Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2018 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is P22 Hönnun: Patrick Norguet Armstóll með eyrum Leður verð frá 569.000,- Skemill Leður verð frá187.000,- Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vísitala lífmassa makríls í Norð- austur-Atlantshafi er metinn 40% minni í sumar en á sama tíma á síðasta ári. Mestur þéttleiki mæld- ist í Noregshafi en mun minna mældist á hafsvæðinu við Ísland en verið hefur undanfarin ár. Kemur þetta fram í samantekt á upplýs- ingum úr sameiginlegum uppsjáv- arleiðangri Íslendinga, Grænlend- inga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Leiðangurinn var farinn á tíma- bilinu 30. júní til 6. ágúst. Markmið hans var að meta magn uppsjávar- fiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Kemur á óvart Í skýrslu um niðurstöður leið- angursins kemur fram að vísitala lífmassa makríls er 40% lægri en á síðasta ári. Heldur minni lækkun er í vísitölu fjölda fiska. Anna Heiða Ólafsdóttir, sérfræðingur í uppsjávarfiskum á Hafrannsókna- stofnun, segir að þessi munur skýr- ist af fækkun í öllum eldri árgöng- um makríls en fjölgun sem komi fram í eins og tveggja ára fiski vegi létt á móti því. Tekur hún fram að ekki séu nægar upplýs- ingar til að bera fjölda ungviðis saman við fyrri ár. Mikill þéttleiki makríls var í Noregshafi og suðaustan og vestan við Ísland. Makríllinn dreifðist yfir stærra svæði en á síðasta ári en hallar sér nú meira í austur, að Noregi. Fram kemur í tilkynningu Hafró að mun minna mældist á hafsvæðinu við Ísland en verið hef- ur undanfarin ár og Anna Heiða bætir því við að minnkunin í Nor- egshafi sé mun minni en við Ísland og Grænland. Anna Heiða segir að niðurstöð- urnar hafi komið á óvart. Ekkert hafi bent til þessarar þróunar í leiðangrinum á síðasta ári. Nóg áta sé í sjónum og nógu heitt fyrir makrílinn. Þetta séu flóknir hlutir og ekki víst að skýringin finnist fyrr en eftir fleiri mælingar. Varðandi meiri fækkun makríls við Ísland en Noreg segir Anna að nærtækt sé að líta til umhverf- isaðstæðna. Óvenjukalt hafi verið fyrir vestan Ísland í sumar. Hins- vegar þurfi meiri tíma til að greina ástæðurnar. Minnkun í síld og kolmunna Magn norsk-íslenskrar síldar mældist einnig minna en á síðasta ári, að því fram kemur í tilkynn- ingu Hafró. Vísitala lífmassa lækk- aði um 24% frá síðasta ári. Út- reiðsla stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta stofnsins. Mesti þéttleikinn var norður af Færeyjum og fyrir aust- an og norðan Ísland. Þriðja árið í röð var lögð aukin áhersla á að fylgjast með út- breiðslu kolmunna og að meta stærð stofnsins. Vísitala stofn- stærðar kolmunna sem er ársgam- all og eldri var 11% lægri en á síð- asta ári. Kolmunni fannst á mestöllu rannsóknarsvæðinu nema í köldum sjó út af Austur- Grænlandi og milli Íslands og Jan Mayen. Við Ísland mældist mest af kolmunna við landgrunnsbrúnina sunnan við landið. Meta stofnstærð Niðurstöður leiðangursins voru kynntar Alþjóðahafrannsókna- ráðinu (ICES) í gær. Þær eru not- aðar við yfirstandandi vinnu við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark síldar, makríls og kolmunna 28. september næstkomandi og þá er einnig von á ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um veiðar á Ís- landsmiðum. Minna af makríl við Ísland  Vísitala lífmassa makríls lækkar um 40% í Norðaustur-Atlantshafi  Makríllinn færist frá Íslandi og Grænlandi að Noregi  Ástæðurnar eru enn ekki þekktar  Minna af síld og kolmunna Morgunblaðið/Árni Sæberg Makrílveiðar Ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikið makrílkvóti ís- lenskra skipa minnkar við tíðindin úr sameiginlega makrílleiðangrinum. Útbreiðsla makríls sumarið 2017 og 2018 Magn makríls í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018 Magn makríls í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2017 M ag n m ak ríl s Magn, kg*km-2 20.00010.0001.00010 100 Magn, kg*km-2 20.00010.0001.00010 100 2018 2017 M ag n m ak ríl s Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Þau atvik sem upp hafa komið á Austurlandi í sumar þar sem menn ganga inn í ólæst hús og láta greip- ar sópa líkjast mjög þeim er tíðkast meðal glæpagengja í Evrópu. Þetta segir Elvar Óskarsson, lögreglu- fulltrúi á Austurlandi. Hann segir lögregluna verða vara við að slík mál komi upp í bylgjum en hafa þó engar forsendur fyrir því að málin sem tilkynnt hafa verið um land allt tengist með einhverjum hætti. Elv- ar segir það algengt að þjófarnir fari hratt um og af þeim sökum séu málin erfið viðfangs. „Við erum ekki eyland, við vitum hvernig svona fer fram t.d. í Evrópu, bæði í innbrotahrinum og líka í innfarar- hrinum, þó að það sé algengara að fólk læsi húsunum úti en hér á landi. Þetta eru menn sem færa sig rosalega hratt til, það er þekkt í Evrópu að þessi gengi færa sig hratt á milli staða. Ef við horfum á þetta í samhengi er þetta svipað og menn gera hlutina annars staðar.“ Hann segir atferli þjófanna teljast sem húsbrot en ekki innbrot, þ.e. þeir ganga inn í hús sem ólæst eru. „Það er reynsla okkar í þessum málum að þetta fólk er að athafna sig á vinnutíma fólks, oft um hádegi og upp úr hádegi. Þessir menn virð- ast einnig óhræddir við að tjá sig, þeir grípa í ýmsa frasa til að slá ryki í augun á fólki. Algengast er að menn séu að spyrja um gistingu eða þvíumlíkt og beri sig aumlega.“ Lögreglan á Austurlandi hvetur fólk til að gefa nærumhverfi sínu gaum og gera lögreglunni viðvart ef grunsemdir vakna um grunsamlegt athæfi. „Við treystum á aðstoð al- mennings þar sem við vitum ekkert í hvaða byggðarlagi þeir dúkka upp og á hvaða tíma.“ Líkist glæpastarf- semi í Evrópu  Lögregla treystir á hjálp almennings Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fáskrúðsfjörður Nokkur húsbrot hafa verið tilkynnt á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.