Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.08.2018, Qupperneq 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 HAUST 2018 Hvað sem menn segja um herra Don- ald Trump, forseta Bandaríkjanna, þá hefur hann komið gegn ýmsum svoköll- uðum „gildum“ og þegar fram líða stund- ir munu menn sjá að voru brýnar aðgerðir. Hér er verið að tala um alla þessa milli- ríkjasamninga sem fært hafa heiminn saman í eitt stórt viðskiptasvæði og tengt ríki, að sumra áliti, svo sterkum böndum að vart er lengur hægt að segja um þjóðir að þær séu sjálfstæðar sem þó sjálfstæðisbarátta ríkjanna mið- aðist við að yrði. Milliríkjasamningarnir í dag skipta milljónum sem öll ríki heims tengjast. Samningarnir gera þau háð þessum viðskiptum. Bresti eitt- hvað byrja mörg ríkjanna að stynja vegna tekjumissis. Allir vita hvað minni tekjur merkja. Ríkiskassinn hefur úr minna að spila og fram- kvæmdir á vegum hins opinbera snerta hvert mannsbarn og gæti svo farið að það lenti í basli með að sinna grunnþjónustu þeirri sem lög kveða á um og þegnarnir krefjast að sé tiltæk. Strangt til tekið er svona sam- runi ekki góður vegna þess hann er of áhættusamur ríkjum heims. Svo fyrir utan það að vera endalaus uppspretta þjóðernishyggju sem reglulega rís í löndunum gegn svona löguðu og við höfum fengið að sjá og líka séð gegnum tíðina. Allt vegna þess að fólk vill fá að eiga sína eigin þjóð út af fyrir sig en samningar hafa svolítið skekkt og flækt málin þannig að sjálfstæði allt er að verða æ meira orðin tóm. Sumum finnst þetta góð þróun en aðrir líta hana öðrum og alvarlegri augum. Svona ástand hefur alla tíð skapað bæði leyndan og ljósan nún- ing inni í þessum ágætu sam- félögum. Á endanum mun fólk rísa gegn þeim og hefur margoft risið upp til að hrista af sér ok og fá þjóðina sína til baka og er það til- gangur fólks sem fer út á göturnar með kröfuspjöldin. Samningar sem voru eitt sinn gerðir og þóttu þá góðir missa marks og verða þjóðinni ekki eins hag- felldir og til að byrja með og í sumum til- vikum bein byrði. Vara sem seldist breytir um ásjónu og minna fæst í arð af henni. Að endingu lok- ar framleiðslueiningin vegna rekstrarerf- iðleika, kannski af þeirri ástæðu að landið er komið með yfirfljót- andi innflutning sem er við að berja reksturinn af sér. Við það missir fullfrískt fólk starfið og fer á at- vinnuleysisskrá. Og til verður stétt manna sem aldrei hefur fengið fast starf og er partur af kerfinu í dag og jafnvel hluti áætlunarinnar sem menn miða orðið við. Hvað segir ekki Biblían: 1Mósebók 3.17-19. „Við Adam sagði hann: „Vegna þess að þú hlýddir röddu konu þinnar og ást af trénu sem ég bannaði þér að eta af, þá sé akurlendið bölvað þín vegna. Með erfiði skaltu hafa viðurværi af því alla þína ævidaga. Þyrna og þistla skal landið gefa af sér og þú skalt lifa á grösum merkurinnar. Í sveita þíns andlits skaltu brauðs þíns neyta þar til þú hverfur aftur til jarðarinnar því af henni ertu tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.““ – Hér sjáum við bein fyrirmæli Guðs um að hvert og eitt okkar skuli starfa með höndum sínum. Ríkjanna er að skaffa fólkinu skil- yrði. Allt svolítið laust í reipunum og minnsta tilslökun hreyfir við efna- hag fólks sem með tímanum rís upp. Þetta er eitt af því sem herra Trump lagði upp með í sinni kosn- ingabaráttu. Hann veit að rekstur heima fyrir hefur átt á brattann að sækja vegna innflutnings og vill mæta honum með skattlagningu sem hækkar verð þess innflutta. Auðvitað til að hagur innlendu framleiðslunnar vænkist. Ríki sem við á fá á sig þessa hækkun og eru eðlilega óhress með framvinduna. Í hönd fer líklega viðskiptastríð þjóð- anna sem enginn svo sem veit enn hvernig muni fara og líklegt að Ís- lendingar muni að einhverju leyti súpa af seyðið. Einnig hefur herra Trump komið svolítið gegn þessu þriðja afli sem við vitum að eru fjölmiðlarnir, sem sumir víla ekki fyrir sér að ata mann og annan auri sé því að skipta og komast upp með verk sitt svo til afskiptalaust, en hann með framkomu sinni og talsmáta hefur svolítið náð að binda hendurnar á. Fjölmiðlar hafa orðið of mikil völd og eru meira leiðandi en ætti að vera. Fjölmiðill með réttum for- merkjum segir okkur umbúða- lausar fréttir. Sterk bein þarf í að reka og stýra fjölmiðli. Íslendingar þekkja sjálfir afl inn- flutnings hjá sér. Hversu mörgum verksmiðjum í þessu landi hefur ekki verið lokað vegna þess að þær standast ekki samkeppnina, hvorki í gæðum né í verði? Og hvar væri íslenski landbúnaðurinn á vegi staddur kæmi ekki til verndar- stefna stjórnvalda? Hann væri hættur fyrir áratugum. Við sjáum að þetta fyrirkomulag er ekki kom- ið til að vera. Annað af þessu hlýtur því að vera í pípunum: Opinberunarbókin. 