2016 svo þetta er aðeins
að jafna sig,“ segir Margrét.
Er þetta ekki bara í takti við
aukna flugumferð hér?
„Jú. Ég tók saman fjölgun
ferða og þetta helst í hendur. Þetta
er því ekki óeðlileg aukning.“
Hún segir þó að fullt tilefni sé
til að hafa áhyggjur af þessari
auknu losun gróðurhúsaloftteg-
unda.
„Ef flugiðnaðurinn væri ríki
væri hann á topp tíu yfir þau sem
nota mest af gróðurhúsaloftteg-
undum. Losunin frá flugi er mjög
mikil og að sjálfsögðu viljum við
draga úr henni. Þessi 13% aukning
mætti vel vera minni.“
Nýtt kerfi innan tíðar
Eins og áður segir liggja nú
aðeins fyrir upplýsingar um losun
flugs innan EES-svæðisins. Að
sögn Margrétar er unnið að nýju
kerfi sem tekið verður í notkun
innan tíðar. Með því verður hægt
að kortleggja losun á stærra svæði.
„Það kerfi er unnið í samstarfi
við Alþjóðlegu flugmálastofnunina.
Kerfið mun kallast Corsia og það
kemst í gagnið árið 2021. Banda-
ríkin og Kína hafa skrifað undir
samninga svo að losun frá þeim
ætti að falla undir það kerfi.“
Aukin losun í iðnaði
Losunin í iðnaði jókst lítillega
á milli ára, um 2,8%, úr 1.780.965
tonnum af CO2 árið 2016 í
1.831.667 tonn af CO2 árið 2017.
Jafnmargir rekstraraðilar í iðnaði
gerðu upp fyrir árið 2017 og árið á
undan; sjö talsins.
„Losunin frá iðnaði jókst að-
eins að þessu sinni. Hún hefur ver-
ið að minnka en fór upp um þrjú
prósent nú. Það kom aðeins á
óvart,“ segir Margrét.
Losun frá flugi jókst
um 13,2% milli ára
Margrét Helga
Guðmundsdóttir
2013 2014 2015 2016 2017
Losun gróðurhúsalofttegunda í flugi*
Þúsundir tonna CO2 ígilda
*Losun íslenskra flugrekenda í flugi til og frá Íslandi innan EES svæðisins
800
600
400
200
0
Icelandair WOW air Aðrir flugrekendur
814
þús. tonn
Samanburður á
losun í flugi og iðnaði
Flug Iðnaður
Árið
2017
Viðskiptakerfi ESB með los-
unarheimildir gróðurhúsa-
lofttegunda, ETS, virkar þannig
að rekstraraðilum, iðnaðar- og
flugrekendum, er úthlutað los-
unarheimildum í samræmi við
staðlaðar reglur sem samsvara
fyrirfram ákveðnum takmörk-
unum. Það sem þeir losa um-
fram endurgjaldslausar los-
unarheimildir þurfa þeir að
kaupa heimildir fyrir á markaði
og er kerfinu þannig ætlað að
vera hvati til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda, að því
er segir á vef Umhverfisstofn-
unar.
Kerfið nær utan um 45% af
losun gróðurhúsalofttegunda
innan ESB og hefur það mark-
mið að árið 2020 verði losun í
þeim geirum sem falla undir
kerfið 21% lægri en hún var ár-
ið 2005, og 43% lægri árið
2030. Þessu á að ná fram með
því að fækka endurgjalds-
lausum losunarheimildum til
rekstraraðila um 1,74% ár
hvert.
Markmið að
minnka losun
VIÐSKIPTAKERFI ESB