21.1-3. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki fram- ar til. Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mann- anna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.““ Eftir Konráð Rúnar Friðfinnsson »Milliríkjasamning- arnir skipta millj- ónum sem öll ríki heims tengjast og stunda verslun gegnum. Samn- ingarnir gera þau háð þessum viðskiptum. Konráð Rúnar Friðfinnsson Höfundur starfar í kirkju og alls- konar tengdu kirkjunni. Viðskiptasamningar ríkjanna Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikil spjöll eru unnin á miðborg Reykjavík- ur nú um stundir – sum spjöll helgispjöll sbr. spjöllin á Vík- urkirkjugarði. Stór- hýsi rísa á lóðar- bleðlum og bera smágerð nágrannahús ofurliði. Og þó skrif- aði Hjörleifur Stef- ánsson svo skynsamlega bók um anda Reykjavíkur og lofsöng hið smágerða. Hann hefði getað sparað sér það ómak. Í götunni minni, lít- illi götu nálægt miðbænum, var reist tveggja hæða hús með risi og kjallara, þar sem áður stóð lítið ein- lyft bárujárnsklætt timburhús í góðri sátt við húsið á baklóðinni, sem er einlyft hús með kjallara. Næsta hús fyrir neðan er einlyft hús með kjallara og risi, en húsið fyrir ofan þrjár hæðir. Við það hús var hæð nýja hússins miðuð, þrátt fyrir að eðlilegt hefði verið að taka mið af bakhúsinu á sömu lóð, þar sem nú nýtur ekki sólar. Réttur eigenda þess húss er fyrir borð borinn og virðist eignaréttur hins nýja húsbyggjanda vega margfalt á við rétt þeirra, sem fyrir eru, þrátt fyrir að eldri húseigendur við göt- una séu búnir fyrir að borga allar veitur og lagnir, malbik og gang- stéttir. Svona gengur gengisfelling húseigna í miðbænum fyrir sig – og nefnist þétting byggðar. Við sitjum greinilega ekki við sama borð og skipulagsyfirvöld, sem veita bygg- ingarleyfi, gæta hvorki meðalhófs né sanngirni. Með réttu lagi hefði þetta nýja hús átt að vera kjallari, hæð og ris – þá hefðum við ná- grannarnir vel við unað. Í þessu bæjarfélagi eru tvenns konar vargar, brennuvargar og byggingarvargar, og eru þeir síð- arnefndu sýnu verri og beita fyrir sig ofbeldi peninganna. Hvergi á byggðu bóli myndi það líðast að byggt sé for- ljótt háhýsi út í miðja götu eins og gerðist við Frakkastíg og loka með því útsýni á Sól- farið, hafið og Esjuna. Borgarbúar eiga vígt um slíka handarbaka- vinnu af hálfu bygging- aryfirvalda. Nýja borgaskipulagið er greinilega skraddara- sniðið að þörfum hinna byggingarglöðu pen- ingamanna eins og Friðrik Ólafs- son, skákmeistari og fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, segir í grein sinni í Morgunblaðinu 16. júní 2018. Í svipaðan streng tekur Sturla Böðvarsson, fyrrverandi for- seti Alþingis, í grein sinni í Morg- unblaðinu 14. ágúst síðastliðinn, þar sem hann gerir virðingarleysi hót- elbyggjenda við Austurvöll og virð- ingarleysi þeirra við framliðna Reykvíkinga í Víkurkirkjugarði að umræðuefni. Ef ekki er hlustað á þessa mætu menn, hvað má sín þá kvak einnar konu í Austurbænum? Að réttu lagi ættu borgarstjóri og borgarfulltrúar að taka sig sam- an í andlitinu, endurskoða þetta lánlausa deiliskipulag og endur- skoða og afturkalla ógæfulegar byggingarleyfisveitingar. En þess er lítil von, því borgarstjórinn á við heilsuleysi að stríða og sumir borgarfulltrúar hafa öðrum og afar einkennilegum hnöppum að hneppa, sem er að ulla framan í samstarfs- menn sína. Eignarréttur á villigötum Eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur Vilborg Auður Ísleifsdóttir » Að réttu lagi ættu borgarstjóri og borgarfulltrúar að taka sig saman í andlitinu, endurskoða þetta lán- lausa deiliskipulag. Höfundur er sagnfræðingur. Það er ekki hægt að segja með sanni að friðvænlegt hafi verið í borgar- stjórn eftir að kosið var til hennar í vor. Embættismenn borgarinnar eru að sussa á einstaka borgarfull- trúa sem þeim virðist ekki vera nægjanlega fylgispakir meirihlut- anum. Einn borgarfulltrúi meiri- hlutans tók upp á því að ulla á einn borgarfulltrúa minnihlutans. Svona lagað er ekki sæmandi borgarfull- trúa. Meirihlutanum í borgarstjórn væri nær að taka á fjármálum borg- arinnar sem eru í ólestri og stöðva stöðuga skuldasöfnun fremur en að troða illsakir við borgarfulltrúa minnihlutans. Ekki veitir af að greiða niður skuldir borgarinnar. Minna má á að kosnaður við rekstur skrifstofu borgarstjóra á síðasta ári var 800 milljónir. Finnst fólki þetta eðlilegt? Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ófriður í borgarstjórn Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið í Reykjavík. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.